Morgunblaðið - 07.08.2002, Page 24
Sjaldheyrðar Bachperlur
SÍÐASTI tónleikalaugardagur Sumartón-
leika í Skálholti rann upp um nýliðna helgi
með þreföldum skammti, tónleikum kl. 15, 17
og 21. Á fyrstu tónleikunum var slegið
margra ára aðsóknarmet svo fjöldi gesta varð
að standa, og sama gilti á undangengnu er-
indi dr. Orra Vésteinssonar fornleifafræðings
kl. 14 um „Skálholt, höfuðstað Íslands í 700
ár“.
Að seinni tíðar vanda fundu tónleikagestir
litla sem enga umsögn í tónleikaskrá um
verkin sem flutt voru, og væri út af fyrir sig
hægt að bæta úr því hér. En í fyrsta lagi væri
það utan meginverkahrings undirritaðs, auk
þess sem lítið aðhald veittist umsjónarmönn-
um slíkra þarfaplagga, ef reikna mætti með
því að gagnrýnendur fylltu helztu eyður eftir
á. Annars munu Sumartónleikarnir fráleitt
einir um téða handvömm í hérlendu tónlistar-
lífi, m.a.s. þegar um jafnsjaldheyrð verk er að
ræða og Missa Brevis Bachs í g-moll, sem ef
að líkum lætur var flutt í fyrsta sinn hér á
landi á laugardaginn var.
Þrennir tónleikar laugardagsins leituðu æ
aftar í tíma. Yngstu verkin voru á þeim
fyrstu, þau elztu á þeim síðustu. Þ.e.a.s. síð-
barokk, mið- og snemmbarokk og loks endur-
reisn. Á hérumræddum undornstónleikum
var meistari Bach í forsæti, en brezkir höf-
undar á þeim næstu. Hollenzki forntónlist-
arjöfurinn Jaap Schröder leiddi Bachhljóm-
sveitina í Skálholti í báðum tilvikum. Eftir
Bach var fyrst leikin „Sinfónía“ (= forleikur)
úr kantötunni Am Abend aber desselbigen
Sabbats BWV 42; í mörgu athygliverð tón-
smíð með töluvert sérefni fyrir óbóin tvö og
fagottið við göngustælta fylgibassalínu í átt-
undapörtum og 4/4.
Smákantatan Schlage doch, gewünschte
Stunde var eina dagskráratriðið sem eitthvað
var gefið út á í tónleikaskrá, með því að sr.
Guðmundur Óli Ólafsson hermdi (undir
„Textar“) að sterkar líkur þættu nú á því að
samtímamaður Bachs í Leipzig, G.M. Hoff-
mann, hefði samið þetta litla verk, en ekki
Bach. Allt um það var kantatan hin fallegasta
smíð, í fremur hægum valstakti og fyrir alt-
einsöng og strengjasveit blandað klingi bjöllu
„söngmeyja“ sem réttláttust af klukkuslögum
banastundar. Bráðvel leikið af Bachsveitinni
og fallega sungið af Guðrúnu Eddu Gunn-
arsdóttur.
