Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MÖRG þúsund aðdáendur söngv- arans Elvis Presleys heiðruðu í gærmorgun minningu hans við grafreitinn í Graceland í Memphis- borg í Tennessee með því að efna til kyndilgöngu þrátt fyrir þrumu- veður og mikla rigningu. Liðin voru 25 ár í gær frá andláti hins dáða dægurlagasöngvara sem oft er ein- faldlega nefndur „Kóngurinn“ og allir rokkaðdáendur vita þá hvern er átt við. Prestur stýrði sameiginlegu faðirvori áður en lagt var af stað, leikið var lagið Memories og tárin streymdu niðar kinnar þeirra sem enn syrgja goð sitt. En aðrir voru léttir í lund. „Við lítum fremur á þetta sem tækifæri til að fagna því að Elvis var til en að syrgja hann,“ sagði Jane Anderson, 68 ára gömul kona sem er formaður Elvis-klúbbs í Shreveport í Lousiana. AP Grátið í Grace- land KJÖR námumanna í Suður-Afríku eru misjöfn og einkum eru þau slæm hjá konum sem nota haka og önnur frumstæð verkfæri við að höggva kaólínleir úr jörðu í Ndwedwe, um 50 kílómetra norð- an við hafnarborgina Durban. Efnið er notað við postulínsgerð. „Þetta er eina vinnan, annað er ekki að hafa,“ segir Gezephi Ntshanyase sem er sextug og bograr í aurnum við vinnu sína en hefur um leið góðar gætur á brekkunni fyrir ofan vegna hættu á grjóthruni. Afrakstrinum sting- ur hún í seglsdúkspoka. Ntshan- yase er ein af milljónum bláfá- tækra kvenna í sveitahéruðum landsins, ómenntuð og verður að hafa úti öll spjót til að hafa í sig og á. Alnæmisfaraldurinn í Suð- ur-Afríku hefur gert kjör kvennanna enn verri; þúsundir karla sem áður unnu í borgunum en sendu peninga til fjölskyldna sinna heima fyrir eru nú látnir. Um hundrað konur vinna í kaólínnámunni en stjórnvöld hafa nú lýst hana ólöglega og ætla að loka henni fyrir árslok. Aðstæð- urnar eru skelfilegar og launin léleg, síðustu árin hafa minnst fimm manns orðið fyrir hrynjandi grjóti og dáið. Stjórnvöld heita því að konurnar fái starfsþjálfun og þeim verði leyft að vinna við leirkeragerð í mun fullkomnari námu sem verður opnuð skammt frá. „Ég hef unnið hér í 11 ár en verið námumaður í meira en 20 ár,“ segir Ntshanyase. Andlit hennar og útlimir eru þakin fín- gerðu, ljósu ryki. Babonai Lutuli, sem er um fimmtugt, og systir hennar Hlanganisile stynja þegar þær rogast með þunga sekki, fulla af kaólínleir, upp bratta námuveggina. Efninu er ekið yfir á nálægan akur og þar notar Busisiwe Nsidane, sem er 31 árs, prik til að mylja leirinn í fíngert duft. Það er sett í vatn og úr deiginu er búinn til hnullungur sem seldur er postulínsverk- smiðjum í Durban. Konurnar segjast geta unnið sér inn um 1.200 rand á mánuði en það jafn- gildir 120 dollurum, um tíu þús- und krónum. Unnið er alla daga vikunnar og allt að tíu stundir á dag. „Ég hata þessa vinnu en pen- ingarnir eru ágætir,“ segir Nsid- ane, sem hefur smurt rauðri leðju yfir andlitið til þess að forðast sólbruna. Konurnar kvarta yfir öndunarsjúkdómum vegna ryks- ins og einnig eru þær slæmar í baki af erfiðinu. Karlar vilja yf- irleitt hvorki hætta lífi né heilsu í námunum, að sögn embættis- manna sem segja konurnar aftur á móti aldrei gefast upp. Ntshan- yase segir að þær fórni öllu til þess að geta gefið börnunum að borða. „Við erum hugrakkar en karlarnir eru hræddir,“ segir hún og hlær við. AP Gezephi Ntshanyase (t.h.) á leið niður í leirnámuna með félögum sínum. „Karlarn- ir eru hræddir“ Bláfátækar konur í Suður-Afríku hætta lífi og heilsu í leirnámu Ndwedwe í Suður-Afríku. AP. ’ Ég hata þessavinnu en pening- arnir eru ágætir. ‘ MEIRA en 600 manns, sem misstu ástvini í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september á síðasta ári, eru að undirbúa málsókn á hend- ur Súdan, nokkrum bönkum í araba- löndunum, einstaklingum innan kon- ungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu og öðrum hópum, sem fólkið telur að hafi tekið þátt í að fjármagna starf- semi hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda. Málið er höfðað fyrir rétti í Wash- ington í Bandaríkjunum og krefjast sóknaraðilar a.m.k. þúsund milljarða dollara í skaðabætur. „Sönnunar- gögn