Morgunblaðið - 07.08.2002, Page 52

Morgunblaðið - 07.08.2002, Page 52
KERTAFLEYTING á vegum nokk- urra íslenskra friðarhreyfinga í minningu fórnarlamba kjarn- orkuárásanna á japönsku borg- irnar Hiroshima og Nagasaki 6. og 9. ágúst 1945 fór fram á Reykja- víkurtjörn í gærkvöld. Nokkur fjöldi fólks safnaðist saman við suðvesturbakka Tjarn- arinnar við Skothúsveg klukkan 22.30 og fór fram stutt dagskrá þar sem Hjálmar Hjálmarsson leikari flutti ávarp. Fundarstjóri var Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar- stjórnar. Íslenskar friðarhreyfingar stóðu að kertafleytingunni átjánda árið í röð. Morgunblaðið/Jim Smart Kertum fleytt á Reykja- víkurtjörn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. RÁÐAST á í haust í bólusetningu á um 70 þúsund börnum og ungling- um fyrir heilahimnubólgu af C- stofni. Verkefnið hefst í október og er kostnaður fyrsta áfangans áætl- aður milli 90 og 100 milljónir króna. Bólusetja á ungbörn á fyrsta ári og allt upp í 18 ára ung- linga. Árlega fá 20 til 25 börn og ung- lingar heilahimnubólgu hérlendis, flest af C-stofni. Dánarhlutfall er hátt og deyr um það bil eitt af hverjum tíu börnum sem fá sjúk- dóminn. Haraldur Briem sóttvarna- læknir, sem er ábyrgur fyrir verk- efninu, segir að reynslan hafi sýnt að með bólusetningu megi draga úr nýgengi. Það sé reynsla Breta og Íra. Haraldur segir að bólusetja eigi börn strax við þriggja mánaða aldur og stefnt sé að því að þessi sérstaka bólusetning verði hluti af því bólusetningakerfi sem þegar er fyrir hendi. Ungbörn eru í dag m.a. bólusett gegn barnaveiki, stíf- krampa, kíghósta, rauðum hundum, mislingum og hettusótt. Haraldur segir smábörn líklega verða bólusett tvisvar á fyrsta árinu. Nóg er að bólusetja eldri börn og unglinga einu sinni. Ljúka á verkefninu í lok næsta árs Þórólfur Guðnason, sérfræðingur í smitsjúkdómum barna, hefur ver- ið ráðinn verkefnisstjóri bólusetn- inga við landlæknisembættið. Hefja á bólusetningarnar í október og segir Haraldur ráðgert að verkefn- inu ljúki við lok næsta árs. Kostn- aður verður sem fyrr segir milli 90 og 100 milljónir í fyrsta áfanga verksins en hann ræðst að nokkru leyti af því hvort börn verða bólu- sett tvisvar eða þrisvar á fyrsta árinu. Skólabörn verða bólusett í grunnskólum og framhaldsskólum og segir Haraldur verða leitað lið- sinnis skólahjúkrunarfræðinga og heilsugæslunnar. Hugsanlega verði nokkrir hjúkrunarfræðingar ráðnir til verksins og teymi þeirra muni fara skipulega í framhaldsskólana. Um 70 þúsund börn og unglingar bólusett gegn heilahimnubólgu Kostnaður í byrjun 90 til 100 milljónir króna SVO virðist sem skúmurinn hafi átt erfitt uppdráttar í skúma- byggðinni við Kvísker í Öræfum í sumar. Hálfdán Björnsson á Kvískerjum hefur fylgst með varpinu og merkt skúmsunga allt frá árinu 1943. Hann segir að varpið hafi komist í eðlilegt horf hvað egg varðar í vor, en svo virðist sem ungarnir hafi margir drepist nýkomnir úr eggj- um. Þegar Hálfdán fór að leita unga til að merkja voru flestir horfnir. Hálfdán segist ekki geta sagt með vissu hvað valdi rýrum heimt- um á ungum í landi Kvískerja í sumar. Hann nefndi að ef til vill hefði tófa tekið ungana og farið með þá í greni sitt á fjöllum. Ekki sést mikið af ungaleifum sem getur stutt þessa kenningu. Hin skýr- ingin er að ætisskortur valdi unga- dauðanum. Það gæti skýrst af því að minna er gert að fiski á bátum fyrir framan Kvísker og því lítið af fiskslógi. Hálfdán segir að skúmn- um hafi gengið betur að koma upp ungum á Skeiðarársandi. Þaðan er stutt í Ingólfshöfða þar sem tölu- vert fellur til af lunda. Hálfdán taldi ekki ástæðu til að örvænta um framtíð skúmastofns- ins vegna ungadauðans. Endur- heimst hafa merktir skúmar sem eru nálægt þrítugsaldri. Íslenski skúmastofninn hefur verið áætl- aður um 5.400 varppör. Það mun vera um helmingur skúmastofnsins á norðurhveli jarðar, að því er segir í Ísfyglu. Vanhöld á skúmi við Kvísker Morgunblaðið/Arnaldur Ólafur Sigurðsson verkfræðing- ur verst skúmi á Ingólfshöfða en hann er stundum árásargjarn. Morgunblaðið/RAX Skúmsungi varð á vegi ljósmyndarans og verður ekki ráðið af svipnum hvort honum var hlátur eða grátur í hug. Þessi ungi er einn af fáum sem komust á legg í skúmabyggðinni á Kvískerjum í Öræfum í sumar. Rúmlega 28 punda lax í Selá TVEIR vænir laxar voru veiddir á flugu í Selá í Vopnafirði í fyrradag. Annar laxinn var 104 cm langur og um 11,2 kíló, eða um 23 pund, en hinn laxinn var 113 cm langur og um 14,1 kíló, eða rúmlega 28 pund, að sögn Þorsteins Þorgeirssonar, veiðivarðar við Selá. Breskir veiði- menn veiddu laxana og slepptu þeim lausum þegar búið var að mæla þá. Að sögn Þorsteins var lengd lax- anna mæld þegar þeir voru dregnir á land, en þyngdin var fundin út með því að bera lengdina saman við ákveðinn skala sem ber saman lengd og þyngd fiska. Þorsteinn segir að lítið sé um að það komi þyngri laxar úr ánni en sá sem var 11,2 kíló og aldrei hafi komið eins þungur lax og sá sem vó 14,1 kíló. Aðspurður segir Þorsteinn að veið- in í sumar hafi verið jöfn og ágæt síðan um miðjan júlí sl. Krónan styrktist um 1% KRÓNAN styrktist um rúmlega 1% í viðskiptum á millibankamarkaði í gær en samkvæmt upplýsingum frá millibankaborði Íslandsbanka námu viðskipti gærdagsins um fimm millj- örðum króna. Gengisvísitala krónunnar var 126,35 stig í upphafi gærdagsins en var 125,05 stig við lok dags. Um tíma fór vísitalan niður fyrir 125 stig en það var í annað sinn á þremur vikum sem það gerist. Þar á undan hafði það ekki gerst í 16 mánuði. Tekinn á 143 km hraða LÖGREGLAN á Höfn í Hornafirði var með sérstakt umferðarátak um verslunarmannahelgina og stöðvaði 55 ökumenn fyrir of hraðan akstur á þjóðvegunum. Sá sem hraðast ók var á 143 km hraða og má búast við tals- vert hárri sekt fyrir brotið. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.