Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 16
AKUREYRI
16 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fjarkennsla
Verkmenntaskólans
á Akureyri
býður nám með tölvusamskiptum til meðal annars stúdentsprófs og
meistarastigs.
Boðið er upp á tæplega 200 áfanga á framhaldsskólastigi.
Athygli er vakin á nýjum reglum um endurgreiðslu kennslugjalds.
Innritun í síma 464 0300 dagana 19. og 20. ágúst frá kl. 8:15-15:00
báða dagana.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðum skólans.
Kennslustjóri fjarkennslu VMA.
Vefslóð: http://vma.is/fjarkennsla
DAGANA 19. ágúst til 2. september
mun herra Karl Sigurbjörnsson,
biskup Íslands, vísitera Þingeyj-
arprófastsdæmi sem er eitt
víðfeðmasta prófastsdæmi landsins.
Það nær alveg frá Svalbarðströnd
að vestan og austur að Langanesi.
Á þessu svæði öllu búa samtals
rúmlega 6.100 manns, og er pró-
fastsdæminu skipt í átta prestaköll.
Í prófastsdæminu starfa því átta
sóknarprestar, auk þess sem einn
héraðsprestur starfar að ýmsum
verkefnum með prófasti.
Hverju prestakalli er skipt í sókn-
ir, og eru þær frá einni og upp í
fjórar talsins, eða alls 20 í öllu pró-
fastsdæminu. Þar af leiðir að sókn-
arkirkjurnar eru 20 talsins, en einn-
ig eru á svæðinu fimm aðrar kirkjur
og tvö bænhús.
Biskupinn mun heimsækja alla
söfnuðina, og samtals verða í
vísitasíunni um 30 guðsþjónustur og
helgistundir, og eru allir velkomnir í
þessar samverustundir. Biskup mun
funda sérstaklega með hverjum
sóknarpresti fyrir sig, svo og öllum
sóknarnefndum. Farið verður yfir
eignarskrár hverrar kirkju og ásig-
komulag kirkjunnar skoðað. Rætt
verður um safnaðarstarfið og mann-
lífið almennt, en margar sóknir í
Þingeyjarprófastsdæmi eiga við
þann vanda að stríða að fólkinu
fækkar.
Biskup mun heimsækja skóla, þar
sem skólastarf verður byrjað, en
biskup óskar þess innilega að börn
og unglingar komi til kirkjunnar
sinnar svo hann geti talað við þenn-
an mikilvæga aldurshóp í kirkju-
starfinu.
Foreldrar eru hvattir til að taka
börnin með sér til kirkju, því biskup
mun sérstaklega tala við þau, blessa
þau og afhenda þeim lítinn kross til
minja um skírn þeirra.
Biskupinn mun heimsækja dval-
arheimili og sjúkrahús, auk þess
sem hann hyggst eins og tími gefur
heimsækja nokkur fyrirtæki. Í för
með biskupi er kona hans, Kristín
Þ. Guðjónsdóttir, prófastur Þingey-
inga, sr. Pétur Þórarinsson, og kona
hans, Ingibjörg S. Siglaugsdóttir,
og ritari vísitasíunnar, sr. Guð-
mundur Guðmundsson héraðsprest-
ur.
Biskup Íslands
vísiterar Þingeyj-
arprófastsdæmi
ÞAÐ er varla hægt að tala um að
veðrið hafi leikið við Akureyr-
inga eða aðra Norðlendinga í
sumar og eru margir orðnir frek-
ar þreyttir á ástandinu. Í gær var
enn kalt í veðri, auk þess sem
mikið hefur rignt síðustu sólar-
hringa. Um miðjan dag í gær var
aðeins 8 stiga hiti á Akureyri og
gola. Í dag er áfram spáð norð-
lægum áttum, rigningu eða súld
um landið norðan- og austanvert.
Á morgun er gert ráð fyrir
breytilegri átt og björtu veðri
víða um land, en þykknar upp og
fer að rigna allra austast á mánu-
dag. Þessir ungu menn, sem voru
við leik á lóð leikskólans Hlíðar-
bóls, létu veðrið ekki hafa áhrif á
sig enda klæddir í samræmi við
tíðarfarið.
Morgunblaðið/Kristján
Kalt og blautt veður
KARL Guðmundsson og Rósa
Kristín Júlíusdóttir opna sýningu í
Samlaginu sunnudaginn 18. ágúst
kl. 17.00 sem þau kalla „Samleik“.
Sýningin verður opin til sunnudags-
ins 25. ágúst.
Karl Guðmundsson (Kalli) var
nemandi Rósu Kristínar í Myndlist-
arskólanum á Akureyri í fimm ár.
Síðastliðin þrjú ár hafa þau unnið
saman að listsköpun á vinnustofu
Rósu Kristínar. Upp úr þeirri sam-
vinnu spratt sýningin „Leikur með
línu og spor“ sem var í Samlaginu
sumarið 2000 og byggðist á mynd-
rænum samræðum þeirra.
Þessi sýning nú er afrakstur
áframhaldandi myndræns samtals
eða samleiks sem felur í sér nám og
leik í senn, samspil nemanda og
kennara, tveggja vina. Á sýning-
unni eru málverk og máluð vatt-
teppi. Opið er í Samlaginu frá kl.
14–18 alla daga nema laugardaga
frá kl. 11–16 og lokað er á mánu-
dögum.
