Morgunblaðið - 07.08.2002, Qupperneq 27
AÐALSTEINN Þorvalds-son guðfræðingur er ný-kominn til landsins eftirtæplega fimm mánaða
dvöl í Ísrael og Palestínu þar sem
hann sinnti hjálparstörfum á vegum
Hjálparstarfs kirkjunnar og segir
hann ástandið í Palestínu vera mjög
slæmt og fara versnandi.
„Ég fór út í mars síðastliðnum og
átti að vera í Betlehem og vinna þar
fyrir menningar- og fræðslumiðstöð
sem heitir International Center of
Betlehem, en ástandið á svæðinu var
þannig að mjög lítið var hægt að
gera. Það var ýmist útgöngubann
eða herinn á leiðinni inn eða út af
svæðinu og maður vissi aldrei hvað-
an á sig stóð veðrið þannig að ég náði
ekki að ljúka miklu þar. Þess í stað
vann ég fyrir Lútherska heimssam-
bandið í Jerúsalem og aðstoðaði þá
við bílalestir sem kristin samtök
stóðu að, en þessar lestir fóru með
mat og lyf inn á herteknu svæðin og
til borga sem höfðu verið umsetnar
og eru enn,“ segir Aðalsteinn.
Hann segist hafa verið ásamt sex
öðrum í teymi sem kallaðist Christ-
ian accompaniment eða Kristileg
samfylgd og er rekið af Hjálpar-
stofnun kirkjunnar í Danmörku.
„Við vorum tveir Íslendingar og sex
Danir, þar af fjórir læknanemar, en
við unnum fyrir samtök víðsvegar
um svæðið, fylgdum bílalestunum,
fylgdumst með mannréttindabrot-
um og þess háttar.“
Ofbeldi daglegt
brauð og kúgun mikil
Aðalsteinn segir ástandið þarna
afar slæmt, ofbeldi sé daglegt brauð
og mikil kúgun viðgangist. Fólki sé
til að mynda bannað að vinna, bann-
að að sækja skóla og auk þess sé
fólki stöðugt haldið föngnu. Sé út-
göngubann sé fólkið í „litlu fangelsi“,
það er fast inni á heimilum sínum, en
þegar ekki er útgöngubann er fólkið
í „stóru fangelsi“, það er lokað innan
þess bæjarfélags sem það býr í. All-
ar nauðsynjar þurfi menn að flytja
fótgangandi eða á dýrum. „Palest-
ínumenn í Betlehem komast ekki inn
í Jerúsalem nema hafa leyfi til þess.
Að sjálfsögðu stelast margir til þess
að fara þangað en þeir geta lent í
miklum vandræðum ef lögreglan
handtekur þá. Það er auðveldara að
fara til Jórdaníu en til Jerúsalem frá
Betlehem,“ segir Aðalsteinn.
Hann segir að fátækt og neyð
meðal Palestínumanna aukist stöð-
ugt og segist vel geta trúað því að
farið sé að bera á verulegum matar-
skorti hjá Palestínumönnum. Bænd-
ur fái ekki að rækta land sitt svo
framleiðslan sé að minnka. „Ég sá
með eigin augum bónda sem var
stöðvaður og landi, sem hann leigði,
var stolið af ríkisstjórn Ísraels. Fá-
tæktin eykst dag frá degi. Fátæka
fólkið hefur ekki efni á að kaupa sér
mat og þessu fólki fjölgar stöðugt.
Þegar við byrjuðum að fara á bíla-
lestunum var ætlunin að koma mat
til þeirra sem eru fátækastir og
þetta ástand versnaði á þeim tíma
sem ég var þarna. Að öllum líkindum
er nægur matur til í landinu, en þeir
sem fátækastir eru hafa ekki efni á
að kaupa hann,“ segir Aðalsteinn.
Hann segir börn Palestínumanna
ganga í skóla þegar það sé hægt, en
það sé ekki alltaf, og Palestínumenn
segi að heilu kynslóðirnar fari á mis
við menntun.
