Morgunblaðið - 07.08.2002, Page 16
LANDIÐ
16 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„EF ÉG væri flík – þá værir þú
gömul lopapeysa,“ var meðal þess
sem heyrðist í Óðali síðasta föstu-
daginn í júlí en þá voru krakkarnir
í Vinnuskólanum þátttakendur í
fræðsluátaki Jafningjafræðslunnar
um sjálfsmynd unglinga.
Sex starfsmenn Jafningjafræðsl-
unnar komu í heimsókn og notuðu
daginn með 50 unglingum úr Borg-
arbyggð þar sem sjálfsmyndin var
þemað. Farið var í marga leiki og
endað á því að allir skrifuðu eitt-
hvað jákvætt hver um annan.
Krakkarnir voru mjög ánægðir
með Jafningjafræðsluna og gest-
irnir að sunnan hrósuðu þeim fyrir
að vera opnir og skemmtilegir þátt-
takendur. Hringferð Jafningja-
fræðslunnar um landið hófst síðan á
mánudaginn og á að enda á Ak-
ureyri nk. fimmtudag.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Egilsdóttir
Krakkarnir í Jafningjafræðslunni tóku þátt í leiknum „Ef ég væri“.
Ef ég væri …
Borgarnes
FJÖLDI fólks kom á Flúðir um
verslunarmannahelgina og fylgdist
með ýmsum atriðum sem „Iðandi
dagar“ höfðu uppá að bjóða. Meðal
atriða á laugardeginum var tor-
færukeppni á traktorum þar sem
sex þátttakendur þreyttu keppni.
Voru þeir um eina og hálfa mínútu
að meðaltali með þrautirnar, þótti
þetta góð skemmtun. Skilyrði var að
vélar þátttakenda væru ekki yfir 50
hestöfl og eru því skiljanlega komn-
ar til ára sinna. Sigurvegarinn frá í
fyrra, Grétar Skúlason í Miðfelli,
hafði bestan tíma og varði titilinn.
Ölver Karl Emilsson á Graf-
arbakka fékk viðurkenningu fyrir
snjöllustu tilþrifin.
Furðubátakeppnin á Litlu-Laxá
er fastur liður á Iðandi dögum og
fór fram eftir hádegi á sunnudeg-
inum. Að sögn Önnu Ásmunds-
dóttur, umsjónarmanns Iðandi
daga, komu um 1.300 manns til að
fylgjast með þegar 38 fley háðu
keppni um hvert þeirra væri flott-
asti og fyndnasti furðubáturinn og
hlyti verðlaun. Var erfitt að gera
upp á milli keppenda. Þá má nefna
meðal atriða krakka-hreysti undir
stjórn hreystimeistarans Kristjáns
Ársælssonar, þar sýndu börnin
skemmtilegar þrautir og æfingar.
Einnig má nefna ídýfukeppni græn-
metisframleiðenda þar sem gestir
og gangandi völdu bestu ídýfuna.
Uppskrift að Flúðaflippi, sem
dæmdist best af fjórtán tegundum,
er hægt að sjá á Netinu undir flud-
ir.is. Á sunnudagskvöld var kveikt-
ur varðeldur og garðyrkjubændur
buðu upp á flugeldasýningu sem
björgunarsveitarmenn önnuðust.
Fjöldi gesta sem var á tjaldsvæð-
unum á Flúðum og á Álfaskeiði var
þá farinn vegna rigningarinnar sem
var óneitanlega mikil en hér var þó
alltaf logn.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Það sáust oft góð tilþrif í traktorstorfærukeppninni þar sem keppt var á gömlum vinnujálkum.
Fjöldi gesta á Iðandi
dögum á Flúðum
Hrunamannahreppur
Mörg börn reyndu með sér í hreystikeppni hjá Kristni Ársælssyni.
BJÖRGUNARSVEITIN Víkverji í
Vík og umferðarfulltrúi Suðurlands,
Sigurður Hjálmarsson, voru með
sameiginlegt átak um helgina til að
bæta umferðarmenningu landans.