Loks kom Missa Brevis í g-moll. Tónsetn-
ing Bachs á stytta messutextanum var sex-
þætt, Kyrie, Gloria, Gratias, Domini Fili, Qui
tollis og Cum Sancto Spiritu; allt endurunnið
úr þáttum frá fyrri kantötum tónskáldsins
(BWV 10, 72 og einkum 187) eins og Bach
átti til að gera, ekki sízt í tímahraki. Engu að
síður var hvarvetna af góðu að taka, og burt-
séð frá umfangssmæð messunnar mætti jafn-
vel kalla að hún slægi víða hátt í meist-
araverk eins og Magnificat. Fyrstu tveir
þættirnir og sá síðasti voru fyrir kór með
hljómsveit, hinir aríur fyrir einsöngvara
(bassa, alt og loks tenór). Voru allir ljómandi
vel sungnir og leiknir. Sama var uppi á ten-
ingnum í kórþáttunum, og ekki við fámennan
blandaðan kvartett að sakast þótt hann hefði
ekki alltaf í fullu tré við hljómsveitina. Fá-
menni hans og þar með vandfengið styrk-
jafnvægi (og kannski einnig vottur af sól-
ískum messa di voce tilþrifum hjá sumum
söngvurum sem áttu betur við í einsöngs-
aríunum) gerðu að verkum að raddfærslan
heyrðist stundum ekki nógu vel. Þar hefði
blandaður oktett verið algert lágmark. Væri
að sönnu óskandi að fjárhagur strympu
vænkaðist svo í framtíðinni að Bachsveitin í
Skálholti gæti teflt fram a.m.k. 8–12 manna
alvörukór. M.a. til uppfærslu á kórkantötum
Bachs sem allt of lengi hafa legið óbættar hjá
garði í íslenzku tónleikahaldi.
TÓNLIST
Skálholtskirkja
J. S. Bach: Sinfónía úr kantötu BWV 42. Kantatan
„Schlage doch, gewünschte Stunde“ BWV 53.
Missa Brevis í g BWV 235. Rannveig Sif Sigurð-
ardóttir S, Guðrún Edda Gunnarsdóttir A, Þorbjörn
Rúnarsson T, Benedikt Ingólfsson B; Bachsveitin í
Skálholti undir forystu Jaaps Schröder. Laugardag-
inn 3. ágúst kl. 15.
SUMARTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EINS og landsmenn vita var
haldið veglega upp á aldarafmæli
Halldórs Laxness í vor og síðast-
liðinn vetur var í gangi mikil um-
ræða um skáldið, verk þess og
pólitískar skoðanir, sem spratt upp
af skáldsögu Hallgríms Helgason-
ar Höfundur Íslands. Líta má á
skáldsögu Hallgríms sem lið í því
uppgjöri sem eðlilegt og æskilegt
er að fram fari við höfundarverk
þess höfundar sem bar höfuð og
herðar yfir aðra íslenska rithöf-
unda á tuttugustu öld. Þegar staða
Laxness í íslenskum bókmenntum
er hugleidd kemur helst á óvart
hversu lítið fræðimenn hafa í raun
sinnt verkum hans. „Laxnessfræð-
inga“ eigum við fáa þótt ýmsir hafi
skrifað um einstök verk og rann-
sakað afmarkaða þætti í höfund-
arverkinu. Vafalaust eru margar
ástæður fyrir því að bókmennta-
fræðingar hafa í svo litlum mæli
tekist á við verk Laxness en
kannski liggur hluti skýringarinn-
ar í þeirri staðreynd að einn tiltek-
inn fræðimaður, Peter Hallberg,
hafði um langa hríð óvenjulegan
og greiðan aðgang að skáldinu
sjálfu og öllum gögnum þess og
vera kann að aðrir hafi kinokað sér
við að ráðast inn á þetta „yfirráða-
svæði“ hans. Peter Hallberg var
„Laxnessfræðingurinn“ og sem
slíkur skilaði hann af sér merkum
bókum um ævi og verk skáldsins
sem eru án nokkurs efa dýrmæt
undirstaða fyrir hvern þann sem
vill nálgast verk Laxness út frá
nýju sjónarhorni. Á níunda ára-
tugnum kom nokkur kippur í Lax-
nessrannsóknir þegar komu út
bækur um verk Laxness eftir þá
Árna Sigurjónsson, Halldór Guð-
mundsson og Sigurð Hróarsson.
Þær bækur áttu það allar sameig-
inleg að þar voru verk skáldsins
fyrst og fremst skoðuð í ljósi þjóð-
félagslegra og pólitískra hræringa
á ritunartímanum. En það er langt
frá því að verkum Halldórs Lax-
ness hafi verið gerð fullnægjandi
skil – og verður vonandi seint því
það er eðli hinna bestu bókmennta
að vera ótæmandi uppspretta fyrir
jafnt gamla og nýja lesendur. Nú
þegar búið er að halda upp á ald-
arafmælið með pompi og pragt
verður þess vonandi ekki langt að
bíða að ný kynslóð fræðimanna
(eða hinir eldri) ráðist í Laxness-
rannsóknir út frá hinum fjölbreyti-
legustu sjónarhornum.