Hann segir að það sem einkenni
líf þeirra Palestínumanna sem hann
hitti sé vonleysi, þrekleysi, reiði,
depurð og skilningsleysi. „Fólkið
finnur engin rök fyrir því af hverju
öllum er refsað ef einn Palestínu-
maður brýtur af sér og þá á ég við
hryðjuverk og sjálfsmorðsárásir
Palestínumanna. Það er hroðalegt
þegar það gerist, en það er öllum
refsað fyrir það og almenningi er
þetta óskiljanlegt.“
Hann segir að Palestínumenn for-
dæmi almennt sjálfsmorðsárásirnar
en hafi þó blendnar tilfinningar
gagnvart þeim. „Það er ekki hlustað
á þá, kúgunin er dagleg og öllum er
refsað og þetta er það eina sem fólk
sér gerast. Það sér ekki að þetta
þjóni neinum tilgangi öðrum en að
styrkja Ariel Sharon og lítur svo á
að hann hati Palestínumenn og vilji
losna við þá,“ segir Aðalsteinn.
Hugmyndir um hvað er að
gerast þarna hafa breyst
Aðalsteinn segir að áður en hann
fór út hafi hann haft ákveðnar hug-
myndir um hvað væri í gangi í Ísrael
og Palestínu. „Ég hafði hugmyndir
um tvo jafningja sem berðust en
þegar ég kom út áttaði ég mig á því
að það sem á sér stað þarna er her-
nám. Það eru hermenn alls staðar og
varðstöðvar þar sem menn eru
stöðvaðir og skilríki skoðuð. Hug-
myndir mínar um hvað er að gerast
þarna breyttust allar við að sjá þetta
og ástandið er miklu verra en ég
bjóst við. Maður fær fréttir af
sprengingum og skotbardögum en
skynjar ekki kúgunina og þján-
inguna sem er stanslaus og fer vax-
andi á þessum slóðum. Til þess að
friður komist á tel ég að þurfi að
koma til meiriháttar hugarfars-
breyting hjá Ísraelum, Palestínu-
mönnum og alþjóðasamfélaginu,“
segir hann.
Að lokum segist hann þess fullviss
að hann muni halda aftur á þessar
slóðir, en er þó ekki viss um að það
verði á næstunni. „Ég mun heim-
sækja alla þessa staði aftur og von-
andi verður þá kominn friður á og
mannlífið í blóma,“ segir Aðalsteinn.
Sinnti hjálparstarfi í Palestínu
Ástandið er
miklu verra
en ég bjóst við
Hér sést Aðalsteinn afhlaða bíl sem flutti vatn og matföng til Palest-
ínumanna í Nablus, en hann var einn þeirra sem dreifðu matvælunum.
Fátækt og neyð Palest-
ínumanna eykst stöð-
ugt og ofbeldi er dag-
legt brauð. Þessu
kynntist Aðalsteinn
Þorvaldsson nýverið.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 27
öræfunum
þær rétt-
sem þeir
num. Þeir
a áformin
ma í stað-
og vísa til
iður nema
d úrræði.
ssu hefur
rð og hef-
ðhorf um
gt eigi að
jóðarbúið
essar. Um
vitað að
og næstu
mtalsverð,
það komið
dirritaðan
sá vendi-
Austfirð-
ga flestir
nsta kosti
er horft.
eð í reikn-
sem talað
á öðrum
ættar. Þar
erðaþjón-
m má hafa
em hreinu
lítt verið
þjóðgarð
st rædd.
Þá hljóta menn einnig að spyrja
sig hvað mátt hefði gera fyrir þær
þúsundir milljóna sem nú þegar er
búið að henda í undirbúninginn að
stórvirkjununum: uppbygging
skóla, vegagerð, jarðgöng, upplýs-
ingahraðbrautir, efling heilbrigðis-
þjónustunnar, stuðningur við ný-
sköpun og frumkvöðlastarf. Margt
fleira mætti telja. Hvernig vegur
þetta hvort á móti öðru? Þá hlýtur
einnig sú spurning að koma til álita
hvers virði það land er sem á að
leggja undir í þessu máli. Hefur yf-
irleitt verið reynt að meta það, og
eru útreikningar um það teknir inn
í arðsemisútreikninga stóriðjuafl-
anna? Að öllu samanlögðu verða
menn að meta hver fyrir sig hverjir
hinir raunverulegu ávinningar geti
orðið og hvort það sé yfirleitt til
heilla fyrir landshlutann og þjóðina
í heild að fela fyrirtæki eins og
Landsvirkjun með samningum við
erlendan auðhring forsjá yfir þeim
miklu hagsmunum sem í húfi eru.