Þeir voru staddir við Víkurskála á
föstudagskvöldið og afhentu mönn-
um bæklinga og fræðsluefni um um-
ferðaröryggi, meðal annars var miði
þar sem sagði að það munaði aðeins
8 mínútum á leiðinni milli Víkur og
Kirkjubæjarklausturs ef ekið væri á
90 í stað 110 km hraða. Að sögn
Bryndísar Harðardóttur, björgunar-
sveitarmanns í Vík, voru vegfarend-
ur almennt mjög jákvæðir og ánægð-
ir með þetta framtak Í lok versl-
unarmannahelgarinnar kannaði um-
ferðarfulltrúinn í Vík síðan hraða
vegfarenda og voru ökumenn með
örfáum undantekningum á löglegum
hraða.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Bryndís Harðardóttir ræðir hér við Sigurð Ágúst Hjartarson.
Mikil áhersla á
umferðaröryggi
Fagridalur
EIN af fjölmennari útihátíðum um
verslunarmannahelgina var haldin í
Stykkishólmi. Ungmennafélag Ís-
lands stóð fyrir unglingalandsmóti
þar sem fjölbreytt dagskrá var í
boði fyrir alla fjölskylduna. Keppt
var í ýmsum íþróttagreinum fyrir
unglinga á aldrinum 11–16 ára.
Héraðssambönd innan UMFÍ
skipulögðu þátttöku á mótið og
voru gestir alls staðar að af land-
inu. Talið var að í Stykkishólmi
hefðu verið um 5.000 gestir. Kepp-
endur voru um 1.300 og komu flest-
ir þeirra frá UMSK eða 136, frá
USS 110 keppendur og HSH 120
keppendur. Fjölmennt lið kom
einnig frá Ungmennasambandinu
Hrafnaflóka, 72 keppendur, en fé-
lagssvæði þeirra er ekki fjölmennt.
Mótið gekk mjög vel fyrir sig.
Mótssetning fór fram á föstudags-
kvöldi á íþróttavellinum í góðu
veðri. Íþróttakeppnin fór fram á
föstudag, laugardag og sunnudag.
Kvöldvökur voru bæði á laugar-
dags- og sunnudagskvöld. Mótinu
var svo slitið á sunnudagskvöld
með glæsilegri flugeldasýningu.
Öll framkoma mótsgesta var til
fyrirmyndar, enda engin ölvun
mótsdagana. Það var létt verk að
hreinsa bæinn eftir að um 5.000
gestir höfðu heimsótt hann.
Verðlaun fyrir góðan árangur
Verðlaun voru veitt fyrir góðan
árangur. Þá var veittur Fyrir-
myndarbikarinn því héraðssam-
bandi sem sýndi bestu framkomu
innan vallar sem utan á meðan á
mótinu stóð. Þann bikar hlaut Hér-
aðssamband Vestur-Skaftfellinga.
Það eina sem setti strik í reikn-
inginn var veðrið, en við það gátu
mótshaldarar ekki ráðið þrátt fyrir
góðan vilja. Mikið rigndi á laug-
ardag og sunnudag og er það mesta
úrkoma sem mælst hefur í Stykk-
ishólmi í sumar. En hlýtt var í veðri
og hægviðri svo að hægt var að
halda dagskrá mótsins án tafar.
Unglingalandsmótið í Stykkis-
hólmi var Ungmennafélagi Íslands
til sóma og jákvætt í starfi þess að
bjóða unglingum og foreldrum upp
á fjölbreytta dagskrá yfir verslun-
armannahelgina þar sem áfengi og
önnur vímuefni sjást ekki og geta á
þann hátt sýnt fram á að hægt er að
skemmta sér á heilbrigðan hátt.
Fjölmenni á unglingalandsmóti um verslunarmannahelgina
Keppt var í mörgum íþróttagrein-
um á mótinu. Hér er verið að veita
verðlaun fyrir árangur í 4x100 m
boðhlaupi stúlkna 11–12 ára.
Fremst er lið frá Ungmennafélagi
Akureyrar og svo tvö lið frá Hér-
aðssambandi Suður-Þingeyinga.
Keppt í
ýmsum
íþrótta-
greinum
Stykkishólmur
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Sjá þurfti til þess að keppendur fengju eitthvað að borða. Um það sáu
kvenfélagskonur og félagar í Lionsklúbbunum. Hér standa Lionsmenn
í ströngu að grilla hamborgara og settu met, því aldrei höfðu þeir
grillað annað eins magn á tveimur klukkustundum og 30 mínútum.