Morgunblaðið - 07.08.2002, Síða 40

Morgunblaðið - 07.08.2002, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MERKILEGT má það kallast með suma, að þeir sýnast helst lifa fyrir það að eignast sem mesta fjármuni í löndum og lausum aurum. Tugir milljóna, hundruð milljóna, millj- arðar. Þeir virðast aldrei fá nóg. Fram á grafarbakkann er verið að græða og eignast meira og meira. Svo á trúlega að taka þetta allt með sér þegar lagt er upp í ferðina miklu. Og nú ætlar liðið, sem sumir kalla fjárfesta, stofnfjárfesta eða jafnvel ofurfjárfesta, að gleypa sparisjóðina líka, því stjórnendur þeirra hafa of mikil völd. Þeir eru vondir menn. Allt er það auðvitað undir yfirskini hagræðingar í bankakerfinu og betri þjónustu við litla manninn og allt hvað heiti hefur. Formaður bankamanna, Friðbert Traustason, hagfræðingur frá Flat- eyri, sagði álit sitt á þessu sápu- stykki í fréttaþættinum Hér og nú hjá fréttamanninum Bergljótu Baldursdóttur að morgni 1. ágúst. Vestfirðingurinn sagði eiginlega allt sem segja þurfti um þetta mál: Það er dýrt að vera Íslendingur. Það kostar. Íslendingar geta gleymt því að heita sjálfstæð þjóð ef allt á að leggja á mælistiku gróða og stór- sameiningar sem oft er algjörlega út í bláinn. Það er gott að eiga ofurfjárfesta. Þeir eru ágætir í bland með öðrum. En þeir verða að vera „undir con- trol“. Það verður að hafa þá í bönd- um eins og berserkina forðum. Leysa þá einstaka sinnum og svo geta þeir grenjað og bitið í skjald- arrendur þess á milli. Ef þeir fá al- gjörlega frjálsar hendur er fjandinn laus og eftir verður sviðin jörð og landauðn þar sem síst skyldi. Þetta vita allir menn. Sláum því skjald- borg um sparisjóðina. Það er ómet- anlegt að hafa þá undir stjórn heimamanna í krummaskuðunum. Þeir eru líklegri til að fylgjast með því hvar skórinn kreppir, hver á sínum stað, heldur en peningaber- serkirnir. Nú verður Alþingi að treysta gjarðirnar. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Sláum skjaldborg um sparisjóðina Frá Hallgrími Sveinssyni: NÚ ER spurning hver má eiga banka- eða sparibéf. Það er fynd- inn „kjölfestufjárfestir“ sem byrjar á að gera allt vitlaust. Fín kjölfesta það. Bankar og sparisjóðir högn- uðust um meira en sex milljarða nettó á síðasta ári – fyrir utan milljarða í vara- og afskriftar- sjóði. Auðvitað þurfa þeir meiri „hagræðingu“! Skítt með það þó undirstöðuat- vinnuvegir tapi að meðaltali. Verðmætin verða til í bönkunum en ekki einhverju hel- vítis slori, eða subbulegum iðnaði. Ég er að byrja að skilja af hverju ónot fara um mig við að heyra orð- ið „hagræðing“ – því um daginn dó guðhræddur maður – sem átti örugga vist í Himnaríki. Þegar hann bankaði hjá Lykla-Pétri kom sjálfur Satan til dyra. Mann- greyinu brá og sagði óvart; „Guð almáttugur – átti ég ekki að fara til Himnaríkis?“ „Jú,“ sagði Satan og glotti við tönn. „Það er búið að sameina.“ Vist í Himnaríki er því ekki örugg þótt maður lifi af hógværð og fari alltaf með Faðirvorið. Þarna er hugsanlega skýring á vaxandi fjölda „einnota kaupsýslu- manna“ sem nú eru í tísku – vað- andi um á skítugum skónum og þurrka sér á náunganum daglega án þess að hafa áhyggjur af neðra. Það er ekkert neðra lengur! Kristi- legt siðferði og skyldurækni við náungann er bara gömul steypa því – það er búið að sameina! Bankastjórinn getur afslappaður lánað milljarða í viðbót til að hirða kvóta af nokkrum sjávarþorpum til að „hagræða“ – ekki fer hann í neðra! Græðgin er það sem blífur og því er ráðið – að ráða þeim sem ræður bankanum og kaupa öll hel- vítis bréfin! Auðvitað! „Hagræð- ing“ á forsendum fiskihagfræði hefir líka heppnast frábærlega! Þar er ekkert falsbókhald eins og símaruglið í WorldCom. Nú er bara að grípa tækifærið og „Kaupa allt helvítis klabbið“ eins og Bör Börson gerði þegar bankinn ætlaði að vera með leiðindi. KRISTINN PÉTURSSON, rekur fiskverkun í litlu sjávar- þorpi (kristinn@gunnolfur.is) „Hagræðing“? Frá Kristni Péturssyni: Kristinn Pétursson 4 stk. í pakka verð kr. 2.300. Kanna í stíl kr. 2.995. 5 mismunandi gerðir. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 DARTINGTON GLÖS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.