Morgunblaðið - 17.08.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 17.08.2002, Síða 18
SUÐURNES 18 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÁÐAMENN Reykjanesbæjar hafa unnið markvisst að því að auka komu erlendra ferðamanna í bæinn, m.a. með kaupum á víkingaskipinu Ís- lendingi. Með alþjóðaflugvöll í næsta nágrenni og fjöldann allan af áhuga- verðum stöðum ætti þetta að vera leikur einn, eða hvað? Eitt er víst að margir af þeim ferðamönnum sem þangað koma nýta sér tjaldstæðið Stekk við Njarðvík en misjafnt er hvort þeir dvelja eitthvað á svæðinu og skoða sig um eða hafa einungis stuttan stans. Blaðamaður Morgunblaðsins kom við á tjaldstæðinu sl. miðvikudags- morgun, um það leyti sem ferða- mennirnir voru að stíga úr tjöldum. Sumir voru nýkomnir og aðrir að fara af landi brott og voru því mis- fróðir um landið. Dæmigerðir ferðamanna- staðir heilla ekki Bandaríkjamaðurinn Hermon Hagopian var að gera reiðhjólið sitt klárt fyrir daginn en hann hugðist hjóla í Garðinn. Hann hefur ferðast um landið sl. tvær vikur á hjólinu sínu en ætlar að eyða síðustu dög- unum á Suðurnesjum og skoða sig um. „Ég hef nú haldið mig á Suður- landinu í þessari ferð og lengst af dvalið í Skaftafelli. Það er yndislegur staður en ansi kaldur eins og landið allt og búinn að vera blautur,“ sagði Hermon. „Eftir að ég kom hingað hjólaði ég til Grindavíkur og þaðan Krísuvíkurhringinn með viðkomu í Reykjanesvita. Þetta landslag er nú öðruvísi en það sem ég er vanur heima í L.A. en engu að síður mjög fallegt og heillandi.“ Þegar blaðamaður spurði Hermon hvort hann hefði heimsótt eitthvað af þeim fjölmörgu stöðum sem erlendir ferðamenn hafa heillast af á svæðinu sagðist hann sneiða algjörlega hjá slíkum stöðum og njóta frekar svæð- isins í heild í rólegheitum á hjólinu. – Hvernig hefur gengið að hjóla, hafa ökumenn verið tillitssamir? „Þetta hefur gengið mjög vel og ökumenn verið duglegir að sveigja fram hjá manni og sýna tillitssemi. Það eina sem ég get kvartað undan er þegar þeir ausa yfir mann grjótinu, það gerir hraðinn,“ sagði Hermon að lokum, setti á sig hjálm- inn og rauk af stað. Óvissa fram undan Frönsku hjónin Mariane og Alain Berthier og synir þeirra, Archibald, tíu ára, og Nalo, fjögurra ára, komu til landsins um miðja nótt og voru í þann veginn að ljúka fyrsta morg- unverðinum þegar blaðamann bar að garði. Þau sögðust ekkert geta tjáð sig um landið, væru hér í fyrsta sinn og auk þess að byrja ferðina. „Enn sem komið er líst okkur bara vel á þetta. Við ætlum að vera hér í viku á bílaleigubíl og keyra um. Við búumst við að halda okkur einvörðungu á Suðurlandsundirlendinu enda ekki mikið hægt að gera á svona stuttum tíma,“ sagði Alain. Þegar þau voru spurð um undirbúning ferðarinnar sagði Mariane að þau hefðu keypt ferðina í gegnum Netið. „Þegar tvö eldri barna okkar voru farin í ferða- lag ákváðum við að skella okkur í eitt líka. Við leituðum upplýsinga á Net- inu og þetta var einn af þeim mögu- leikum sem upp komu en ferðin var einungis ákveðin með viku fyrirvara. Við vitum lítið sem ekkert um landið en þegar við litum á legu þess voru hlýjar peysur með fyrstu flíkunum sem fóru ofan í tösku,“ sagði Mar- iane og togar í peysuna sína því til sönnunar. Hún bætir við að hún sjái nú að ekki hafi veitt af. Fjölskyldan hugðist koma við í Bláa lóninu, en að öðru leyti var ferðin óráðin. Á tjaldstæðinu mátti einnig sjá fjöldann allan af ferðamönnum með bakpoka en að sögn Erlings Hann- essonar, sem rekur Stekk, er helm- ingur allra sem gista á svæðinu þýskir bakpokaferðalangar. „Hingað kemur mikið af Evrópubúum en Þjóðverjar eru fjölmennastir.