Morgunblaðið - 07.08.2002, Blaðsíða 18
ERLENT
18 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
! " ""# $%&'(% ( )"" ""** + )"" ""*,
! "# $ % "&# ' (
)*+
, ,
-
, ,
/ .
0
1##1 ' (
2 '( &31 4
#" ' (
5 6633" 5
177#3 ' (
/+
8 0 9
0
:);*
0
0
<
8
:/; 8 !8 0!8
$
8 8 < 8 < ,
0. 8
61
&37 6131#
.
/0
!1
2
%%
3
!
'
.
' (
MIKIL spenna er enn á ný hlaupin í
samskipti Kína og Taívans en kín-
versk stjórnvöld brugðust í gær
harkalega við
þeim yfirlýsing-
um Chen Shui-bi-
an, forseta Taív-
ans, að framtíð
eyjunnar yrði að-
eins ákveðin af
íbúum hennar í
þjóðaratkvæða-
greiðslu. Sögðu
kínverskir emb-
ættismenn að
Chen væri á góðri leið með að leiða
þjóð sína í glötun.
Í Dagblaði alþýðunnar, sem er
málpípa kínverska kommúnista-
flokksins, var þeirri skoðun lýst í
gær að það væri mikið hættuspil fyr-
ir Taívana að hrófla við þeirri stöðu
sem nú væri.
Þótti Chen hafa gefið í skyn með
ummælum sínum að Taívan væri
fullvalda ríki en þó að Taívan hafi í
raun og veru notið fulls sjálfstæðis
frá árinu 1949 lítur stjórnin í Peking
á eyjuna sem órjúfanlegan hluta
Kína. Hefur hún hótað að beita
vopnavaldi til að sameina Taívan
meginlandinu að fullu á nýjan leik.
Skv. fréttasíðu BBC hafði Chen,
sem er mikill sjálfstæðissinni, lagt til
að þing Taívans samþykkti lög sem
gera myndu landsmönnum kleift að
lýsa yfir sjálfstæði. Virtist hann með
þessu hafa svikið loforð sem hann
gaf þegar hann var kjörinn forseti
Taívans í hittiðfyrra en þá hét hann
því að storka ekki stjórnarherrunum
í Peking um of í sjálfstæðismálinu.
Vilja ekki að deilan
fari úr böndunum
Stjórnarerindrekar í Taívan
reyndu í gær að draga úr ummælum
forsetans og segja fréttaskýrendur
að svo virðist raunar sem hvorugur
aðili vilji að þessi nýjasta deila um
stöðu Taívans fari úr böndunum.
Eru menn minnugir þess að minnstu
munaði að til stríðs kæmi árið 1996
en þá hófu Kínverjar heræfingar
skammt undan Taívan-sundi í því
skyni að sýna Taívan-stjórn að henni
færi betur að hafa sig hæga.
Blönduðust Bandaríkjamenn inn í
deiluna þá en Bandaríkjastjórn tók
ákvörðun um að senda herskip á
svæðið til að veita Taívönum liðsinni.
Ólíklegt er hins vegar að Kínverj-
ar grípi til sambærilegra aðgerða nú,
að mati Josephs Cheng, stjórnmála-
fræðings við háskólann í Hong Kong.
„Þær myndu valda því að andúð íbúa
Taívans á meginlandinu færi enn
vaxandi og þær myndu líka hafa
slæm efnahagsleg áhrif,“ sagði
Cheng en fjárfestingar taívanskra
fyrirtækja í Kína námu 17 milljörð-
um Bandaríkjadala árið 2000.
Spenna hlaupin í samskipti Taívans og Kína enn á ný
Chen sagður vera að
leiða Taívana í glötun
Peking. AFP.
Chen
Shui-bian
FRANSKA stjórnin bannaði í
gær hægriöfgahreyfinguna
Róttæka einingu sem tengist
25 ára manni
er reyndi að
myrða Jacq-
ues Chirac,
forseta
Frakklands, í
París 14. júlí
síðastliðinn, á
þjóðhátíðar-
degi landsins.
Stjórnin skír-
skotaði til ákvæðis í lögum frá
1936 um bann við hreyfingum
sem kynda undir ofbeldi og
kynþáttahatri. Leiðtogar Rót-
tækrar einingar sögðust ætla
að stofna nýja hreyfingu á
næstu vikum.
Rútuslys
í Mexíkó
AÐ MINNSTA kosti 32 fórust
og sextán slösuðust þegar rútu
var ekið á brúarstólpa í norð-
vesturhluta Mexíkó í gær. Talið
var að slysið hefði orðið vegna
hemlabilunar.
Varað við
hungursneyð
MATVÆLA- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna,
FAO, sagði í gær að óttast væri
að hálf milljón manna yrði
hungurmorða í suðurhluta Eþ-
íópíu vegna alvarlegra þurrka.
