Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 39 ÖRN Þorsteinsson lagði stund á myndlistarnám í Svíþjóð á sjöunda áratugnum og hóf feril sinn innan málaralistarinnar en sneri sér fljót- lega að höggmyndalist, að hluta fyrir tilstilli Sigurjóns Ólafssonar högg- myndara sem sagði að hann „málaði skúlptúr“. Síðan hefur Örn unnið verk sín í ýmis efni, m.a. tré, brons, ál og nú grágrýti, fjörugrjót sem hann vinnur á sýningarstaðnum. Lónkot í Skagafirði er rétt norðan við Hofsós, þar er rekin ferðaþjón- usta og haldnar myndlistarsýningar, sú fyrsta þeirra var helguð alþýðu- listamanninum Sölva Helgasyni sem var ættaður úr nágrenninu og er minnisvarði um hann í Lónkoti og eftirprentanir af verkum hans á veggjum í veitingahúsinu. Verk Arnar eru unnin í fjörunni við Lónkot, í stóra grágrýtissteina. Sýningarsvæðið er utandyra, malar- hringur og í kringum hann myndar grasi gróinn veggur skeifu. Steinum Arnar er komið fyrir á malarhringn- um, nokkuð dreift og með jöfnu milli- bili. Grjótið er unnið með sög, slípi- rokk, hamri og meitli. Steinarnir minn flestir á einhverj- ar lífverur eða skepnur og hlutar sumra þeirra minna á líkamsparta. Með verkfærum sínum myndar Örn mismunandi áferð og jafnvel mis- munandi lit á sama steininum. Stund- um mótar hann mynd á steininn, næstum óháð honum að öðru leyti, en betur tekst upp þar sem steinn, form og mynd skapa eina heild. Örn dregur ekki myndir sínar fram úr steininum eins og högg- myndarinn Páll á Húsafelli, sem einnig vann myndir úr grjóti í Lón- koti árið 2000, heldur mótar steininn eftir sínu höfði. Steinar Páls halda upprunalegum eiginleikum sínum að miklu leyti, en Örn skapar að miklu leyti algjörlega nýtt verk úr sínum steinum. Tækni og menning tuttug- ustu aldar eru sýnilega til staðar í verkum Arnar. Í anda Sölva Helgasonar vinnur Örn verk sín annars vegar líkt og al- þýðulist, hann skapar skepnur og kynjaverur úr því sem hendi er næst. Hins vegar býr hann að bakgrunni sínum, reynslu og tækni sem mynd- listarmaður. Hann gerir ekki upp á milli þessara tveggja ólíku leiða, heldur kýs að fara þær báðar. Þessi afstaða hans finnst mér sterkasta einkenni sýningarinnar og vera bæði kostur hennar og galli. Örn skapar fáguð verk sem að hluta til taka mið af höggmyndalist tuttugustu aldar. Hann leitast við að móta form og áferð sem mynda sjálf- stæð, óhlutbundin verk sem minna á leið á furðuverur eða einhver nátt- úruleg fyrirbæri. Þessi togstreita milli þess óhlutbundna og hins þekkta hlutveruleika einkennir sýn- inguna alla og tekst misvel, einna síst þar sem form eða mynd nær ekki að tengjast steininum. Þegar best tekst til standa verkin undir því að vísa til tveggja heima. Þau ná að skapa sjálfstæða fagur- fræðilega heild sem tengist listasögu tuttugustu aldarinnar, en á næsta augnabliki tekur þessi mynd á sig ásýnd sels með þangblöðku á bakinu. Náttúran og menningin MYNDLIST Lónkot í Skagafirði Sýningin stendur til ágústloka. ÖRN ÞORSTEINSSON HÖGGMYNDIR Ragna Sigurðardóttir BÓKAÚTGÁFAN Salka efnir til listaverkasýningar í samvinnu við Al- þjóðahúsið á Hverfisgötu 18 í dag kl. 14. Tilefnið er að næstu daga kemur út bókin Furðudýr í íslenskum þjóð- sögum sem Björk Bjarnadóttir þjóð- fræðingur tók saman og Guðrún Tryggvadóttir myndskreytti. Sýnd verða verk Guðrúnar og innihald bókarinnar kynnt en bókin kemur út samtímis á íslensku, ensku og þýsku. Salka hefur opnað nýja heimasíðu á slóðinni www.salkaforlag.is þar sem nánari upplýsingar er að finna um bókina og útgáfustarfsemi Sölku og einnig er hægt að panta þar bæk- ur. Útgáfan rekur einnig verslun á Skólavörðustíg 4. Sýningin í Alþjóðahúsinu stendur til 6. september og er opið mán.–fim. kl. 10–1, fös. kl. 10–3, lau. kl. 11–3, sun. kl. 12–1. Furðudýrasögur Fyrstir koma -fyrstir fá Sýningarhúsgögn og lítið útlitsgölluð húsgögn á afslætti 30-60% 17.-18. ágúst Aðeins í 2 daga LAGER- SALA Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 Laugardaga kl. 10:00 - 17:00 Sunnudaga kl. 12:00 - 17:00 OPIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I KE 18 46 6 0 8/ 20 02 sýning á menningarnótt Pétur Gautur Verið velkomin á sýningu mína á vinnustofu minni, sem er á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, frá kl.17.00 - 23.00. Kl.20.00 - 22.00 munu Jóel Pálsson saxafón, Tómas R. Einarsson kontrabassa og Hilmar Jensson gítar leika af fingrum fram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.