Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STIGINN í sundlauginni á Tálknafirði, sem 10
ára drengur festist í á fimmtudag svo lá við
drukknun, var fjarlægður úr lauginni í gær
að lokinni skoðun fulltrúa Vinnueftirlitsins.
Til stendur að gera á honum endurbætur og
setja hann aftur upp að því loknu. Þrepin í
stiganum, sem eru úr rörum, þykja of sleip og
á að breyta stiganum til samræmis við annan
stiga í lauginni sem er með sléttum þrepum.
Stiginn var smíðaður í vélsmiðju á Tálkna-
firði og gefinn lauginni fyrir 15 árum. Að-
spurður segir Valgeir Hauksson, fulltrúi
Vinnueftirlitsins á Ísafirði, að laugin hafi ver-
ið með öll leyfi í lagi þrátt fyrir stigann. Val-
geir segir þó aðspurður að með tilliti til at-
viksins á fimmtudag sé stiginn hættulegur og
telur vafasamt að laugar með eins stigum
yrðu samþykktar í dag í ljósi nýfenginnar
reynslu.
Bjarni Andrésson hjá vélsmiðjunni sem
smíðaði stigann harmar atvikið og segir að-
spurður að stiginn hafi ekki verið smíðaður á
grundvelli neinna reglugerða um slíka sund-
laugastiga. Hann vísar hins vegar til þess að
aldrei hafi verið gerð nein athugasemd við
stigann af hálfu eftirlitsaðila og hann hafi
ekki verið þekktur sem slysagildra. Kristín
Ólafsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar
Tálknafjarðar, staðfestir þetta og segir að
Vinnueftirlitið hafi aldrei gert athugasemdir.
Hún segir að betri stiganum í lauginni hafi
verið breytt í vor og til hafi staðið að breyta
hinum líka en ekki hafi unnist tími til þess.
Aðspurður segir Valgeir hjá Vinnueftirlit-
inu að stiginn hafi fengið samþykki á sínum
tíma og laugin verið með rekstrarleyfi. Að-
spurður um hvernig standi á því að laugin
hafi fengið samþykki opinbers eftirlitsaðila
útbúin öðrum eins stiga segir Valgeir að
hugsanlega hafi reglugerðir breyst hvað þetta
snertir. Stefán Harðarson, deildarstjóri fyrir
vinnustaðaeftirlit hjá Vinnueftirlitinu, segir
aðspurður að sín stofnun sé vafalaust það yf-
irvald sem eigi að hafa eftirlit með sundlaug-
arstigum. Hins vegar sé ekki þar með sagt að
til sé ítarleg reglugerð um lögun þeirra. „Oft
tiltekur reglugerðin ákveðna virkni hluta, en
segir ekki nákvæmlega hvernig þeir eigi að
vera,“ segir hann. Hann segir að jafnvel við-
urkenndir sundlaugastigar geti verið slysa-
gildrur. „Það geta orðið slys í viðurkenndum
búnaði, en við reynum alltaf að læra af
reynslunni.“
Rann í næstneðsta þrepinu
Slysið varð með þeim hætti að Marteinn
Örn Halldórsson rann í næstneðsta þrepi stig-
ans og festist milli veggjarins og stigans, sem
er 5–8 cm frá veggnum. Stigar af þessu tagi
munu vera nokkuð algengir í sundlaugum.
„Ég var að synda og ætlaði upp úr lauginni
en rann í stiganum og festist,“ segir Marteinn
Örn. Hann er vel syndur og hefur oft farið í
sund í lauginni á Tálknafirði. „Ég ætlaði að
ná mér í meira loft og reyna að losa mig, en
komst aldrei upp úr með hausinn. Ég veifaði
þá höndunum og þá kom sundlaugarvörð-
urinn með ömmu minni, tók í hendurnar á
mér og ætlaði að taka mig upp úr. Amma mín
fór út í og reyndi að losa mig en tókst það
ekki.“
Fljótlega kom annar sundlaugarvörður,
Fannar Karvel Steindórsson, sem kafaði niður
til Marteins og tókst að losa fótinn. Meðan á
þessu gekk missti Marteinn meðvitund. „Síðan
man ég ekki meira fyrr en á nuddstofunni hjá
ömmu minni,“ sagði Marteinn en nuddstofan
er í sundlaugarbyggingunni. Marteinn var
fluttur á Sjúkrahúsið á Patreksfirði og út-
skrifaður seinna um kvöldið og er orðinn
fjallhress. Hann á ellefu ára afmæli 27. sept-
ember næstkomandi.
