Morgunblaðið - 07.08.2002, Page 26

Morgunblaðið - 07.08.2002, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FYRIRÆTLANIR umstórvirkjanir á hálendiNorðausturlands erustærsta ógnunin við nátt- úru landsins. Ekki er aðeins um að ræða geigvænlega eyðileggingu á stóru landsvæði heldur einnig hættu á því að viðnám okkar gagn- vart enn frekari landskemmdum verði afmáð að fullu og öllu. Helstu rökin fyrir framkvæmdunum eru að efla þurfi byggð á Austfjörðum sem átt hefur undir högg að sækja. Kárahnjúkavirkjun og aðrar með- fylgjandi stórframkvæmdir eru þannig prófraun fyrir okkur í tví- þættum skilningi: annars vegar gagnvart þeirri freistingu að reyna að leysa erfiðan byggðavanda með patentlausn úr ríkisforsjánni og hins vegar siðferðisleg þolraun sem reynir á raunverulegan vilja okkar til að varðveita landsins gæði til framtíðar. Vilji stjórnvalda er ljós: ekkert skal óhreyft sem hægt er að beisla, – og er ekkert til sparað til að sveigja þjóðarviljann inn á þá stefnu. Frá Búrfelli til Snæfells Með byggingu virkjunar við Kárahnjúka, ásamt stíflugörðum og háspennumöstrum um þvert og breitt norðausturhálendið, nær Landsvirkjun undir sín yfirráð miklum víðáttum sem hingað til hafa að mestu fengið frið fyrir hern- aði mannsins gegn náttúru lands- ins. Eins og á Þjórsársvæðinu verð- ur landið mótað eftir mælikvörðum fyrirtækisins og ferðamennirnir sem þangað leggja leið verða gestir í boði þess. Í næsta skrefi verður Búðarháls- inn lagður undir og Þjórsárverin stillt af með miðlunarstíflum af teikniborðum verkfræðinganna. Til þess síðan að ná samfellunni, og tengja saman svæðin tvö, verður að beisla Jökulsá á Fjöllum, en nú þeg- ar eru uppi ráðagerðir hvernig megi fara að því. Þá er aðeins eftir Skjálfandafljót og einhverjar smærri lænur á milli. Umráðasvæði fyrirtækisins nær þá samfellt frá Búrfelli í suðri til Snæfells í austri og engin þörf lengur að hafa áhyggjur af fullhugum í ævintýra- leit á víðáttum öræfanna. Leiðirnar verða stikaðar, stíflurnar verða brýr, vegirnir meðfram línunum byggðir upp, og þjónustuver við stöðvarhúsin. Skemmdirnar Umfangið í þessum áfanga, þ.e. Kárahnjúkavirkjun og meðfylgj- andi mannvirki, er gífurlegt. Fyrir utan sjálfa aðalstífluna við Kára- hnjúka og risastórt uppistöðulónið, sem af einhverjum ástæðum er kallað Hálslón, verða byggðir fjöl- margir aðrir stíflugarðar og mann- virki vítt og breitt um allt svæðið, – frá jöklum til byggða, allt frá Sauðá í vestri og langt austur fyrir Snæ- fell. Alls fara um 70 ferkílómetrar undir uppistöðulón, stór hluti þess gróðurlendi, stíflur við hvern læk og hverja sprænu, jarðhaugum með efni úr neðanjarðargöngum verður dreift vítt og breitt, árfarvegir tæmdir, fossunum drekkt eða þeir þurrkaðir upp, og til viðbótar- skrauts: tengivirki, háspennulínur, stöðvarhús og uppbyggðir vegir. Ekki er um það deilt að náttúran á svæðinu hafi hátt verndargildi, þar sem er að finna sérstætt lands- lag, sjaldgæfar jarðmyndanir, fjöl- breyttar og tegundaríkar vistgerðir og margar sjaldgæfar tegundir dýra og lífvera. Fjallahringurinn stórfenglegur og hið stóra og hið smáa myndar einstaka heild. Eng- inn sem ekki hefur ferðast þarna um og skoðað gaumgæfilega bæði landið og náttúrufar getur ímyndað sér hversu miklar skemmdirnar verða. Eyðileggingin er svo úthugs- uð og kerfisbundin að í raun stend- ur