Morgunblaðið - 07.08.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 39
LÖGREGLAN í
Reykjavík hafði mikinn
viðbúnað vegna verslun-
armannahelgarinnar
enda stærsta ferðahelgi ársins.
Megináherslur voru að tryggja
örugga umferð og hafa uppi aðgerð-
ir til að sporna gegn innbrotum. Það
var því í mörg horn að líta hjá lög-
reglumönnum en alls voru 565 verk-
efni færð til bókunar.
Umferðin gekk vel og ánægjulegt
var að sjá hversu vel ökumenn hafa
brugðist við ábendingum lögreglu
um að gera ráðstafanir með auka-
spegla á bifreiðar sínar ef kerrur
eða fellihýsi byrgja sýn ökumanna.
Um helgina voru 14 ökumenn
grunaðir um ölvun við akstur og 47
hafa verið kærðir vegna hraðakst-
urs
Höfð voru afskipti af dvöl 5 ára
stúlku með ölvuðum föður sínum á
vínveitingastað í miðbænum.
Barninu var komið í hendur móður
sinnar og barnavernd tilkynnt um
málið.
18 ára stúlka var handtekin eftir
að hafa lagt til unnusta síns með
hnífi í íbúð í Breiðholti. Hann var
fluttur á slysadeild þar sem hann
gekk undir aðgerð en síðan leyft að
fara heim. Stúlkan hefur viðurkennt
árásina og er málið talið upplýst.
Henni hefur verið sleppt.
Ráðist var að vagnstjóra á laugar-
dagskvöld við aðstöðu þeirra við
Lækjartorg. Árásarmaðurinn er
ófundinn en vagnstjórinn hlaut
minniháttar meiðsli.
10 innbrot um verslunar-
mannahelgina
Lögreglu hefur verið tilkynnt um
10 innbrot um helgina sem eru tals-
vert færri en oft er eftir helgar.
Lögreglan er mjög ánægð með við-
brögð borgara við beiðni hennar um
að tilkynna um grunsamlegar
mannaferðir. Að mati lögreglu er
það lykilatriði þess að takist að
sporna gegn fjölgun innbrota. Fjög-
ur þessara innbrota voru í ökutæki
þar sem verðmæti höfðu verið skilin
eftir.
Tvítug kona var handtekin þar
sem hún var inni í bifreið í Holta-
hverfi. Konan hafði meðferðis tösku
með ýmsum varningi sem hún gat
ekki gert grein fyrir. Hún var vistuð
í fangageymslu. Lögreglan varð síð-
an aftur að hafa afskipti af henni
vegna þjófnaðar við BSÍ. Hún var
vistuð aftur í fangageymslu.
Brotist var inn í húsnæði í Gerð-
unum og þaðan stolið verðmætum.
Þá var brotist inn í íbúðarhús í
Breiðholti og stolið veski með verð-
mætum. Innbrotsaðila tókst að
komast undan er íbúar urðu varir
mannaferða.
Þá var brotist inn í íbúð í vest-
urbænum. Tvær stúlkur og þrír pilt-
ar ruddust út úr íbúð er eigandinn
kom heim til sín. Þau höfðu þá fjar-
lægt nokkur verðmæti.
Höfð voru afskipti af ökumanni í
miðbænum aðfaranótt laugardags. Í
bifreiðinni fannst hnífur og hnúa-
járn auk fjölnotalyfseðils á nafni
annars einstaklings. Maðurinn var
fluttur á lögreglustöð og við frekari
leit fundust ætluð fíkniefni og ýmsir
hlutir sem hann gat ekki gert grein
fyrir. Hann var því vistaður í fanga-
geymslu lögreglu.
Höfð voru afskipti af tveimur
mönnum sem notað höfðu vinnuskúr
í Grafarholti til fíkniefnaneyslu.
Þá fannst lítilræði af hassi á öku-
manni sem grunaður er um ölvun
við akstur.
