Morgunblaðið - 17.08.2002, Síða 30

Morgunblaðið - 17.08.2002, Síða 30
NEYTENDUR 30 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ...heima N O N N I O G M A N N I I Y D D A / sia .is / N M 0 6 8 2 1 GREINING á kauphegðun er við- fangsefni verkefnis sem Baugur og Nýherji vinna að í sameiningu um þessar mundir. „Við skoðum kaup- hegðun fólks í verslunum okkar og styðjumst þar við aðferðafræði sem ber nafnið gagnanám. Við erum fyrst og fremst að gera svokallaða körfu- greiningu þar sem samhengi á milli vara í innkaupakörfunni er skoðað,“ segir Kristinn Eiríksson, forstöðu- maður upplýsingasviðs Baugs. Hann bætir við að áhrif auglýsinga séu einnig könnun og hvernig uppröðun í verslunum hefur áhrif á sölu og hvernig auglýsingar virka á neyt- endur. Hann tekur fram að gögnin séu ekki persónugreinanleg á nokk- urn hátt. Íslendingar eru komnir stutt á veg í greiningu á kauphegðun en Amer- íkanar séu komnir hvað lengst í þess- um efnum, að sögn Kristins. Hann nefnir sem dæmi verslanakeðjuna Walmart sem búi yfir einu stærsta gagnasafni í heimi og bendir á að þeirra góða staða sé rakin til þess hve menn þar á bæ séu öflugir í upp- lýsingatækni. „Þá getum við litið á fyrirtæki eins og bóksöluna Amazon en eins og fólk sem heimsótt hefur heimasíðuna þeirra hefur séð, veit fyrirtækið betur en kaupandinn sjálfur hvaða bækur hann langar til að lesa.“ Hann segir að gerð hafi verið könnun á því hvað færi mest í taug- arnar á viðskiptavinum stórmarkaða á Íslandi annars vegar og Noregi hins vegar. „Kom þá í ljós að Íslend- ingarnir voru afar óþolinmóðir og þoldu illa að þurfa að standa í biðröð við kassann á meðan mest fór í taug- arnar á Norðmönnum þegar ákveðin vara sem þeir vildu kaupa fékkst ekki í búðinni.“ Bleiur og bjór keypt saman á föstudögum Með því að fylgjast með kaup- hegðun viðskiptavina geta verslun- areigendur aukið hagræðingu í verslunarrekstri en slíkar upplýs- ingar geta til dæmis sagt til um hvernig best er að haga uppröðun í versluninni svo hún leiði til aukinnar sölu. Kristinn nefnir að eitt þekktasta dæmið frá Bandaríkjunum sé þegar í ljós kom að samhengi var á milli sölu á bleium og bjór í stórmörkuðum á föstudögum. „Pabbar sem fóru að versla fyrir helgina og keyptu bleiur, gripu gjarnan með sér bjórkippu í sömu ferð. Þá var ákveðið að breyta uppröðuninni í búðinni á föstudögum þannig að bjórinn var færður nær bleiunum og jókst þá salan á báðum vörunum.“ Hann bendir á að einnig geti borg- að sig fyrir fyrirtæki að hafa í boði vöru og þjónustu sem fáir kaupa og lítið selst af. Dæmi um það sé dýr ostur sem seldist lítið í stórmarkaði einum en í ljós hafi komið að þeir sem keyptu hann keyptu einnig góð rauðvín og gott kjöt. „Osturinn var því vara sem gaf vel af sér þrátt fyrir að hún seldist lítið. Gott var að hafa ostinn til sölu því hann dró að kúnna sem keyptu einnig aðrar dýrar vörur.“ Hann segir að í verkefni Baugs og Nýherja sé m.a. verið að skoða svipaða hluti. „Við höfum til dæmis komist að því að verulegar líkur eru á að þeir sem kaupa Kell- ogs Special K kornflögur kaupi einn- ig Fjörmjólk.“ Ákvörðun um kvöldmatinn oftast tekin í versluninni Neytendur eru flestir hættir að skrifa innkaupalista áður en þeir fara í búðina en fleiri karlar en konur nota þá, að því er fram kemur norska dagblaðinu BA. Farsíminn hefur að miklu leyti tekið við hlutverki listans en algengt er að karlar noti hann til að hringja heim og ráðgast við eig- inkonuna um innkaupin eða þá að þær senda textaskilaboð með fyrir- mælum um hvað þeir eigi að kaupa. Flestir versla einir og á leið heim úr vinnu milli kl. 16 og 18 á daginn en fólk eyðir mest ef það fer að versla um helgar. Einn af hverjum þremur neytendum segir að tilboð hafi áhrif á hvað fer í innkaupakerruna og kon- ur kaupa frekar eftir tilboðum en karlar. Þeir sem kaupa eftir tilboð- um kaupa hins vegar fyrir 33% hærri upphæð en þeir sem gera það ekki. Áður en við förum í búðina höfum við einungis ákveðið að kaupa um þriðj- ung af því sem við síðan kaupum og nánast undantekningarlaust er ákvörðun um hvað á að vera í kvöld- matinn tekin í búðinni sjálfri. Íslendingar snöggir að kaupa inn Þá sýna rannsóknir að Norðmaður eyðir að meðaltali 16 mínútum inni í stómarkaði þegar hann kaupir inn á meðan Frakki tekur sér 50 mínútur í innkaup og Dani hálftíma. Ekki hef- ur verið rannsakað hvar Íslendingar standa í samanburði en Emil B. Karlsson hjá Samtökum verslunar og þjónustu segir að telja megi lík- legt að Íslendingar séu svipaðir Norðmönnum hvað þetta varðar. Hér líkt og þar sé fólk önnum kafið við vinnu og heimilisstörf og vill ljúka af innkaupunum eins fljótt og kostur er. „Þar sem þjónusta og vöruúrval er mikið er líklegt að fólk verji meiri tíma inni í búðinni en það er mikilvægt fyrir söluna í stórmörk- uðum. Hönnun og skipulag hefur einnig áhrif á það hvort viðskiptavin- ir staldri lengur við.