Bók Gunnars Kristjánssonar,
Fjallræðufólkið, hefur undirtitilinn
„Persónur í verkum Halldórs Lax-
ness“, enda er hér um að ræða
rannsókn á persónusköpun í helstu
skáldsögum Halldórs og fjallar
Gunnar um persónur á borð við
Stein Elliða, Sölku Völku, Bjart í
Sumarhúsum, Ólaf Kárason Ljós-
víking, Snæfríði Íslandssól og Ar-
nas Arnæus, séra Jón Prímus og
fleiri. Það eru því aðalpersónur
stærstu skáldsagnanna sem Gunn-
ar beinir kastljósinu að og skoðar
hann þær í ljósi trúarheimspeki og
guðfræði. Gunnar bendir í formála
að bókinni réttilega á að nálgun
hans sé að mörgu leyti nýstárleg
því að þrátt fyrir að trúarlegt sam-
hengi verka Laxness fara varla
framhjá nokkrum lesenda þá er
það staðreynd að verk hans hafa
svo til alfarið verið skoðuð í þjóð-
félagslegu og pólitísku samhengi
(sbr. ofannefnda fræðimenn). Hér
ber þó að geta þess að ýmsir aðrir
bókmenntafræðingar hafa rýnt í
einstök verk skáldsins út frá sjón-
arhorni sálgreiningar og texta-
tengsla, svo eitthvað sé nefnt (Silja
Aðalsteinsdóttir, Dagný Kristjáns-
dóttir, Bergljót S. Kristjánsdóttir,
Helga Kress, Ástráður Eysteins-
son, Torfi Tulinius, Guðrún Nordal
og Ármann Jakobsson, svo fáeinir
séu nefndir.)
Gunnar Kristjánsson, sem er
doktor í guðfræði og starfandi
prestur, hefur um árabil rannsak-
að verk Laxness og þá sérstaklega
trúarlega þætti þeirra. Doktors-
ritgerð sína varði hann við Ruhr-
Universität í Bochum í Þýskalandi
árið 1978 og ber hún titilinn „Reli-
giöse Gestalten und christliche
Motive im Romanwerk „Heims-
ljós“ von Halldór Laxness“. Rit-
gerðin hefur ekki birst á íslensku
en Gunnar birti greinina „Úr
heimi Ljósvíkingsins“ (Tímarit
Máls og menningar 2/1982) sem
mun vera unnin upp úr henni. Þá
hefur hann birt tvær greinar um
Íslandsklukkuna („Stígvélaði kava-
lérinn. Um Arnas Arnæus“ í Tíma-
riti Máls og menningar 2/1998 og
„Þjónn þeirra svarlausu; um Snæ-
fríði Íslandssól og Arnas Arnæus“
í jólablaði Lesbókar Morgunblaðs-
ins 2000) auk einnar greinar um
Kristnihald undir jökli sem birtist
í riti Halldórsstefnu 1992. Gunnar
notar efni þessara fjögurra greina
í þremur af níu köflum bókarinnar
en að langstærstum hluta er hér
um frumsamið og óbirt efni að
ræða.
Fjallræðufólkið skiptist í níu
kafla og hefur hver þeirra yfir-
skrift sem tekinn er úr texta
skáldsins. Fyrsti kaflinn ber yf-
irskriftina „Sárfætlingar vonarinn-
ar“ og gegnir hann hlutverki inn-
gangs að rannsókninni í heild.
