Morgunblaðið - 07.08.2002, Side 23

Morgunblaðið - 07.08.2002, Side 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 23 Velkomin um borð OF SCANDINAVIA LAUGAVEGI 1, S. 564 7760 ÚTSÖLULOK Enn meiri, enn meiri og enn meiri afsláttur Komið og sjáið! GUÐMUNDUR Sigurðsson (f. 1972) hefur nýlega lokið framhalds- námi í orgelleik í Bandaríkjunum, mastersgráðu með láði og hefur þegar tekið við starfi orgelleikara við Bústaðakirkju. Tónleikarnir eru því eins konar vígsla Guðmundar til samvista við íslenska orgelleikara og skipar hann sér þar í fremstu röð, með frábærum og skemmti- legum tónleikum í Hallgrímskirkju sl. sunnudag. Tónleikarnir hófust á prelúdíu í fís moll (BuxWV 146), eftir Buxte- hude en prelúdíur meistarans eru oftlega nær því að vera fantasíur, þar sem fitjað er upp á margvísleg- um tónhugmyndum, hljómrænum og raddfleyguðum og jafnvel stutt- um fúgum, svo í raun er um að ræða margþátta verk. Guðmundur lék prelúdíu Buxtehudes mjög vel og af öryggi. Sama má segja um sálmforleikinn Drop, Drop Slow Te- ars, eftir Vincent Perichetti, en hann nam hjá Roy Harris, er lærði hjá Nadiu Boulanger í París. Per- sichetti samdi í mörgum stíltegund- um, allt frá frjálsum tónal rithætti til eins konar sér útfærslu á rað- tækni. Eftir hann liggja mörg org- elverk og minnir tónmál sálmfor- leiksins á rithátt Hindemiths, sem Guðmundur skilaði á mjög skýran máta og í fallegri raddskipan. Eftir Nicholas de Grigny (1672– 1703) lék Guðmundur hugleiðingar um sálminn Veni Creator, er skipt- ist í fimm afmarkaða þætti, m.a. fúgu, skemmtilegt dúó, sem var sérgrein frönsku orgelleikaranna, ásamt samtalsskipan (dialogue) raddanna, eins og í lokaþættinum. Það ríkti falleg rósemi í leik Guð- mundar í verki Grignys og í til- brigðaverki eftir Duruflé, yfir sama sálm, var leikur hans einnig sérlega vel útfærður svo og raddskipanin. Það einkenndi nokkuð val á styrk- leika pedalraddarinnar hjá Guðmundi, að á köflum var pedallinn helst til veikt stilltur, ólíkt því sem oft á sér stað hjá öðrum orgel- leikurum. Tvöföld fúga yfir Eldgamla Ísafold eftir John Knowles Paine (1839–1906) er áheyri- legt „orgelleikara“verk en einhvern veginn er þetta lag, þó aðeins sé notast við upphafstóna þess, nema undir lokin, ekki gætt þeirri radd- legu spennu sem fúgu- stef þarf að hafa. Hvað um það, þá var þetta að mörgu leyti vel samda orgelverk, sem á sér sterka samsvörun í evrópskri orgel- tónlist, mjög vel flutt. Blindi djasspíanistinn George Shearing er mörgum hugstæður fyrir einstaklega fallegan áslátt og músíkalskan leik, en eftir hann lék Guðmundur tvær útsetningar á gömlum bandarískum sálmum, I Love Thee, My Lord, og So Fades the Lovely Blooming Flower. Þetta eru smálegar en einstaklega fal- legar og nettar útsetningar, sem Guðmundur lék af innileik og með fallegri raddskipan. Lokaverkið var tilbrigði yfir lagið Eldgamla Ísafold (America eða þjóðsöngur Englendinga) eftir Charles Ives (1874–1954) er hann samdi 16 ára, en 14 ára var Ives yngsti launaði kirkjuorgelleikari í Bandaríkjunum. Margir hafa undr- ast framúrstefnulegt tónmál hans, og það, að hann skyldi meðvitað gera slíkar tilraunir nokkru fyrr en þær tóku að tíðkast í Evrópu. Skýr- inguna á þessu er að finna hjá föður hans, George, er var tónlistarmaður og hafði mikinn áhuga á tilraunum, eins og þeim að þjálfa fólk í að syngja í einni tóntegund (t.d. Es- dúr) en leika undir í annarri (t.d. C- dúr). Auk sérkennilegra hugmynda í tónheyrnarþjálfun hafði George mikinn áhuga á fjölskipan tóntegunda, notkun kvarttóna, umhverfis hljómgun og áhrifum umhverfis á flutning tónlistar, jafnvel þegar mismunandi tónlist var flutt samtímis, eins og gerist oft á útihátíðarhöldum. Í þessum hug- myndaheimi þroskast Charles og því er við að bæta, að í Banda- ríkjunum var evrópsk tónlist að miklu leyti lítið