Morgunblaðið - 31.07.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.07.2002, Qupperneq 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓSTAÐFESTAR fréttir hafa á undanförnum vik- um borist frá Norður-Kóreu þess efnis að stjórn- völd þar hyggi á margvíslegar „umbætur“ á efna- hagssviðinu. Enn er margt óljóst um áform stjórnvalda en fyrir liggur að efnahagur landsins er rústir einar. Í liðinni viku efndu norður-kóreskir embættis- menn til fundar með erlendum sendimönnum í höfuðborginni, Pyongyang. Boðaðar breytingar eru taldar sérlega mikilvægar þar sem svo virðist sem þoka eigi hagkerfinu í átt til markaðsbúskap- ar en leitun er að ríki þar sem kommúnísk mið- stýring er jafn öflug og í Norður-Kóreu. Hafa ýmsir orðið til að bera stöðuna í landinu nú saman við þá sem ríkti í Kína síðla á áttunda áratugnum þegar kommúnistaflokkurinn þar innleiddi „opn- unarstefnu“ á vettvangi efnahagsmála. Á fundinum með erlendu fulltrúunum kom fram að Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, og und- irsátar hans hafa ekki uppi áform um allsherjar uppstokkun á hagkerfi landsins. Lýstu embættis- mennirnir breytingunum á þann veg að ætlunin væri að tryggja að miðstýringin yrði skilvirkari. Staðnað hagkerfi Ekki er deilt um að breytinga er þörf í Norður- Kóreu. Stöðnun hefur einkennt hagkerfið og mat- vælaskortur er tíður. Hundruð þúsunda manna urðu hungurmorða í landinu á tíunda áratugnum. Breytingarnar gengu í gildi 1. júlí. Tilgangurinn með þeim er að draga úr niðurgreiðslum ríkisins þannig að laun og verðlag nálgist raungildi og verði þannig til þess að auka framleiðni í landinu. Maís og hrísgrjón eru nú á sama verði í ríkisversl- unum og á markaði þannig að bændur geta hagn- ast á framleiðslunni. Verð á margvíslegri þjónustu hefur hækkað og það hafa launin einnig gert. Þetta er talið auka mjög þrýstinginn á gjald- miðil landsins, won, og skapa hættu á hamslausri seðlaprentun. Er því talið ljóst að breyta þurfi gengi wonsins og færa það nær því sem gerist nú á svörtum markaði þar sem 200 slík fást fyrir einn Bandaríkjadollar. Viðræður við Suður-Kóreu Stefnubreytingar hefur einnig orðið vart hvað varðar samskipti Norður-Kóreu við umheiminn á síðustu vikum. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, skýrði frá því á mánudag að stjórn Kim Jong Ils hefði lýst yfir vilja til að hefja við- ræður við Bandaríkjamenn og Japani um málefni Kóreuskaga. Áður höfðu Norður-Kóreumenn lýst sig reiðubúna til viðræðna við nágranna sína í suðri og var frá því skýrt í gær að stjórnvöld í Suður-Kóreu hefðu þegið það boð. Markmiðið er skil- virkari miðstýring Embættismenn í Norður-Kóreu greina frá breytingum á efnahagssviðinu Seoul. AP. SAUTJÁN ára gestur baðstaðar í grennd við alþjóðaflugvöllinn í Düsseldorf í Þýskalandi virðist hér stökkva jafnhátt og farþegavél sem flýgur inn til lendingar. 35 stiga hiti var í borginni í gær.AP Svifið um loftin blá AÐ MINNSTA kosti 23 af um 200 Kúbumönnum, sem tóku þátt í kaþólskri hátíð í Kanada, hafa ákveðið að snúa ekki aftur til heimalandsins, að sögn Kaþ- ólsku biskuparáðstefnunnar á Kúbu. „23 ungir menn hafa nú sagt skilið við sendinefndina og ætla ekki að fara aftur til Kúbu,“ sagði Orlando Marquez, fram- kvæmdastjóri kaþólsku sam- takanna. „Mér hefur verið skýrt frá því að þetta hafi vald- ið gremju meðal annarra í sendinefndinni.