Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ABSTRAKT EÐA HÚSIÐ? Allt fyrir málarann og myndlistarmanninn í Litalandi, nýrri verslun okkar í Domus Medica. Komdu og fáðu góð ráð þegar þú ætlar að mála. Dugguvogi 4 • www.slippfelagid.is Domus Medica við Snorrabraut N O N N IO G M A N N I| Y D D A • N M 06 45 4 • si a. is RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gærmorgun að ríkissjóður skyldi styrkja landssöfnun Rauða kross Íslands um tvær milljónir króna vegna yfirvofandi neyðar í sunnanverðri Afríku. Safnast hefur hátt í fjórar milljónir króna frá al- menningi í söfnuninni. Í fréttatilkynningu frá utanrík- isráðuneytinu segir: „Þann 22. júlí brást Rauði kross Íslands við neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins með landssöfnun vegna yfirvofandi hungursneyðar í fimm ríkjum sunnanverðrar Afr- íku; Zimbabve, Malaví, Zambíu, Lesótó og Svasílandi. Hungurs- neyðin stafar einkum af langvar- andi þurrkum og flóðum með til- heyrandi uppskerubresti og matarskorti, slæmri stjórnsýslu og hárri tíðni eyðni. Talið er að 13 milljónir manna séu í hættu vegna ástandsins og hefur Alþjóða Rauði krossinn óskað eftir 85 milljónum svissneskra franka til að veita 750.000 manns aðstoð. Safnast hafa fjórar milljónir hjá almenningi Rauði kross Íslands hyggst svara beiðninni með fjögurra millj- ón króna framlagi, auk þess sem þrír sendifulltrúar félagsins verða sendir til starfa á svæðinu. Þá er ótalin landssöfnunin sjálf, en safn- ast hafa hátt í fjórar milljónir króna frá almenningi og Rauða kross félögunum um allt land. Utanríkisráðuneytið hefur þegar lagt til eina milljón króna til Mat- vælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) vegna fæðuskorts á sama svæði, en nýlegt ákall stofnunar- innar er hið stærsta í sögu hennar. Alþjóða Rauði krossinn og Mat- vælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hafa með sér náið samstarf vegna neyðarástandsins. Í ljósi mikillar neyðar í sunnan- verðri Afríku er lagt til að ríkis- stjórn Íslands styrki landssöfnun Rauða kross Íslands um tvær millj- ónir króna.“ Landssöfnun vegna neyðarástands í sunnanverðri Afríku Ríkissjóður styrkir RKÍ um tvær milljónir króna UM þessar mundir er verið að flytja fimm stóra olíutanka frá norðanverðum Vestfjörðum suður á Kjalarnes. Þar munu tankarnir fá nýtt hlutverk. Þeir verða nýtt- ir sem fóðurgeymslur fyrir svínabú á Kjalarnesi. Samkvæmt upplýsingum Bæjarins besta hef- ur tönkunum verið komið fyrir á Hnífsdalsbryggju en þaðan verða þeir dregnir suður með vestur- strönd landsins og allt suður á Kjalarnes. Þegar þessi mynd var tekin var björgunarskip frá Björgunar- félagi Ísafjarðar að flytja tvo tanka frá Hnífsdalsbryggju til Bolungarvíkur. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Olíutankar fá nýtt hlutverk EKKI verður hægt að flytja inn í nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Réttarháls 1. september eins og stefnt var að, þar sem húsið er ekki tilbúið. Seg- ir Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitunnar, að búið sé að fresta flutningunum fram í nóv- ember, miðað sé við að búið verði að flytja inn þann 1. desember nk. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi byggingarnefndar í gær. Guðmundur segir meginskýr- inguna vera að dregist hafi að af- henda utanhússklæðningu á annað húsið, sem er flutt inn frá Dan- mörku. „Hún er orðin tveimur til þremur mánuðum á eftir áætlun. Á meðan við getum ekki lokað hús- inu er erfitt að vinna inni í því og það seinkar öllu,“ segir hann. Í lok apríl, þegar hornsteinn var lagður að húsinu, var gert ráð fyr- ir að heildarkostnaður vegna byggingarinnar næmi 2,3 milljörð- um. Fyrir um mánuði var kostn- aðurinn metinn að nýju og segir Guðmundur að ljóst sé að kostn- aðurinn muni fara fram úr þessari tölu. Nýjar tölur hafi þó ekki verið kynntar fyrir stjórn Orkuveitunn- ar og því geti hann ekki gefið þær upp. Eignir Orkuveitunnar á Eir- höfða hafa verið á sölu á tíunda mánuð, en hafa að sögn Guðmund- ar ekki selst. Þar er um 4.500 fer- metra húsnæði, á um þriggja hekt- ara lóð sem er seld með byggingarrétti. Þegar eignin var sett á sölu var verðhugmyndin um 400 milljónir króna og á söluand- virðið að fara upp í byggingar- kostnað vegna nýju