þekkt og þjóðfé- lagið auk þess einn allsherjar til- raunapottur, þar sem alls konar nýjungar spruttu upp. Barnungur mun Charles hafa gert uppkast af þremur fjögurra radda fúgum, í fjórum tóntegundum, tveimur í C- G-D-A og einni í C-F-B-Es. Tónlist- aruppeldið og þjóðfélag tækifær- anna birtast með sérkennilegum hætti í starfi Charles Ives og er slíkt næsta fátítt, nema hjá rúss- nesku tónskáldunum Borodin, sem var frægur efnafræðingur, og Rimsky-Korsakov, sem var flotafor- ingi í rússneska sjóhernum. Tilbrigðaverkið yfir Eldgamla Ísafold eftir Charles Ives er ótrú- lega vel samið af 16 ára dreng og var skemmtilega útfært af hinum efnilega orgelleikara Guðmundi Sigurðssyni, sem nú tekur að feta sinn veg upp Panassum, þrep fyrir þrep, og vel búinn til þeirrar erfiðu ferðar, eins og heyra mátti á þess- um fyrstu tónleikum hans og mun óhætt að spá honum góðu gengi á komandi tímum. TÓNLIST Hallgrímskirkja Guðmundur Sigurðsson „debúteraði“ á Klais-orgel Hallgrímskirkju og lék evrópska og bandaríska orgeltónlist. Sunndagurinn 4. ágúst 2002. ORGELTÓNLEIKAR Efnilegur orgelleikari Jón Ásgeirsson Guðmundur Sigurðsson HEIDI Kristiansen á nær aldar- fjórðungsferil að baki sem veflistar- maður, og vel á annan tug einkasýn- inga, enda sést það vel á nær þrjátíu verkum hennar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur að hún hefur fengist lengi við ásaums- og bútasaumslist sína. Heidi rekur iðju sína aftur til fornegypskrar seglagerðar, með við- komu í norður-afrískum heimilisiðn- aði, svo sem í tjald- og fánasaumi. Það voru Spánverjar sem blésu endurnýjuðu lífi í ásaumstæknina, í lok miðalda, og juku veg hennar um allan hinn vestræna heim. Í lok sautjándu aldar báru Evrópumenn svo með sér tæknina til Nýja heims- ins, þar sem hún átti eftir að blómstra sem hentugur miðill meðal landnema Ameríku. Minnstu efnisbútar voru nýttir í sparnaðarskyni og tengdir saman með litríkum þræði. Heidi Kristiansen nýtir þessa tækni út í hörgul og bætir við hana klippitækni hverskonar, málun og teikningu. Tæknilega séð er auðvelt að njóta verka Heidi og dást að handbragði hennar og verkkunnáttu. Það er ef til vill á hugmyndaplaninu sem hana skortir frumleik og áræði til að lyfta list sinni af handverksplaninu í snarpari og meira skapandi hæðir. Saumur er um þessar mundir í deigl- unni sökum allra þeirra fjölmörgu listamanna sem nýta sér tæknina með ferskum og beinskeyttum hætti. Hin egypska Ghada Amer og hol- lenski Michael Raedecker eru dæmi um óheftan framgang vefjalistar í nú- tímalist. Gleymum heldur ekki þeim mikla skyldleik sem finna má milli bútanna í bútasaumi og bútanna í stafrænni myndupplausn – pixlanna svokölluðu – sem færa okkur enn heim sanninn um tengsl textíls og textagerðar á hugmyndaplaninu. Þessi lítt plægði akur stendur Heidi Kristiansen gal- opinn til könnunar, og þá er víst að list hennar mun taka stökkbreyting- um. List er nefnilega ekki einasta handverk, heldur hugverk. Frá sýningu Heidi Kristiansen í Ráðhúsi Reykjavíkur. MYNDLIST Ráðhús Reykjavíkur Til 7. ágúst. Opið frá kl. 8–18.30 alla virka daga, en frá kl. 10–18 um helgar. BLÖNDUÐ TÆKNI HEIDI KRISTIANSEN Ásaumur og bútasaumur Halldór Björn Runólfsson HIN síðari ár hafa ýmiss konar handbækur um ferðamennsku og náttúru lands orðið vinsælar. Bæk- urnar eru flestar í handhægu broti, klæddar í plast og þola talsvert hnjask, svo að þær eru tilvaldar til þess að taka með sér í ferðalagið. Hér er yfirleitt um handhæg uppflettirit að ræða, þar sem auðvelt er að nálg- ast vissan fróðleik á fljótan og að- gengilegan hátt. Nýjasta bók Ara Trausta Guð- mundssonar með ljósmyndum Ragn- ars Th. Sigurðssonar er einmitt í flokki þessara bóka. Hér er um að ræða skýringar á um eitt hundrað fræðihugtökum og fyrirbærum í jarð- fræði með sérstöku tilliti til jarð- myndana hér