Næstu sjö kaflar eru hins vegar
helgaðir einni tiltekinni skáldsögu
hver og fjallar Gunnar þar um sög-
urnar í tímaröð miðað við útgáfuár
þeirra. Fyrsta verkið sem hann
fjallar um er Vefarinn mikli frá
Kasmír, síðan koma Salka Valka,
Sjálfstætt fólk, Heimsljós, Íslands-
klukkan, Brekkukotsannáll og
Kristnihald undir jökli. Síðasti
kaflinn er síðan nokkurs konar
niðurstöðukafli þar sem höfundur
dregur saman meginatriðin í þeirri
greiningu sem á undan er gengin
og ber saman hinar ólíku persónur
einstakra verka, enda ber kaflinn
yfirskriftina: „Frá Steini Elliða til
séra Jóns Prímusar. Um trú og
trúarheimspeki í verkum Halldórs
Laxness.“
Segja má að Gunnar Kristjáns-
son hafi eina meginspurningu að
leiðarljósi við rannsókn sína á per-
sónum Laxness og hana mætti
kannski orða þannig: Í hverju er
aðdráttarafl persóna Laxness fólg-
ið? Hann bendir á þá skemmtilegu
þverstæðu að þrátt fyrir að marg-
ar af persónum Laxness séu elsk-
aðar og dáðar af lesendum þá vild-
um við víst fæst líkjast þeim eða
deila með þeim örlögum. Og hann
leggur áherslu á margræðni per-
sónusköpunar skáldsins: „Um
margt af því fólki sem mest ber á í
verkum Halldórs má með sanni
segja að það sé ekki allt þar sem
það er séð, við endurtekin stefnu-
mót verður flestum
ljóst að það „býr mik-
ið í því“ eins og oft er
sagt um fólk. En í
hverju felst aðdrátt-
arafl þess? Hvernig
eru persónurnar,
hver er hugmynda-
fræðin á bak við
þær?“ (9). Gunnar
skoðar einstakar per-
sónur „í ljósi hug-
mynda og hugmynda-
fræði sem Halldór
Laxness þekkti“, því,
eins og hann segir:
„Þótt persónurnar
séu ekki endilega
talsmenn sjónarmiða
höfundarins hljóta þær að mótast
af skoðunum og viðhorfum hans“
(9). Aðdráttarafl persóna Laxness
telur Gunnar stafa öðrum þræði af
því að þær séu óháðar stað og
stund því „höfundi hefur tekist að
gæða [þær] því lífi, þar sem hið
táknræna og algilda vegur þyngra
en hverful stundin“ (10). Þetta tel-
ur hann einnig skýringuna á því að
persónurnar eiga „erindi við nýja
lesendur, að vísu ekki alltaf það
sama því að enginn veit hver afdrif
þeirra verða í breyttu samfélagi“
(10).
Hið táknræna og algilda eðli
sem býr að baki persónusköpunar
Laxness rekur Gunnar Kristjáns-
son til trúarlegs samhengis en
þess ber að geta að hann skil-
greinir trúarlegt samhengi afar
vítt og tekur það m.a. til tilvist-
arspurninga mannsins (sjá bls.
178). Þá skilgreinir hann viðfangs-
efni á borð við „Guð, ástina, þján-
inguna, fegurðina, réttlætið og sið-
fræðileg úrlausnarefni“ öll sem
„trúarheimspekileg viðfangsefni“
(183). Gunnar telur þó ljóst að það
sé „hugmyndafræði rómversk-kaþ-
ólsku kirkjunnar [sem er] svífandi
yfir vötnunum þótt hún kunni að
vera óljós við fyrstu sýn“ (bls.
