Morgunblaðið - 07.08.2002, Page 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isGrótta/KR á erfitt verk
fyrir höndum / B1
Radcliffe kom í mark
á nýju Evrópumeti / B1
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
VEL búinn bóndann skorti ekki reið-
skjóta í Flóanum. Hann hafði þá sjö
til reiðar. Hvaðan bóndinn og hross-
in komu eða hvert leiðin lá í rigning-
unni fylgdi ekki sögunni. Allir báru
sig vel þrátt fyrir votviðrið.
Morgunblaðið/Kristinn
Með nokkra
til reiðar
LÖGREGLAN á Selfossi hefur til
rannsóknar kæru sem barst nýlega
frá talsmanni landeigenda við
vatnasvæði Hvítár/Ölfusár sem tel-
ur netalagnir í ánum ekki samrým-
ast lögum. Deilur hafa löngum ver-
ið uppi um þessar netalagnir þar
sem deilt er um hvort leggja eigi
netin frá föstu landi eða frá eyrum
úti í ánum, sem kærandi heldur
fram að nokkrir veiðibændur geri.
Segir hann þolinmæði stangaveiði-
manna gagnvart netaveiðunum á
þrotum.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu-
maður í Árnessýslu, staðfesti í
samtali við Morgunblaðið að kæran
hefði borist og væri til rannsóknar.
Netalagnir væru kærðar en kæran
beindist ekki að neinum einum að-
ila. Því lægi enginn undir grun á
þessu stigi málsins. Ljósmyndir af
netalögnum í Hvítá hefðu fylgt
kærunni en önnur málsgögn ekki.
Ólafur Helgi sagðist hafa falið lög-
reglunni að rannsaka málið frekar.
Fyrsta verk hennar væri einkum
að kynna sér tvennt, annars vegar
hvar netalagnir væru heimilaðar í
Hvítá og hins vegar hvaða reglur
giltu um slíkar netalagnir.
Líkt og fiskveiðar
Hreggviður Hermannsson í
Langholti í Hraungerðishreppi
lagði kæruna fram. Hann sagði við
Morgunblaðið að þolinmæði
stangaveiðimanna og margra land-
eigenda innan Veiðifélags Árnes-
inga væri á þrotum. Netaveiðin
færi ekki fram samkvæmt settum
reglum og sagði Hreggviður þetta
m.a. hafa haft þau áhrif á stanga-
veiðina að hún heyrði nánast sög-
unni til, miðað við það sem áður
veiddist. Fleiri þættir en netaveiði
hefðu reyndar haft þar áhrif. Hann
sagði ekki vera deilt um rétt
manna til netaveiða á svæðinu,
heldur væri það fyrst og fremst að-
ferðin sem notuð væri.
„Við getum ekki lengur sætt
okkur við þetta. Áin rennur þarna
grunnt í álum og álarnir eru ein-
faldlega girtir af með netunum.
Menn fara svo þarna um á vélbát
líkt og um fiskveiðar væri að ræða.
Á meðan þetta fer fram við inn-
gönguna fyrir alla sýsluna þá væri
heppilegra að draga sem mest úr
netaveiðinni eða hætta henni alfar-
ið. Við viljum einfaldlega fá úr því
skorið hvað sé rétt og rangt í mál-
inu,“ sagði Hreggviður, sem taldi
meirihluta rúmlega 200 fé-
lagsmanna í Veiðifélagi Árnesinga
vera sömu skoðunar.
Netalagnir á vatnasvæði Hvítár/Ölfusár kærðar
Segir þolinmæði
veiðimanna á þrotum
Deilt er um
hvort leggja
megi net frá
eyrum í ánum
Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins kom sjúkrabíll frá
Ólafsvík fyrstur á staðinn og gat
læknir í bílnum veitt fyrstu hjálp.
Síðar komu sjúkrabílar frá Borgar-
nesi og Akranesi einnig á vettvang.
Klippa þurfti bílinn í sundur til að ná
fólkinu.
Að sögn læknis á vakt á Landspít-
ala – háskólasjúkrahúsi eru öku-
mennirnir tveir alvarlega slasaðir. Sá
sem var fluttur með þyrlunni slasað-
ist meira; höfuðkúpubrotnaði og
hlaut innvortis blæðingar. Hann var
strax settur í aðgerð. Hinn ökumað-
urinn er m.a. mikið slasaður í andliti
og mjaðmagrindarbrotinn. Hann er á
gjörgæslu en ekki í bráðri lífshættu.
EINN lést og tveir slösuðust alvar-
lega í hörðum árekstri tveggja bif-
reiða á Vesturlandsvegi við Fiskilæk
í Leirár- og Melasveit um fimmleytið
í gær. Að sögn lögreglunnar í Borg-
arnesi eru tildrög slyssins enn ókunn.
Annar bíllinn var á leið norður en
hinn á leið suður. Skullu þeir saman.
