Morgunblaðið - 07.08.2002, Page 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Glæsileg...
Baðkar og sturta 336.900 kr.
180x90x213 cm, með nuddi
verð áður: 449.323 kr.
Baðkar með nuddi 195.900 kr.
Scala handlaug 29.656 kr.
stölluð, 470x470 mm og 20mm á hæð
...hreinlætistæki
Handy C. hornbaðkar 149.900 kr.
135x135x58 cm, með nuddi
Ver› á›ur: 197.202 kr.
180x90x58 cm
verð áður: 208.778 kr.
145x145x58 cm, með nuddi
Ver› á›ur: 381.227 kr.
Stelleria hornbaðkar 285.900 kr.
Það væri vel þegið ef þér sæjuð yður fært að líta við hjá okkur, mr. Bush.
Þjóðháttadagar á Héraði
Tónlist og hljóð-
færanotkun
Á hverjum fimmtu-degi milli klukkan13 og 17 yfir sum-
artímann eru þjóðhátta-
dagar svokallaðir hjá
Minjasafni Austurlands.
„Þetta eru lifandi uppá-
komur þar sem teknir eru
fyrir þjóðlegir hættir og
handverk,“ sagði Rann-
veig Þórhallsdóttir, safn-
stjóri hjá Minjasafni Aust-
urlands.
„Oftast er verið að vinna
að einhverju sérstöku
þema hvern fimmtudag. Á
morgun verður tekið fyrir
tónlist og hljóðfæranotkun
og þá sækjum við gripi í
geymslur okkar sem tengj-
ast tónlistarnotkun á Hér-
aði.“
– Eigið þið mikið af
slíku?
„Við eigum til dæmis mikið af
alls konar orgelum og svo fundum
við nótnabækur frá Vigfúsi Sig-
urðssyni, sem var fjölhæfur tón-
listarmaður úr Fljótsdalnum.
Einnig fundum við handskrifaðar
nótur að áður óþekktum valsi eftir
Inga T. Lárusson. Það kom hér
maður sem varð alveg óður og
uppvægur þegar hann komst að
tilvist valsins og fékk að ljósrita
nóturnar. Við fundum einnig vöru-
lista frá versluninni Drangey yfir
íslenskar og erlendar hljómplötur
frá því í byrjun sjötta áratugarins.
Einnig fundum við hnappaharmo-
nikku og gítar sem notaður var á
útisamkomum hér um 1940. Org-
elin eru þó mest áberandi. Þau
tengjast einkum kirkjum. Það eru
og voru hér margar kirkjur. Það
kom eitt orgel hér inn um daginn
frá heimili í Fellum og annað er
væntanlegt frá kirkju í Jökuldal.
Fólk átti gjarnan orgel til heim-
ilisnota fyrr á tímum.“
– Hvað fleira hafið þið tekið fyr-
ir í sumar?
„Hinn 13. júní var fjallað um
túnslátt með gamla laginu. Þá
slógum við hérna úti og fengum
krakka í vinnuskólanum í lið með
okkur. Síðan skoðuðum við veiði-
vopn fyrr og nú. Á Austurlandi er
saga hreindýraveiða samtvinnuð
innflutningi hreindýra. Raunar
eru þessar veiðar sérkenni Aust-
urlands nú. Við eigum líklega eina
elstu byssu á Íslandi hér á safn-
inu. Þetta er fótgönguliðs-fram-
hlaðningur eða tinnubyssa frá
1794. Gripurinn kom úr vopnabúri
Kaupmannahafnar og framleið-
andinn er C.W. Kyhl sem var
byssusmiður við umrætt vopna-
búr. Í lok júni var svo fjallað um
útsaum af ýmsu tagi. Hingað kom
þá kona sem kenndi ýmsar út-
saumsgerðir.
Fyrsta viðfangsefnið í júlí var
að fjalla um ýmislegt tengt lífs-
baráttu kotbóndans. Þá var fjallað
um tínugerð, en tínur eru box úr
sveigðu birki sem skorið var ákaf-
lega þunnt og skreytt með út-
saumi úr afhýddri birkirót.