Efasemdir almennings
Það er væntanlega barnaskapur
að ímynda sér að hægt verði að
sannfæra stjórnvöld um að snúa frá
settri stefnu. Hins vegar virðist
sem svo, að eftir því sem fleiri stað-
reyndir koma í ljós um fyrirhugað
álver í Reyðarfirði og meðfylgjandi
virkjunarframkvæmdir sjái menn
betur hversu slæm áformin eru.
Þótt Landsvirkjun hafi haft nánast
einokunarstöðu hvað varðar áróður
og upplýsingar hefur ekki enn tek-
ist að skapa almenna sátt meðal
þjóðarinnar um málið, og eftir því
sem best verður séð virðast þeir
sem styðja það gera það frekar af
samúð með Austfirðingum en af trú
á skynsemi framkvæmdanna.
Það eru ekki bara skemmdir á
náttúrunni sem fólk lítur til heldur
horfir það ekki síður til þess hversu
miklu eigi að fórna til þess að
byggja upp verksmiðjuframleiðslu
af mest gamaldags sort. Þá hlýtur
það að vekja efasemdir um styrk
stjórnvalda í þessu máli að nú á að
keyra samninga við bandaríska ál-
risann í gegn á mettíma og þannig
reyna að minnka hættuna á því að
sjónarmið öndverð framkvæmdun-
um fái nægan styrk til að breyta
framvindunni. Er ekki skynsam-
legra að fara sér hægar og reyna að
tryggja að fast land verði undir
fæti, – alla vega svona í fyrstu
skrefunum?
Ójafn leikur
Slagurinn um hálendið á eftir að
verða harður, og ef náttúruvernd-
arfólki tekst að safna saman vopn-
um sínum og ríkisstjórnin heldur
fast við sitt eiga stálin eftir að mæt-
ast stinn. Hingað til hafa ríkis-
apparötin lagst á eitt: Iðnaðarráðu-
neytið, Landsvirkjun, Orkustofnun,
og hin smærri leika með. Andspæn-
is standa náttúruverndarsamtökin,
félaus og máttvana, og hugumstórir
einstaklingar sem á eigin fótum
þrjóskast áfram á þrákelkninni
einni saman. Hvernig þeim slag
lyktar er ekki hægt að sjá fyrir en
menn hljóta að spyrja sig hvers
vegna aflmunarins hafi ekki gætt
meira hingað til en raun ber vitni,
og hvers vegna gengur svo erfið-
lega fyrir hin ráðandi öfl að skapa
almenna tiltrú á ævintýrinu. Hvers
vegna þarf öll þessi opnuviðtöl í
Mogganum, svo ekki sé nú talað um
drottningarviðtölin í sjónvarpinu?
Er eitthvað að óttast, eða er verið
að breiða yfir veikleikana með of-
forsið að vopni?
Fyrir þann sem hér skrifar er
skýringin að hluta til sú að fólk er
hætt að trúa á leiðsögn að ofan í
hversdagslegum málum, og í um-
hverfismálum almennt er djúpstæð
vitundarvakning sem við fyrst nú
erum rétt að greina. Hvað varðar
Landsvirkjun þá er hún vissulega
máttug og áróðurinn kröftugur, en
þegar á allt er litið er þetta gam-
aldags útgerð sem á forsendur sín-
ar í sérstakri lagasetningu frá þeim
tíma þegar stóriðja þótti lausn allra
mála.
