Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 40
UMRÆÐAN
40 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HINN 20. ágúst, hefjast veiðar á
gæs. Þær gæsir sem veiddar eru hér
á landi eru grágæs, heiðagæs, bles-
gæs og helsingi. Veiðar á helsingja
hefjast þó ekki fyrr en 25. september
í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu
en þar er kominn upp íslenskur
varpstofn sem þarf að taka tillit til.
Grágæs
Mest er veitt af grágæs hér á landi
eða rúmlega 34.000 fuglar. Sam-
kvæmt seinustu upp-
lýsingum um stofn-
stærð er gæsastofninn
um 76.000 fuglar og
veiðistofninn að hausti
um 110.000 fuglar.
Samkvæmt þessum
upplýsingum er veiði-
álagið hér á landi um
30–40% sem er of mik-
ið. Grágæsastofninn er
á niðurleið á meðan aðr-
ir gæsastofnar hér á
landi standa í stað eða
eru að vaxa. Ef talning-
ar eru réttar lætur
nærri að um þriðjungur
af stofninum sé veiddur
hér á landi. Sterkar lík-
ur eru hins vegar á því
að ekki liggi fyrir áreiðanlegar upp-
lýsingar um stærð gæsastofnsins.
Mögulegt er að þegar grágæsin er
talin á Bretlandseyjum sé eitthvað af
stofninum enn á Íslandi eða annars
staðar. Þar til áreiðanlegri upplýsing-
ar liggja fyrir um stofnstærð grá-
gæsastofnsins og helstu ástæður fyr-
ir því að það fækki í stofninum vill
Skotveiðifélag Íslands beina því til
veiðimanna að gæta hófs í veiðum á
grágæs.
Fimm gæsir
Um það bil 3.000 manns stunda
grágæsaveiðar hér á landi. Meðal-
veiðin á hvern veiðimann er um 5
gæsir sem teljast verður hófleg veiði.
Upplýsingar frá Veiðistjóraembætt-
inu sýna hins vegar að um 10% veiði-
manna veiða meira en helming þeirra
gæsa sem veiddar eru. Afar brýnt er
því að veiðimenn dragi úr magnveiði
á gæs. Fimm gæsir á mann verður að
teljast hófleg veiði. Svo virðist sem
meðalveiðin á hvern magnveiðimann
sé um það bil 55 gæsir og ljóst er að
þessir veiðimenn eru að selja bráðina.
Gæsaveiðar eru hins vegar ekki
ábatasöm atvinna. Veiðimenn fá um
það bil 800–900 krónur fyrir gæsirnar
í fiðri og því má áætla að veiðmaður
sem veiðir 55 gæsir fái því tæpar
50.000 krónur fyrir aflann, en þá á
hann eftir að greiða allan kostnað.
Stjórn Skotveiðifélags Íslands telur
að skotveiðar eigi að vera frístunda-
iðja eða tómstundagaman – ekki at-
vinna eða tekjulind.
Heiðagæsin
Heiðagæsastofninn hefur staðið í
stað undanfarin ár. Stofninn telur um
230.000 fugla að hausti. Að meðaltali
eru aðeins veiddar um 14.000 heiða-
gæsir hér á landi á ári hverju og veiði-
álag því um 5%. Ljóst er því að auka
má nokkuð veiðar á heiðagæs. Skot-
veiðifélag Íslands vill því beina þeim
tilmælum til skotveiðimanna að þeir
beini vopnum sínum fremur að heiða-
gæsinni en grágæsinni. Segja má að
grágæsin sé auðveldari bráð en
heiðagæsin. Grágæsin heldur sig
einkum á láglendi, oft á túnum og
ökrum bænda, á golf- og knatt-
spyrnuvöllum. Mörgum er því í nöp
við grágæsina þar sem hún rífur upp
tún og akra og leyfa því aufúslega
veiðar á henni. Heiðagæsin er hins
vegar erfiðari viðfangs. Hún heldur
sig að mestu upp á hálendinu, hún er
stygg og ekki eins auðvelt að lokka
hana með gervigæsum og gæsaflaut-
um. Heiðagæsaveiðar eru hins vegar
einstök náttúruupplifun. Eins og áð-
ur sagði er heiðagæsin erfið viður-
eignar og tekur nokkurn tíma fyrir
veiðimenn að komast upp á lag með
að veiða hana. Það er hreint stórkost-
legt að njóta fegurðar öræfanna á
þessum tíma árs þegar náttúran
skrýðist öllum regnbogans litum.