“ Hann segir að íslenskir verslunareigendur hafi ver- ið að taka sig á í þessum efnum. Verkefni Baugs og Nýherja sé dæmi um það auk þess sem undanfarið hafi verið unnið að því að auka náms- framboð fyrir starfsfólk í verslunar- geiranum. „Í haust er að hefja göngu sína tveggja ára námsbraut við Við- skiptaháskólann á Bifröst til að sér- mennta verslunarstjóra en þar verð- ur mikil áhersla lögð á þessi fræði.“ Farsíminn tekinn við af innkaupalistum bryndiss@mbl.is Biðraðir við kassa fara mest í taugarnar á Íslendingum þegar þeir kaupa inn á meðan Norðmönnum þykir óþolandi þegar ákveðin vara er ekki til í búðinni. Bryndís Sveinsdóttir skoðaði kauphegðun neytenda í stór- mörkuðum. ’ Norðmaður eyðirað meðaltali 16 mín- útum inni í stór- mörkuðum en Frakki 50 mínút- um. ‘ ’ Þeir sem kaupaKellogs Special K kaupa oft líka Fjör- mjólk. ‘ Morgunblaðið/Ásdís SAINSBURY, sem er næst- stærsta verslunarkeðja Englands, hefur opnað 4.000 fm verslun með ýmiss konar sérþjónustu í Man- chester eftir að hafa kann- að hvað viðskiptavinir vildu helst hafa í búðinni, að því er fram kemur á heimasíðu norsku samtakanna Hand- els- og Servicenæringens Hovedorganisasjon. Í ljós kom að það sem fólk lagði áherslu á var að geta verið fljótt með innkaupin, það fengi innblástur og hug- myndir að matargerð í búð- inni og að þægilegt væri að vera með börnin hjá sér þegar keypt væri inn. Þeim sem leiðist að kaupa inn geta fengið starfsfólk versl- unarinnar til þess fyrir 750 kr. og á meðan getur við- skiptavinurinn látið fara vel um sig með ókeypis kaffi- bolla og farið á Netið og skoðað tölvupóst. Þeir sem nenna ekki að standa í bið- röð við kassann geta fengið starfsfólk til að gera það fyrir sig fyrir litlar 350 krónur. Þá hefur verið sett upp skemmtisvæði í versl- uninni fyrir fullorðna og börn í samvinnu við Vís- indasafnið í London. Þeir sem vilja eingöngu kaupa nauðsynjavörur eins og kjöt, mjólk, smjör og brauð geta látið sér nægja að fara inn í afmarkað svæði við inngang verslunarinnar þar sem eingöngu fást slíkar vörur, þeir sem vilja geta pantað nauðsynjavörur á Netinu og sótt þær á fyr- irfram ákveðnum tíma og fyrir þá sem vilja geta keypt inn utan opnunartíma eru kældir sjálfsalar fyrir utan búðina með helstu nauðsynjavörum. Óska- verslun neyt- andans JURTAGULL er fyrirtæki í matvælaframleiðslu sem tók til starfa í sumar en það framleiðir margskonar soðkraft undir merkinu Fond. Fyrirtækið er staðsett í Hveragerði og er jarð- varmi notaður til framleiðslunnar en sú orka er mun ódýrari en rafmagn, að sögn Kristjáns Arn- ar Jónssonar framkvæmdastjóra. Hann segir söluna fyrstu mán- uðina hafa gengið mjög vel. „Við byrjuðum markaðssetningu og sölu í lok maí og hefur hún tvö- faldast í hverjum mánuði síðan þá.“ Fyrirtækið framleiðir þrjár tegundir af kjötsoði í fljótandi formi lamba-, kjúklinga- og svínasoð. Enn sem komið eru vörurnar eingöngu seldar til veit- ingahúsa og mötuneyta en til stendur að þróa vörulínu sem seld verður í matvörubúðum, að sögn Kristjáns. Ásamt honum vinnur Gísli Tómasson hjá fyrirtækinu og bendir Kristján á að hann hafi átt hugmyndina. „Hann er vanur matreiðslumaður, var búinn að vinna í eldhúsum veitingahúsa víða og fannst fyrirhöfnin sem var af því að búa til soðkraft vera allt of mikil. Hann var búinn að ganga með hugmyndina í mag- anum í nokkur ár en svo ræddi hann hana við mig og við ákváðum að slá til.“ Nota jarðvarma til að vinna soðkraft NÍU af hverjum tíu Evrópubúum finnst í góðu lagi að senda tölvupóst til vina og kunningja í vinnunni, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar evr- ópskrar könnunar sem gerð var meðal netnotenda en sagt er frá henni í netútgáfu Aftenposten. Af þeim tæplega 10.000 manns sem tóku þátt í könnuninni viðurkenna 88% að þeir noti vinnutímann til að senda einkapóst sem ekki tengist vinnunni en 12% segjast aldrei gera slíkt af ótta við að fá skammir eða vera sagt upp. Af öðrum niðurstöð- um má nefna að meira en helmingur Norðmanna segist senda einkapóst í vinnunni á hverjum degi, tveir af hverjum tíu gera það nokkrum sinn- um í viku en 8% einu sinni í mánuði. 90% senda tölvupóst til kunningja á vinnutíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.