Morgunblaðið - 07.08.2002, Page 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HÁSKÓLI Íslands
er stærsti vinnustaður
landsins. Þar starfa á
áttunda þúsund nem-
enda og vel á annað
þúsund launaðra starfs-
manna við að byggja
upp þekkingu og miðla
henni. Slík starfsemi er
grundvöllur hagvaxtar
alls staðar í heiminum
og eftir því sem þjóðir
skila sér lengra í efna-
hagslegu tilliti þeim
mun meiri verðmæta-
sköpun verður fyrir til-
stuðlan þekkingar og
mennta. Gamla spekin
um að bókvitið verði ekki í askana lát-
ið er fyrir löngu gengin úr sér og lyk-
illinn að framþróun samfélagsins
felst í aukinni þekkingarsköpun og
þeim möguleikum sem henni fylgir.
Menntun er arðsöm fjárfesting
Um þessar mundir er mikil um-
ræða um fyrirhugaða stóriðju á Aust-
urlandi og þær virkjanaframkvæmd-
ir sem kosta þarf til svo af henni megi
verða. Í umræðum hefur komið fram
að ávöxtunarkrafan sé á bilinu 10–
13%. Þessi ávöxtunarkrafa er býsna
há í samanburði við ýmsar aðrar fjár-
festingar en þó er áhugavert að skoða
þetta í samanburði við þá niðurstöðu
Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands,
sem kynnt var á vegum Stúdentaráðs
árið 1992, að kennsla í tilteknum
fræðigreinum skili 19,5% arðsemi og
er þá einungis miðað við þjóðhags-
legan ávinning af náminu en ekki
ávinning námsmannsins sjálfs. Þess-
ir útreikningar bera þess glöggt
merki að þótt ávinningur af menntun
einstaklings kunni að skila sér hægar
en stórkostleg innspýting fjármagns
í formi stórfram-
kvæmda hefur hún
jafnvel meiri áhrif til
langs tíma litið.
Sanngirni ríki í fjár-
framlögum
Vegna þess hve
menntun er þjóðhags-
lega hagkvæm hefur
hér á Íslandi ríkt póli-
tísk samstaða um að hið
opinbera annist að
stærstum hluta fjár-
mögnun menntakerfis-
ins. Þessi háttur hefur
verið á rekstri Háskóla
Íslands allt frá stofnun hans fyrir
rúmum 90 árum. Á allra síðustu árum
hefur umhverfi menntunar á Íslandi
breyst nokkuð. Í stað þess að hér sé
einungis rekinn einn ríkisháskóli
hafa fjölmargir minni skólar sprottið
upp og veita nú Háskóla Íslands
mikla samkeppni bæði um nemendur
og starfsmenn. Þessari þróun ber
auðvitað að fagna, enda telur Stúd-
entaráð að samkeppni af þessu tagi
sé Háskóla Íslands einungis til góða.
Þó er ástæða til þess að hafa áhyggj-
ur af því að stefnumótun stjórnvalda
hefur ekki enn náð að laga sig að
þessum nýju aðstæðum með viðun-
andi hætti. Sýnt hefur verið fram á að
opinber framlög á hvern nemanda í
Háskóla Íslands eru lægri en í aðra
skóla á háskólastigi og við það bætist
að Háskóli Íslands innheimtir ekki
skólagjöld. Þessi aðstaða hefur leitt
til þess að Háskóli Íslands á erfiðara
með að bjóða nemendum og starfs-
fólki upp á jafngóða aðstöðu og hinir
skólarnir.
Stúdentaráð telur að mikilvægt sé
að rétta samkeppnisstöðu skóla á há-
skólastigi og telur margar leiðir fær-
ar til þess. Ekki getur talist æskilegt
að fjárframlög til annarra skóla
skerðist vegna skólagjalda, eins og
lagt hefur verið til, því það hefur í för
með sér lækkun heildarfjármagns í
menntakerfinu. Stúdentaráð leggur
áherslu á að ríkisvaldið tryggi að
framlög til skólanna séu réttlát til að
ná fram skilyrðum eðlilegrar sam-
keppni og nýta sem best þá fjármuni
sem veittir eru til háskólamenntunar.
