Morgunblaðið - 07.08.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 07.08.2002, Síða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 31 VERÐBÓLGA lækkar, vextir lækka, krónan styrkist. Á sama tíma veikist gjaldmiðillinn húsbréf. Afföll af húsbréfum eru svo mikil að með ólíkindum þykir og eru þau vart lengur nothæfur gjaldmiðill. Af átta milljóna kr. húsbréfaláni greiðir seljandi íbúðar eða kaupandi um átta hundruð þúsund í af- föll. Á okurvaxtatím- anum hefði þetta þótt nokkuð mikið og ef- laust varðað við lög. Hvað er það sem veldur því að húsbréf þvert á öll lögmál hafa hækkandi vaxtastig, en afföll eru náttúrulega ekkert annað en fyr- irfram greiddir vextir. Sagt er að offramboð sé á húsbréfum. Gefin eru út húsbréf í samræmi við eft- irspurn um kaup á húsnæði. Eft- irspurn eftir húsbréfum fer síðan eftir eftirspurn fjármálastofnana, í flestum tilfellum lífeyrissjóða, til að ávaxta fé sjóðsfélaga. Virðist því vera að fjármálastofnanir séu með nægt framboð af vænlegum fjárfestingarkostum svo þær þurfa ekki að fjárfesta í „vaxtalágum“ 5-6% ríkistryggðum og verð- tryggðum húsbréfum. Mismunar fólki Afföll af húsbréfum skekkja markaðsverð á húsum um allt að eina milljón króna. Ef húsbréf hvíla á eign eru þau yfirtekin og engin afföll eru, en ef ekkert hvílir á eigninni og kaupandi tekur t.d. 8 m.kr. húsbréf verður annaðhvort kaupandi eða seljandi að taka á sig afföll núna upp á um átta hundruð þúsund, sem gerir verðmæti eign- arinnar átta hundruð þúsund verð- minni eða átta hundruð dýrari. Kaupendur hljóta því að leita fyrst að eignum með sem mestum hús- bréfum áhvílandi. Lífeyrissjóðirnir eru eflaust ein- ir stærstu fjárfestar landsins í tryggum verðbréfum. Til að ávaxta fé sjóðsfélaga hlýtur það jafnframt að vera keppikefli sjóðanna að fjár- festa í öruggum og arðsömum fjár- festingum. Oftast er þó öryggi í öf- ugu hlutfalli við arðsemi. Í frétt í Morgunblaðinu fyrir stuttu er greint frá því að heildar- eignir í erlendum hlutabréfum líf- eyrissjóðanna hafi lækkað úr 136 milljörðum niður í 130 milljarða. Eignir sjóða geta lækkað ef fjár- fest er í áhættusömum hlutabréf- um. Nægt framboð er á öruggu og arðsömu fé eins og húsbréfum. Húsbréf bera 4,75 % vexti og eru verðtryggð og jafnframt ríkis- tryggð, ofan á það leggjast síðan afföllin um 10% sem gera ávöxt- unina mun betri eða um 5,5 % á 40 ára bréfi. Lífeyrissjóðirnir þurfa 3- 3,5% ávöxtun á ári til að standa undir lífeyrissskuldbindingum sín- um. Allt þar fyrir ofan stækkar sjóðina og hægt væri að greiða líf- eyrisþegum hærri lífeyri. Fé án hirðis Það er ekki ofsögum sagt að þegar fé fær að vera í höndum þeirra sem ekki hafa beinna hags- muna að gæta þá fer leikurinn að snúast um annað, t.d. völd eða jafnvel leik (fríar ferðir til að skoða hlutabréfamarkaði). Að eign- ir lífeyrissjóðanna hafi minnkað um 6 milljarða segir ekki alla sög- una. Um síðustu áramót voru eign- ir lífeyrissjóðanna í erlendum hlutabréfum 21% af eign þeirra og þeir segjast hafa minnkað eign í erlendum bréfum niður í 19% og það er rétt, en það er vegna þess að bréfin hafa lækkað, ekki vegna þess að þeir hafi dregið úr fjárfest- ingum. S&P500 vísitalan hefur lækkað um 18,2% fyrstu 5 mán- uðina en nú 30% frá áramótum og US$ um 15-20%. Samt á sama tíma hafa líf- eyrissjóðirnir bætt við milljörðum í kaup á erlendum verðbréfum þar sem lækkun