á landi. Orðunum er raðað í stafrófsröð og þeim gerð all- góð skil bæði í máli og myndum. Þá eru einatt tilgreindir ákveðnir staðir hvar má sjá þessi fyrirbæri, en slík upptalning getur sjaldan verið tæm- andi. Að hluta til má segja, að bók þessi sé ígildi kennslubókar, vegna þess hve skilmerkileg grein er gerð fyrir mörgum hlutum, þó að henni sé ekki beinlínis ætlað það hlutverk, Bezt mun hún henta þeim, sem lesið hafa um frumatriði jarðfræðinnar og hafa eilitla innsýn í fræðigreinina. Þetta er kjörin bók til þess að rifja upp gamalt námsefni; en eigi að síður eiga flestir áhugamenn að geta haft af henni tals- verðan fróðleik. Í bók sem þessa þarf ávallt að vega og meta, hvaða hugtök skal skýra og hverjum á að sleppa. Slíkt val er ekki auðvelt, en hér hef- ur ágætlega tekizt til að flestu leyti. Í texta bók- ar eru allmörg önnur hugtök og er þeim stuttlega lýst um leið og þau koma fyrir, þar sem þess gerist þörf. Á hinn bóginn er afleitt, að ekki skuli vera atriða- skrá og því getur verið mjög tafsamt að rata rétt í bókinni; til dæmis hvarflar sennilega að fáum að leita að ölkeld- um undir jarðhita og þar á ofan vantar Rauðamelsölkeldu í staðarnafnaskrána. Þá sárvantar ítar- legar millitilvísanir. Orðin berg- vatnsá, straumvatn, stöðuvatn, á, lækur, fljót og vatnsfall eru ekki til- greind, svo að menn verða að þekkja nöfnin lindá og dragá til þess að lesa sér til um íslenzkar ár. Á stundum er nokkur hringlandi, sem tekið getur nokkurn tíma að átta sig á. Orðið jök- ull er ekki uppsláttarorð, en undir skriðjökli er jöklum skipt í hjarnjökul og skriðjökul; en við hjarnjökul er síð- an vísað í hveljökul. Í sambandi við jökla er á tveimur stöðum talað um jafnvægislínu eða snælínu; á öðrum stað er sagt að tiltekin hæðarlína sé kölluð jafnvægislína en á stundum ranglega snælína, en svo er á enn öðr- um stað greint frá jöklunarmörkum og tekið fram, að sú hæðarlína sé oft nefnd snælína. Eins og áður segir eru skýringar ljósar, texti hæfilega saman þjappað- ur og laus við alla mælgi. Flest, sem máli skiptir, kemur fram. Í kaflanum um jarðsögu er óvænt minnzt á frum- kvöðla íslenzkra jarðfræðinga. Undarlegt má þó telja, að nafn Jóns Jónssonar hefur gleymzt í því sam- bandi. Allmargra örnefna er getið í bókinni og eru þau birt í sérstakri skrá. Rauðöldur undir Heklu eru ranglega nefndar Rauðhjallar og minnzt er á svæði á milli Fnjóskadals og Skjálf- anda, og er þar senni- lega átt við fjöllin á milli Flateyjardals og Skjálf- anda. Nokkur fleiri dæmi mætti nefna um óþarfa ónákvæmni og hnökra í máli, sem hæg- lega hefði mátt komast hjá með vönd- uðum yfirlestri handrits. Slíkt breytir þó litlu um, að bókin er handhægur leiðarvísir um meginatriði í íslenzkum jarðmyndunum og þarft uppsláttar- rit, þegar fyrirbæri og hugtök í jarð- fræði ber á góma. Ekki kæmi á óvart, að þetta kver ætti eftir að aukast og vaxa í það að verða að stórri bók um alfræði jarðfræðinnar. Ragnar Th. Sigurðsson hefur lagt til margar mjög góðar myndir í bók- ina, eins og hans var von og vísa, enda víðkunnur ljósmyndari. Á hinn bóg- inn er litgreining sumra mynda ekki nægjanlega góð og fáeinar nokkuð dökkar. Ari Trausti Guðmundsson hefur hin síðari ár lagt meira af mörkum til þess að fræða almenning um jarð- fræði en flestir aðrir, enda verið mjög afkastamikill bæði í útgáfu bóka og sjónvarpsmynda. Hann nálgast við- fangsefnið á látlausan hátt, hefur sýnilega gaman af því að segja frá og miðla fróðleik. Ari Trausti má vera fullsæmdur af verkum sínum. Lykillinn að landinu Ágúst H. Bjarnason Ari Trausti Guðmundsson BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson. Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. 243 bls. Útgefandi er Mál og menning, Reykjavík 2002. ÍSLENSKUR JARÐFRÆÐILYKILL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.