ekkert óhreyft eftir sem skiptir máli. Pólitískir hagsmunir/faglegt mat Samkvæmt lögum um umhverf- ismat skal Skipulagsstofnun ríkis- ins fjalla um framkvæmdir af þessu tagi og kveða upp úrskurð um fram- gang fyrirætlana á grundvelli mat- skýrslu viðkomandi fyrirtækis. Úr- skurður stofnunarinnar um Kárahnjúkavirkjunina var skýr: lagst er gegn fyrirhuguðum fram- kvæmdum vegna umtalsverðra um- hverfisáhrifa og vegna þess að full- nægjandi upplýsingar lágu ekki fyrir um ýmsa þætti þeirra. Skipu- lagsstofnun staðfesti sem sagt það sem flestum sem þarna þekkja til hafði alltaf verið ljóst: eyðilegging- in er óafturkræf og af þeirri stærð- argráðu að hún verður ekki réttlætt með þeim hagsmunum sem í húfi eru. Ekki þarf að efast um að skipu- lagsstjóri og hans fólk hafi unnið sinn úrskurð eins faglega og for- sendur gáfu tilefni til. Allur mál- flutningur trúverðugur og rök- færslan skýr. Umhverfisráðherra ákvað aftur á móti að taka pólitíska hagsmuni framyfir hið faglega mat og umsnéri úrskurðinum með einu pennastriki, og gaf um leið grænt ljós á fyrirætlanirnar, – reyndar með minniháttar breytingum sem Landsvirkjun getur auðveldlega lagað sig að. Engin haldbær rök fylgdu ákvörðun ráðherrans né heldur kom neitt það nýtt fram í málinu sem gaf tilefni til umsnún- ingsins. Þótt stjórnvöld hafi ákveðið með þessum hætti að gera ekkert með hinn faglega úrskurð stendur hann efnislega eftir sem áður. Fólk hlýt- ur að horfa á þetta þegar það tekur sína afstöðu. Framhaldið er flestum ferskt í minni: afgreiðsla Alþingis, ákvörðun Norsk Hydro um að hætta við þátttöku, og nú síðast inn- koma bandaríska auðhringsins Al- coa. Fórnir og ávinningar Austfirðingar sækja það hart að fá í fjórðunginn stóriðjufyrirtæki sem þeir telja að styrki byggðina þannig að fólk hætti að flytja í burtu og tími uppbyggingar hefjist á ný. Skemmdirnar á ö verði vissulega miklar en lætist af þeim ávinningi sjálfir fái af framkvæmdun krefja þá sem gagnrýna svara um hvað eigi að kom inn verði ekkert af neinu o þess að ekki þýði að rífa ni bent sé á önnur og jafngild Umræðan sem af þes spunnist er mjög áhugaver ur m.a. leitt í ljós ólík vi hvort og þá hversu lang ganga í því að veðsetja þj fyrir framkvæmdir sem þe staðbundin áhrif er það uppbygging á Reyðarfirði byggðarlögum verður um en ennþá hefur þó ekkert þ fram, sem sannfærir und um að stóriðjan verði s punktur í atvinnumálum inga almennt sem líkleg þeirra vænta, – að minn ekki þegar til lengri tíma Einnig verður að taka me inginn að ávinningurinn s er um felur í sér fórnir sviðum sem aldrei fást bæ vegur þungt uppbygging fe ustu en einnig sá arður sem af ímynd landsvæðisins se og óspilltu. Þetta hefur kannað og hugmyndin um hefur nánast ekkert fengis 19. JÚLÍ, – í björtu suma arfjalli: Til norðurs og au Kverkfjöll í suðri, síðan T Herðubreið. Allt í einni sj gljúfrin þar sem fljótið dr framundan víðáttan til jök Töfrafoss, Tröllagil og Hr í annarri sveit stíga samn strengja þess heit að taka hana, og þvinga hana til l áform: Risastíflur, uppist háspennumöstur, hraðbra á þeim stærðarskala að an sést. Máttur okkar er mikill, þótt hverfi fossar og ár, h fell og hnjúkar, víðáttan v og söngurinn í gljúfrunum hverjum er ekki sama, og einhverja skoðun? Er þet lagi, og hvers vegna ætti þessara sem aldrei eru til ofstopafullu, dekurbarnan á