Morgunblaðið - 07.08.2002, Page 17

Morgunblaðið - 07.08.2002, Page 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 17 FYRIR helgina samþykkti kauphöll- in í New York, NYSE, tillögur að nýjum skilyrðum fyrir fyrirtæki sem skráð eru hjá kauphöllinni. Nýju skilyrðin verða tekin fyrir hjá banda- ríska verðbréfaeftirlitinu, SEC, og vonir standa til að þau verði komin í gagnið með haustinu. Morgunblaðið leitaði álits framkvæmdastjóra Kauphallar Íslands, Þórðar Frið- jónssonar, á nýju skilyrðunum og spurði hvort kauphöllin hefði í hyggju að setja fyrirtækjum sem skráð eru hér á landi viðlíka skilyrði. „Við fylgjumst vandlega með því sem NYSE er að gera og við munum skoða gaumgæfilega skilyrðin sem þeir hafa samþykkt í stjórninni hjá sér. Þessar tillögur mótast auðvitað af röð hneykslismála sem hefur ein- kennt efnahagslíf og viðskiptalíf í Bandaríkjunum að undanförnu. Til- lögurnar eru mjög víðtækar og miklu strangari kröfur eru gerðar en áður, sérstaklega hvað varðar stjórnir fyrirtækja og tengsl stjórn- armanna við fyrirtæki. Þetta munum við að sjálfsögðu skoða gaumgæfi- lega hér í Kauphöll Íslands og einnig í samstarfi við aðrar kauphallir á Norðurlöndunum. Á þeim vettvangi er ætlunin að sameina sem allra mest skilyrði fyrir skráningu og önn- ur atriði sem varða starfsemi kaup- hallanna. Ég á von á því að þetta út- spil NYSE verði tekið sérstaklega fyrir á næstu vikum og mánuðum,“ segir Þórður. Skýrari skil í Evrópu en BNA Að sögn Þórðar ber að líta til þess að í Evrópu eru yfirleitt skýrari skil milli framkvæmdastjórnar og stjórnar fyrirtækja en í Bandaríkj- unum. Skilyrðin frá NYSE séu því líklega m.a. gerð til að skýra skilin þarna á milli. Hann segist þó telja nokkuð langt gengið um sumt í NYSE-skilyrðunum, ekki síst hvað varðar skilgreiningu á því hvað sé óháður stjórnarmaður. „Þeir ganga mjög langt í skilgreiningu á því hvað sé óháður stjórnarmaður. Í skil- greiningu segir að stjórnarmaður þurfi bæði að vera óháður fyrirtæk- inu og einnig að hann skuli vera óháður sem hluthafi. Skilyrðin telja að lítill hluthafi í fyrirtæki sé ekki hæfur til að sitja í stjórn þess sem óháður stjórnarmaður. Hér er kannski gengið lengra en virðist í fljótu bragði vera eðlilegt, því sam- kvæmt þessu mætti meiri hluti stjórnarmanna ekki vera hluthafar í fyrirtækinu. Það er mjög langt gengið að segja að hlut- hafar megi ekki mynda meirihluta.“ Þórður segir það hins vegar skipta verulegu máli hvernig tengsl stjórn- armanna við fyrirtæki séu en telur ef til vill of langt gengið að meina þeim sem eiga hlut í fyrirtæki að sitja í stjórn þess með þessum hætti. „Ég tel óeðlilegt að útiloka almennan hluthafa, sem hefur engra annarra hagsmuna að gæta gagnvart við- komandi fyrirtæki en að fá greiddan arð, frá stjórnarsetu. Hins vegar er allt annað mál hvort það getur talist eðlilegt að launatengsl séu milli stjórnarmanns og framkvæmda- stjórnar eða að einhvers konar greiðslur gangi milli fyrirtækis og stjórnarmanns. Slík fjárhagstengsl af einhverju tagi draga úr sjálfstæði stjórnarmanns gagnvart fram- kvæmdastjórn,“ segir Þórður. Samræmd skilyrði á Norðurlöndum Varðandi