Aðrar hættur en skotveiðar
Athyglisvert er að lesa í skýrslu
Sameinuðu þjóðanna um ástand um-
hverfisþátta í heiminum. Þar kemur
fram að fjórðungur spendýrategunda
í heiminum á það á hættu að deyja út
á næstu 30 árum. Talið er að eyði-
legging heimkynna dýra og flutning-
ur tegunda á milli heimshluta séu
helstu orsakavaldar
þessarar öfugþróunar.
Því er athyglisvert fyrir
okkur Íslendinga að
hyggja að því atriði í
skýrslu Sameinuðu
þjóðanna sem fjallar
um eyðileggingu heim-
kynna dýranna. Dæmi
um slíka eyðileggingu
hér á landi var þegar
mýrar og flóar voru á
sínum tíma þurrkaðir
upp til að hægt væri að
gera tún. Fyrirhugaðar
hugmyndir Landsvirkj-
unar um eyðileggingu
Eyjabakkasvæðisins
voru einnig skýrt dæmi
um fyrirætlanir um
eyðileggingu heimkynna dýrateg-
undar. Nýjasta dæmið þar sem fyr-
irhugað er að eyðileggja heimkynni
dýrategundar, í þessu tilviki heiða-
gæsarinnar, er áætlun Landsvirkjun-
ar um gerð Norðlingaölduveitu. 7,2
ferkílómetrar af grónu landi munu
þar fara á kaf. Fyrirhugað miðlunar-
lón verður svipað stórt og Mývatn, en
í Þjórsárverum er eitt víðáttumesta
og fjölbreyttasta gróðurlendi sem
finnst á hálendinu og hýsir mesta
heiðagæsavarp í heimi. Þjórsárver
eru því lífsnauðsynleg fyrir heiða-
gæsina en um 30–40% af stofninum
byggja tilvist sína á svæðinu. Miðað
við fyrirhugaða lónshæð munu 500
hreiður hverfa undir vatn, einnig
mun töluverður hluti beitilands
heiðagæsanna hverfa. Það eru því
ekki íslenskir skotveiðimenn sem
ógna tilvist heiðagæsastofnsins. Fyr-
irhugaðar framkvæmdir Landsvirkj-
unar við gerð Norðlingaölduveitu
geta haft mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir heiðagæsirnar en með þessum
framkvæmdum er einmitt verið að
eyðileggja heimkynni dýrategundar
og stofna tilvist hennar í hættu. Slík-
ar framkvæmdir eru í dag óhugsandi
í Evrópu og í Bandaríkjunum og ef af
þessum framkvæmdum verður er
það til lítils sóma fyrir íslensku þjóð-
ina, svo ekki sé kveðið fastar að orði.
Ábyrgð veiðimanna
Ábyrgð íslenskra skotveiðimanna
er mikil og erum við tilbúin til að axla
hana. Komi það í ljós að grágæsa-
stofninn sé í hættu vegna of mikils
veiðiálags mun Skotveiðifélag Ís-
lands hafa forgöngu í því að gripið
verði til nauðsynlegra varúðarráð-
stafana. Þar koma ýmsar aðgerðir til
greina. Til greina kemur að banna
sölu á gæs til verslana og veitinga-
húsa, að stytta gæsaveiðitímann eða
banna veiðar á náttstað. Þar til
ábyggilegar upplýsingar um stærð
og ástand grágæsastofnsins liggja
fyrir er nauðsynlegt að skotveiði-
menn dragi úr veiðum á grágæs. Ís-
lenskir skotveiðimenn vilja að þeir
veiðstofnar sem þeir veiða úr séu
sterkir og heilbrigðir. Við viljum geta
stundað veiðar í íslenskri náttúru um
ókomin ár.
Gæsaskyttur –
gætið hófs
Sigmar B.
Hauksson
Höfundur er formaður
Skotveiðifélags Íslands.
Veiðar
Nauðsynlegt er, segir
Sigmar B. Hauksson, að
skotveiðimenn dragi úr
veiðum á grágæs.
LIÐNAR sumarvik-
ur hefur eitt umræðu-
efni skotið upp kollin-
um nokkrum sinnum í
fjölmiðlum lands-
manna, það er klámið.