móti öllum framförum o sem að baki býr? Kannsk nokkuð, er ekki búið að á og skiptir þá nokkru hver mig? Við Ká Eyðileggin Með aukinni menntun og fastari tengslum við alþjóðasamfélagið er okkur að skiljast, segir Hjálmar H. Ragnarsson, að auð- æfin búa fyrst og fremst í okkur sjálfum. SÍGILDIR SUMARTÓNLEIKAR Tónlistarhátíðir með klassísku yf-irbragði setja mjög svip sinn ámenningarlíf landsmanna á sumrin, en fjöldi þeirra hefur farið vax- andi undanfarin ár. Nú er svo komið að unnendur tónlistar eiga völ á vönduðum tónlistarflutningi víðs vegar um landið sumarlangt. Nefna má sumartónleika í Skálholti, á Kirkjubæjarklaustri, í Hveragerði, Reykholti, Akureyrar- kirkju, við Mývatn, í Stykkishólms- kirkju og á Seyðisfirði sem dæmi um ár- visst tónleikahald af þessu tagi. Að auki má nefna þjóðlagahátíð á Siglufirði, blúshátíð á Ólafsfirði, sumaróperuna á Héraði, djasshátíðina á Egilsstöðum og sumarkvöld við orgelið í Hallgríms- kirkju í Reykjavík, sem dæmi um fjöl- breytileika í áherslum á mismunandi tegundir tónlistar, er öll virðist eiga sér nægilegan hljómgrunn til að draga að hlustendur ár eftir ár. Sögu sumartónleika í Skálholti má rekja allt aftur til ársins 1975 og er sú tónlistarhátíð orðin fastur og mikilvæg- ur liður í tónlistarlífi landsmanna ár hvert. Starfið í Skálholti hefur ekki síst verið mikilvæg lyftistöng fyrir íslensk tónskáld en þar hafa í gegnum tíðina verið frumflutt hátt í 70 tónverk, sem hlýtur að teljast umtalsvert framlag til íslenskrar samtímatónlistar. Undanfar- in ár hafa staðartónskáld í Skálholti ver- ið tvö, miðað við eitt áður, sem sýnir öðru fremur að þarna hefur verið rækt- aður vaxandi vísir að vettvangi fyrir frumflutning á verkum íslenskra tón- skálda. Kammertónlist á Kirkjubæjar- klaustri á sér einnig langa og eftirtekt- arverða sögu, en um næstu helgi verður efnt til tónlistarhátíðar þar í 12. sinn. Auk fremstu tónlistarmanna landsins hafa framúrskarandi erlendir tónlistar- menn verið fastur liður í tónleikahaldi þar allt frá upphafi, en tónlistarmenn erlendis frá hafa einnig verið tíðir gestir í Skálholti í gegnum árin. Sami háttur hefur verið hafður á mörgum þeim sum- arhátíðum sem komu seinna til sögunn- ar, svo sem í Reykholti og Hveragerði, svo ljóst er að listrænir stjórnendur tón- listarhátíða telja þátttöku erlendra gesta mikilvægt innlegg í þá listrænu sýn sem fram kemur á hverri hátíð fyrir sig. Eins og fram hefur komið í tónlistar- dómum um sumartónleika hér í blaðinu undanfarin ár, er iðulega um mjög áhugaverða tónlistarviðburði að ræða sem sýna vel færni og hæfileika ís- lenskra tónlistarmanna. Framlag er- lendra gesta er ekki síður áhugavert, ekki einungis fyrir hlustendur heldur einnig fyrir þá íslensku tónlistarmenn sem með þeim starfa hverju sinni. Yf- irleitt stendur undirbúningur tónleika yfir í nokkra daga í senn á þeim stað sem um er að ræða svo tækifæri til að mynda tengsl og finna fleti á frekara samstarfi, hér heima eða erlendis, geta verið ómet- anleg þegar til framtíðar er litið. Það er því eftirtektarvert hversu fjölþjóðleg samvinna um tónlist hefur verið ræktuð í sveitum landsins á undanförnum árum. Ekki má vanmeta gildi þess að vand- aðan tónlistarflutning sé ekki einungis að finna í stærstu þéttbýliskjörnum landsins heldur einnig í fámennari byggðarlögum. Sumartónleikar eru orðnir