Á laugardagskvöldið voru einnig
tveir karlmenn stöðvaðir á bifreið í
Breiðholti og fundust ætluð fíkniefni
og einnig ætlað þýfi.
Úr dagbók lögreglunnar 2. til 6. ágúst
Færri innbrot en venjulega
Talsverðan reka hefur borið á fjörurnar við
eyðibýlið Skoruvík á Langanesi, sem án efa
myndi duga til að girða af gott land ef einhver
myndi hirða hráefnið. Rústir gamla Skoruvík-
urbæjarins eru til hægri á myndinni og gamla
rekaviðarsmiðjan er í bakgrunni.
Morgunblaðið/Kári Kristjánsson
Rekaviður í Skoruvík
Á FÖSTUDAGINN eru væntanleg-
ir til landsins þeir Boris Spassky,
fyrrum heimsmeistari í skák, og
Lothar Schmid, fyrrum yfirdómari í
einvígi Spasskys og Fischers, sem
hér var haldið fyrir 30 árum. Þeir
eru hingað komnir til að taka þátt í
opnu, alþjóðlegu málþingi sem
Skáksamband Íslands stendur fyrir
vegna 30 ára afmælis einvígis ald-
arinnar.
Málþingið verður haldið nk. laug-
ardag í Þjóðmenningarhúsinu við
Hverfisgötu, en á sama stað stendur
nú uppi sýningin „Skákarfur Íslend-
inga og einvígi aldarinnar“.
„Þó að ýmislegt hafi verið rætt og
ritað um þetta merka einvígi þeirra
Spasskys og Fischers má fullyrða
að aldrei fyrr hafi komið saman til
uræðna um atburðinn eins margir
af þeim einstaklingum sem voru í
aðalhlutverkum þessa örlagaríku
daga árið 1972. Það má því búast við
fróðlegum og skemmtilegum skoð-
anaskiptum og e.t.v. verður hulunni
svipt af einhverjum hinna fjölmörgu
leyndardómsfullu atburða sem þá
áttu sér stað,“ segir m.a. í frétta-
tilkynningu.
Dagskrá málþingsins verður sem
hér segir:
13.30 Setning: Hrannar Björn
Arnarsson, forseti Skáksambands
Íslands.
13.35 Ávarp: Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands.
13.45 Erindi: Boris Spassky, fyrr-
um heimsmeistari í skák.
14.10 Erindi: Lothar Schmid, yf-
irdómari einvígisins 1972.
14.35 Erindi: Guðmundur G. Þór-
arinsson, fyrrum forseti Skáksam-
bands Íslands.
14.55 Kaffihlé.
15.30 Pallborðsumræður og fyr-
irspurnir úr sal. Stjórnandi er Frið-
rik Ólafsson, fyrrum forseti FIDE,
en aðrir þátttakendur verða Boris
Spassky, Lothar Schmid og Guð-
mundur G. Þórarinsson.
Málþinginu á að ljúka um kl.
17.30. Það er opið öllum og mun
fara fram á ensku.
Málþing um einvígi
Fischers og Spasskys
Fjallað um
fjölgreind-
arkenningu
á ráðstefnu
ÍSLENSKU menntasamtökin halda
ráðstefnur um skólamál og endur-
menntun dagana 7.–14. ágúst. Ráð-
stefnurnar skiptast í mismunandi
námskeið. 7.–9. ágúst er námskeið
sem ber heitið: Einstaklingsbundið
nám á nýrri öld. 10. ágúst er nám-
skeið sem ber heitið: Fjölgreindar-
kennsla í leikskóla. 12.–14. ágúst er
námskeið með nafninu Fjölgreindar-
kennsla og nám. Sérstakt námskeið
er fyrir foreldra laugardagsmorgun-
inn 10. ágúst og ber heitið: Foreld-
raglaðningur.
„Ráðstefnurnar eru haldnar í Ás-
landsskóla, Kríuási 1–2, Hafnarfirði.