“ Þegar hann er spurður um aðsókn segir Erlingur að hann hafi ekki far- ið varhluta af samdrættinum sem orðið hafi í ferðalögum fólks eftir daginn örlagaríka, 11. september. „Mér virðist þetta sumar ætla að stefna í meðalár miðað við síðustu tíu ár,“ sagði Erlingur og bætti við að þær breytingar sem orðið hafa í ferðaþjónustu í Reykjanesbæ spiluðu einnig inn í. „Reykjanesbær er ekki sá ferðamannavæni bær sem hann var fyrir nokkrum árum. Und- anfarin ár hafa ferðamenn ekki get- að komist til og frá flugstöðinni og Reykjanesbæ öðruvísi en í leigubíl- um og það líkar þessum ferðamönn- um illa, enda hleypir slíkt kostnaðin- um upp úr öllu. Það sama er með Bláa lónið eftir að SBK hætti að bjóða upp á skipulagðar ferðir þang- að. Það þarf að koma upp almenni- legu samgöngukerfi hér í tengslum við ferðamennina, t.d. „taxibus“ eins og hugmyndir eru uppi um, ef við ætlum ekki að halda áfram að horfa á eftir ferðamönnunum í rútum á leið á tjaldstæði höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Erlingur að lokum. Bærinn ekki ferðamanna- vænn líkt og áður Bandaríkjamaðurinn Hermon Hagopian ferðast á reiðhjóli og eyddi nokkrum dögum á Suðurnesjum. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Frönsku hjónin Mariane og Alain Berthier og synir þeirra, Archibald og Nalo, eru á Íslandi í fyrsta sinn. Þau höfðu stuttan stans í Reykjanesbæ. Undanfarin ár hafa ferðamenn ekki getað komist milli flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjanesbæjar öðruvísi en í leigubílum. Þó gista margir erlendir gestir á tjaldstæði bæjarins yfir sumartímann. Svanhildur Eiríksdóttir ræddi við ferðamenn og um- sjónarmann tjaldstæðisins. Reykjanesbær LÍTIL trilla eyðilagðist er í henni kviknaði á þurru landi fyrir utan verkstæði í Vogum á Vatnsleysu- strönd rétt fyrir klukkan fjögur á fimmtudag. Að sögn lögreglunnar í Keflavík var verið að vinna við trill- una þegar eldurinn varð laus og eru eldsupptök rakin til slípirokks. Stuttan tíma tók að slökkva eldinn. Fyrir liggur, að sögn lögreglunn- ar, að báturinn sé ónýtur, en um var að ræða frambyggðan sex tonna plastbát, í eigu heimamanna í Vog- um. Ljósmynd/Hilmar Bragi Greiðlega tókst að slökkva eldinn en báturinn er ónýtur. Trilla eyði- lagðist í eldi Vogar FULLTRÚI minnihluta í sveitar- stjórn Vatnsleysustrandarhrepps, Halldóra Magný Baldursdóttir, óskaði á fundi hreppsnefndar í gær eftir skýringum á atvinnu- málum unglinga í Vogum í sumar. Í fyrirspurn sem Halldóra lagði fram segir að á sama tíma og ung- lingar sveitarfélagsins gengu um atvinnulausir hafi verið ráðinn verktaki úr Reykjanesbæ til að inna af hendi störf sem ungling- arnir gátu sinnt. „Þessi verktaki réð til þessara starfa ungmenni úr sínu byggðarlagi,“ segir í fyrir- spurninni. „Ég tel að sveitarstjórn Vatns- leysustrandarhrepps hafi borið skylda til að setja ákvæði um það í verksamning við umræddan verk- taka að hann réði ungmenni úr Vatnsleysustrandarhreppi til starfa, ef hann þyrfti á annað borð að ráða ungmenni til starfa.“ Telur Halldóra að með þessu hafi hagsmunum sveitarfélagsins „gróflega verið kastað fyrir róða af fádæma heimsku, eða vanþekkingu á félagslegum þörfum sveitarfé- laga, eins og t.d. að skapa störf fyrir þegna sína, nema hvort- tveggja sé, eins virðist mér að ver- ið sé að þjóna hagsmunum ein- hvers annars aðila en sveitar- félagsins sem ykkur ber þó skylda til að gæta“, líkt og segir í fyrir- spurninni. Hreppsnefnd Vatnsleysustrand- arhrepps gaf þau svör á fundinum að skýringar myndu liggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Minnihlutinn segir illa staðið að atvinnu ungmenna Verktaki réð unglinga úr öðru byggðarlagi Morgunblaðið/Hilmar Bragi Minnihlutinn vill skýringar á atvinnumálum unglinga í Vogum. Vogar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.