sígildir og hafa ekki einungis skilað sér sem menningarauki í viðkom- andi byggðarlög, heldur einnig eflt ferðatengda þjónustu við utanaðkom- andi gesti á viðkomandi svæðum svo um munar. Samstarf stjórnenda tónlist- arhátíða og viðkomandi sveitarfélaga hefur því margskonar ávinning í för með sér, sem vonandi á eftir að þróast enn frekar. NOTKUN FRÍPUNKTA Árlega ferðast íslenskir embættis- ogstjórnmálamenn víða um heim á vegum ríkisins eða Alþingis. Frípunkt- ar, sem þeir kunna að safna á þessum ferðum, fá þeir sjálfir og koma þeir því hvorki viðkomandi ríkisstofnun né Al- þingi til góða nema viðkomandi einstak- lingur kjósi að nota þá ekki í eigin þágu. Þetta fyrirkomulag á ekki við alls staðar og er nærtækast að líta til Þýskalands þar sem notkun stjórnmálamanna á ferðapunktum í eigin þágu hefur valdið talsverðu fjaðrafoki og er nú svo komið að tveir stjórnmálamenn hafa sagt af sér embættum vegna málsins. Upplýsingafulltrúi þýska þingsins sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi að árið 1997 hefðu verið sam- þykktar reglur, sem hefðu í reynd verið í gildi frá árinu 1994, þess efnis að frí- eða bónuspunktar sem þingmenn fengju þegar þeir ferðuðust í opinberum erind- um eða vegna vinnu sinnar nýttust þeim ekki persónulega heldur gengju upp í farmiðaverð þegar viðkomandi þing- maður ferðaðist næst í opinberum er- indum. Þessar reglur væru alveg skýr- ar. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að sama eigi við í þýskum ráðuneytum. Hér á landi hefur verið reynt að fara að dæmi Þjóðverja, en horfið frá því. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í síð- ustu viku var það gert bæði í fjármála- ráðuneytinu og Alþingi, en reyndist að sögn erfitt í framkvæmd, meðal annars vegna þess hvernig Flugleiðir héldu ut- an um punktana. Í Morgunblaðinu í dag segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, að frípunktakerfið sé hannað fyrir einstaklinga og erfitt sé að laga það að stofnunum eða fyrirtækjum. Hins vegar sé fyrirtækjum og stofnunum í sjálfs- vald sett að setja reglur um notkun frí- punkta, þar á meðal hvort þeim sé deilt á starfsmenn. „Hið almenna viðhorf hjá okkur er að það sé viðskiptavinarins eða greiðandans að nýta punktana með þeim hætti, sem hann ákveður sjálfur,“ segir Guðjón. Frípunktar, sem safnast saman í ferðum, sem farnar eru á reikning skattborgara, en nýtast síðan til einka- erinda viðkomandi einstaklings, hljóta að teljast hlunnindi. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að skattyfirvöld hafa ekki tekið á því hvort slík hlunnindi beri að telja fram til skatts, en ýmis rök hljóta að hníga að því að þau séu skatt- skyld. Hitt er þó mikilvægara að sá sem hefur í raun aflað frípunktanna njóti þeirra. Þýska flugfélagið Lufthansa hefur getað leyst úr þeim tæknilega vanda, sem fylgir þýska fyrirkomulag- inu. Það þarf ekki að vera flóknara en svo að einstaklingar hafi tvö vildarkort og noti annað þegar þeir ferðast opin- berlega og hitt þegar þeir ferðast í einkaerindum rétt eins og ákveðnir starfsmenn fyrirtækja hafa sitt eigið greiðslukort og eru handhafar greiðslu- korts sinna fyrirtækja. Ef skattborgarinn borgar ferðirnar, sem farnar voru til að afla frípunktanna, á hann einnig að njóta þess þegar frí- punktarnir eru leystir út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.