höfuðstöðv- anna. Guðmundur segir að reiknað sé með því að starfsemi í gömlu raf- veitu- og hitaveitubyggingunum á Grensásvegi og Suðurlandsbraut verði flutt í höfuðstöðvarnar þann 1. desember, en vinnuflokkarnir og verkstæðið sem hafa aðsetur á Eirhöfða flytji ekki fyrr en næsta vor. Flutningi í nýjar höfuðstöðvar OR frestað fram í nóvember Kostnaðurinn fer fram úr 2,3 milljörðum ÁRNI Johnsen, fyrrv. alþingismaður, mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 3. júlí sl. en áfrýjunarfrestur rennur út í dag. Árni var dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjár- drátt í opinberu starfi, rangar skýrslur til yfirvalda, mútuþægni og umboðssvik. Fjórir menn sem einnig voru ákærðir í málinu voru allir sýkn- aðir. „Árna þótti dómurinn harður, refs- ingin, sem er algjörlega óskilorðs- bundin, þung og Árni var sakfelldur fyrir atriði sem hann taldi að hefði átt að sýkna hann af,“ sagði Jakob R. Möller, verjandi Árna, í samtali við Morgunblaðið í gær. Skv. lögum um meðferð opinberra mála skal ákærði tilkynna um áfrýjun til Hæstaréttar ekki síðar en fjórum vikum eftir að dómur er birtur. Rík- issaksóknari hefur á hinn bóginn frest í átta vikur frá því honum berst endurrit af dómnum til að ákveða hvort honum verði áfrýjað. Jakob segir að þetta óeðlilega misvægi í áfrýjunarfrestinum valdi því að ákveðin réttaróvissa ríki um það hvort Hæstiréttur getur breytt sak- fellingu í héraði í sýknu í Hæstarétti, hafi ákærði ekki áfrýjað málinu af sinni hálfu. Þetta ójafnvægi sé algjör tímaskekkja. „Árni Johnsen hefur því ákveðið að áfrýja dómnum til að standa ekki höllum fæti ef í ljós kem- ur að ákæruvaldið muni áfrýja,“ sagði Jakob. Aðspurður sagði hann að ef ákæruvaldið ákveður að áfrýja ekki dómnum, þá komi til greina að draga áfrýjunina til baka af hálfu Árna. Árni John- sen áfrýjar dómi hér- aðsdóms FÉLAG kúabænda á Suðurlandi hefur sent frá sér harðorða álykt- un þar sem fram kemur að um all- nokkurt skeið hafi skilaverð fyrir nautgripi til bænda tæpast staðið undir framleiðslukostnaði og telur félagið að greinin stefni í hrun ef fram haldi sem horfi. Valdimar Guðjónsson, ritari Fé- lags kúabænda á Suðurlandi, segir óánægju bænda vera mikla með skilaverð til bænda. Að sama skapi séu bændur ekki að setja á og ala nýja nautgripi til slátrunar. „Það borgar sig varla fyrir bændur að standa í nautgriparækt vegna þess framleiðslukostnaðar sem er því fylgjandi, fóðurkostnaðar og þess háttar. Það er dýrt að ala nautgrip til kjötframleiðslu, í 16–18 mánuði að jafnaði. Greinin er á engan hátt styrkt, og er það einsdæmi meðal Evrópulanda að nautgriparæktin standi ein og óstudd. Ræktunin á allt sitt undir markaðnum.“ Aðspurður segir hann hættu á skorti á nautakjöti innan skamms. „Ef fram heldur sem horfir verður skortur á íslensku nautakjöti í framtíðinni, sem er mjög alvar- legt.“ Nautgripabændur Segja hrun framundan í greininni TVEIR útlendingar sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra fór út af Vesturlandsvegi við Fiskilæk síð- degis í gær. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í lausamöl en verið er að leggja bundið slitlag á veginn. Höfðu verktakar lagt seinna lagið á veginn fyrr um dag- inn. Bíllinn valt ekki en var óökufær eftir óhappið. Lögreglan í Borg- arnesi ók mönnunum til Borgar- ness þar sem þeir tóku við öðrum bílaleigubíl. Kvaðst ökumaðurinn aldrei áður hafa ekið á vegi sem lausamöl hafði verið lögð ofan á. Missti stjórn á bílnum á vega- vinnusvæði ♦ ♦ ♦ ÍSLENSKU kvikmyndinni Reykja- vík Guesthouse – rent a bike, sem frumsýnd var í mars síðastliðnum, hefur verið boðið á eina stærstu kvik- myndahátíð Norður-Ameríku, Mont- real World Film Festival. Hátíðin er haldin frá 22. ágúst til 2. september. Myndin verður sýnd í flokki ásamt öðrum myndum, sem fjalla á einn eða annan hátt um samtímann. Leikstjórar myndarinnar eru tveir, þau Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors. Kvikmyndatökumaður var Börkur Sigþórsson, og þau þrjú voru framleiðendur myndarinnar, í nafni fyrirtækisins Réttir dagsins ehf. Með helstu hlutverk í myndinni fara þau Hilmir Snær Guðnason, Krist- björg Kjeld og Stefán Eiríksson. Boðið á al- þjóðlega kvik- myndahátíð ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.