Morgunblaðið - 07.08.2002, Side 4

Morgunblaðið - 07.08.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VW Passat 1800 Turbo Trendline, f. skrd. 09.03.2001, ek. 15 þús. km., 4ra dyra, bsk. Aukahlutir: 17" álfelgur, krómlistapakki, ljóskastarar, samlitur, sóllúga, vindkljúfasett, vindskeið, hiti í sætum o.fl. Verð 2.540.000. Opnunartímar: Mánud.-föstud. frá kl. 10-18. Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is HUGMYNDIR hafa verið uppi um það á Egilsstöðum að færa höfnina við Lagarfljótsbrú, þaðan sem far- þegaferjan Lagarfljótsormurinn er gerð út, nær bæjarkjarnanum í því skyni að bæta aðstöðu fyrir smá- báta og auka aðdráttarafl hafn- arinnar og um leið Lagarfljóts- ormsins. Jökull Hlöðversson er meðal þeirra sem telja færslu hafn- arinnar vel raunhæfa en þær ganga út að grafa 500 metra lang- an skipaskurð frá svokallaðri Nátt- hagavík upp að gróðrarstöðinni Blómabæ á Egilsstöðum og útbúa þar smábátahöfn. „Eftir því sem maður hugsaði meira um þessa hugmynd, sá mað- ur alltaf betur og betur hvað það væri gráupplagt að hafa höfnina þarna upp frá,“ segir Jökull Hlöð- versson. „Með því að færa höfnina nær bænum, gæti kannski myndast eitthvert mannlíf við hana svipað því sem er í bæjum við sjávarsíð- una, þar sem höfnin er aðalmóts- staður bæjarbúa. Lauslega áætlað kostar þessi höfn, án þess að mað- ur hafi nokkuð fyrir sér í því, ekki meira en höfn sem yrði gerð úti í Fljótum,“ segir Jökull. Hann segir að fjarlægja þurfi um 100 þúsund rúmmetra af jarðvegi miðað við að grafið sé 2–2,5 metra niður fyrir jarðvegsyfirborðið. Á milli 80 og 90 krónur kosti að fjarlægja hvern rúmmetra og þá sé kostnaður við skurðgröftinn 8–9 milljónir króna. Skurðinn þarf að grafa í gegnum land Egilsstaðabænda og myndi uppgröfturinn fylla kíla í landi þeirra með þeim afleiðingum að þeir fengju mun betra land fyrir vikið að sögn Jökuls. Munu land- eigendur ekki vera mótfallnir þess- um hugmyndum. Besta aðstaðan sem næst miðbænum Benedikt Vilhjálmsson, útgerð- arstjóri Lagarfljótsormsins, segir að rekstrargrundvöllur ferjunnar byggist á hafnaraðstöðu á Egils- stöðum eins og gefur að skilja. „Besta aðstaðan fyrir okkur er náttúrlega sem næst miðbænum,“ segir hann. „Þar fyrir utan er hægt að gera svo margt skemmti- legt í kringum höfnina í miðju bæj- arfélagi. Svo þurfum við að fá að- stöðu í Atlavík til að unnt sé að gera skipið út þaðan, þar sem fólk- ið er og þyrstir í afþreyingu,“ seg- ir Benedikt. „Ef Austur-Hérað og Fellahreppur snéru bökum saman og lykju við stofnun hafnar- samlagsins, sem búið er að vera í umræðunni í fimm ár, þá hefðu þau aðgang að fjármagni frá ríki og hafnarsjóði til hafnargerðar. Með þessum hætti erum við að hvetja til þess að samfélagið komi að þessu verkefni með okkur. Þetta er ekki bara fyrir okkur, því með því að skapa hafnaraðstöðu erum við að skapa aðstöðu fyrir aðra bátaeigendur hér á svæðinu. Það er vaxandi áhugi á bátamenn- ingu hér og þetta er eitt albesta svæði til seglbátasiglinga á land- inu.“ Hann segir að opinber umræða þurfi að fara fram með tilliti til þess hvort sótt verði opinbert fé til framkvæmdanna og eins þurfi að fá afstöðu bæjaryfirvalda til máls- ins þar sem framkvæmd af þessu tagi er skipulagsskyld. Vilja fá smábáta- höfn á Egilsstöðum Morgunblaðið/Kristinn Jökli Hlöðverssyni líst vel á hugmyndir um smábátahöfn á Egilsstöðum sem tengd yrði fljótinu með skurði. Lagarfljótsormurinn í baksýn. ALVARLEGUSTU slysin í heima- húsum verða á eldra fólki en flest verða þau á börnum, að því er fram kemur í rannsóknarverkefni Daggar Hauksdóttur, læknanema á fjórða ári, sem hún vann undir handleiðslu og í samvinnu við Jón Baldursson, yfirlækni á slysa- og bráðadeild Landspítalans, og Brynjólf Mogensen, sviðsstjóra á slysa- og bráðasviði spítalans. Slys í heimahúsum eru meðal al- gengustu slysa hér á landi. Árið 2000 voru 12.488 komur á slysa- og bráðadeild Landspítalans í Foss- vogi vegna slíkra slysa, eða 42% af öllum komum á deildina. Flestir voru börn á aldrinum eins til fjög- urra ára. Dögg gerði rannsóknina meðal 278 sjúklinga er leituðu á slysa- deild fyrstu tvo mánuði þessa árs og í niðurstöðunum kemur m.a. fram að börn innan við 10 ára eru stærsti hópurinn, eða 36%. Al- gengasta tegund áverka var högg vegna árekstrar við húsbúnað, eða 42%, og næstalgengast (23%) var högg vegna árekstrar við hlut, mann eða dýr, eins og það var flokkað í rannsókninni. Í tilviki barna voru slysin alvarlegust þeg- ar þau féllu af húsgögnum og niður á gólf, aðallega