“ Hreyfing kúbanskra útlaga í Toronto sagði að a.m.k. tíu af Kúbumönnunum 23 hefðu þeg- ar óskað eftir hæli sem pólitísk- ir flóttamenn í Kanada eftir al- þjóðlega hátíð ungra kaþólikka sem lauk á sunnudag með messu sem Jóhannes Páll páfi sótti. Ismael Sambra, formaður samtaka kúbanskra útlaga í Kanada, sagði eftir að hafa rætt við nokkra Kúbumennina að þeir hefðu ákveðið að flýja land vegna kúgunar kommúnista- stjórnarinnar. „Það er ekki hægt að tjá trúarlegar skoðanir sínar á Kúbu,“ sagði hann. Kúbumennirnir eru allir á þrítugsaldri. Flúði á fleka Skýrt var frá því fyrr í vik- unni að Alcibiades Hidalgo, 56 ára fyrrverandi aðstoðarutan- ríkisráðherra Kúbu, hefði flúið á fleka til Miami í Bandaríkj- unum. Hann var um tíma skrif- stofustjóri í varnarmálaráðu- neyti Rauls Castros, næstvaldamesta embættis- manns landsins og bróður Fi- dels Castros. Kúbu- menn leita hælis í Kanada Havana. AFP. HÁTT í þriðjungur íbúa Le- sotho í sunnanverðri Afríku er sýktur af HIV, veirunni sem veldur alnæmi, og í nágranna- ríkinu Botswana eru 40 af hundraði allra barnshafandi kvenna með veiruna, að því er fram kemur í tveim skýrslum sem birtar voru í gær. Á ráð- stefnu á vegum Þróunarhjálpar Sameinuðu þjóðanna er haldin var í Maseru, höfuðborg Le- sotho, kom m.a. fram að 31% íbúa landsins bæri HIV. Samkvæmt þessum tölum er Lesotho, þar sem íbúar eru um 2,2 milljónir, sjöunda verst setta ríkið í Afríku sunnanverðri hvað fjölda HIV-smita varðar. Ástandið er verst í Botsvana, þar sem tæplega 39% íbúanna, sem eru 1,6 milljónir, eru smituð af HIV. Tölurnar um hlutfall smitaðra barnshafandi kvenna komu fram í skýrslu opinberrar botsvanískrar stofnunar. Þriðjungur íbúa Lesotho með HIV Maseru. AFP. TALSMENN alþjóðlegra hjálpar- stofnana og fulltrúar stjórnarand- stöðunnar í Zimbabve hafa sakað ríkisstjórn Roberts Mugabe um að hindra dreifingu matvæla á svæðum þar sem stuðningur við stjórnar- andstöðuna er mikill og að koma í veg fyrir að aðrir en flokksbundnir meðlimir stjórnarflokksins, ZANU- PF, fái að kaupa mat þegar hann berst í verslanir. Talsmaður Kaþólsku réttlætis- og friðarnefndarinnar sagði á mánudag að 28 börn hefðu látist úr hungri í bænum Binga, í vesturhluta lands- ins, þar sem vopnaðir stuðnings- menn stjórnarinnar hefðu hindrað hjálparstarfsmenn í að dreifa mat meðal íbúanna. Stjórnarandstöðu- flokkurinn, Hreyfingin fyrir lýðræð- islegum breytingum (MDC), fullyrti að stjórnin vildi „efnahagslegar hamfarir“ í landinu. Í yfirlýsingu MDC sagði að stefna ríkisstjórn- arinnar og innflutningshöft gerðu að verkum að ómögulegt væri að koma nægum mat til íbúa landsins. „Það er óhjákvæmilegt að fólk muni láta lífið,“ segir í yfirlýsingunni. Sólveig Ólafsdóttir, sem vinnur á skrifstofu Alþjóða rauða krossins í höfuðborg Zimbabve, Harare, seg- ist kannast við þessar ásakanir en að starfi Rauða krossins í landinu sé þannig háttað að ekki hafi borið á slíkum hindrunum hjá honum. „Við leggjum áherslu á að aðstoða alnæmissjúka í Zimbabve og höfum gert það í nokkur ár,“ segir Sólveig. „Við erum ekki í almennri matvæla- dreifingu og því höfum við ekki orð- ið fyrir því áreiti sem aðrar hjálp- arstofnanir segjast hafa orðið fyrir.“ Svartir listar Fjórum zimbabveskum konum, sem boðið hafði verið af Alþjóða- stofnun Olof Palme til Svíþjóðar að kynna sér jafnrétti í landinu, var á mánudag neitað um landvistarleyfi í Svíþjóð. Konurnar, sem allar eru háttsettir embættismenn í stjórn Mugabes, eru á nýjum lista Evr- ópusambandsins (ESB) yfir þá sam- starfsmenn forsetans sem ekki er heimilt að heimsækja aðildarríkin. Á listanum voru upphaflega tuttugu nöfn, en í síðustu viku var 72 nöfn- um bætt við hann. Upplýsingaráðherra Zimbabve, Jonathan Moyo, sem einnig er á lista ESB, hótaði því um liðna helgi að setja saman sinn eigin lista yfir breska ríkisborgara sem óheimilt væri að koma til landsins. Var yf- irlýsing ráðherrans svar við því að bresk yfirvöld neituðu Joshua Mal- inga, háttsettum manni innan ZANU-PF, inngöngu í landið, en Malinga var á leið á ráðstefnu í New York. Mugabe sakaður um að hindra dreifingu matvæla Harare. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.