Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR tveimur árum skaust ungur leikstjóri, Róbert Douglas, óvænt upp á stjörnuhimininn með frumraunina Íslenska drauminn. Myndin sló heldur betur í gegn, gott ef hún varð ekki sú mest sótta á árinu. Sem er enn meira afrek þar sem aðalleikarinn, Þórhallur Sverr- isson, var einnig óþekkt stærð en fór á kostum í farsakenndri mynd um ungan, ofurbjartsýnan athafna- mann. Í Maður eins og ég nálgast þeir raunveruleikann, Róbert og með- handritshöfundur hans, Árni Óli Ás- geirsson. Myndin er blanda gamans og alvöru, það má kalla hana tragi- kómedíu þar sem grínið er sterkari og betur lukkaður þáttur en dram- að. Atburðarásin ekki nándar nærri jafn ýkt og í Draumnum og nýja myndin hefur talsvert meiri tilfinn- ingadýpt, snertir meira við áhorf- andanum. Ef grannt er skoðað má þó finna ýmislegt sammerkt með þeim, báðar gráglettnar með ádeilu- broddi og er ekki Tóti mættur á nýj- an leik í hinum betur klædda, klók- ari og kúltíveraðri Gunnari (Baldur T. Hreinsson)? Aðalpersónan Júlli (Jón Gnarr) er harðlokaður, bölsýnn og ráðvilltur lagermaður hjá póstinum. Þar er hann í lítilvægri undirtyllustöðu í skjóli Arnars (Þorsteinn Guðmunds- son), vinar síns og yfirmanns. Júlli þarf meðbyr til að komast í gegnum daginn, brotnar við minnsta mót- læti, úrræðalaus og ósjálfstæður. Ekki síst í kvennamálum, sem eru í algjöru rusli hjá póstmanninum. Það lifnar því heldur betur yfir Júlla er hann kynnist Qi (Stephanie Che), geðþekkri, kínverskri einstæðri móður sem er að festa rætur í land- inu. Allt gengur vel um sinn en æv- intýrið endar þegar Júlli, rekinn áfram af Arnari, gengur of langt of fljótt og missir Qi úr höndunum. Júlli leggst í gömlu ládeyðuna uns hann er hvattur til að banka upp á hjá Qi, sem farin er aftur til Kína að annast veika móður sína. En allt fer á sömu leið. Undir lokin fer þó að rofa örlítið til í kvíðafullri sál Júlla. Sólin að reyna að gægjast út úr drunganum. Það vonar maður sannarlega því Júlli er í rauninni vænsti piltur sem á betra skilið. Maður hefur á tilfinn- ingunni að það sem háir honum fyrst og fremst sé heimatilbúið vandamál. Hann er ofdekraður af sínum nánustu, líkt og fleiri sem komu undir á hinum lífsglöðu árum í kringum 1970, afkvæmi blómabarna sem nú hafa náð að koma undir sig fótunum. Júlli á að vera fær um að bjarga sér en hefur sjúklega þörf fyrir að leita á náðir annarra. Yf- irmáta neikvæður og uppburðarlaus og þó svo hann sé búinn að púrra sig upp í að hefja nám að nýju og taka sig saman í andlitinu nær hann ekki að fullvissa mann um afgerandi hug- arfarsbreytingu í lokaatriðinu – sem er spurningarmerki þótt jákvætt sé. Ekkert orð, ekki einu sinni tilburðir til þess, engin snerting. Brosið hans Júlla breytir varla dimmu í dagsljós. Hér koma einnig fram agnúar á per- sónu Qi, sem er heldur óútskýrð og handritslega veikasti hlekkur mynd- arinnar. Við vitum nánast ekki neitt um hug hennar í garð Júlla, hún sit- ur sem fastast en án sambands við Júlla í hans eigin íbúð, sem er ólíkt annars röggsömum persónuleika. Breytir engu þótt hún leggi fyrir leigupeninga. Júlli og Qi virðast hrifin í tilhuga- lífinu þar sem farið er fljótt yfir sögu, en þar er okkar maður ekki al- veg í karakter, á sjálfsagt að vera í tímabundinni uppsveiflu þegar ekk- ert blæs í fangið. Svipað er upp á teningnum í Kínaferð Júlla, hann er kominn yfir hálfan hnöttinn til að greiða úr flækjunni en úrræðaleysið er yfirþyrmandi. Þó má enginn skilja það svo að Maður eins og ég sé raunaleg, því fer fjarri, oft dökk gamansemin er ætíð í næsta ná- grenni á dramatískustu augnablik- unum. Sem fyrr segir er grínið miklu of- ar á baugi í mynd sem er sneisafull af bráðfyndnum, vel skrifuðum, vel gerðum og vel leiknum atriðum. Hreinræktaðar perlur innan um, líkt og viðskipti Júlla og Odds (Sveinn Geirsson), er sá síðarnefndi býður í kynsvall. Sveinn, sem