Þetta er önnur ráðstefnan sem Ís-
lensku menntasamtökin standa fyr-
ir, en sambærileg ráðstefna var
haldin fyrir ári og sóttu þá ráðstefnu
á annað hundrað kennarar og skóla-
stjórnendur víðs vegar af landinu.
Til ráðstefnanna 7.–14. ágúst koma
fyrirlesarar, bæði innlendir og er-
lendir, sem þekktir eru fyrir störf
sín. Nánari upplýsingar um dagskrá,
skráningu og þátttökugjöld er að
finna á vefsíðu: www.ims.is.
Aðalfyrirlesari verður bandaríski
prófessorinn Howard Gardner.
Hann kom árið 1983 fram með nýja
kenningu, fjölgreindarkenninguna,
sem valdið hefur byltingu í allri um-
ræðu og viðhorfi til kennslu og upp-
eldis,“ segir í fréttatilkynningu.
„Gardner taldi að skilgreiningin á
greind væri of þröng og setti fram þá
kenningu að maðurinn byggi yfir að
minnsta kosti 8 grunngreindum.
Sem eru: málgreind, rök og stærð-
fræðigreind, rýmisgreind, líkams-
og hreyfigreind, tónlistargreind,
samskiptagreind, sjálfsþekkingar-
greind, umhverfisgreind og nú er
Gardner farinn að tala um að til sé
níunda greindin sem er tilvistar-
greindin. Vakin er sérstök athygli á
að Howard Gardner hefur þegar
staðfest komu sína á endurmenntun-
arnámskeið Áslandsskóla að ári
liðnu,“ segir í tilkynningunni.
Síðasta daginn mun dr. Erla
Kristjánsdóttir, lektor við KHÍ,
kynna þá vinnu sem unnin hefur ver-
ið í kennslu fjölgreindar hér á landi.
Að því loknu verður samantekt á
efni ráðstefnunnar og hvernig best
væri að standa að fjölgreindar-
kennslu með tilliti til framkominna
upplýsinga. Sögubækur í
skólastofunni
PRÓFESSOR Robin Campbell frá
háskólanum í Hertfordshire á Eng-
landi heldur fyrirlestur hjá Endur-
menntun HÍ miðvikudaginn 28.
ágúst kl. 17–18:30 um gildi sögulest-
urs fyrir lestrar- og skriftarkunnáttu
barna. Hann stendur einnig fyrir
vinnusmiðju fyrir kennara, leika-
skólakennara og áhugasama for-
eldra daginn eftir eða 29. ágúst kl.
14–19.
Campell hefur áratuga reynslu
sem kennari, fræðimaður og yfir-
maður rannsókna á uppeldissviði og
hefur skrifað ellefu bækur um lestr-
ar- og skriftarkunnáttu barna, að því
er fram kemur í fréttatilkynningu.
Hann mun fjalla um gildi þess fyrir
þriggja til ellefu ára börn að lesa sög-
ur heima og í skóla. Þátttakendur fá
innsýn í hugarheim barnsins og
hvernig sögulestur getur örvað bæði
lestur og skrift. Stuðst verður við
vísindalega rannsókn á lestrar- og
skriftarferli barns. Kennt er á ensku.
Markaður í
Skagafirði
SÍÐASTI markaður sumarsins í
Lónkoti í Skagafirði verður haldinn
sunnudaginn 25. ágúst. Hefst mark-
aðurinn kl. 13 og stendur til kl. 17.
Sölufólk getur pantað aðstöðu hjá
Ferðaþjónustunni, Lónkoti.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur
skipað Guðrúnu Björgu Bragadóttur
viðskiptafræðing í stöðu skattstjóra
Vestfjarðaumdæmis.
