Morgunblaðið - 17.08.2002, Page 28
ERLENT
28 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SVO virðist sem vaxandi ágreining-
ur sé meðal bandarískra repúblik-
ana um áætlanir og yfirlýsingar
George W. Bush, forseta Bandaríkj-
anna, um árás á Írak. Í hópi efa-
semdamannanna eru ýmsir kunnir
menn á þingi, í utanríksráðuneytinu
og embættismenn í fyrri ríkisstjórn-
um en þeim finnst sem Bandaríkja-
stjórn sé hvorki undir það búin að
fara í stríð, né hafi hún fært haldbær
rök fyrir nauðsyn þess.
Meðal þessara manna eru þeir
Henry A. Kissinger, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra, og Brent Scow-
croft, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi
George Bush eldra. Þeir vilja vissu-
lega, að Saddam Hussein, forseta
Íraks, verði bolað burtu með ein-
hverjum hætti en óttast, að yfirlýs-
ingar og aðgerðir Bush forseta verði
til að reka fleyg á milli Bandaríkja-
manna og bandamanna þeirra, valda
aukinni ókyrrð í Miðausturlöndum
og skaða langtímahagsmuni Banda-
ríkjanna. Benda þeir á, að ríkis-
stjórnin hafi ekki fært neinar sönnur
á, að Bandaríkjunum stafi hætta af
Írak. Var ítarlega fjallað um þessi
mál í The New York Times í gær.
Powell reynir að
snúa á haukana
Colin Powell utanríkisráðherra,
sem átti fund með Kissinger fyrr í
vikunni, og ráðgjafar hans hafa
ákveðið, að best sé að beina um-
ræðunni á alþjóðavettvangi að skip-
an mála í Írak að Saddam Hussein
gengnum, ekki bara til að tryggja
lýðræðislega stjórnarhætti þar í
landi, heldur ekki síður til að klekkja
á haukunum í ríkisstjórninni og
draga úr stríðsæsingunum.
„Við, sem lítum ekki á innrás sem
trúaratriði, heldur bara sem hugsan-
legan kost, viljum huga að afleiðing-
unum, að því, sem við tekur. Ef
menn eru ekki tilbúnir til þess, eiga
þeir ekki að hafast að,“ var haft eftir
háttsettum manni, sem kemur að
mótun bandarískrar utanríkis-
stefnu.
Samstaðan gegn
hryðjuverkum í hættu
Scowcroft, sem átti þátt í að
byggja upp breiða, alþjóðlega sam-
stöðu gegn Írak í Persaflóastríðinu,
segir í grein, sem birtist í gær í The
Wall Street Journal, að „árás á Írak
nú mun skaða og jafnvel eyðileggja
hina alþjóðlegu samstöðu í barátt-
unni gegn hryðjuverkum“. Þessi
gagnrýni ætti að ná eyrum Bush því
að Scowcroft var í raun einn af
Bush-fjölskyldunni í stjórnartíð
Bush eldra og náinn vinur hann alla
tíð síðan.
Chuck Hagel, öldungadeildar-
þingmaður repúblikana í Nebraska,
segir, að Powell og næstráðandi
hans, Richard L. Armitage, hafi var-
að Bush við árás á Írak án mikils, al-
þjóðlegs stuðnings en háttsettir
embættismenn í Hvíta húsinu og í
utanríkisráðuneytinu vilja þó ekki
við það kannast. Lawrence S. Eagle-
burger, sem var utanríkisráðherra í
stuttan tíma í stjórn Bush eldra, var-
ar líka við vanhugsaðri árás á Írak. Í
viðtali við ABC News sagði hann, að
hefði bandaríska leyniþjónustan það
ekki alveg á hreinu, að Saddam
Hussein réði yfir gjöreyðingarvopn-
um, þá skildi hann ekki hvers vegna
ráðast ætti á Írak á sama tíma og
bandamenn Bandaríkjanna væru því
andvígir. Undir þetta tekur Dick
Armey, leiðtogi meirihluta repúblik-
ana í fulltrúadeildinni.
Trúverðugleiki Bush að veði
Í grein sinni í The Wall Street
Journal segir Scowcroft, að verði lit-
ið svo á, að Bandaríkjastjórn hafi
snúið baki við deilu Ísraela og Pal-
estínumanna til að geta jafnað um
Saddam Hussein, muni það valda
„ofsalegri reiði í okkar garð“. Segir
hann, að næstum öll heimsbyggðin
sé á móti árás á Írak nú og þess
vegna yrðu Bandaríkjamenn að
standa einir að henni með tilheyr-
andi erfiðleikum og kostnaði.
Richard N. Perle, fyrrum hátt-
settur embættismaður í stjórn Ron-
alds Reagans og einn af þeim, sem
reka harðastan áróður fyrir árás á
Írak, segir yfirlýsingar Scowcrofts
rangar.