núverandi skilyrði fyrir skráningu hjá Kauphöll Íslands seg- ir Þórður mesta áherslu hafa verið lagða á að allar upplýsingar um fyr- irtækið, stjórnarmenn og áætlanir liggi fyrir. „Hér á landi hafa þó ekki verið í gildi skilyrði um að stjórn- armenn séu óháðir á þann hátt sem NYSE hefur gert tillögur um. Sömu- leiðis hefur ekki verið gerð krafa um að stjórn fundi án framkvæmda- stjórnar fyrirtækja, reyndar er hið gagnstæða skilyrt í íslenskum lög- um. Skilyrði um hæfi stjórnarmanna og að þeir séu óháðir fyrirtækinu, sem lögð er áhersla á hjá NYSE, eru hvorki til í okkar reglum né í kaup- höllunum í nágrenni við okkur. Mér sýnist að flestar viðbótarkröfurnar sem eru gerðar í nýju tillögunum séu ekki í skilyrðum norrænu kauphall- anna. Þetta eru allt atriði sem við þurfum að skoða gaumgæfilega.“ Þórður segir skilyrði fyrir skráningu fyrirtækja vera að miklu leyti sam- ræmd á Norðurlöndunum. „Þessi skilyrði eru að verulegu leyti sam- ræmd að því er varðar skráningar og það er verið að vinna að frekari sam- ræmingu reglnanna. Norex er sér- stakt kauphallarfyrirtæki sem allar kauphallirnar á Norðurlöndunum eru í. Það fyrirtæki er með sérstaka stjórn og á þeim vettvangi er tekin fyrir stefnumótunin sem síðan er fylgt eftir í ýmsum nefndum sem tengjast Norex. Það hefur verið meginstefna í skráningarreglum okkar að samræma þær sem mest því sem gengur og gerist á Norð- urlöndunum.“ Þörfin fyrir hert skilyrði af því tagi sem kynnt voru í liðinni viku er, að mati Þórðar, meiri í Bandaríkj- unum en hér á landi. „Það er alveg ljóst að það er meiri þörf fyrir þetta í Bandaríkjunum. Fyrirtækin þar eru svo gífurlega víðfeðm og flókin að það er erfiðara að hafa yfirsýn yfir alla starfsemi fyrirtækjanna þar en hér. Jafnframt hafa aðrar venjur og siðir mótað umhverfið í Bandaríkj- unum nokkuð á annan veg en í Evr- ópu, að Bretlandi undanskildu. Hins vegar getur vel verið að mörg þess- ara skilyrða eigi fullt erindi til okkar og menn hafa oft velt upp hvaða skil- yrði á að setja um stjórnarmenn og tengslum þeirra við fyrirtækin. Við höfum hins vegar ekki gengið langt í þessum efnum.“ Umræðu þörf hér á landi Þórður segist ekki vita til þess að fyrirtæki hérlendis hafi sett sér stefnu um siðferði í viðskiptum en slíkt skilyrði er hluti af tillögunum sem NYSE samþykkti fyrir helgina. Hann segist þó vita til þess að mörg fyrirtæki hafi velt þessum málum fyrir sér og bendir á að Kauphöll Ís- lands hafi t.d. sérstakar siðareglur. „Ég held að menn þurfi fyrst og fremst að fara rækilega yfir öll þessi atriði sem eru talin upp. Mér sýnist að þarna séu nokkur atriði sem mætti skoða hér sérstaklega. Til dæmis hvort ætti að gera kröfu um að skráð fyrirtæki setji sér stefnu um siðferði og stjórnarhætti. Eins þyrfti að skoða atriði eins og hvaða upplýsingar eigi að gefa um kaup- réttarsamninga og tengsl stjórnar- manna við fyrirtæki. Þetta þarf allt saman að skoða rækilega og athuga hvort þessi skilyrði eiga að gilda hér- lendis eða ekki.