Tvennt hefur einkum
komið til. Nefnd á
vegum dóms- og
kirkjumálaráðherra
skilaði snemmsumars
frá sér tillögum um
úrbætur vegna kláms
og vændis og svo hafa
málefni nektardans-
staða verið uppi á
borðum bæjar- og
sveitarstjórna með
nokkuð áberandi
hætti. Til þess að gæða umræðuna
einhverju lífi hafa fjölmiðlar svo
hampað honum Ásgeiri Davíðssyni
sem kenndur er við Maxíms, og
matreitt persónu hans sem nýja og
spennandi sort af einhvers konar
þjóðardóna sem alls ekki skammast
sín nokkurn skapaðan hlut, en hef-
ur átt erfiða æsku, farið ungur til
sjós og eignast mörg börn með
mörgum konum.
Það góða við klámið er sú stað-
reynd að það er einföld lygi sem
auðvelt er að greina.
Kjarni klámsins er ofbeldi. Of-
beldi er það að ræna fólk mennsku
sinni og nýta það líkt og tæki. En
hið sanna er að manneskja getur
aldrei verið tæki eða meðal, mann-
eskja er alltaf markmið í sjálfri sér.
Þess vegna er klám ofbeldi og
einföld lygi.
Ef lausnin við lífsvandanum væri
ofbeldi væri nú auðvelt að lifa. Of-
beldi er svo sáraeinfalt og leikur
einn að tileinka sér það. Ef mann-
eskjur væru ekkert merkilegar og
ekki meira virði en það sem þær
framleiða, ef unnt væri að verð-
merkja fólk og nýta það líkt og aðra
hluti, þá væru áhyggjurnar færri í
þessum heimi. Þá skyldum við líka
fagna kláminu og greiða götu at-
hafnamanna sem skipuleggja sam-
komur þar sem fullorðið fólk kemur
saman til þess að drekka kampavín
og skoða rassinn hvað á öðru.
Vandinn við klámiðnaðinn og all-
an annan ofbeldisiðnað er bara sú
óumflýjanlega staðreynd að mann-
eskjur eru merkilegar. Mannkynið
hefur í tímans rás gert margvísleg-
ar tilraunir til að gleyma þeirri
vitneskju. Þrælahald hefur verið
prófað, alls kyns kynþáttastefnur
hafa verið reyndar, ýmsir minni-
hlutahópar hafa verið lagðir í ein-
elti eins og hommar og sértrúar-
fólk, en allt kemur fyrir ekki, við
losnum ekki við þá vitneskju að það
er bara til ein tegund af fólki,
merkilegar manneskjur.
Það er sama hversu mörgum fá-
klæddum sorgarkonum Geiri hleð-
ur í gula bílinn, og hversu margir
þeir verða gullhringirnir og keðj-
urnar sem hann skreytir sig með,
hann lýgur samt. Það alvarlega er
þó það þegar slíkum óþurftarmönn-
um er hossað sem hetjum í fjöl-
miðlum, því þótt fullþroska fólk sjái
bera lygina, þá greina börnin okkar
hana ekki.
Klámiðnaðurinn í veröldinni er
skipulögð og vel fjármögnuð árás á
börn og konur. Ef hann sneri að
blökkumönnum einvörðungu eða
snerist alfarið um Færeyinga
myndum við vera löngu risin á fæt-
ur og búin að átta okkur á viðbjóðn-
um. En fyrst hann snýr að öllum
konum og öllum börnum, úr því
klámiðnaðurinn boðar almenna fyr-
irlitningu á fólki yfirleitt, þá sætt-
um við okkur við hann!
Ábyrgir menn í þjóðfélaginu
bera nú fram þau rök með svoköll-
uðum einkadansi, að sé hann ekki
leyfður með lögum færist hann
bara inn á heimilin. Með sömu rök-
um mætti setja upp þjónustu þar
sem menn gætu barið konur og
börn gegn gjaldi, svo starfsemin
færðist nú ekki inn á heimilin.