er minnis- stæður úr Djöflaeyjunni, sýnir ótví- ræða gamanleikhæfileika og gerir keilustofustjórann að perralegri hrokabulluog mikilvægri aukaper- sónu. Sama má segja um brandara- karlinn á póstinum. Siggi Sigurjóns er yndislegur sem Valur, faðir Júlla; hamborgaravert og gamall hljóm- sveitarfúskari með hring í eyra. Maður hefði viljað sjá meira af hon- um, persónan er efni í heila mynd. Hin heillandi Stephanie Che kemst einnig vel frá nokkuð óskýru hlut- verki. Gamnið og alvaran fara einnig vel saman, líkt og í afsökunarbeiðninni á golfvellinum og í flestum atriðum þeirra þriggja; Júlla, Arnars og Möggu konu hans, sem er kröftug- lega leikin af Kötlu Margréti Þor- geirsdóttur. Þá er ónefndur Þorsteinn Guð- mundsson, sem fer snilldarlega með hlutverk vinarins Arnars. Hann er ósjálfstæður og öryggislaus eins og vinur hans, en mun betur settur í þjóðfélagsstiganum þar sem Magga hefur pikkað hann upp af götu sinni og keyrir miskunnarlaust áfram í lífsbaráttunni. Þorsteinn, sem jafn- an var frekar til hlés í Fóstbræðr- um, er í einu orði sagt óborganlegur í hverju einasta atriði sem hann kemur nálægt. Dregur upp óaðfinn- anlega, meinfyndna mynd af góð- lyndri geðlurðu sem reynir að vera öllum allt en er þó lítið annað en bæld strengjabrúða frekjunnar Möggu. Þorsteinn nýtur þess að fá yfirhöfuð fyndnustu línurnar og fastmótaða persónu og virkjar tæki- færið til fullnustu. Meira mæðir á Jóni Gnarr og ánægjulegt að fá að sjá þennan hæfileikaríka leikara spreyta sig í flóknu hlutverki og hann stendur sig með prýði; maður bæði hlær og finnur til með honum. Frumsamda tónlistin (Sólin sest í suðri o.fl. gott) smellpassar við inni- haldið og Blindsker, gamla þrumu- rokkið og textinn hans Bubba, fær nýtt líf. Róbert Douglas stendur undir þeim umtalsverðu væntingum sem til hans voru gerðar eftir Drauminn. Maður eins og ég er firnagóð skemmtun, gamansöm með nokkr- um ádeilubroddum og virku tauga- kerfi. Róbert hefur sem fyrr fína stjórn á leikurunum og framvind- unni þó svo að menn geti haft skipt- ar skoðanir á einstökum atriðum. Það er tilhlökkunarefni að sjá næstu bíómynd hans. Ef þú brosir framan í heiminn … KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Reykja- vík, Keflavík og Akureyri Leikstjóri: Róbert Douglas. Handrit: Ró- bert Douglas og Árni Óli Ásgeirsson. Kvikmyndataka: Pawel Gula. Tónlist: Jó- hann Jóhannsson. Klipping: Sigvaldi J. Kárason. Framleiðandi: Júlíus Kemp. Að- alleikendur: Jón Gnarr, Þorsteinn Guð- mundsson, Stephanie Che, Sigurður Sig- urjónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Þorsteinn Bachmann, Halldóra Geirharðsdóttir, Sveinn Geirsson. Sýningartími 90 mín. Kvikmyndafélag Íslands o.fl. Ísland 2002. MAÐUR EINS OG ÉG  „Maður eins og ég er firnagóð skemmtun, gamansöm með nokkrum ádeilubroddum og virku taugakerfi,“ segir m.a. í umsögninni. Sæbjörn Valdimarsson Í Húsi málaranna á Eiðistorgi stíga þrjú ljóðskáld á stokk á morgun, sunnudag, kl. 15 og lesa úr ljóðum sínum. Þetta eru Jóhann Hjálm- arsson, Valgarð- ur Egilsson og Pétur Hafstein Lárusson. „Ég hef leyft mér að vera svo rómantískur að kalla þennan við- burð Ljóð í ágúst, “ segir Einar Há- konarson listmálari sem rekur sýn- ingarsalinn og sýnir einmitt myndir sínar í salnum þar fram til 1. september. „Ljóð og málverk eru nátengd enda fást bæði listmál- arar og ljóðskáld við myndmál. Mér finnst þetta því eiga vel sam- an. Margir myndlistarmenn mála undir hughrifum frá ljóðum og myndirnar sem ég sýni hér í salnum eru af sama toga og ljóðið að því leyti að þau eru hugarburður; máluð undir áhrifum af nátt- úrunni og mann- lífinu. Þetta hafa alltaf verið við- fangsefni mín í ýmsum samsetn- ingum forma og lita, “ segir Einar Hákonarson. Aðgangur að ljóðadagskránni er ókeypis og allir að sjálfsögðu vel- komnir. Ljóðalestur í Húsi mál- aranna Pjetur Hafstein Lárusson Valgarður Egilsson Jóhann