Morgunblaðið - 17.08.2002, Síða 31
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 31
Spurning: Kona vildi fá útskýr-
ingar á fyrirbærinu blöðrufóstri.
Hvað er það og hvað er vörtufóst-
ur? Þessi tvö glænýju orð heyrði ég
um daginn og skil því miður ekki.
Svar: Orðið blöðrufóstur er notað í
tvenns konar merkingu. Annars
vegar merkir það fóstur sem er
eins og blaðra í laginu en þannig
eru öll fóstur snemma á þroskaferl-
inum og verður ekki fjallað meira
um það hér. Hins vegar merkir það
mjög afbrigðilegt fyrirbæri sem
kemur einstaka sinnum fyrir, er að
mestu eða öllu leyti myndað úr
fylgjunni (legkökunni) og lítur oft
út eins og klasi af blöðrum eða
berjum. Orðið vörtufóstur hef ég
ekki fundið skýringu á en trúlega
merkir það sama og afbrigðilegt
blöðrufóstur eða ófullkomið fóst-
urlát. Líta má á blöðrufóstur (mole
pregnancy; stundum nefnt blöðru-
þungun) sem slys í náttúrunni sem
gerast einstaka sinnum og eru ekki
neinu sérstöku að kenna. Á Vest-
urlöndum gerist þetta í einni af
1–2000 þungunum og er algengara
hjá mæðrum sem eru innan við 17
ára eða eldri en 40 ára. Í sumum
löndum Asíu er þetta 8–15 sinnum
algengara og ekki er vitað hvernig
á því stendur. Sum egg eru tóm,
það vantar í þau kjarnann og þar
með erfðaefnið, og ef sæðisfruma
kemst inn í slíkt egg getur orðið úr
því blöðrufóstur. Þá fer fylgjan að
vaxa afbrigðilega en ekkert fóstur
er til staðar. Í öðrum tilvikum geta
tvær sæðisfrumur frjóvgað sama
eggið en í staðinn fyrir eineggja
tvíbura fer eitthvað úrskeiðis þann-
ig að það myndast afbrigðilegt fóst-
ur, sem oftast deyr, og afbrigðileg
fylgja sem myndar blöðrufóstur.
Blöðrufóstrið stækkar hratt og
myndar mikið af fylgjuhormóni
(HCG) þannig að konan fær ein-
kenni þungunar þó að ekkert eðli-
legt fóstur sé til staðar. Blöðrufóst-
ur er hægt að greina með
ómskoðun en þetta getur verið
lúmskt vegna þess að fóstur sem
virðist eðlilegt við slíka skoðun get-
ur dáið síðar og úr orðið blöðrufóst-
ur. Stundum vakna snemma á með-
göngunni grunsemdir um
blöðrufóstur vegna smáblæðinga
og mikillar ógleði og uppkasta og
einstaka sinnum fá þessar konur
truflanir á starfsemi skjaldkirtils
eða meðgöngueitrun. Ef einkenni
um meðgöngueitrun (hár blóð-
þrýstingur og bjúgur) koma fyrir í
20. viku meðgöngunnar ætti að
ganga úr skugga um að ekki sé um
blöðrufóstur að ræða. Þegar
blöðrufóstur greinist er legið taf-
arlaust hreinsað með útskröpun og
síðan er mikilvægt að fylgst sé vel
með konunni og að hún verði ekki
þunguð aftur næstu 12 mánuðina
eða svo. Þetta er vegna þess að ein-
staka sinnum breytast leifar af
blöðrufóstri í illkynja vöxt sem í
sjaldgæfum tilvikum verður að
krabbameini sem dreifir sér um
líkamann. Árangur meðferðar við
slíkum meinum er yfirleitt góður.
Kona sem hefur fengið blöðrufóst-
ur er í aukinni hættu að fá það aft-
ur og eru líkurnar um 1% (1 af 100).
Það er óskemmtilegt þegar þung-
un, sem oftast er velkominn og
spennandi þáttur í lífi hverrar
konu, snýst á þennan hátt upp í
andhverfu sína og þá er mikilvægt
að veita konunni næga fræðslu og
allan þann stuðning sem unnt er af
heilbrigðisstarfsmönnum, vinum
og vandamönnum.
Hvað er blöðrufóstur?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Slys
í náttúrunni
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á hjarta.
Tekið er á móti spurningum á virkum dög-
um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100
og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok.
Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent
fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net-
fang Magnúsar Jóhannssonar:
elmag@hotmail.com.