Lokaorð
Ég er bjartsýnn á að skynsemin
fái ráðið ákvörðunum okkar um
meðferð náttúru landsins, – þrátt
fyrir allt. Þjóðin stendur vel og hef-
ur efni og þekkingu til að horfa til
lengri framtíðar en áður. Við eigum
að læra af reynslu annarra þjóða og
ekki láta staðbundna landshluta-
pólitík ráða ferðinni í málum sem
sannarlega geta vaxið okkur upp
yfir höfuð. Tækifærin eru allt í
kring en okkur skortir ímyndunar-
afl og áræði til að nýta þau. Trúin á
stóru happdrættisvinningana, –
síldarævintýrin, gullskipin, og loð-
dýrabúin, – er þó enn alltof
ríkjandi, og því miður trúum við því
enn að bæði verði haldið og sleppt.
Helst viljum við fá auðæfin í hendur
fyrirhafnarlaust. Með aukinni
menntun og fastari tengslum við al-
þjóðasamfélagið er okkur þó að
skiljast að auðæfin búa fyrst og
fremst í okkur sjálfum, og endan-
lega er það frjósemi hugans sem
ræður um okkar hlutskipti. Úr
þeim akri vex þó ekkert nema í
hann verði einhverju því sáð sem
ávöxt getur borið.
arveðri: Horft af Hall-
usturs Dyrfjöll og Snæfell,
Trölladyngja og tignarleg
jónhending. Neðan undir
rynur í þungum söng, og
kla þar sem eru Kringilsá,
raukar. Á sömu stundu en
ningamenn á stokk og
a auðnina í fang, fjötra
lags við sín stórkostlegu
öðulón, neðanjarðargöng,
autir og stöðvarhús, – allt
nnað eins hefur hér aldrei
, og hverjum er ekki sama
hvammar og gróðurlendi,
verði að fjölskyldugarði
m að lækjargjálfri? Já,
g hvar stend ég: hefi ég
tta ekki bara allt í fínu
ég að fylkja mér í hóp
l friðs: umhverfissinnanna
nna úr þéttbýlinu, sem eru
og ónæm fyrir angistinni
ki ekki síst: þýðir þetta
ákveða þetta allt saman,
rnig samviskan útleikur
Söngur fljótsins áfram fyrir neðan, og andvarinn
að sunnan ber með sér næstum ógreinanlegan ilm
af háfjallagróðri: geldingahnappi, beitilyngi, og
jafnvel fjalldrapa. Kyrrð, friðsæld, og tíminn hverf-
ur inn í sjálfan sig. Hver á þetta allt saman? Á ég
þetta, eða við, eða kannski þeir fyrir sunnan?
Kannski eigum við þetta bara alls ekki neitt ...
Hvað með börnin okkar, og börnin þeirra, og svo
þeirra börn og þeirra börn? Kemur þeim þetta
ekkert við? Eiga þau ekki að fá kyrrðina, víðátt-
una, söng fljótsins eða fjallahringinn? Duga þeim
kannski eftirlíkingar og minnismerki um náttúru
sem einu sinni var? Bátsferðir á Hálslóni, flug-
drekastökk af Kárahnjúkum, torfærurall um upp-
blástursfláka, draugalestir um Dimmugljúfur, og
ekki gleyma: myndlistarsýningunum í stöðvarhús-
unum, – allt þetta getur trekkt að og við sláum
tvær flugur í einu höggi: fáum álbræðsluna lang-
þráðu og skemmtigarð fyrir alla fjölskylduna. Út-
lendu túristarnir flykkjast örugglega að og allir
græða. Þá myndi sannast enn einu sinni, að það
verður bæði haldið og sleppt. Berjum okkur á
brjóst, hrópum upp í vindinn, svo við förum sjálf
að trúa þessu, og í guðs bænum burt með þetta of-
stækispakk sem aldrei neinu eirir sem til framfara
horfir. Það er búið að lofa okkur þessu, við eigum
rétt á þessu, og þetta skal upp hvað sem tautar og
raular. – Er það ekki?
árahnjúka
ng öræfanna
Morgunblaðið/RAX
Höfundur er tónskáld.