Morgunblaðið - 07.08.2002, Side 15
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 15
frá
Pottar - gufupottar - pönnur
Glæsileg gjöf
VEGAGERÐIN er um þessar mund-
ir að ljúka framkvæmdum við að
malbika Garðveg, þ.e.veginn milli
Garðs og Keflavíkur. Í sumar hefur
verið unnið að malbikun á 3,6 km
kafla en á síðasta ári var fyrri hluti
vegarins unninn. Vegurinn hefur
verið breikkaður, þannig að um
mikla bót í vegaframkvæmdum er
að ræða, að sögn Sigurðar Jóns-
sonar, sveitarstjóra í Garði. „Al-
menn ánægja ríkir meðal Garðbúa
með þessa framkvæmd. Næsta
verkefni okkar verður að berjast
fyrir því að fá lýsingu á veginn til
að auka enn frekar öryggi hans.“
Unnið hefur verið að stórátaki í
lagningu gangstétta í Garðinum í
sumar. Fyrir stuttu var 1.500 metra
kafli lagður kantsteini og fram-
kvæmdir eru nú hafnar við að
steypa gangstéttirnar. Þetta mun
hafa gífurlega mikil áhrif á útlit
sveitarfélagsins að sögn Sigurðar.
„Vinnuskólinn vinnur nú að lagn-
ingu göngstígs meðfram ströndinni
í Garðinum, frá Nesfiski í áttina að
Útskálakirkju. Hér er um mjög vin-
sæla gönguleið að ræða og mun
þetta verða til að bæta alla aðstöðu
til gönguferða,“ segir Sigurður.
Átak í lagningu
göngustíga og
gangstétta
Garður
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Þessir ungu menn eru að leggja göngustíg frá Gerðum að Útskálakirkju, meðfram strandlengjunni í Garði.
„Það eru engar stelpur í hópnum því þær eru að sinna kvennavinnu, reyta arfa og svoleiðis,“ sögðu þeir í gríni.
UMHVERFISÁTAK verður í
Reykjanesbæ frá og með morgun-
deginum. Átakið er samvinnuverk-
efni bæjaryfirvalda, Hringrásar hf.,
Njarðtaks hf., Sorpeyðingarstöðvar
Suðurnesja, Bláa hersins auk fyrir-
tækja og íbúa Reykjanesbæjar.
Markmið verkefnisins er að hreinsa
jaðra Reykjanesbæjar af öllum
málmum og öðru rusli er gæti hafa
safnast upp. Hreinsunarsvæði hafa
verið tilgreind svo og sérstök verk-
efni í átakinu, en einnig er óskað eft-
ir ábendingum frá íbúum. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu Árna
Sigfússonar bæjarstjóra.
Hreinsunarsvæði eru þrjú; í
Helguvík að Njarðvíkurhöfn auk
iðnaðarsvæða, Njarðvíkurhöfn að
Stekkjarkoti auk iðnaðarsvæða og
svæðið frá Stekkjarkoti að Voga-
stapa og Hafnir auk iðnaðarsvæða.
Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar
tekur á móti ábendingum um hvar
málma og annað rusl er að finna og
kemur þeim til tengiliða verkefnis-
ins. Sérstakir gámar verða settir upp
vegna átaksins, sem ætlaðir eru und-
ir járnarusl. Í tilkynningunni segir
að mikilvægt sé að fyrirtæki nýti sér
gámana á þessum tíma, þeim að
kostnaðarlausu.
Átakið byrjar formlega á morgun,
fimmtudaginn 8. ágúst, kl. 18, en
stefnt er að því að ljúka því fyrir 1.
september nk.
„Íbúar og fyrirtækjaeigendur eru
hvattir til að skrá sig í átakið hjá
þjónustumiðstöðinni og taka þátt,
ýmist með því að taka til í sínu nán-
asta umhverfi eða mæta í hópátak á
tilgreindum stöðum sem þjónustu-
miðstöð bendir á,“ segir enn fremur í
fréttatilkynningunni.
Umhverfis-
átak hefst á
morgun
Reykjanesbær