Einnig var tekin fyrir eldsmíði
þar sem notuð voru birkikol sem
Gestur Helgason frá
Droplaugarstöðum
framleiðir. Hallgrímur
og Sigurður Helgasyn-
ir frá Vopnafirði voru
eldsmiðirnir. Fimmtu-
daginn þar á eftir var
útskurður úr ýsubeinum kynntur.
Gestir og gangandi fengu að
reyna sig við útskurðinn. Síðasta
fimmtudag var svo tekin fyrir
ostagerð. Við bjuggum að vísu
ekki til osta en við skoðuðum upp-
skriftir og fólk fékk heim með sér
uppskrift. Maður frá Mjólkurbúi
Flóamanna kom hingað og fjallaði
um ostagerð fyrr á öldum. Osta-
og smjörsalan gaf sýnishorn af nú-
tímaostum til að smakka á.“
– En hvað eigið þið þá eftir að
fjalla um í sumar?
„Þrír fimmtudagar eru eftir af
sumaropnunartímanum. Þá verð-
ur tekin fyrir fjallagrasanotkun
og tínsla á fjallagrösum. Ég er af-
komandi grasa-Þórunnar Gísla-
dóttur og fylgdist með ömmu
minni Kristínu Gissurínu Gissur-
ardóttur (Gínu ömmu) sjóða
smyrsl úr birkilaufum og fjalla-
grösum. Ætlunin er að fara með
hóp héðan á einkabílum og tína
fjallagrös. Fólki er bent á að hafa
með sér nesti en leiðsögnin kostar
400 krónur. Við vonum bara að
það rigni ekki, það er það eina sem
getur stöðvað okkur. Sama á við
um fimmtudaginn þar á eftir þeg-
ar við ætlum að tína lerkisveppi.
Mikið er af lerkisveppum í lerki-
skógi á leiðinni í Hallormsstaða-
skóg. Ég hef alist upp við að tína
lerkisveppi á þessu svæði og fer
alltaf í ágúst og tíni sveppina og
frysti þá síðan. Ég er Austfirðing-
ur, ættuð frá Borgarfirði eystri og
veit að það er ríkt í fólki hér á
svæðinu að bjarga sér og búa til
sem mest sjálft, sennilega eru
þetta leifar af kotbúskapnum.
Foreldrar mínir þurrka stundum
enn harðfisk, taka slátur og sjóða
sviðalappir. Afi minn, Árni Björg-
vin Halldórsson, lögfræðingur á
Egilsstöðum, sem nú er látinn,
smíðaði hjalla fast við hús sitt og
þar verkaði hann skerpukjöt,
harðfisk og hákarl.
Hann hélt fast við ræt-
ur sínar úr Borgarfirði
eystra og kynnti fjöl-
skyldu sinni vandlega
forna matargerð. Son-
ur minn veit t.d. ekkert
betra en tyggja söl og borða súr-
mat.“
– Á hverju ætlið þið að enda
sumarstarfið?
„Síðasta viðfangsefni sumarsins
verður að Hlynur Halldórsson í
Miðhúsum kemur og kennir fólki
að skera út í tré. Hann er mikill
listamaður á þessu sviði og svo var
einnig um föður hans.“
Rannveig Þórhallsdóttir
Rannveig Þórhallsdóttir fædd-
ist á Akureyri 9. febrúar 1974.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Egilsstöðum
og BA-prófi í almennri bók-
menntafræði 1999. Hún var Eras-
mus-stúdent í Aristoteles-
háskólanum í Þessaloniki á Grikk-
landi 1996 til 1997. Árið 2002 lauk
hún framhalds- og grunnskóla-
réttindum frá Háskólanum á Ak-
ureyri. Hún er safnstjóri á Minja-
safni Austurlands. Unnusti
Rannveigar er Frosti Þorkelsson
smiður. Sonur Rannveigar er Kol-
beinn Þór Nökkvason.
Ríkt í fólki hér
að bjarga sér,
búa til sem
mest sjálft