“ Að sögn Þórðar hefur það verið rætt hjá Kauphöll Íslands hvort ástæða sé til að efna til umræðna um reglur Kauphallarinnar og skilyrði fyrir skráningu fyrirtækja hér á landi. Hann segir afleiðingar þróun- arinnar í Bandaríkjunum vera mikið til umræðu hjá kauphöllum í Evrópu. „Í framhaldi umræðna myndum við velta því fyrir okkur hvernig best er að standa að endurskoðun reglna um skráningu og skráningarlýsingar í þessu nýja ljósi sem hefur verið varpað á málið, einkum með þessari framvindu í Bandaríkjunum. Í því efni munum við að sjálfsögðu starfa mjög náið með samstarfskauphöll- unum á Norðurlöndunum,“ segir Þórður. Skilyrði NYSE ganga of langt Skoða þarf vandlega skilyrði fyrir skráningu fyrirtækja hér á landi Morgunblaðið/Golli Þórður Friðjónsson, framkvæmdastjóri Kauphallar Íslands, telur skilyrði NYSE er varða hæfi stjórnarmanna ganga of langt. Tap hjá Hlutabréfa- sjóði Íslands HLUTABRÉFASJÓÐUR Íslands tapaði tæpum 1.200 þúsund krónum á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Um er að ræða mun betri afkomu hjá fé- laginu miðað við sama tímabil í fyrra, en þá var tapið 54 milljónir króna. Í tilkynningu félagsins til Kaup- hallar Íslands kemur fram að heild- areignir félagsins voru í lok tímabils- ins 384 milljónir króna samanborið við 412 milljónir króna í árslok 2001. Eigið fé félagsins í lok tímabilsins nam 417 milljónum króna samanbor- ið við 480 milljónir um áramót en á aðalfundi félagsins hinn 25. mars sl. var samþykkt að lækka nafnverð hlutafjár félagsins úr 350,2 milljón- um í 233 milljónir króna. „Í lok fyrri hluta árs 2002 námu eignir í innlendum hlutabréfum 255 milljónum króna og í innlendum skuldabréfum 90 milljónum króna. Samtals nam erlend verðbréfaeign 40 milljónum króna í lok tímabils- ins,“ segir í tilkynningu sjóðsins. Hluthafar í Hlutabréfasjóði Ís- lands hf. voru 1.298 í lok júní 2002. Hagnaður Ryanair eykst um 68% HAGNAÐUR lággjaldaflugfélags- ins Ryanair eftir skatta nam rúmum 3,2 milljörðum króna á öðrum árs- fjórðungi sem er 68% aukning frá sama tímabili í fyrra. Forsvarsmenn Ryanair segja hins vegar að ekki megi búast áfram við slíkri aukningu milli ára þar sem mikill kostnaður féll á félagið á öðr- um ársfjórðungi í fyrra vegna nýrra áætlunarleiða. Þrátt fyrir varnaðar- orð félagsins hækkuðu bréf félagsins um 5 pens í kauphöllinni í London í gær og var lokaverð þeirra 387,5 pens. Farþegum Ryanair fjölgaði á tímabilinu um 38% og veltan jókst um 29%. Til þess að mæta miklum vexti hefur félagið pantað þrjár nýj- ar Boeing-þotur. 10% hlut og aðila fjárhagslega tengda þeim. Ennfremur segir um Aðallista að eignarhald almennra fjárfesta skuli dreifast á a.m.k. 300 hluthafa. Skilyrði um aldur eru þau sömu fyrir báða lista. Fé- lag sem óskar eftir skráningu hlutafjár verður að geta lagt fram endurskoðaða ársreikninga fyrir þrjú heil ár sem ná til allra helstu þátta félagsins. Skilyrðin, ásamt öðrum reglum um Kaup- höll Íslands, eru aðgengileg á vef- síðu kauphallarinnar; www.