Virkjum kraftinn
í Háskóla Íslands
Þó má ekki gleyma því að það er
Háskóli Íslands sjálfur, og stjórnend-
ur hans, sem bera helst ábyrgð á
samkeppnisstöðu skólans. Mikilvægt
er að háskólayfirvöld sæki af kappi
fram í leit að leiðum til þess að auka
fjárstreymi til skólans í formi styrkja
til rannsókna og sölu á þjónustu við
stofnanir og fyrirtæki. Til þess að
Háskólinn geti einbeitt sér í auknum
mæli að rannsóknum þarf að tryggja
að starfsumhverfi og kjaramál
starfsmanna séu með þeim hætti að
það stuðli að kraftmiklu rannsóknar-
og frumkvöðlastarfi innan veggja
Háskóla Íslands. Ríkisvaldið getur
stuðlað að því að möguleikar Háskól-
ans vænkist, ekki aðeins með því að
gæta réttlætis í fjárveitingum, held-
ur með að tryggja að laga- og reglu-
gerðaumhverfi skólans búi honum
góð skilyrði til þess að virkja þá
krafta sem í honum búa. Þannig get-
ur Háskóli Íslands styrkst og orðið
undirstaða þeirrar stóriðju sem býr í
menntun og þekkingu þjóðarinnar.
Uppistöðulón
bókvitsins
Brynjólfur
Stefánsson
Menntun
Stúdentaráð telur mik-
ilvægt, segir Brynjólfur
Stefánsson, að rétta
samkeppnisstöðu skóla
á háskólastigi.
Höfundur er formaður Stúdenta-
ráðs HÍ.
EFTIR orrahríð
allra kosninga veltir
margur fyrir sér hvað
hefði betur mátt fara
hjá sínum flokki í bar-
áttunni. Ekki er vafi á
því að sá flokkur sem
hafði úr að spila hæf-
asta fólkinu var Sjálf-
stæðisflokkurinn,
enda uppskeran eftir
því nema í höfuðborg-
inni. Við sem stutt höf-
um Sjálfstæðisflokk-
inn alla tíð litum stolt
til frambjóðenda hans,
þar var mikið af nýj-
um frambjóðendum,
ungu fólki í bland við
þaulreynda sveitarstjórnarmenn.
Í heild má Sjálfstæðisflokkurinn
vel við una, – ætli við sláum ekki
heimsmet eins og í mörgu öðru að
flokkur komi svona sterkur út úr
kosningum eftir svona langa setu í
ríkisstjórn?
Í Reykjavík var mjög sigur-
stranglegur listi, þótt ekki tækist að
velta R-listanum úr sessi. Í þetta
sinn hélt hann velli með alls konar
bellibrögðum og prettum.
Eftir kosningar komu spekingar í
spjall í sjónvarpið og ræddu úrslitin.
Eitt var það sem þeir þrír voru sam-
mála um, að jafnræði hefði verið
með þeim Ingibjörgu Sólrúnu og
Birni Bjarnasyni um tíma í fjölmiðl-
um. Þetta er bara ekki sannleikur.
Fyrir hvert eitt skipti sem Björn
kom fram kom Ingibjörg fjórum
sinnum, það liggja fyrir staðfestar
tölur um þetta. Þá er ég kominn að
prettunum hjá borgarstjóra. Hún
kom fram við alls konar tækifæri; að
klippa á borða, afhjúpa listaverk,
taka skóflustungu, allt í nafni borg-
arstjóraembættisins.
Annað var það sem var mikið
óþokkabragð, þegar Halldór Ás-
grímsson lýsti yfir
stuðningi við R-listann
og sagðist ekki styðja
Björn Bjarnason, ann-
an eins drengskapar-
mann sem Björn er og
afburðastjórnmálamað-
ur sem hafði verið með
Halldóri í ríkisstjórn í
nær átta ár. Nú er það
ekki svo að maður þurfi
að undrast þótt Halldór
lýsi ekki yfir stuðningi
við D-listann, en oft má
satt kyrrt liggja, segir
máltækið. Svo er ég
ekki viss um að Björn
hefði kært sig um að
Halldór hefði lýst stuðningi sínum
við hann. En miðað við hvernig Hall-
dór talar um þá flokka sem stóðu að
R-listanum er erfitt að koma því
heim og saman að lýsa svo opinber-
um stuðningi við þetta samkrull og
hjálpa þeim að halda velli í borginni.
Ég skrifaði grein í Morgunblaðið
1995 og aftur 1999 þegar stóðu yfir
stjórnarmyndunarviðræður. Þar
lýsti ég efasemdum um að best væri
að ganga í stjórn með Framsókn. Af
gamalli og biturri reynslu hafði ég
svo sannarlega ástæðu til að efast.