Í Morgunblaðinu í gær kom fram að slysið á
Tálknafirði væri þriðja tilvikið sinnar tegund-
ar á tæpum mánuði. Morgunblaðið frétti í
gær af enn einu svipuðu tilviki, í Suðurbæjar-
laug í Hafnarfirði fyrir nokkrum vikum. Þá
björguðu sundlaugarverðir upp úr lauginni 6
ára dreng sem misst hafði meðvitund og lá
við drukknun. Með blástursmeðferð tókst að
lífga drenginn við og fór allt vel. Hann var
ósyndur í fylgd þriggja fóstra af meðferð-
arheimili. Daníel Pétursson, forstöðumaður
Suðurbæjarlaugar, segir drenginn hafa verið
með kúta en fengið krampa í lauginni að því
er virtist. Sundlaugarverðir tóku eftir því að
ekki var allt með felldu og gripu inn í at-
burðarásina. Drengurinn var orðinn meðvit-
undarlaus þegar hann náðist á þurrt en með
blástursaðferð tókst að lífga hann við á
skammri stund og var hann síðan fluttur á
slysadeild með sjúkrabifreið. Sérstaklega að-
spurður um hvar fóstrurnar þrjár hafi verið
þegar slysið varð segir hann að svo virðist
sem þær hafi verið í heita pottinum en dreng-
urinn úti í lauginni.
10 ára drengur nærri drukknaður vegna slysagildru í lauginni á Tálknafirði
Sundlaugarstiginn talinn
sleipur og hættulegur
Morgunblaðið/Finnur Pétursson
Stiginn í sundlauginni á Tálknafirði er talinn
sleipur og hættulegur. Hann var fjarlægður
eftir að Vinnueftirlitið skoðaði hann.
Morgunblaðið/Finnur Pétursson
Marteinn Örn Halldórsson er orðinn hress
eftir sundlaugarslysið, en það voru sundlaug-
arverðir á Tálknafirði sem björguðu lífi hans.
SKRÁÐIR voru 81.118 atvinnu-
leysisdagar á landinu í júlí, sem
jafngildir því að 3.530 manns hafi
verið á atvinnuleysisskrá í mánuð-
inum að meðaltali. Samkvæmt
þessu var 2,3% atvinnuleysi í mán-
uðinum miðað við áætlaðan fjölda á
vinnumarkaði.
Meðalfjöldi atvinnulausra var um
0,8% minni í júlí en í júnímánuði en
fjöldi atvinnulausra í júlí hefur hins
vegar rúmlega tvöfaldast frá júlí í
fyrra. Sé litið yfir tíu ára tímabil
hefur atvinnuleysi yfirleitt minnkað
um 7,1% frá júní til júlí þannig að
ljóst er að árstíðasveiflan nú er
mun minni en verið hefur, skv. yf-
irliti Vinnumálastofnunar um at-
vinnuástandið, sem birt var í gær.
Atvinnuleysið á landsbyggðinni
minnkaði um 9,2% á milli mánaða
en var 69% meira í júlímánuði en í
sama mánuði í fyrra. Atvinnuleysið
er nú 1,4% af mannafla á lands-
byggðinni en var 1,6% í júní sl. At-
vinnuleysið á landsbyggðinni var
hins vegar 0,8% í júlímánuði í
fyrra.
Atvinnuleysi kvenna jókst
milli mánaða um 4,9%
Atvinnuleysi minnkaði í öllum
landshlutum á milli júní og júlí
nema á höfuðborgarsvæðinu og á
Suðurlandi þar sem það jókst lítils
háttar og á Suðurnesjum þar sem
það er svipað í júní og júlí.
Atvinnuleysi var hins vegar
meira í seinasta mánuði í öllum
landshlutum en í júlímánuði í fyrra
nema á Norðurlandi vestra þar sem
það er svipað og í fyrra.
Mest atvinnuleysi mælist
á höfuðborgarsvæðinu
Atvinnuleysi kvenna á landinu
öllu jókst um 4,9% í júlímánuði frá
mánuðinum á undan en atvinnu-
leysi karla minnkaði um 7,1%.