- icex.is. skráningu á Vaxtarlista. Þó er tekið fram að markaðsvirði hluta- fjár á Vaxtarlista megi aldrei vera lægra en 1 milljón evra mið- að við opinbert gengi. Dreift eignarhald skilyrði Hvort sem ætlunin er að skrá hlutafé félags á Aðallista eða Vaxtarlista verða minnst 25% fjárins að vera í eigu almennra fjárfesta. Með almennum fjár- festum er átt við alla aðra en stjórnarmenn, lykilstjórnendur, einstaka hluthafa með meira en SKILYRÐI fyrir skráningu hluta- félaga hjá Kauphöll Íslands eru, eins og sjá má í töflunni hér til hliðar, verulega frábrugðin þeim sem NYSE hefur lagt til að sett verði í Bandaríkjunum. Auk þess- ara sjö skilyrða gilda sérstök skil- yrði um stærð, dreifingu eign- arhalds og aldur þess hlutafélags sem sækir um skráningu. Eigi fé- lagið að vera skráð á Aðallista þarf áætlað markaðsvirði hluta- fjárins að vera að lágmarki 600 milljónir króna en 80 milljóna króna lágmark er sett fyrir Skilyrði fyrir skráningu hlutafélags                                                     !       "            # $    $ % #&            # $    $ $  &  $        & '     (         $    (       FJÖLMIÐLARISINN AOL Time Warner hefur ráðið Jon Miller yf- irmann AOL-hluta fyrirtækisins eða þess hluta sem snýr að Int- ernetinu. Miller var áður háttsettur stjórnandi hjá USA Interactive og sá þar meðal annars um vefsíðurn- ar Match.com og Hotels.com. AOL er stærsta netþjónustufyr- irtæki í heimi en undanfarin miss- eri hefur það ekki átt sjö dagana sæla. Ítrekaðar tilraunir til að hleypa lífi í sölu auglýsinga og fjölgun viðskiptavina hafa ekki gengið sem skyldi og hluthafar AOL Time Warner vilja einkum kenna AOL um hríðfallandi hluta- bréfaverð félagsins. Miller tekur við starfinu af Ro- bert Pittman, sem sagði af sér fyrr í sumar. Nýr yfirmað- ur netdeildar AOL Time Warner NÝTT tryggingarfélag, Íslands- trygging hf., hefur tekið til starfa. Í tilkynningu frá félaginu segir að Íslandstrygging muni bjóða flestar tegundir almennra vátrygginga fyrir fjölskyldur og fyrirtæki. Félagið hefur gert samninga við flestar vátryggingamiðlanir á Ís- landi sem, auk félagsins sjálfs, annast sölu og þjónustu fyrir fé- lagið. Frumherji hf. sér um tjóna- skoðun bifreiða. Einar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri og einn hluthafa hins nýja félags, segir að hluthafar séu 40 talsins, þar á meðal starfs- menn félagsins, sex að tölu. Stærsti einstaki hluthafinn er FJ- Stál með 12% hlut en hlutafé fé- lagsins er 174 milljónir króna. Fregnir af fyrirhugaðri starf- semi félagsins bárust á fyrri hluta síðasta árs. Af hverju er það fyrst núna sem félagið hefur starfsemi? „Síðustu misseri hafa ekki verið góður tími til að safna fjármagni og því gekk illa að fjármagna þetta,“ sagði Einar. Aðspurður segist Einar ekki hræðast samkeppnina á markaðn- um. Hann segir félagið ekki ætla að undirbjóða keppinautana heldur er lagt upp með nýtt viðskiptaform sem gefið hefur góða raun í Skandinavíu, að hans sögn. „Tryggingamarkaðurinn er að þróast í áttina að þessu formi í Skandinavíu, þ.e. að trygginga- félög vinna með sjálfstæðum vá- tryggingamiðlunum sem fá síðan prósentur af þeim tryggingum sem þær selja. Við teljum sparnað í því falinn að úthýsa sölunni og tjóna- skoðuninni enda þarf þá ekki að reka fjölmenna sölu- eða tjóna- skoðunardeild.“ Nýtt tryggingarfélag hefur starfsemi Hluthafar 40 og hlutafé 174 milljónir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.