„Ef ekki verður farið í stríð við
Íraka eftir allar yfirlýsingar forset-
ans mun trúverðugleiki hans rjúka
út í veður og vind og baráttan gegn
hryðjuverkum verða fyrir miklu
áfalli,“ sagði Perle og bætti við, að
það væri barnalegt að halda, að
Bandaríkjamenn gætu leyst hálfrar
aldar gamla deilu Ísraela og araba.
„Engar sannanir“
Öldungadeildarþingmaðurinn
Chuck Hagel, sem varð einna fyrst-
ur til að efast um stefnu Bush í
Íraksmálum, sagði í vikunni, að CIA,
bandaríska leyniþjónustan, hefði
„alls engar sannanir“ fyrir því, að
Írakar myndu bráðum ráða yfir
kjarnavopnum. Hann tekur undir
það með Kissinger, að ráðist Banda-
ríkjamenn að fyrra bragði á ríki,
sem eiga kjarnavopn, geti það hvatt
Indverja til að ráðast á Pakistani og
skapað aðstæður fyrir Ísraela til að
reka alla Palestínumenn frá Vest-
urbakkanum og Gaza.
„Innrás í Írak er auðveld en erf-
iðara að komast þaðan aftur,“ sagði
Hagel og bætti við: „Kannski að
Perle vilji vera í fararbroddi þegar
herinn heldur inn í Bagdad.“
Bandaríkjastjórn að lenda í vandræðum heimafyrir með stefnuna í málefnum Íraks
Vaxandi kurr í
röðum repúblikana
Reuters
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, flytur ávarp í fyrradag við Rushmore-fjallið í Suður-Dakóta.
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti bar sig vel á ráðstefnu um
ástand efnahagsmála sem haldin
var í Waco í Texas í byrjun vikunn-
ar. Þar kvaðst hann „ótrúlega bjart-
sýnn“ á að senn horfði til betri tíðar
í efnahagsmálum vestra. Þau
vandamál, sem að steðjuðu í efna-
hagsmálunum, væru aðeins tíma-
bundin.
Bush sagði að skýringin á efna-
hagsörðugleikunum væri þríþætt. Í
fyrsta lagi hefði samdráttur í efna-
hagslífinu verið yfirvofandi er hann
tók við embætti forseta Bandaríkj-
anna í upphafi árs 2001. Síðan hefðu
árásirnar á Bandaríkin 11. septem-
ber skiljanlega haft slæmar afleið-
ingar og í þriðja lagi hefðu nýverið
komið upp hneykslismál – sem m.a.
tengdust orkurisanum Enron og
fjarskiptafyrirtækinu WorldCom –
sem drógu mjög úr trú fjárfesta á
bandarískan efnahag. Óróleikinn
sem af því hefði hlotist skilaði sér
síðan út á markaði með slæmum af-
leiðingum fyrir efnahagslífið.
Allt voru þetta atriði sem segja
má að Bush beri enga sök á. Und-
anfarna mánuði hefur sú kenning
hins vegar fengið byr undir báða
vængi að það lið manna, sem Bush
hefur sér til ráðgjafar í efnahags-
málunum, sé einfaldlega ekki nógu
vel skipað. Skýringin á miklum
sveiflum á mörkuðum á Wall Street
og annars staðar sé m.a. fólgin í því
að fjárfestar beri ekki traust til
ráðamanna hvað efnahagsmálin
varðar.
Segja sumir fréttaskýrendur að
vandinn sé sá að Bush hafi veika
ráðgjafa í efnahagsmálum, sem
valdi því síðan að hann neyðist oft
til að taka þau í eigin hendur. Það
kunni ekki góðri lukku að stýra.
„Hann segir eitthvað og samstundis
verður verðhrun á mörkuðum,“
segir Stephen Moore, forseti sam-
taka sem styðja framboð íhalds-
samra repúblikana, í samtali við
The New York Times. „Ég er ekki
að segja að vandinn á mörkuðum sé
honum að kenna. En orð hans hafa
engan veginn þau áhrif að fjárfestar
hlaupi til og taki að kaupa hlutabréf
á ný.“
Fjármálaráðherrann
O’Neill í litlum metum
„Forsetanum hefur augsýnilega
ekki tekist nógu vel upp,“ segir
repúblikaninn Chuck Hagel, sem
situr í öldungadeild Bandaríkja-
þings. Rifjar hann upp
að í tíð Bills Clintons
Bandaríkjaforseta hafi
menn ávallt verið sér
meðvitandi um að að
baki forsetanum stóð
traustur maður, fjár-
málaráðherrann Ro-
bert Rubin.
