Morgunblaðið - 07.08.2002, Síða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 21
ORKUSTOFNUN
Samkvæmt nýjum lögum þurfa notendur sem óska að fá
húshitunarkostnað niðurgreiddan að sækja um það sérstaklega
til Orkustofnunar – að öðrum kosti fellur niðurgreiðsla niður.
Aðeins eigendur íbúðarhúsnæðis geta sótt um niðurgreiðslu og
sem fyrr munu dreifiveiturnar annast greiðslurnar með því að
lækka raforkuverð.
Rétt á niðurgreiðslum eiga sömu aðilar og nutu þeirra áður. Nýmæli
er þó að hitun með olíu verður niðurgreidd þar sem ekki er um
aðra kosti að ræða. Þá verður raforka frá smávirkjunum og raforka
á varmadælur niðurgreidd að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Þeir sem nú njóta niðurgreiðslna eru hvattir til að sækja um sem
fyrst því annars falla greiðslur niður frá og með 8. nóvember 2002.
Fylltu út umsókn á Netinu
Einfalt er að fylla út umsókn og senda á Netinu.
Slóðin er www.os.is/nidurgreidslur. Einnig er hægt að fylla út
eyðublað og senda Orkustofnun með pósti.
Umsóknarfrestur rennur út 8. ágúst.
Nánari upplýsingar fást hjá Orkustofnun: sími 569 6000,
netfang: nidurgreidslur@os.is
Niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar
Ný lög um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
0
6
9
6
7
SKURÐLÆKNUM í Los Angeles
tókst í gær að aðskilja eins árs tví-
burasystur sem voru með samvaxin
höfuð. Aðgerðin var mjög áhættu-
söm og tók 20 klukkustundir.
Einn læknanna, Houman Hemm-
ati, sagði að svo virtist sem aðgerðin
hefði heppnast vel. „Allir voru með
gæsahúð þegar aðgerðinni lauk.
Fólk fagnaði, klappaði og grét,“
sagði Hemmati. Síðar í gær var frá
því skýrt að önnur stúlkan hefði
þurft að gangast undir aðra aðgerð
vegna blæðingar í heila. Jorge Laz-
areff, yfirtaugalæknir á sjúkrahús-
inu þar sem aðgerðin fór fram, sagði
þó að allt útlit væri fyrir að báðar
stúlkurnar myndu ná bata.
Stúlkurnar tvær, sem heita Maria
Teresa og Maria de Jesus Quiej-Alv-
arez, fæddust í þorpi í Gvatemala.
Höfuð þeirra voru samvaxin og
stúlkurnar sneru hvor í sína áttina.
Að meðaltali fæðast fimm síamství-
burar á hverja milljón barnsfæðinga
og þar af eru aðeins 2% tvíburanna
með samvaxin höfuð.
Heilar stúlknanna voru ekki sam-
vaxnir. Áhættusamasti þáttur að-
gerðarinnar var að aðskilja æðar
sem tengdu höfuð stúlknanna.
Hætta var á að stúlkurnar fengju
heilablóðfall ef læknunum hefði ekki
tekist að aðskilja æðarnar þannig að
blóð streymdi til heilanna. Slík að-
gerð hafði áður verið gerð fjórum
sinnum á síðustu tíu árum og nokkur
barnanna dóu.
Stúlkurnar gengust undir aðgerð-
ina við barnasjúkrahús Kaliforníu-
háskóla í Los Angeles. Um fimmtíu
læknar og hjúkrunarfræðingar tóku
þátt í aðgerðinni sem kostaði and-
virði tæpra 130 milljóna króna þótt
margir læknanna hefðu gefið vinnu
sína. Sjúkrahúsið stóð fyrir söfnun
til að standa straum af kostnaðinum
ásamt líknarsamtökunum Healing
the Children.
Samvaxin höfuð
tvíbura aðskilin
Los Angeles. AP, AFP.
Reuters
Faðirinn, Wenceslao Quiej Lopez, með tvíburana fyrir aðgerðina.
ALRÍKISLÖGREGLAN, FBI, í
Bandaríkjunum er nú að herða ör-
yggisreglur sínar og eftirlit vegna
þess að í ljós hefur komið að mörg
hundruð byssur og fartölvur í eigu
stofnunarinnar virðast vera týnd-
ar. Ljóst er að í tölvunum er mikið
af leynilegum upplýsingum sem
glæpamenn geta notfært sér.
Um er að ræða 775 byssur og
um 400 tölvur. Sum af vopnunum
hafa, að sögn Glenn A. Fine, sem
gerði skýrslu um ástandið, verið
notaðar í vopnuðum ránum og ein
byssan var sönnunargagn í morð-
máli. Enda þótt mælt sé fyrir um
að gerð sé birgðakönnun á tveggja
ára fresti kom í ljós í fyrra að nær
áratugur var liðinn síðan FBI
hafði gert slíka könnun á byssu- og
tölvueign sinni. Stofnunin á rúm-
lega 15.000 fartölvur, þar af eru
317 horfnar.
„Hirðuleysi og illa
gerðar skýrslur“
„FBI hefur reynst hafa ákaflega
lélegt eftirlit með vopnum og far-
tölvum sínum,“ sagði Fine. Chuck
Grassley, öldungadeildarþingmað-
ur sem á sæti í dómsmálanefnd
þingsins, sagði að augljóst væri að
FBI hefði trassað árum saman að
fylgjast með vopnaeigninni.
„Ástæðan er lélegur agi, hirðu-
leysi, illa gerðar skýrslur og lítil
viðurlög ef þau eru nokkur,“ sagði
Grassley.
Embættismenn í dómsmálaráðu-
neytinu í Washington telja að
skýringin á þessari miklu rýrnun
geti að verulegu leyti verið mistök
í bókhaldi. Stundum hafi aðrar op-
inberar stofnanir fengið hlutina að
láni og einnig geti verið að starfs-
menn lumi á þeim einhvers staðar.
Fleiri stofnanir ráðuneytisins virð-
ast eiga erfitt með að halda utan
um hlutina, til dæmis gat fíkni-
efnaeftirlitið, DEA, ekki gert grein
fyrir sínum tölvum vegna þess að
gögn þar að lútandi vantaði.
Hvað varð
um byssur
FBI?
Nær 800 vopn og
400 tölvur týndar
Washington. AP.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
FRANSKUR hermaður fer gæti-
lega með ósprungna sprengikúlu
sem íbúar í þorpinu Dasake Aole,
um 20 km norðvestur af Kabúl í
Afganistan, fundu í gær. Verkfræð-
ingar franska hersins, sem tilheyra
alþjóðlega öryggisgæsluliðinu
(ISAF) í Afganistan, aðstoða þorps-
búa við að fjarlægja mörg tonn af
virkum skotfærum og sprengjum.
Sprengju-
hreinsun
AP