Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDSLIÐ plötusnúða Íslands reyndi með sér í skífuskanki í fimmta sinn í Tjarnarbíói um helg- ina. Keppt var í tveimur riðlum, syrpu- og skankriðli, en sigurvegarar í þeim fyrrnefnda munu taka þátt í Skand- inavíuriðli Vestax Extravaganza- plötusnúðakeppninnar sem fram fer í Osló í Noregi, en þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar taka þátt í þeirri keppni. Það var Dj Intro sem var hlut- skarpastur í syrpu-riðlinum en á hæla hans fylgdu Dj Nino og Dj Big Gee. Í skank-riðlinum voru það svo þeir Dj Mad, Dj Tveirablár og Dj Intro sem röðuðu sér í efstu sætin. All tóku tíu manns þátt í keppn- inni, sem að sögn Ómars Ómars, liðs- manns í áhugamannafélaginu TFA og aðalskipuleggjanda Skífuskanks- ins, tókst mjög vel. Auk plötusnúðanna tíu kom fram skrykkdanshópurinn The 5th Elem- ent sem tók nokkur spor ásamt koll- egum sínum í Sushi frá Noregi og 360 frá Bandaríkjunum. Skífuskank og Fimmta frumefnið TENGLAR ..................................................... www.tfa.is Morgunblaðið/Jim Smart Einbeitingin leyndi sér ekki. Dj Intro stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins. Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á árinu 2002 Í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda, þ.m.t. tryggingagjalds, á árinu 2002 er lokið á alla einstaklinga sem skattskyldir eru samkvæmt framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 75/1981. Álagning gjalda á lögaðila mun liggja fyrir síðar og verður auglýst sérstaklega. Álagningarskrár með gjöldum einstaklinga verða lagðar fram í öllum skattumdæm- um miðvikudaginn 31. júlí 2002. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmanni skattstjóra eða þjónustuaðila hans í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí til 14. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Skattseðlar er sýna álögð opinber gjöld 2002, vaxtabætur og barnabætur hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, vaxtabóta og barnabóta, sem gjaldend- um hefur verið tilkynnt um með skattseðli 2002, þurfa að hafa borist skattstjóra eigi síðar en föstudaginn 30. ágúst 2002. Reykjavík, 31. júlí 2002 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólafur Páll Gunnarsson Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson                       ! !  "# %# &!  !  ''     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.