af hjónarúmi for- eldra sinna, og annaðhvort bein- brotnuðu eða fengu heilahristing. Markmiðið að efla forvarnir og bæta skráningu slysanna Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvar á heimilinu og við hvaða aðstæður slysin verða og með meiri nákvæmni en gert er með núverandi slysaskráningar- kerfi, með það fyrir augum að efla forvarnir og bæta slysaskráningu. Sem fyrr segir voru börn innan við 10 ára fjölmennust meðal þátt- takenda í rannsókninni. Karlmenn voru í meirihluta framan af ævi en hlutfallið snerist við um miðjan aldur. Börn innan við 10 ára höfðu í 45% tilfella slasast vegna falls. Algengasta gólfefnið í þessari teg- und slysa var parket. Framleiðslu- vörur sem voru meðvirkandi orsök voru oftast húsgögn og vefnaðar- vörur. Áverkaskor, alþjóðlegt kerfi til að meta alvarleika áverka á kvarðanum 0–75, var oftast 1 en hæst 9 þegar um slys á eldra fólki var að ræða, sem oftast féll í her- bergjum sínum um lausar mottur eða aðra innanstokksmuni. Inn- lagnir í þessum 278 tilvikum voru aðeins tvær. Dögg dregur þá ályktun af nið- urstöðunum að þær bendi til þess að slys í heimahúsum séu oftast vegna falls eða höggs. Börnin séu langstærsti hópur slysaþola og kynjaskipting innan aldurshópa er sögð í samræmi við sambærilegar rannsóknir. Dögg vekur athygli á því að þegar húsgögn og vefnaðar- vörur eru slysavaldur er í 58% til- vika um að ræða börn yngri en 10 ára. Slysin sjaldnast vegna leik- fanga þeirra eða húsgagna Niðurstöðurnar bendi til þess að slys á börnum séu í fáum tilfellum vegna sérhannaðra húsgagna fyrir börn eða leikfanga, heldur vegna annarra húsgagna á heimilum. Einnig veki það athygli að flest slysin verði innan setustofu og svefnherbergja. Tímasetning slysanna er oftast síðdegis og fram að kvöldmat og síðan skömmu áður en heimilisfólk gengur til náða. Dögg segir við Morgunblaðið að rannsóknin verði m.a. notuð á slysadeildinni til að búa til nýjan gátlista og einnig notuð til að efla forvarnir. Þá er stefnt að því að birta niðurstöður rannsóknarinnar í Læknablaðinu á næstunni. Ný rannsókn læknanema á orsökum slysa í heimahúsum Yfir þriðjungur slysa á börnum yngri en 10 ára SUMARBÚSTAÐUR í landi Heið- arbæjar við Þingvallavatn brann til kaldra kola á sunnudag. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu fór á vett- vang en húsið var að mestu brunn- ið þegar að var komið. Eldsupptök eru enn óljós en grunur beinist að kamínu sem var í húsinu. Ekkert rafmagn var þar til staðar. Rann- sókn á eldsupptökum stendur yfir hjá lögreglunni á Selfossi. Þá var tilkynnt um innbrot í sumarbústað á Þingvöllum. Tals- vert tjón var unnið á innanstokks- munum og áfengi stolið. Einn mað- ur var handtekinn grunaður um verknaðinn en látinn laus að lok- inni yfirheyrslu þar sem rannsókn- arhagsmunir kröfðust ekki að hon- um yrði haldið áfram. Málið er óupplýst en verið að vinna úr gögnum. Sumarbústað- ur á Þing- völlum brann Í MÝRDALNUM er búið að vera einstaklega gott veður undanfarna viku og bændur hafa náð að hirða mikið af góðum heyjum. Á Götum í Mýrdal er heyskap að mestu lokið, einungis verið að slá bletti til að snyrta til í kringum bæinn. Þar rakst fréttaritari á þær mágkonurnar Guðrúnu Einars- dóttur og Sigríði Hjaltadóttur í óða önn að snúa með hrífu í flekknum sem hafði verið slegið með orfi. Skikinn stendur í það miklum halla að ekki er hægt að komast þar að með nútíma hey- vinnuvélum. Það er orðið frekar sjaldgæft að bændur noti hrífu, en þær kunnu greinilega handtökin við þessa vinnu og voru snöggar að snúa og brakandi þurrkurinn færði með sér töðuilm. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Snúið með gamla laginu á Götum Fagradal. Morgunblaðið. KARLMANNI, sem lögregla hand- tók á heimili við Túngötu á Álftanesi á mánudag, var sleppt úr haldi í nótt. Tilkynnt var til lögreglunnar í Hafn- arfirði klukkan 8 í gærmorgun um mjög æstan og ölvaðan mann sem hefði skotvopn undir höndum í hús- inu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til aðstoðar lögreglu og var heimili hans umkringt. Eftir þriggja tíma umsátur réðust sérsveitarmenn til inngöngu og yfir- buguðu manninn. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði viðurkenndi maðurinn að hafa hand- leikið vopn á heimili sínu en sagðist ekki hafa skotið úr því. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Mál- ið telst að mestu leyti upplýst. Handtekinn eftir umsátur lögreglu Byssu- manni sleppt úr haldi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.