H
eilsufars-
vandamál
sem
tengjast
lifn-
aðarháttum fólks, s.s. of-
fita og hreyfingarleysi,
hafa aukist til mikilla
muna á undanförnum ár-
um. Breyttir þjóðfélags-
hættir hafa haft mikil
áhrif á hreyfing-
armynstur fólks, kyrr-
seta er mun meiri og fólk
hreyfir sig minna en áð-
ur. Þar eru börn ekki
undanskilin. Börn sitja
meira fyrir framan sjón-
varp og eru meira í tölvu-
leikjum og til viðbótar
eru börn meira keyrð á
milli staða. Þetta hefur
leitt til þess að ofþyngd
og offita meðal fólks
bæði í Evrópu og Banda-
ríkjunum hefur aukist mikið. Í kjölfarið hefur tíðni
ýmissa fylgisjúkdóma aukist og má þar t.d. nefna
hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki.
Rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið í
Evrópu og Bandaríkjunum sýna að of þungu og of
feitu fólki fjölgar hratt og er talið að offituvanda-
mál sé eitt algengasta heilsufarsvandamál vest-
rænna þjóðfélaga, en 33% íbúa Bandaríkjanna og 20% Evrópubúa eru of feit
miðað við alþjóðastaðla.
Um fjórðungur íslenskra barna er of þungur
Í könnun Brynhildar Briem, lektors við Kennaraháskóla Íslands, á heilsu-
fari níu ára barna frá árinu 1938 til ársins 1998 kom í ljós að hlutfall of þungra
og of feitra barna hefur aukist úr 0,2% í 19% á þessu tímabili. Í nýlegri BS-
lokaritgerð tveggja íþróttafræðinga, Áslaugar Ákadóttur og Steinunnar Þor-
kelsdóttur, þar sem skoðað var heilsufar 300 níu ára barna í Reykjavík og ná-
grenni, kom í ljós að 26% níu ára barna eru of þung eða of feit. Í könnun
þeirra kemur einnig fram að við sex ára aldur var hlutfall of þungra og of
feitra barna 21%, sem er mjög hátt hlutfall hjá svo ungum börnum.
Ljóst er af þessum staðreyndum að ofþyngd og offita meðal barna og ung-
linga á Íslandi eykst með hverju ári og er orðið alvarlegt heilbrigðisvandamál.
Þessi börn eru oft mjög illa á sig komin og eiga í miklum vandræðum bæði lík-
amlega og ekki síst félagslega. Mikilvægt er að grípa til fyrirbyggjandi að-
gerða á komandi árum, einkum þegar haft er í huga að stór hluti barna, sem
eiga í vandamálum sem tengjast offitu, á einnig í sömu vandamálum þegar
þau verða fullorðin og erlendar rannsóknir sýna að 50–60% feitra barna eru
einnig of feit sem fullorðnir einstaklingar.
Hvað er til ráða?
Auka þarf fræðslu um mikilvægi hreyfingar og heilsuræktar. Efla þarf
starf íþróttahreyfingarinnar, sem snýr að börnum, og gera íþróttastarfið fjöl-
breyttara þannig að það uppfylli þarfir fleiri einstaklinga, og draga þannig úr
brottfalli barna og unglinga úr íþróttum.
Kennaraháskóla Íslands, Laugarvatni.
Landlæknisembættið í samstarfi við: Manneldisráð – Ísland á iði 2002 – sjúkraþjálf-
unarskor Háskóla Íslands og Íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands
Heilsan í brennidepli
Offita og
heilsufar barna
Ofþyngd og offita
meðal fólks bæði í
Evrópu og Banda-
ríkjunum hefur auk-
ist mikið.
HUNDAR gagnast vel í barátt-
unni gegn áfengis- og eitur-
lyfjafíkn, að mati yfirlæknis Bláa
krossins í Ósló að því er segir á
netútgáfu Aftenposten nýlega.
Yfirlæknirinn sem heitir Hans
Olav Fekjær, rökstyður mál sitt
þannig að í kvöldgöngu með
hundinn séu líkur á að fíkniefna-
sjúklingar nái að kynnast fólki
sem ekki neytir áfengis eða eitur-
lyfja, og því eru meiri líkur á að
þeir minnki samband við gamla
svallfélaga. Líf án vímuefna er
auðveldara ef hundar eru með í
för.
Dýraverndarsamtök ósammála
Yfirlæknirinn telur eina meg-
inforsendu þess að geta lifað án
vímuefna að eiga allsgáða vini.
Hundur getur verið ágætis leið
til að komast í samband við slíkt
fólk. „Þegar farið er út að ganga
með hvutta gerist það ósjaldan
að ókunnugir staldri við til þess
að forvitnast um hann. Jafnvel
þótt ólíklegt sé að menn kynnist
besta vini sínum á kvöldgöngu
með hundinn, er unnt að mynda
tengsl sem eru afar mikilvæg í
baráttunni gegn eiturlyfjafíkn.“
Ekki eru allir sammála þessari
kenningu yfirlæknisins m.a. hafa
dýraverndarsamtök í Noregi
mótmælt þessu en að þeirra mati
eiga fíkniefnaneytendur ekki að
eiga hunda vegna reynslu af
slæmri meðferð á þeim.
Morgunblaðið/Jim Smart
Til þess að maður fari ekki í
hundana er mælt með göngu-
túr með hundinn.