Hjálmarsson DRAUMASMIÐJAN, í sam- vinnu við Leikhús heyrn- arlausra, frumsýnir barna- leikritið Trúða eftir Margréti Pétursdóttur í Íslensku óper- unni kl. 15 í dag sem hluta af dagskrá menningarnætur. Sýn- ingin verður síðan flutt aftur kl. 17 í Ráðhúsinu og kl. 19 í Listasafni Reykjavíkur Hafn- arhúsinu. Sýningin er 30 mín- útur að lengd. „Leiksýningin, sem ætluð er heyrandi börnum, er gerð til að sýna börnum fram á að maður þarf ekki endilega að kunna táknmálið til að geta „talað“ við heyrnarlausa,“ segir Mar- grét sem jafnframt er leikstjór- inn. Leikritið fjallar um tvær trúða- stelpur, aðra heyrandi og hina heyrnarlausa, en þær geta samt skilið hvor aðra og eru bestu vinir. „Í rauninni er sýningin dulbúin táknmálskennsla. Við erum ein- faldlega að segja börnunum að það er enginn vandi að læra táknmálið. Heyrnarlausir eiga í réttinda- baráttu til að fá táknmálið við- urkennt sem móðurmál sitt. Við viljum því ekki segja að það þurfi ekki að kunna það til að tala við heyrnarlausa en hins- vegar viljum við segja að það þarf ekki að kunna það full- komlega til að geta gert sig skiljanlegan og notað tákn- málið sér og öðrum til gagns. Í leikritinu fara trúðarnir um víðan völl og við söguna kemur töskudraugur og umfram allt er þetta skemmtileg sýning,“ segir Margrét. Elsa Guðbjörg Björnsdóttir og Kolbrún Anna Björnsdóttir leika trúðana. Sýningin er styrkt af Dagvist barna og verður í boði fyrir leik- skóla og yngstu bekki grunnskól- ans fram eftir vetri. Trúðar kenna táknmálið Trúðarnir Kolbrún Anna og Elsa Guðbjörg ásamt Margréti Pétursdóttur höfundi. Morgunblaðið/Jim Smart FARANDSÝNINGIN Ferðafuða verður opnuð í Menningarmiðstöð- inni Skaftfelli á Seyðisfirði í dag, laugardag. Sýningin kemur frá Ak- ureyri og fer næst til Vestmanna- eyja. Á hverjum stað er listamönnum úr byggðarlaginu boðið að taka þátt í sýningunni og taka um 80 listamenn þátt í sýningunni á Skaftfelli. Með sýningunni er hugmyndin að mynda tengsl milli landshluta og skapa sam- ræður og samskipti þeirra á milli. Verkin á sýningunni eru unnin sér- staklega fyrir hana og hámarks- stærð verka er 15 x 15 cm, sem ákvarðast meðal annars af þeim fjölda þátttakenda sem er og verður í sýningunni. Verkin ferðast með sýningunni, þann tíma sem ferðalag- ið stendur og vex sýningin eftir því sem á ferðalagið líður. Sýningar- stjórar eru Harpa Björnsdóttir og Ólöf Nordal. Verk Ólafar Nordal, Klóra, er meðal verka á farandsýn- ingunni Ferðafuða. Ferðafuða á Seyðis- firði SAMSÝNING um 40 listamanna verður opnuð í Galleríi List, Skipholti 50d, í dag, laugardag, og er hún haldin í tilefni þess að í dag er galleríið 15 ára. Að jafnaði eru 60– 70 íslenskir listamenn með verk til sölu í galleríinu sem verður elsta starfandi listagallerí landsins á þessum tímamótum. Gallerí List hefur á undanförnum 15 árum verið leiðandi í sölu á listmunum til almennings hér á landi. Stofnandi og eigandi Gallerís Listar frá upphafi er El- ísa Jónsdóttir. „Vinsældir íslenskra listaverka meðal al- mennings hafa aukist jafnt og þétt síðan galleríið var sett á stofn,“ segir Elísa. „Með galleríinu skapaðist nýr grundvöllur fyrir listamenn til að kynna verk sín fyrir al- menningi og framboð á listmunum var tryggt allt árið í verslun en ekki aðeins á tímabundnum listsýningum eða heima hjá listamönnum eins og verið hafði.“ Í Galleríi List er að finna málverk, grafík, keramik, glerverk og ýmsa aðra listmuni eftir marga af helstu nú- lifandi listamönnum þjóðarinnar. Einnig selja margir yngri, minna þekktir listamenn, sem eru að koma verk- um sínum á framfæri við almenning, jafnframt í fyrsta sinn verk sín í galleríinu. Sýningin stendur til 28. ágúst og er opin frá kl. 11–18 virka daga og 11–14 laugardaga. Verk 40 lista- manna á af- mælissýningu Elísa Jónsdóttir, eigandi Gallerís Listar. Morgunblaðið/Arnaldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.