Samlagið – listhús
Samleikur Karls
og Rósu Kristínar
FÉLAGSMÁLARÁÐ Akureyrar-
bæjar greiddi 24,2 milljónir króna í
fjárhagsaðstoð fyrstu sjö mánuði árs-
ins, sem er rúmlega 28% hækkun frá
sama tímabili í fyrra. Fjárhagsaðstoð
ársins stefnir í 45 milljónir, sem er 10
milljónum meira en fjárveiting ársins.
Félagsmálaráð fjallaði um málið á
síðasta fundi sínum og telur óhjá-
kvæmilegt að við endurskoðun fjár-
hagsáætlunar ársins verið tekið tillit
til þessa með aukinni fjárheimild. Þá
fól félagsmálaráð sviðsstjóra og deild-
arstjóra fjölskyldudeildar að meta
hvort ástæða væri til endurskoðunar
á reglum um fjárhagsaðstoð og fram-
kvæmd hennar. Einnig yrði reynt að
greina ástæður þeirrar miklu aukn-
ingar sem orðið hefur á fjárhagsað-
stoð á síðastliðnum þrem árum.
Í júní lágu fyrir 115 umsóknir um
fjárhagsaðstoð. Veittir voru 82 styrk-
ir að upphæð rúmlega 3,8 milljónir
króna og sex lán að upphæð um 223
þúsund krónur. 15 umsóknum var
synjað. Í júlí lágu fyrir 85 umsóknir
og voru veittir 73 styrkir að upphæð
tæplega 3,2 milljónir króna og fimm
lán að upphæð um 190 þúsund krón-
ur. Átta umsóknum var synjað.
Sífellt fleiri
leita eftir
fjárhags-
aðstoð
ALLS bárust 19 umsóknir um starf
sveitarstjóra Hörgárbyggðar en um-
sóknarfrestur rann út í vikunni.
Hörgárbyggð varð til við sameiningu
Glæsibæjarhrepps, Skriðuhrepps og
Öxnadalshrepps og búa tæplega 400
manns í sveitarfélaginu.
Umsækjendur um stöðu sveitar-
stjóra eru: Árni Jónsson Akureyri,
Guðlaug Kristinsdóttir Akureyri,
Anna Lilja Sigurðardóttir Reykja-
vík, Jón Kristófer Arnarson Egils-
stöðum, Óskar Halldórsson Akur-
eyri, Kristján Snorrason Dalvíkur-
byggð, Helga A. Erlingsdóttir
Þingeyjarsveit, Stefán Sigurðsson
Akureyri, Ingi E. Friðjónsson Elh-
igzi Noregi, Magni Þórarinn Ragn-
arsson Egilsstöðum, Jónas Egilsson
Reykjavík, Sif Ólafsdóttir Bifröst,
Sigurður Steingrímsson Akureyri,
Þorvaldur Þorsteinsson Akureyri,
Sigfús Arnar Karlsson Akureyri,
Pétur Brynjólfsson Akureyri, Hall-
dór Jónsson Ísafirði, Gunnar Hall-
dór Gíslason Akureyri og Guðmund-
ur Sigvaldason Akureyri.
Hörgárbyggð
19 umsókn-
ir um
starf sveit-
arstjóra
BÆTTAR samgöngur með nýjum
og nútímalegum samgöngumann-
virkjum eru eitt öflugasta tækið
sem stjórnvöld hafa á hverjum tíma
til að efla byggð í landinu, segir í
ályktun sem samþykkt var á sam-
eiginlegum fundi bæjarráða Ólafs-
fjarðar og Siglufjarðar nýlega.
Fundurinn fagnar þeim áföngum við
forval og útboð framkvæmda við
jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafs-
fjarðar um Héðinsfjörð sem unnið
hefur verið við að undanförnu sam-
kvæmt vega- og jarðgangaáætlun
Alþingis.
Fundurinn hvetur jafnframt til
þess að áfram verði haldið á sömu
braut og í engu hvikað frá áformum
um sameiginlegt útboð jarðganga á
Austur- og Norðurlandi. Áríðandi sé
að allar tímasetningar samkvæmt
jarðgangaáætlun standist. Til að há-
markshagræðing fáist í sameigin-
legu útboði sé mjög mikilvægt að
væntanlegum verktaka við jarð-
göngin verði ekki settar of þröngar
skorður varðandi verkfyrirkomulag
og tímasetningar.Bent er á að það
sé orðið verulega knýjandi fyrir
samfélögin á Mið-Norðurlandi að
framkvæmdir geti hafist við Héðins-
fjarðargöng sem fyrst, enda sé fljót-
séður sá mikli ávinningur sem verð-
ur af tilkomu þeirra, ekki síst hvað
varðar sparnað í opinberum rekstri
með sameiningu og öflugu samstarfi
sveitarfélaga á svæðinu eins og ný-
framlögð byggðaáætlun ríkisstjórn-
arinnar um eflingu Eyjafjarðar-
svæðisins gerir ráð fyrir.
Ályktun bæjarráða Ólafsfjarðar og Siglufjarðar
Bættar samgöngur
efla byggðirnar
SÖNGVÖKUM sumarsins í Minja-
safnskirkjunni á Akureyri fer nú
fækkandi. Mánudagskvöldið 19.
ágúst kl. 20.30 verða flytjendur þau
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleif-
ur Hjartarson úr Svarfaðardal. Sam-
an ætla þau að birta tónleikagestum
sýnishorn íslenskrar tónlistarsögu í
tali og tónum.
Sungið í Minja-
safnskirkju
♦ ♦ ♦