Hundar
bjarga
fíklum
EINUNGIS nokkur aukakíló auka
líkur á hjartasjúkdómum, segja nið-
urstöður rannsóknar, sem gerð var í
Boston í Bandaríkjunum.
Rannsóknin tók til tæpra sex þús-
und manna, bæði karla og kvenna,
og var kynnt í tímaritinu New Eng-
land Journal of Medicine nýlega.
Rannsóknin leiddi í ljós, að ekki ein-
ungis séu offitusjúklingar í mikilli
hættu að fá hjartasjúkdóma, heldur
þurfi aðeins nokkur aukakíló til að
auka líkur á hjartaáfalli. Greinileg
fylgni var milli aukakílóanna og
möguleika á hjartaáfalli.
Milli tvær og þrjár milljónir
Bandaríkjamanna þjást af hjarta-
sjúkdómum. Langtímarannsóknir
hafa sýnt fram á að tengsl eru milli
hjartasjúkdóma og fituhlutfalls í lík-
amanum. Um 11% hjartaáfalla karla
og 14% hjartaáfalla kvenna eru talin
orsakast af offitu. Telja læknar
nauðsynlegt að almenningur gæti
vel að mataræði sínu og þeir sem
þjáist af offitu fái hjartalyf til þess að
fyrirbyggja hjartasjúkdóma.
Nokkur
kíló ögra
hjartanu
RANNSÓKN lyfjafyrirtækisins
Anadin í Bretlandi hefur leitt í ljós
að þrír af hverjum fimm karl-
mönnum telja sig þjást af meiri
streitu nú en fyrir fimm árum. Þar
að auki telja 44% karla sig vera of
stressaða til að geta stundað kyn-
líf. Hins vegar telur aðeins þriðj-
ungur kvenna sig þjást af svo mik-
illi streitu að kynlíf sé ekki
mögulegt. Niðurstöðurnar koma
fram á vef Aftenposten í Noregi.
Dr. Aric Sigman telur, að konur
leiti sér hjálpar með því að tala um
vandamál sín á vinnustað við lífs-
förunautinn eða fjölskyldu, og
minnki þar með streituna. Með
þessum hætti líði konum betur en
körlum, og þær létti af sér fargi
áhyggna og álags. Um 1.000
manns yfir 18 ára aldri tóku þátt í
rannsókninni.
Streita skemmir kynlífið
PILLUVAKINN er ný þjónusta
sem Doktor.is býður í samtarfi við
Smart SMS. Með henni er notendum
heilsuvefjarins Doktor.is gert kleift
að fá sent SMS-skeyti í GSM-símann
sem minnir viðkomandi á að taka lyf-
in sinn, að því er kemur fram í frétta-
tilkynningu.
Þar kemur ennfremur fram að
Doktor.is leitist við að veita notend-
um sínum bestu upplýsingar um
heilbrigðismál og er Pilluvakinn lið-
ur í því. Smart SMS hefur um nokk-
urt skeið unnið með fyrirtækjum á
Norðurlöndum að þróun á þeim kerf-
um sem gera þjónustu sem þessa
mögulega.
SMS minnir
á lyfjatöku
EINHLEYPIR karlmenn eru frem-
ur í lífshættu en reykingamenn, að
því er fram kemur í niðurstöðum
rannsóknar á vegum Warwick-há-
skólans og greint var frá á Netút-
gáfu BBC í vikunni.
Tekið er skýrt fram í fréttinni að
hættan er mun meiri hjá reykinga-
fólki þegar til lengri tíma er litið en
sé miðað við sjö ára tímabil eru ógift-
ir karlmenn í mun meiri lífshættu en
þeir sem reykja. Vísindamenn sem
standa að rannsókninni rekja þessa
niðurstöðu m.a. til þess félagslega
stuðnings sem karlmenn hafa í
hjónabandi, og leitt er líkum að því
að alla jafna lifa einhleypir karlmenn
ekki jafn heilsusamlegu lífi og þeir
sem hafa verið hnepptir í hnappheld-
una.
Minni áhrif á konur
Rannsóknin leiddi í ljós að kvænt-
ir karlmenn eru í 9% minni lífshættu
en þeir ógiftu sé horft á sjö ára tíma-
bil. Þegar reykingar og áfengis-
neysla var tekin með í reikninginn
minnkaði munurinn í í 6,1%.
Samkvæmt frétt BBC skipta þess-
ir þættir minna máli hvað konur
varðar. Konur sem reykja eru í 5,1%
lífshættu en karlmenn sem reykja í
5,8% lífshættu.
Prófessor Andrew Oswald sem
stjórnaði rannsókninni mælist til
þess að karlmenn sem reykja ættu
að setja upp hringana sem fyrst til
þess að minnka áhættuna.
Verra að
vera ein-
hleypur
en reykja
Associated Press
Gifting er mögulega ein leið til að auka lífslíkur karlmanna.