okkar eru afar áreiðanleg,“ sagði Ron Motley, lögmaður sækj- endanna, en hann lék á sínum tíma lykilhlutverk í frægu máli sem höfð- að var gegn tóbaksframleiðendum í Bandaríkjunum. Samkvæmt málsskjölum, sem lögð verða fyrir réttinn, vilja sókn- araðilar að þeir sem hvöttu til, fjár- mögnuðu, stóðu fyrir eða studdu með einhverjum hætti árásirnar, sem gerðar voru 11. september, verði látnir bera ábyrgð samkvæmt lögum. Er málinu einnig ætlað að „svæla þá sem styðja við hryðju- verkastarfsemi út úr grenum sínum og koma yfir þá lögum“. Málið beinist einnig gegn Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda, sem talinn er hafa skipulagt árásirnar, og gegn talibönum í Afganistan, sem veittu bin Laden og al-Qaeda skjól. Þá eru nefndir til sögunnar sjö al- þjóðlegir bankar, átta íslömsk sam- tök, nokkrir kaupsýslumenn og þrír prinsar í Sádi-Arabíu. „Við eigum von á því að Sádarnir og bankarnir muni verjast ásökun- um okkar. En þeir munu þurfa að gera það hér [í Bandaríkjunum]. Þeir verða að koma fyrir rétt hérna,“ sagði Motley. Kvaðst hann gera ráð fyrir því að fleiri myndu bætast í hóp sækjenda þegar fram liðu stundir. „Við reiknum með því að í september verði um eitt þúsund fjölskyldur að- ilar að þessari málsókn.“ Höfða mál á hendur þeim sem taldir eru hafa fjármagnað al-Qaeda Krefjast þús- unda milljarða í skaðabætur Washington. AFP. MIKIÐ hefur verið fjallað um vild- arpunkta flugfélaga í ýmsum lönd- um að undanförnu í kjölfar þess að tveir þýskir stjórnmálamenn hafa sagt af sér embætti vegna misnotk- unar á slíkum punktum. Mismun- andi reglur gilda um punktana, í Þýskalandi eiga til dæmis opinberir starfsmenn ekki rétt á að nota þá sjálfir heldur á andvirði þeirra að renna til ríkisins. Einkafyrirtæki hafa ýmsan hátt á í þessum málum. Nýlega fór stærsta tryggingafyrirtæki Ástralíu á haus- inn og í tilefni af því voru vitna- leiðslur yfir starfsmönnum þess. Einn þeirra var Raymond Reginald Williams sem þurfti að ferðast mik- ið flugleiðis í starfi sínu. Hér á eftir fara orðaskipti lögmannsins Wayn- es Martins og Williams. Martin: „Vildir þú gera svo vel að segja okkur hvort þú hafir á tíðum fyrsta farrýmis flugferðum þínum til London pantað sætið við hliðina á þér undir skjalatöskuna? Williams: „Ég man ekki neitt sér- staklega eftir þessu. En þetta getur hafa gerst stundum.“ Martin: „Að skjalataskan þín hafi ferðast líka á fyrsta farrými?“ Williams: „Það gæti hafa verið.“ Martin: „Sagðir þú fulltrúum [flugfélagsins] Qantas að skjala- taskan ætti rétt á vildarpunktum?“ Williams: „Ég man það ekki.“ Martin: „Og var þér þá sagt að umrædd skjalataska ætti ekki rétt á vildarpunktum vegna þess að hún væri í reynd ekki manneskja?“ Williams: „Flugfélagið getur hafa tekið þá afstöðu í málinu.“ Martin: „Var skjalataskan frá þeim tíma skráð undir nafninu Cas- ey Williams?“ Williams: „Casey Reginald Will- iams, aðstoðarframkvæmdastjóri.“ Vildarpunktarnir Töskur hafa líka réttindi STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum ákváðu fyrr í mánuðinum að fella úr gildi ýmis mikilvægustu ákvæði laga, sem sett voru í forsetatíð Bills Clint- ons, og snúa að vernd og notkun sjúkraskýrslna. Nýju reglurnar, fyrstu eiginlegu alríkisreglurnar um þessi mál, munu snerta hvern einasta lækni, sjúkling, sjúkrahús, lyfsala og flest trygginga- félög í Bandaríkjunum. Taka þær endanlega gildi í apríl á næsta ári og viðurlög við brotum á þeim eru mjög ströng að því er fram kom í The New York Times. Nú verða þeir, sem annast heilsu- gæslu, að láta sjúklingana vita um önnur réttindi sín og helst að fá það undirritað hjá þeim, að þeim hafi verið skýrt frá þeim en áður var gerð ófrávíkjanleg krafa um slíka undir- ritun. Tommy G. Thompson, heilbrigð- isráðherra Bandaríkjanna, segir, að nýju reglurnar séu skynsamlegri en þær gömlu: „Áður þurfti sjúkt fólk og slasað að endasendast um alla borg til að gefa samþykki sitt áður en unnt var að sinna því.“ Ákvörðun bandarískra stjórnvalda Aðgangur aukinn að sjúkra- skýrslum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.