179). Þetta sýnir hann fram á í
greiningu sinni á hinum mismun-
andi persónum Laxness; hann
bendir á ýmis trúarleg rit, dul-
hyggjurit og heimspekirit sem
Halldór þekkti og nýtti sér við
persónusköpun og víða tekst hon-
um að opna nýjar leiðir til skiln-
ings á margbreytileika einstakra
persóna auk þess sem hann rekur
á sannfærandi hátt þær breytingar
sem verða á persónusköpun
skáldsins eftir því sem árin líða,
eftir því sem þroskinn og reynslan
færast yfir og trúarhugmyndir
Laxness breytast. Í stuttu máli er
hér um að ræða þróun frá hinum
óbilgjarna kreddufasta trúmanni
sem birtist í Steini Elliða í lok Vef-
arans til hins umburðarlynda séra
Jóns Prímusar sem hefur neglt
fyrir kirkjudyrnar en er engu að
síður „fulltrúi hinnar skilyrðis-
lausu þjónustu við manninn og
raunar ekki aðeins við manninn
heldur við sköpunarverkið í heild
sinni“ (174).
Fjallræðufólkið er fróðleg lesn-
ing sem ætti að höfða til allra
aðdáenda Halldórs Laxness. Bókin
fjallar um samhengi í verkum hans
sem er ef til vill ekki á færi nema
lærðra guðfræðinga að skynja til
fulls. Hitt er annað mál að víða má
fara aðrar túlkunarleiðir en þá
trúarlegu að einstökum atriðum
þeirra skáldsagna sem fjallað er
um. Sem bókmenntafræðingur
saknaði ég þess helst að Gunnar
gerir lítið af því að bera kenningar
sínar saman við kenningar annarra
fræðimanna um sömu skáldsögur
og hann fjallar um – eða einstök
atriði þeirra. Að sjálfsögðu má
deila um hversu mikið ber að vísa
til þeirra sem áður hafa um efnið
ritað en stundum stingur „fjar-
vera“ umræðunnar í augu og mun
ég nefna eitt slíkt dæmi. Á síðum
144–155 fjallar Gunnar ítarlega um
gildi og táknræna merkingu tón-
listar í verkum Laxness (og sér í
lagi í Brekkukotsannál). Um þetta
efni hefur Helga Kress fjallað
bæði í ræðu og riti (birti um það
grein í riti Halldórsstefnu 1992 og
nýlega aðra í Skírni (vorhefti
2002), en þá síðarnefndu flutti hún
í fyrirlestraformi fyrir nokkrum
árum) en Gunnar vísar hvergi til
skrifa Helgu. Vera kann að Gunn-
ar kjósi að standa utan hinnar
„bókmenntafræðilegu“ umræðu
um verk Laxness, a.m.k. mætti
draga þá ályktun þegar manna-
nafnaskráin aftast í bókinni er
skoðuð; þar kemst aðeins á blað
einn íslenskur bókmenntafræðing-
ur og er vísað til skrifa hans einu
sinni í texta Gunnars. Engu að síð-
ur hlýtur bók Gunnars að teljast
a.m.k. jafnmikil bókmenntafræði
og guðfræði og finnst mér það
óneitanlega veikja verkið að höf-
undur skuli víkjast undan að tak-
ast á við kenningar annarra um
viðfangsefni sitt og máta þær að
sínum. Þessi veikleiki bókarinnar
mun hins vegar ekki koma í veg
fyrir að almennur lesandi geti not-
ið bókarinnar, lært af henni og öðl-
ast dýpri skilning á því hvernig
Halldór Laxness setti saman sínar
ógleymanlegu persónur.
BÆKUR
Fræðirit
Gunnar Kristjánsson, Mál og menning
2002, 208 bls.
FJALLRÆÐUFÓLKIÐ
Gunnar
Kristjánsson
Soffía Auður Birgisdóttir
Halldór
Laxness
Persónur Laxness
í trúarlegu ljósi
NÆSTU gestir sumartónleikaraðarinnar
Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði í kvöld, mið-
vikudagskvöld, kl. 20.30 koma frá Amster-
dam. Það eru þau Gunnhildur Einarsdóttir
barokkhörpuleikari og Hollendingurinn Poul
Leenhouts sem leikur á endurreisnarblokk-
flautur og flytja þau tónleikagestum létta
barokktónlist í Seyðisfjarðarkirkju.
Gunnhildur Einarsdóttir og Poul Leenhouts.
Barokktónlist
á Seyðisfirði