þeirra er ekki nema 5,4% svo hin raun- verulega lækkun hlýt- ur að vera frekar ná- lægt 15 milljörðum, en ekki 6 milljarðar eins og getið var í grein Morgunblaðsins. Nettó kaup lífeyris- sjóðanna á húsbréfum fyrstu 5 mánuðina voru 3 milljarðar, en kaup lífeyrissjóðanna bara í maí á erlendum hlutabréfum voru 3,2 milljarðar. Sú ávöxtun sem lífeyrissjóðunum býðst í húsbréfum er svo góð að nú ættu þeir að stökkva á slík bréf. Nei, ávöxtun er ekki næg og eft- irspurnin er því ekki nægjanlega mikil. Því verða afföllin sennilega að aukast til að hægt sé að kaupa. Það læðist að manni óneitanlega sá grunur að það séu einmitt stærstu fjárfestarnir sem halda að sér höndum til að halda afföllunum háum svo þeir geti nú fjármagnað tapið á erlendum bréfum. Ef ekki, hvað eru þeir þá að gera? Eru þeir í sumarfríi eða bara ekki vakandi við að gæta fjármuna sjóðsfélaga? Húsbréfavakt Hagsmunir fjármálastofnana eru orðnir þannig að hinn almenni maður hefur orðið afar lítið að segja þegar gengið er á rétt hans og það jafnvel með eignir hans. Stjórnarandstaða í hverju landi á að vera á vakt fyrir því að sjá þeg- ar taka þarf í taumana. Stjórn- arandstaðan ætti nú að beita öfl- ugum aðferðum gegn fjármálastofnunum, ekki bara í einu máli heldur mörgum, en hins vegar virðist hún ekki hafa mikið um málið að segja enda þingmenn stjórnarandstöðunnar í stjórnum lífeyrissjóða og jafnvel formenn þeirra. Ríkisstjórn, sérstaklega sem setið hefur lengi, er alltaf hætta búin að setja kíkinn fyrir blinda augað. Hvað húsbréfin varðar, eins og fyrr segir, er þetta örugg og góð fjárfesting, sérstaklega fyrir lífeyr- issjóði og sjóði sem þurfa örugga og jafna arðsemi. Í raun er það óskiljanlegt að fjárfesta í áhættu- sömum hlutabréfum meðan slík fjárfesting býðst. Því ætti ríkis- stjórnin nú og alltaf þegar aföll fara yfir eitthver óviðunandi mörk, og mörkin má ekki gefa upp, að taka erlent lán og kaupa upp öll húsbréf sem í framboði eru. Það myndi halda sjóðunum á tánum að missa ekki af þessari fjárfestingu. Leiðir til úrbóta 1. Eins og fyrr segir þá kaupi ríkið eða semji við erlendan banka um að kaupa húsbréf þegar ávöxt- unarkrafa fer yfir t.d. 5-5,2% . 2. Lífeyrissjóðirnir gætu keypt húsbréf af sjóðsfélögum sínum allt að 9 milljónum án affalla. Með því fær lífeyrissjóðurinn góðan arð af kaupunum, en jafnframt mætti líta svo á lífeyrissjóðurinn væri að greiða félögum sínum fyrirfram líf- eyri án þess að skerða lífeyri þeirra í framtíðinni. 3. Koma má til móts við sjóðina og hafa vexti breytilega innan árs- ins og seðlabankinn ákvæði fyrir hvern tíma (eins og stýrivexti) vexti á húsbréfum til að draga úr afföllum og sveiflum. Óskiljanleg afföll hús- bréfa og lífeyrissjóðirnir Einar Harðarson Húsbréf Afföll af húsbréfum eru svo mikil að með ólík- indum þykir, segir Einar Harðarson, og eru þau vart lengur nothæfur gjaldmiðill. Höfundur er sölustjóri á fast- eignasölu. Verð kr. 44.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 22 . ágúst, viku- ferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 47.110. Verð kr. 51.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 22. ágúst, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 54.460. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú bjóðum við síðustu sætin í ágúst til Mallorca á ótrúlegu tilboði þann 22. ágúst í eina eða tvær vikur. Beint flug með Heimsferðum á þennan einstaka áfangastað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og þremur dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin í ágúst Stökktu til Mallorca 22. ágúst frá 44.865 Á góðum bíl í Danmörku Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. Flokkur A Opel Corsa kr. 3.500,- á dag (miðað við lágmarksleigu 7 daga) Flokkur A Opel Corsa kr. 4.700,- á dag (miðað við lágmarksleigu 3 daga) Einnig tilboð á öðrum tegundum bíla. Ef þú ert með farseðil til Kaupmanna- hafnar áttu möguleika á glaðningi. www.avis.is Við reynum betur ...fegurð og ferskleiki Ókeypis KARIN HERZOG „OXYGEN BAR“ fimmtudag, föstudag og laugardag Í Hollywood eru „OXYGENS BARS“ þar sem stjörnurnar koma í „MINI FACIALS“ frá KARIN HERZOG og endurheimta ferskleikann eftir strangar upptökur. Nú gefst þér líka tækifæri að prófa án endurgjalds, svo komdu og leyfðu okkur að dekra við þig. Pantaðu tíma í Snyrtivörudeild Hagkaups Kringlunni, sími 568 9300. Á sama tíma bjóðum við glæsilegan kaupauka, þegar keyptir eru tveir hlutir í Karin Herzog. FYRIR skemmstu sá ég í blaði, að í vændum væri á fjal- irnar leikritið Títus eftir Shake- speare. Var sagt, að þar yrði notuð þýðing eftir undirritaðan. Það taldi ég að hlyti að vera mis- skilningur blaðamanns, því aldr- ei hafði verið á þetta minnzt við mig. En þegar ég svo heyrði leikstjórann sjálfan skýra frá þessu í sjónvarps-viðtali og lýsa því, hvernig á ýmsu gengi um allt sem þar væri flutt, þóttist ég sjá að það væri hann, sem hefði misskilið fylgiklausu með útgáfu þýðinga minna. En þar segir: „Þýðingum þeim á leikritum Shakespeares, sem birtast í safni þessu, er hverjum sem er heimilt að breyta að vild, enda sé breytt þýðing þá öll talin verk þess, er um fjallar, og mín þar að engu getið.“ Mér þykir ljóst, að leikstjór- inn hafi skilið þetta svo, að sér væri heimilt að taka þýðingu mína til handargagns og fella hana, í mínu nafni, að þörfum sýningar sinnar, svo sem verkast vildi. Flutt var smáglepsa af þess- um leik í útvarp, og þóttist ég heyra þar brot úr þýðingu minni í lítið eitt nýstárlegu gervi. Ekki áfellist ég ungan og vaskan leikstjóra fyrir þennan misgáning, enda hef ég þolað sams konar yfirsjónir af öðrum en honum, þó ekki hafi ég orð á haft. Samt kynni ég því betur, að hann hefði tekið mark á klaus- unni góðu, gengizt við því, sem mér er eignað af textanum, og flutt það í sínu eigin nafni fullum stöfum, svo sem honum var heimilt, en hvergi nefnt mig til sögunnar. Hefði hann ekki kunn- að að meta frumleik af því tagi, var honum í lófa lagið að gera eða láta gera nýja þýðingu á verkinu eða hlutum þess, og gat þá réttur þýðandi látið skeika að sköpuðu um frumleikann. Leikrit Shakespeares verða vafalaust þýdd hvort sem er inn- an skamms, og síðan hvað eftir annað, því þýddir leiktextar geta af ýmsum sökum þarfnazt end- urnýjunar býsna fljótt. En áður nefnd fyrirmæli ber svo að skilja, að ég uni því ekki, að mér sé eignuð þýðing, sem aðrir hafa að meira eða minna leyti soðið upp úr mínum texta án míns samþykkis, eins þótt breytingin yrði til bóta. Þau merkja einnig, að ég vil ekki að þýðing sem ég hef gert verði „endurskoðuð“, þótt síðar verði en svo, að til mín náist. Leik- textar mínir eru börn síns tíma, og eiga að vera það. Helgi Hálfdanarson Títus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.