Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 21 óskar Íslandsmeisturum í höggleik til hamingju með sigurinn Toyotamótaröðin Staðan eftir 5 mót af 6 – karlar Sæti Nafn Klúbbur Stig 1 Sigurpáll Geir Sveinsson GA 280 2 Guðmundur I. Einarsson GR 271 3 Helgi Birkir Þórisson GS 266 4 Ingi Rúnar Gíslason GK 261 5 Kristinn Árnason GR 248 6 Haraldur Hilmar Heimisson GR 246 7 Björn Þór Hilmarsson GR 236 8 Birgir M. Vigfússon GR 227 9 Hlynur Geir Hjartarson GOS 221 10 Helgi Dan Steinsson GS 218 Toyotamótaröðin Staðan eftir 5 mót af 6 – konur Sæti Nafn Klúbbur Stig 1 Þórdís Geirsdóttir GK 243 2 Herborg Arnarsdóttir GR 219 3 Nína Björk Geirsdóttir GKJ 157 4 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 149 5 Helga Rut Svanbergsdóttir GKJ 122 6 Tinna Jóhannsdóttir GK 121 7 Katrín Dögg Hilmarsdóttir GKJ 99 8 Helena Árnadóttir GA 84 9 Snæfríður Magnúsdóttir GKJ 78 10 María Ósk Jónsdóttir GA 75 11 Ólöf María Jónsdóttir GK 63 Nánari upplýsingar á www.toyota.is Sigurpáll Geir SveinssonÓlöf María Jónsdóttir ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 18 51 2 0 8/ 20 02 GRETTISDAGURINN verður hald- inn sunnudaginn 18. ágúst 2002, nú í umsjá nýstofnaðs félags, Grettistaks ses. Félagið hefur það hlutverk að nýta menningararf og sögu Húna- þings vestra. Verða Grettissögu þar gerð einkar góð skil og byggt á frægð kappans Grettis sterka Ásmundar- sonar. Stjórnarformaður Grettistaks ses. er Pétur Jónsson og hefur Elín R. Líndal verið ráðin framkvæmdastjóri til næstu áramóta. Kominn er út kynningarbæklingur um minnisvarðann um Ásdísi Bárð- ardóttur, móður Grettis. Minnis- merkið er á Berginu neðan túns á Bjargi og sýnir atburði úr Grettis- sögu. Grettisdagskráin byrjar kl. 13 með sögustund á Berginu. Gengið um söguslóðir Grettis á Bjargi í fylgd Karls Sigurgeirssonar. Kl. 14 hefst dagskrá í tjaldi þar sem Drangeyjarjarlinn, Jón Eiríksson, og sögumaðurinn Karl frá Bjargi rök- ræða um Gretti og Grettissögu. Sig- urður Sigurðarson, dýralæknir og rímnamaður, kynnir og kveður rímur með félögum sínum. Þorvaldur, bóndi á Bjargi, leikur á harmonikku undir almennum söng. Seldar verða í veit- ingar að hætti Regínu í Tröllagarði. Um kl. 14.45 hefst aflraunakeppni og verður keppt í karla- og kvenna- flokki. Öllum er heimil þátttaka og fá þrír efstu í hvorum flokkum til eignar gripi, gerða af listakonunni Önnu Ágústsdóttur á Hvammstanga. Sterkasti heimamaðurinn í hvorum flokki heldur hinum eftirsótta farand- grip, Grettisbikarnum, næsta árið. Andrés Guðmundsson, hinn lands- kunni kraftakarl, stýrir keppninni og sýnir nokkur „grettistök“. Hægt er að skrá sig með rafpósti á grettir.- sterki@grettistak.is eða þegar mætt er á staðinn. Enginn aðgangseyrir er að dagskrá en Sparisjóður Húnaþings og Stranda hefur stutt verkefnið eins og oft áður. Grettishátíð á Bjargi í Miðfirði Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur dönsuðu á Grettisdegi í fyrra. Hvammstangi HALLI Reynis hélt tónleika á Viv- aldi föstudagskvöldið 2. ágúst, fyrir þá sem héldu sig heima í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Halli hefur undanfarin fjögur ár verið bú- settur í Danmörku, en er nýlega fluttur aftur heim ásamt fjölskyldu sinni. Tónleikarnir voru hinir fyrstu hérlendis eftir heimkomuna, en síð- an lá leiðin til Hólmavíkur þar sem hann spilaði kvöldið eftir. Halli lék og söng bæði ný og gömul lög eftir sjálfan sig, óskalög fyrir aðdáendur og sannaði að hann hefur engu gleymt í Danmörku. Þegar hann var spurður hvað væri á döfinni sagðist Halli taka þátt í keppninni Trúbador Íslands 2002 sem verður haldin 15.– 17. ágúst í Egilsbúð í Neskaupstað en þar verða samankomnir landsins frægustu trúbadorar. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Halli Reynis með tónleika Borgarnes Á DÖGUNUM var hin árlega kvennareið í Dölum. Það er árlegt að konur í héraðinu frá 16 ára aldri og upp úr fari saman í kvennareið. Í ár var farið um Hvammssveitina og riðin fjaran en það er gaman að því hve langt er hægt að fara með fjörunni á vissum tíma dags. Endað var svo í Skerðingsstaðarétt og þar voru vel valdir karlmenn sem biðu eftir þessum tæplega 120 konum sem tóku þátt í kvennareiðinni í ár. Þessir karlmenn höfðu fylgt kon- unum á bíl til að þjóna þeim með drykki og spila undir fjöldasöng á áningarstöðum. Eftir frábæra grillmáltíð var sest upp í brekku þar sem var sungið og trallað. Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Þátttaka í kvennareiðinni í ár var mjög góð, en tæplega 120 konur mættu með klára sína. Kvennareið í Dölum Hvammssveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.