Framsókn er gamaldags klíkuflokk-
ur sem lifði á bændum, kaupfélög-
unum, Sambandinu sáluga. Í þétt-
býlinu hefur hann lifað á klíku í
stöðuveitingum, nokkuð sem heyrir
sögunni til hjá öllum öðrum flokk-
um. Hver hefur ekki heyrt þetta:
„Það er best að vera í Framsókn til
að fá góða stöðu.“
Sem betur fer er fylgi Framsókn-
ar frekar að dala með árunum. Nú
þegar bætist við hjá Halldóri Ás-
grímssyni að Íslendingar afsali sér
sjálfstæði í fiskveiðum og fleiru með
að ganga í ESB er kominn tími til að
athuga alvarlega þetta stjórnarsam-
starf. Þó að það hafi gengið vonum
framar fyrst er alltaf að síga í verra
horf. Ef Framsóknarflokkurinn
heldur áfram að draga lappirnar í
einkavæðingu ríkisfyrirtækja svo
góðir fjárfestar hrökklist frá kaup-
um á Landsbankanum er mælirinn
fullur. Það er óþolandi að draga það
lon og don að selja ríkisfyrirtækin,
nokkuð sem stendur í stjórnarsátt-
málanum frá 1999. Það virðist vera
alls staðar sem Framsókn dregur úr
eðlilegum framförum og einkavæð-
ingu. Í heilbrigðisþjónustunni eru
þeir frekar dragbítar en framfara-
sinnar. Þegar Ingibjörg Pálmadótt-
ir var heilbrigðisráðherra átti að
gera einhver ósköp fyrir aldraða og
öryrkja en ekki bólar á neinu, þótt
Jón Kristjánsson taki við hennar
stóli dregur frekar úr þeirri þjón-
ustu. Ráðherrar og þingmenn
Framsóknar eru áratugum á eftir
öðrum í hugsunum og verkum, alltaf
fer minna fyrir slagorði Framsókn-
ar að þeir hafi fólk í fyrirrúmi. Að
draga lappirnar í einkavæðingu og
sölu ríkisfyrirtækja og stóriðju er
vísasti votturinn að glata þeim
gullnu tækifærum sem blasa við
okkur núna, þetta þarf að vinna
strax. Það bíður enginn með millj-
arða tilbúna í lengri tíma, núna á
tímum stórra breytinga frá degi til
dags.
Að loknum kosningum!
Karl
Ormsson
Höfundur er fv. deildarfulltrúi.
Stjórnmál
Við megum ekki, segir
Karl Ormsson, draga
lappirnar í einkavæð-
ingu og sölu ríkisfyr-
irtækja og stóriðju.
É
g fór upp í sveit um
helgina, sem er svo
sem ekki í frásögur
færandi nema hvað
ég hafði með mér
farsímann. Farsíminn varð raf-
magnslaus og þar með var ekki
hægt að ná í mig í „lengri tíma“.
Það fannst mér óþægileg til-
hugsun. Og ég var nánast friðlaus
þar til ég komst í bæinn aftur og
gat hlaðið símann minn; þetta litla
tæknilega tæki, að nýju. Þar með
var ég orðin „ínáanleg“, eins og
það er stundum kallað; allir gátu
náð í mig og ég gat náð í alla. Mér
leið mun betur enda fannst mér ég
aftur vera
komin í sam-
band við um-
heiminn.
Þetta er þó
ekki eina
dæmið um hve
ég er orðin háð tækninni og þeim
möguleikum sem hún hefur að
bjóða. Ég verð t.d. viðþolslaus ef
ég kemst ekki í tölvu í einhvern
tíma til að kíkja á tölvupóstinn
minn, þar sem ég get svarað skila-
boðum og sent ný skilaboð (vin-
konur mínar verða líka órólegar ef
þær fá ekki svar frá mér fljótlega)
og síðast en ekki síst finnst mér
nauðsynlegt að fara reglulega inn
á þjóðmála- og fréttasíðurnar á
Netinu. Tæknin og heimurinn í
kringum hana er því orðinn stór
hluti af mínu daglega lífi. Og
kannski verra en það, því að mitt
daglega líf er stundum farið að
snúast einum of mikið í kringum
tæknina og hennar heim. Það er að
minnsta kosti svolítið óhugn-
anlegt, ef maður „spáir betur í
það“, að stutt sveitarferð skuli
snúast um það hvort farsíminn sé í
sambandi eða ekki.
Ég vildi þó ekki vera án tækni-
nýjunganna sem hafa umturnað
hinum vestræna heimi undanfarna
áratugi. Þær hafa óneitanlega auð-
veldað manni lífið á vissan hátt
þótt þær búi um leið til nýjar þarf-
ir og nýjar kröfur. Ég, nútíma-
manneskjan, get til dæmis ekki
ímyndað mér annað en að það hafi
verið lýjandi að vera blaðamaður á
þeim tíma þegar ritvélarnar og
leiðréttingarborðarnir voru það
besta sem tæknin hafði upp á að
bjóða. Tölvurnar eru í mínum
huga ómissandi tæki í störfum
blaðamannsins. Netið sömuleiðis
svo og farsímarnir. Öll þessi tækni
gerir þó starf blaðamannsins að
mörgu leyti meira krefjandi; þ.e.
gerð er krafa um meiri hraða og
meiri tæknikunnáttu, enn meiri
hraða og enn meiri tæknikunn-
áttu. En það er í lagi mín vegna;
mér finnst gaman að lifa í þessu
hraða þjóðfélagi þar sem svo
margt snýst um tækni og tækni-
nýjungar.