Þannig fjölgaði atvinnulausum kon-
um um 91 milli júní og júlí en at-
vinnulausum körlum fækkaði um
119.
Atvinnuleysið er mest á höfuð-
borgarsvæðinu eða 2,8%, en minnst
á Norðurlandi vestra, 0,7%, og á
Vestfjörðum, 0,8%. Atvinnuleysi
kvenna er minnst á Vestfjörðum og
Norðurlandi vestra, 1%, en mest á
höfuðborgarsvæðinu, 3,5%. At-
vinnuleysi karla er mest á höfuð-
borgarsvæðinu. 2,2%, en minnst á
Norðurlandi vestra, 0,4%.
Samkvæmt upplýsingum Vinnu-
málastofnunar varð fjölgun í laus-
um störfum hjá vinnumiðlunum í
síðastliðnum mánuði frá júnímán-
uði. Voru alls 282 laus störf skráð í
lok júlí og er um 25% þessara
starfa að finna á höfuðborgarsvæð-
inu.
Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir
að atvinnuleysi á landinu í ágúst
verði svipað og í júlí eða á bilinu 2,1
til 2,4%.
2,3% atvinnuleysi var á landinu í júlímánuði samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar
Tvöfalt fleiri at-
vinnulausir en á
sama tíma í fyrra
&
$'
( $ )$
(*
(*
$
+$
$,
$ -)
*).
*)
).
)
).
/
* * * 0 1 2 0 3 4 0 0 1 2 0 3 4 0 0
SMÁSTIRNI fer framhjá jörðu nú
um helgina og verður hægt að sjá
stirnið aðfaranótt sunnudags. Það
verður næst jörðu um áttaleytið á
morgun. Á fréttavef BBC kemur
fram að stirnið sé það nálægt að
áhugasamir ættu að geta fylgst
með því með venjulegum kíki, hylji
ský á annað borð ekki himin-
hvolfið. Þorsteinn Sæmundsson,
stjörnufræðingur hjá Raunvís-
indastofnun Háskóla Íslands, hefur
efasemdir um að smástirnið muni
sjást svo vel og telur vissara að
nota stjörnukíki. Hann segir að
erfitt verði að koma auga á það í
handsjónauka nema fólk viti ná-
kvæmlega hvert það eigi að horfa.
„Smástirnið er ekki mikið
lengra í burtu en tunglið. Það
verður næst jörðu á sunnudags-
morgun, í rúmlega 500 þúsund
kílómetra fjarlægð,“ bendir hann á
og bætir við að mögulegt verði að
sjá það frá Íslandi, en það verði
hins vegar mjög dauft.
Að sögn Þorsteins fannst smá-
stirnið 14. júlí síðastliðinn í sjón-
auka í Bandaríkjunum.
„Talið er að smástirnið sé um
500 metrar í þvermál. Það er
óreglulegt í lögun og gengur á
ílangri braut í kringum sólina á
tæpum þremur árum og fer til-
tölulega nálægt jörðinni. Það er
samt enn lengra í burtu en tunglið
og er ekki nálægt því að rekast á
jörðina,“ leggur Þorsteinn áherslu
á.
Hann undirstrikar að smástirnið
fari í gegnum stjörnumerkið Svan-
inn, sem margir eiga að þekkja,
auk þess sem það fari í gegnum
Hörpuna og Herkúles. Hann ítrek-
ar að stirnið sjáist ef til vill dauf-
lega og verði sennilega í kringum
10. birtustig eins og kallað er.
„Það þýðir eiginlega ekki að
segja fólki hvert það á að horfa. Til
þess að finna það þurfa menn að
hafa stjörnukort og vita nákvæm-
lega hvar það verður,“ segir hann
og bendir áhugasömum á vefsíð-
una www.skyandtelescope.com en
þar er nánari upplýsingar að finna.
Að sögn Þorsteins sjást smá-
stirni oft í sjónauka og eru mörg
bjartari en þetta. „Maður getur oft
séð smástirni með litlum kíki en
þau eru þá vanalega stærri og fjar-
lægari. Það er aragrúi af þessum
smástirnum í sólkerfinu.“
Smástirni nálægt
jörðu um helgina
Sést best á
sunnudags-
morgun