Með auglýsingu dags. 20. júní sl.
var embætti skattstjóra Vestfjarða-
umdæmis auglýst
laust til umsókn-
ar og rann um-
sóknarfrestur út
14. júlí sl. Sjö um-
sóknir bárust um
stöðuna, en einn
umsækjenda,
Ólafur Páll Gunn-
arsson, dró um-
sókn sína til baka
að loknum um-
sóknarfresti. Aðrir umsækjendur
voru Álfheiður D. Gunnarsdóttir,
Björn Jóhannesson, Guðrún Björg
Bragadóttir, Pétur Björnsson,
Valdimar Tómasson og Þórir Jó-
hannesson.
Guðrún er skipuð sem skattstjóri
Vestfjarðaumdæmis frá 15. septem-
ber nk. til næstu fimm ára. Að loknu
námi frá HÍ árið 1995 starfaði hún
hjá embætti Ríkisskattstjóra fram
til ársins 1997, en frá þeim tíma hef-
ur Guðrún verið við nám og störf á
sviði skattamála í Danmörku, m.a.
sem skattendurskoðandi við skatt-
eftirlit og skattrannsóknir hjá
dönskum skattyfirvöldum í tæp fjög-
ur ár.
Guðrún
Björg Braga-
dóttir skipuð
skattstjóri
Guðrún Björg
Bragadóttir
Fjallað um raf-
rænt efni í riti
um bókasöfn
ÚT ER komið tímaritið Bókasafnið,
26. árgangur 2002. Að útgáfu þess
stendur Upplýsing, Félag bóka-
safns- og upplýsingafræða. Ritstjóri
er Dögg Hringsdóttir, kerfisbóka-
vörður hjá Landskerfum bókasafna
hf. Ekkert meginþema er í blaðinu
að þessu sinni, en mest ber þó á
greinum um rafrænt efni og aðgengi
að því, upplýsingalæsi, þekkingar-
stjórn og skjalastjórn.
Blaðið hefst á grein um bókabæinn
Hay-on-Wye í Bretlandi eftir Stein-
grím Jónsson, þar sem segir frá afar
sérstæðu þorpi sem gekk í endurnýj-
un lífdaga þegar framtakssamur
náungi ákvað að setja þar á stofn
fornbókaverslanir í stórum stíl. Alls
eru fjórar greinar um rafrænt efni i
þessu hefti Bókasafnsins. Þær eru:
Aðgengi Íslendinga að rafrænum
gagnasöfnum: yfirlit, Faggáttir: efn-
isaðgangur að stafrænum heimild-
um, Rafrænt efni: val vísindamanna
á sviði náttúrufræða og loks er grein
um gagnagrunninn Lýsi, þar sem
skráð er myndlist í íslenskum hand-
ritum.
Tvær greinar eru byggðar á loka-
verkefnum til MA-prófs í bókasafns-
og upplýsingafræði í Danmörku og
Englandi. Í þessum greinum er tekið
fyrir áhugavert efni, annars vegar
„Staða og innleiðing þekkingar-
stjórnunar á Íslandi“ eftir Hrafnhildi
Hreinsdóttur og hins vegar „Mat á
kennslu í upplýsingalæsi á háskóla-
stigi“ eftir Astrid M. Magnúsdóttur.
Þá eru greinar um rannsóknir í
bókasafns- og upplýsingafræði á Ís-
landi 1994–2000, þjónustumælingar í
framhaldsskólasöfnum, nýjan al-
þjóðlegan staðal um skjalastjórn og
að lokum grein um EBLIDA: sam-
tök evrópskra bókavarðafélaga.
Fleiri áhugaverð efni eru í blaðinu,
m.a. ritdómar og hugleiðingar nokk-
urra bókaorma um bækurnar í lífi
þeirra. Blaðið er 80 síður í A-4 broti
og er það til sölu m.a. í Þjónustu-
miðstöð bókasafna. Netútgáfa 26. ár-
gangs verður aðgengileg á haustdög-
um 2002 á www.bokasafnid.is, segir í
fréttatilkynningu.