Farþegi í bílnum á suðurleið var
úrskurðaður látinn á slysstað og öku-
maður bifreiðarinnar sem var á norð-
urleið var fluttur með þyrlu Land-
helgisgæslunnar á Landspítala – há-
skólasjúkrahús í Fossvogi í Reykja-
vík. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar
var fyrst fluttur á sjúkrahúsið á
Akranesi en þaðan með sjúkrabíl á
Landspítala – háskólasjúkrahús í
Banaslys á Vest-
urlandsvegi
FORMLEG leit að unga manninum,
sem saknað er eftir að bifreið sem
hann var farþegi í lenti í Hvítá að-
faranótt föstudags, lá niðri í gær.
Vatnsyfirborðið við Brúarhlöð hefur
hækkað um 110 cm í rigningunum að
undanförnu. Verður beðið með leit
með þrívíddarskanna í ánni uns
sjatnar í henni.
Maðurinn sem saknað er heitir
Pálmi Þórisson til heimilis í foreldra-
húsum í Hæðargarði 56, Reykjavík.
Hann er fæddur 19. febrúar 1979.
Foreldrar hans og fjölskylda vilja
koma á framfæri þakklæti til allra
þeirra sem vinna að leit hans.
Manns enn saknað
eftir Hvítárslysið
Áin of vatns-
mikil fyrir leit
FLUGVÉLIN sem lenti í alvar-
legu flugatviki við Grænland í síð-
ustu viku féll úr þrettán þúsund
feta hæð í tvö þúsund fet áður en
flugmennirnir náðu stjórn á vél-
inni á nýjan leik og lentu vélinni
heilu og höldnu í Kulusuk.
Þorkell Ágústsson, aðstoðar-
rannsóknarstjóri Rannsóknar-
nefndar flugslysa, sagði að þegar
flugvélin hefði verið að koma inn
yfir austurströnd Grænlands
hefðu flugmennirnir orðið varir
við gangtruflanir sem líklegast
hefðu stafað af ísingu. Flugmenn-
irnir hefðu átt erfitt með að halda
stjórn á vélinni sem hefði þá verið
í þrettán þúsund feta hæð og hefði
hún fallið niður í um tvö þúsund
fet áður en þeir hefðu náð fullri
stjórn á henni aftur. Eftir það
hefðu flugmennirnir ákveðið að
lenda vélinni í Kulusuk.
Rannsóknarnefnd flugslysa í
Danmörku hefur rannsókn atviks-
ins með höndum. Rannsóknar-
nefnd flugslysa hér aðstoðar
stofnunina í Danmörku við rann-
sóknina og er Þorkell fulltrúi
stofnunarinnar við rannsókn at-
viksins.
Alvarlegt flugatvik
Þorkell sagði engum vafa undir-
orpið að um alvarlegt flugatvik
væri að ræða. Flugvélin er af
gerðinni Cessna 404. Hún er
tveggja hreyfla og var í leiguflugi
frá Reykjavík til Nuuk 1. ágúst
síðastliðinn þegar atvikið átti sér
stað. Í vélinni voru níu farþegar
og tveir flugmenn.
Flugatvikið við Grænland varð vegna ísingar
Féll úr þrettán þúsund
fetum í tvö þúsund
Á BÆJARRÁÐSFUNDI Borgar-
byggðar sem fram fór í gær var rætt
um úrskurð félagsmálaráðuneytisins
um ógildingu sveitarstjórnarkosning-
anna sem fram fóru í vor. Lögð var
fram svohljóðandi tillaga:
„Bæjarráð Borgarbyggðar skorar
á félagsmálaráðuneytið að endur-
skoða úrskurð sinn frá 30. júlí 2002
þar sem kveðið er á um að sveitar-
stjórnarkosningar í Borgarbyggð séu
ógildar og kosningar skuli fara fram
að nýju svo fljótt sem auðið er. Bæj-
arráð telur þessa ákvörðun mjög
íþyngjandi af hálfu ráðuneytisins
gagnvart sveitarfélaginu og að hægt
hefði verið að fara aðra og vægari leið
í þessu máli. Bæjarráð Borgarbyggð-
ar óskar jafnframt eftir viðræðum við
félagsmálaráðuneytið um framhald
málsins svo fljótt sem auðið er.“
Tillagan var samþykkt með tveim-
ur atkvæðum gegn einu.
Skorað á
ráðuneyti að
endurskoða
úrskurð sinn
Borgarbyggð
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var
kölluð út í gærkvöldi til að sækja slas-
aðan mann er lent hafði sviffallhlíf
sinni í Dyrdal í Henglinum. Hafði
maðurinn klifrað upp í Hengilinn og
síðan látið sig svífa niður í fallhlífinni.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Selfossi var tilkynnt um
slysið kl. 18.48 í gærkvöldi og fóru
sjúkraflutningamenn úr Reykjavík
og lögreglumenn frá Selfossi á stað-
inn. Vegna erfiðra aðstæðna á slys-
stað reyndist nauðsynlegt að kalla til
þyrlu til að sækja hinn slasaða. Hann
var fluttur á slysadeild Landspítala –
háskólasjúkrahúss í Fossvogi og var
að sögn vakthafandi læknis ökkla-
brotinn og með brot á hryggjarlið og
mun væntanlega gangast undir upp-
skurð í dag.
Slasaðist við
fallhlífarflug