„Ég held ekki að að-
ilar á mörkuðum hafi
slíka trú á ráðgjöfum
núverandi forseta.“
Oftar en ekki nefna
menn Paul O’Neill,
fjármálaráðherra í rík-
isstjórn Bush, til sög-
unnar þegar rætt er
um akkillesarhæla í efnahagsstefnu
forsetans. Er óhætt að segja að fáir
virðast hafa trú á því að O’Neill,
sem var áður aðalforstjóri álrisans
Alcoa, verði langlífur í embætti.
Bush hefur þó margoft lýst yfir full-
um stuðningi við O’Neill.
Axarsköft O’Neills í embætti
hafa verið fjölmörg. Þykir ráð-
herrann helst til fljótfær í tilsvör-
um, stundum með þeim afleiðingum
að skyndilegt fall hefur orðið á
mörkuðum á Wall Street.
Sjálfur hefur O’Neill látið hafa
eftir sér að hann skilji ekkert í því
hvers vegna fjárfestar hafi svo mik-
inn áhuga á því hvað hann segi.
Þóttu þau ummæli ekki vekja tiltrú
á ráðherranum eða
gefa til kynna að hann
væri sér meðvitandi
um það hversu mikla
ábyrgð hann bæri.
Nú síðast voru það
Suður-Ameríkuríkin
sem höfðu tilefni til að
reiðast O’Neill en
hann var þar á ferða-
lagi nýverið. Lét
O’Neill hafa eftir sér,
skömmu áður en hann
hélt í för sína, að ef
Suður-Ameríkuþjóð-
irnar ætluðust til þess
að Bandaríkin eða Al-
þjóðagjaldeyrissjóð-
urinn (IMF) veitti þeim aðstoð, í
þeim miklu kröggum sem þau eru
nú, yrðu þau „að setja ný lög og nýj-
ar reglur sem tryggja að þegar fjár-
hagsaðstoðin berst verði hún til
góðs en streymi ekki bara þegar úr
landi, inn á bankareikninga í Sviss“.
Þótti O’Neill hafa móðgað vænt-
anlega gestgjafa sína í Argentínu,
Brasilíu og Úrúgvæ gróflega með
þessum ummælum, enda vart hægt
að skilja þau öðruvísi en svo, að
hann teldi flesta ráðamenn í þess-
um heimshluta gjörspillta.
„Það eru ansi margir sem vildu
helst að hann [O’Neill] væri horfinn
[úr embætti] innan klukkustund-
ar,“ hefur New York Times eftir
ónafngreindum en áhrifamiklum
aðila úr viðskiptalífinu, sem kýs
Repúblikanaflokkinnn. Segir blaðið
að margir repúblikanar hafi tjáð þá
skoðun sína að skipta verði um fjár-
málaráðherra eftir þingkosning-
arnar í nóvember, en þá er líklegt
að Bush taki að beina sjónum sínum
að því hvernig hann tryggi sér end-
urkjör í forsetakosningunum sem
halda á haustið 2004.
Telja þó sumir að vandinn felist
ekki síst í því að fáir af nánustu ráð-
gjöfum Bush í efnahagsmálum séu
hæfir til að takast á við ráðherra-
stólinn, sem Paul O’Neill nú situr í.
Er fullyrt að nú séu uppi áætlanir
að fá Dick Cheney varaforseta til að
taka að sér rullu í þessum efnum en
það ætti að draga eitthvað úr
reynsluleysinu, sem virðist hrjá
efnahagsmálateymi Bush.
Vill ekki hljóta sömu
örlög og Bush eldri
Ljóst er allavega að Bush er stað-
ráðinn í að hljóta ekki sömu örlög
og faðir hans, sem mistókst að
tryggja sér annað kjörtímabil á for-
setastóli. Bush eldri naut einmitt
fáheyrðra vinsælda meðal banda-
rísku þjóðarinnar er kjörtímabil
hans var u.þ.b. hálfnað – og skýrðist
það m.a. af stríðsrekstrinum við
Persaflóa 1991 – en tapaði engu að
síður fyrir Clinton um haustið 1992,
m.a. vegna þess að niðursveifla tók
að plaga bandarískan efnahag.
Segja fréttaskýrendur að ráð-
stefnan í Waco í Texas í vikunni hafi
verið sett á svið einmitt með það
fyrir augum að senda þau skilaboð
að forsetinn væri fyllilega í stakk
búinn til að ráða fram úr vandanum.
Samdráttur í efnahags-
lífinu hefur sett svip
sinn á forsetatíð
George W. Bush. Eins
og fram kemur í grein
Davíðs Loga Sigurðs-
sonar telja þó ekki allir
að endalaust sé hægt að
kenna utanaðkomandi
öflum um. Paul O’Neill
david@mbl.is
Ráðgjafar Bush ekki
vandanum vaxnir?