En öllu má nú ofgera. Ég er t.d.
af þeirri kynslóð, sem vel man eftir
öllum póstkortunum og bréfunum,
og ekki er laust við að ég sakni
þess að fá ekki slíkar sendingar
lengur. Nú er það bara glugga-
pósturinn sem fyllir póstkassann (í
raunheiminum) dag eftir dag; ann-
an póst fær maður á Netinu, stutt-
an og snaggaralegan í sím-
skeytastíl. Og rómantísku
ástarbréfin láta á sér standa, það
þykir helst til of gamaldags. Í stað-
inn er daðrað með rafrænum
hætti; með dularfullum setningum
og táknum á „e-maili“ eða hrein-
skilnum (órómantískum) SMS-
skilaboðum á borð við: Viltu koma
í bíó?
SMS-skilaboðin eru reyndar
giska sérstakt fyrirbæri í sam-
skiptum manna nú til dags. Og víst
er að þau eru orðin snar þáttur í
tilhugalífi ungs fólks. Ég man að
minnsta kosti eftir því að hafa ver-
ið í veislu hér um árið þar sem einn
félagi minn sat allt kvöldið úti í
horni, og pikkaði eitthvað á sím-
ann sinn. Í ljós kom að hann hafði
nýlega kynnst ungri konu sem var
á þeirri stundu í annarri veislu á
öðrum stað í bænum. Í staðinn fyr-
ir að taka upp símann (farsímann)
og hringja fannst þeim að því er
virtist meira spennandi, og
kannski rómantískara, að senda
SMS-skilaboð allt kvöldið.
En hver veit nema unga kyn-
slóðin í dag eigi eftir að líta með
söknuði til baka til þess tíma þegar
SMS-skilaboðin voru í hávegum
höfð? Þau hafi verið það róman-
tískasta af öllu rómantísku.
En talandi um ungu kynslóðina,
eða yngstu kynslóðina, þá eru allar
þessar tækninýjungar sjálfsagður
hluti af hennar lífi. Sífellt yngri
börn eignast farsíma – það er ekk-
ert tiltökumál lengur að sjá
krakka rétt við fermingaraldurinn
ganga um með slíka gripi – og
„gömul tækni“ úreldist fljótt. Ég
man t.d. eftir að hafa heyrt frá-
sögn af því þegar ung stúlka, á sjö-
unda eða áttunda ári, svaraði í sím-
ann heima hjá ömmu sinni. Síminn
var svolítið „gamaldags“, þ.e. hann
var fastur á vegg og með snúru
tengda við símtólið. Þegar stúlkan
hafði svarað í símann togaði hún í
snúruna og kallaði til ömmu sinn-
ar: Amma, símtólið er fast við
vegginn!
Sjálf á ég heima hjá mér gam-
aldags svartan síma með skífu og
hef oftsinnis þurft að kenna vin-
konum dóttur minnar, á áttunda
ári, að snúa skífunni til að hringja.
Ein þeirra svaraði reyndar í sím-
ann hjá mér um daginn og sagði:
Heyrðu það er símtal til þín úr ...
rafmagnssímanum!
Já, tæknibreytingarnar eru ör-
ar. Og í nútímaþjóðfélagi orðnar
daglegt brauð. Þótt upphaflegur
tilgangur þeirra hafi sennilega
verið sá að auðvelda mönnum lífið;
spara okkur sporin og fyrirhöfnina
– og vissulega gera þær það upp að
vissu marki – þá hafa þær óneit-
anlega einnig orðið til þess að gera
lífið örlítið flóknara. Hraðinn verð-
ur meiri, eins og áður var minnst á,
og sífellt meiri kröfur eru gerðar
til okkar um að aðlagast nýrri
tækni og nýjum samskiptum sem
verða til í kjölfar hennar. Áreitið
verður meira. Hættan er hins veg-
ar sú að á einhverjum tímapunkti
fari tæknin að stjórna lífi okkar
um of. Ég er að minnsta kosti að
hugsa um að geyma farsímann
minn heima næst þegar ég fer í
sveitina. Það er kannski í lagi að
vera ekki „ínáanleg“ af og til.
Að vera eða
vera ekki
„ínáanleg“
„Ein þeirra svaraði reyndar í símann
hjá mér um daginn og sagði:
Heyrðu, það er símtal til þín úr …
rafmagnssímanum!“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is