Stofnunin óskaði eftir andvirði
rúmra 110 milljóna króna til að
hægt yrði að koma fólkinu til
hjálpar.
Embættismaður DPPC,
nefndar sem stofnuð var til að
fyrirbyggja hungursneyð,
áætlar að 910.000 manns þurfi á
hjálp að halda vegna þurrk-
anna, að sögn dagblaðsins
Ethiopian Herald í gær.
Cherie Blair
missti fóstur
CHERIE Blair, eiginkona
Tonys Blairs breska forsætis-
ráðherrans, var útskrifuð af
sjúkrahúsi í
London í gær
eftir að hafa
misst fóstur,
að sögn tals-
manns Tonys
Blairs. Cherie
Blair, sem
verður 48 ára
gömul í næsta
mánuði, ól son
fyrir rúmlega tveimur árum.
Aðgerðir
gegn ölvun-
arakstri
STJÓRNVÖLD í Portúgal
kynntu í gær hertar aðgerðir til
að stemma stigu við bílslysum.
Bílstjórar sem staðnir verða að
ölvunarakstri eða öðrum um-
ferðarlagabrotum verða sekt-
aðir á staðnum. „Bílar þeirra
sem ekki greiða sektina verða
gerðir upptækir,“ sagði Anton-
io Figueiredo Lopes innanrík-
isráðherra. Sektirnir eiga að
nema allt að 1.500 evrum, and-
virði 125.000 króna.
STUTT
Frönsk
öfga-
hreyfing
bönnuð
Jacques Chirac
Cherie Blair
ÞESSI mynd, sem talin er vera eitt
stærsta veggjakrotslistaverk sem
um getur, skreytir gafl fjölbýlis-
húss í Hamborg og ber heitið
Tengsl manna og náttúru. Myndin
er um 550 fermetrar og notuðu
listamennirnir 1.500 spreybrúsa við
gerð hennar.
AP
Veggjakrot
BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið
hefur beðið dómara við alríkisdóm-
stól í Washington-borg að vísa frá
máli á hendur Exxon-olíufyrirtæk-
inu vegna ætlaðra mannréttinda-
brota í Indónesíu.
Í bréfi, sem utanríkisráðuneytið
sendi til dómarans, segir að sektar-
dómur geti haft mjög neikvæð áhrif
á samband Bandaríkjanna og
Indónesíu og þar með hindrað bar-
áttu bandarískra stjórnvalda gegn
alþjóðlegum hryðjuverkamönnum.
Segja Exxon hafa
vitað af pyntingum
Stjórnvöld í Indónesíu hafa gagn-
rýnt málshöfðunina og segja dóm-
stólinn vera að skipta sér af því, sem
Indónesum einum komi við.
Samkvæmt bandarískum lögum
mega erlendir ríkisborgarar höfða
mál á hendur bandarískum fyrir-
tækjum vegna brota þeirra á al-
þjóðalögum.
Málið er höfðað fyrir hönd ellefu
þorpsbúa frá Aceh-fylki á Súmötru,
sem fullyrða að forsvarsmenn Exx-
ons hafi vitað af mannréttindabrot-
um sem framin hafi verið af indónes-
ískum hermönnum sem staðið hafa
vörð um borholur og aðra aðstöðu
Exxon á svæðinu. Í stefnu þorpsbú-
anna eru hermennirnir sakaðir um
að hafa pyntað, rænt og nauðgað
þorpsbúunum.
Indónesíski herinn hefur undan-
farin 26 ár háð blóðuga styrjöld við
aðskilnaðarhreyfinguna í Aceh og
hafa um ellefu þúsund manns, aðal-
lega óbreyttir borgarar, fallið á þeim
tíma, þar af 845 á þessu ári.
Ætluð mannréttindabrot bandaríska
olíufyrirtækisins Exxons
Dómari beðinn
að vísa málinu frá
Jakarta. AP.
RÚSSNESKIR vísindamenn hafa
með gervitunglamyndum fundið
neðanjarðará í Sahara-eyðimörkinni
og er áin nægilega stór til þess að
geta séð heilum bæ fyrir vatni, að
því er svissneskt jarðvísindafyrir-
tæki, Geoinformation, greindi frá í
gær.
Hópur vísindamanna sem vinnur
hjá fyrirtækinu að verkefni fyrir
stjórnvöld í Máritaníu notaði rúss-
neska tækni til þess að staðsetja ána
sem er undir hrauni, 250 metrum
undir bænum Atar. Vatnsrennslið er
32 þúsund lítrar á klukkustund og
mun duga til þess að sjá íbúum Atar,
sem eru um 50 þúsund, fyrir því
vatni sem þeir þurfa.
Neðanjarðará í Sahara
Moskvu. AFP.