Klám er ofbeldi karla á konum og
börnum. Klám rænir fólk tign sinni
og lýgur því að til sé kynferðisleg
hamingja án ástar og ábyrgðar. Ef
við sættum okkur við klámiðnaðinn
og samsinnum honum líkt og hann
væri náttúrulögmál, þá erum sann-
arlega nægjusamt fólk. Ekki ein-
ungis nægjusöm fyrir eigin hönd
heldur líka fyrir hönd barnanna
okkar, sem við látum svamla
óáreitt í gruggugu vatni klám-
menningarinnar án nokkurrar leið-
sagnar. Vissulega munum við seint
útrýma ofbeldi úr heiminum, hvort
heldur með stjórnvaldsaðgerðum
eða öðrum hætti, en lausn ofbeld-
isvandans er hins vegar ekki sú að
lögleiða grimmdina.
Að lögleiða
grimmdina
Bjarni
Karlsson
Klám
Klámiðnaðurinn
í veröldinni, segja
Bjarni Karlsson og
Jóna Hrönn Bolladóttir,
er skipulögð og vel
fjármögnuð árás á
börn og konur.
Höfundar eru prestar.
Jóna Hrönn
Bolladóttir
ÞEGAR Hagfræðistofnun Há-
skóla Íslands gaf út eigin úttekt á
væntum kostnaði okkar við aðild
vakti sú áætlun sterk viðbrögð hér-
lendis. Það var einkum vegna þess
að gert var ráð fyrir að hann gæti
orðið 10 milljarðar. Margir hafa síð-
an risið upp og gagnrýnt þær tölur,
talið þær fráleitar. Það vekur óneit-
anlega þá spurningu hvort svo sé í
raun og veru.
Hinn 12. júlí birtist grein í
blaðinu eftir Þröst
Haraldsson blaða-
mann, en samkvæmt
hans mati gæti kostn-
aður okkar við aðild,
samkvæmt núverandi
reglum ESB um
kostnaðarhlutdeild að-
ildarríkja, hlaupið á
um 4 milljörðum. Þetta
hljómar frá mínum
bæjardyrum séð langt
í frá fráleitt. En vand-
inn er sá að kostnaður
dagsins í dag mun ekki
endilega verða sá sami
á morgun.
Ný aðildarríki
Um þessar mundir er ESB að
semja um aðild fjölda ríkja fyrrum
A-Evrópu. Öll eru þau fátækari en
núverandi aðildarríki. Í sumum
þeirra, einkum Póllandi, er einnig
víðtækur landbúnaður þar sem
tekjur bænda eru tiltölulega lágar
og tækjabúnaður býla enn almennt
tiltölulega frumstæður. Það er því
fullkomlega ljóst að öll munu þau
hin nýju aðildarríki verða nettó
þiggjendur. Miðað við núverandi
reglur um styrki er fyrirsjáanlegt
að kostnaður nettógreiðenda mun
annaðhvort hlaupa upp úr öllu valdi
eða að sjóðir sambandsins munu
komast í greiðsluþrot.
Til lausnar þessum vanda þurfa
núverandi aðildarríki annaðhvort
að sætta sig við að nettó framlög
þeirra stórhækki eða breyta reglum
um styrkjakerfi sambandsins þann-
ig að það verði í framtíðinni mun
minna rausnarlegt. Þetta hefur ein-
mitt valdið miklum deilum á meðal
núverandi aðildarríkja. Frakk-
landsforseti, forsætiráðherrar
Spánar og Grikklands hafa lofað að
koma í veg fyrir að
styrkir lækki til sinna
landsmanna. Á sama
tíma hefur kanslari
Þýskalands lýst því yf-
ir að ekki komi til
greina að samþykkja
aukin framlög. Í þessu
stappi stendur enn og
ekki nein augljós lausn
í sjónmáli.
Kostnaður morg-
undagsins?
Það ríkir því nær
fullkomin óvissa um
hvaða kostnað við
myndum bera af aðild
eftir nokkur ár. Það verður þó að
teljast mjög líklegt að einhver
kostnaðaraukning muni eiga sér
stað. Það er því á engan hátt
ábyrgðarlaust af Hagfræðistofnun
að áætla að hugsanlega hlaupi
kostnaður verulega upp. Á hinn
bóginn er óvíst að hann verði svo
hár sem þeir töldu að hann gæti
orðið. Vanalega þegar aðildarríki
ESB deila mætast þau á endanum
einhvers staðar á miðri leið.
Kostnaður okkar af aðild
Einar Björn
Bjarnason
ESB
Nær fullkomin óvissa,
segir Einar Björn
Bjarnason, ríkir um
hvaða kostnað við
myndum bera af aðild
eftir nokkur ár.
Höfundur er Evrópufræðingur.