Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 44

Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hljóminn guðs orðs heyr þú blíða, hlustir legg og minnið við. Svo segir í gömlu vikivakakvæði. Að leggja hlustir við einhverju er algengt orðtak og merkir að hlusta vel. Sumir leggja hlustir við lygasögum sér til ógagns en aðrir leggja hlustirnar við heilræðum og verða betri menn eftir. Hér eru hlustir andlag með sögninni leggja en við lygasögum og við heil- ræðum eru forsetningarliðir. Orðtakið er einnig til án forsetn- ingarliðar og er reyndar langoftast notað þannig, að minnsta kosti nú um stundir, ef marka má gagnasafn Morgunblaðsins. Þá er gjarnan sagt eitthvað á þessa leið: „Á plöt- unni kveður við nýjan tón og ástæða til að leggja við hlustir,“ eða „Gunnar og Njáll eiga það sameig- inlegt að menn leggja við hlustir þegar þeir tala.“ Í þessum dæmum er forsetningarliðurinn horfinn og smáorðið við er ekki lengur for- setning heldur er það orðið að at- viksorði auk þess sem orðaröðin hefur breyst – atviksorðið hefur færst fram fyrir hlustir. Og er þá loks komið að kjarna þessa máls. Ýmsir – þar á meðal einhverjir blaðamenn – virðast ekki hafa áttað sig á breyttu hlutverki smáorðsins og halda að það sé enn forsetning og stýri þolfallinu á hlustir vegna þess að það stendur fyrir framan. Þeir skilja ekki merk- ingu orðtaksins og orðaröðin villir um fyrir þeim. Þessi misskilningur kemur ekki að sök þegar orðtakið er haft í ger- mynd eins og í dæmunum hér að of- an. Málið vandast hins vegar þegar reynt er að snúa því í þolmynd. Í gagnasafni Morgunblaðsins er að finna ýmis dæmi um að orðtakið verði að þola nokkra afbökun í þeirri mynd: „En ef lagt er við hlustir er verið að gera þetta frá hjartanu,“ segir í nýlegum plötu- dómi. En eins og fram hefur komið hér að ofan er ekkert lagt við hlust- ir hlustandans heldur leggur hann hlustirnar við. Ef plötudómarinn hefði skilið orðtakið rétt hefði hann að öllum líkindum skrifað: „En ef lagðar eru við hlustir …“ o.s.frv. Annað dæmi eilítið eldra: „… fal- legur leikur Williams er svo lifandi og tær að hann kallar á að lagt sé við hlustir.“ Umsjónarmaður eftir- lætur lesendum að lagfæra klaus- una og einnig þessa sem er frá ofan- verðum tíunda áratugnum: „Um leið er verkið einangrað, þótt heyra megi ógreinilegt tal ef lagt er við hlustir.“ Þess má geta að elsta dæmið sem umsjónarmaður fann um þessa hæpnu þolmyndarnotkun í ritmáls- skrá Orðabókar Háskólans er frá 1968 – og er reyndar úr Morgun- blaðinu! – – – „Þar lagði Starkaður mest ráðin á,“ segir Gunnar Benediktsson um Starkað Stór- verksson í bók sinni Rýnt í fornar rúnir (Skuggsjá, 1976) en Starkaður var að undirbúa mannsfórn. Frá honum segir m.a. í Danasögu Saxa og sögu Gautreks konungs. Orðtakið að leggja á ráðin er afar fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og er þá helst notað um þá sem vinna hryðjuverk, fremja rán, hafa ólög- legt verðsamráð eða hafa í frammi aðra ósvinnu. Bin Laden lagði til dæmis á ráðin um hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september í fyrra. Um notkun þessa orðtaks gegnir sama máli og „leggja við hlustir“. Sjaldnast vefst það fyrir mönnum í germynd en þegar kem- ur að þolmyndinni versnar í því. Þá verða til klausur eins og þessar: „Þórarinn segir að því hafi verið lagt á ráðin um að leggja nýjan sæ- streng,“ og „Lagt er á ráðin um baráttuna gegn þeim á þeirri for- sendu, að hún verði langvinn og erf- ið …“ Skriffinnar átta sig sem sé ekki á því að ráðin eru lögð á en ekki er lagt á þau. Þessa tilhneig- ingu kallaði Gísli Jónsson „van- sköpun eða vönun þolmyndar svo að hún verður alltaf í hvorugkyni eintölu“. Ef haldið verður áfram að „van- skapa“ og „gelda“ orðtök þessi tvö glatast upprunaleg merking þeirra og þau verða einungis steinrunnin orðasambönd sem enginn hefur hugmynd um hvað þýða í raun og veru. Það væri leitt. – – – Fátt er meira rætt um og ritað þessi misserin en umhverfisvernd og náttúruspjöll. Sýnist sitt hverj- um. Það sem sumir telja dýra nátt- úruperlu þykir öðrum vera eyði- mörk ein. Það sem hvorir tveggja eiga þó sameiginlegt er að þeir rita og ræða um „óafturkræf“ nátt- úruspjöll þegar svo hart hefur verið gengið að náttúrunni að ekki verður bætt. Ýmsir hafa haft samband við um- sjónarmann og telja þessa mál- notkun til vansa með þeim rökum að enginn vilji endurheimta nátt- úruspjöll heldur miklu fremur þá óspilltu náttúru sem var áður en spjöllin voru unnin. Nær væri að kalla náttúruspjöll varanleg ef sú er raunin – eða óbætanleg vilji menn vera herskáir. Undir þetta tekur umsjónar- maður þótt í Tölvuorðabókinni segi að afturkræfur þýði „sem krefja (taka) má aftur“. Auk þess þykir honum orðið óafturkræfur mun ljótara en hin tvö sem nefnd hafa verið í staðinn en það er auðvitað annað mál. – – – Ekki liðu margir dagar frá því að í þessum dálkum var amast við orð- inu „áhafnarmeðlimur“ þar til það skaut upp kollinum í myndartexta í blaðinu: „Rússneski tundurspill- irinn Chabanenko er 8.000 tonn að stærð og eru áhafnarmeðlimirnir 434.“ Hvað skyldu skipverjar vera margir? – – – Málfræði – Eitt er það og, sem ekki hvað minnst hefur ruglað menn í málinu, það er skólakennsl- an, þessi þurraþembingslega grammatíkurþvæla, sem argar og urgar fram og aftur og truflar allt, hvar sem hún kemst að. [Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, 1906.] Ef haldið verð- ur áfram að „vanskapa“ og „gelda“ orð- tökin glatast upprunaleg merking þeirra keg@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Karl Emil Gunnarsson NOKKUR umræða hefur orðið um styttingu námstíma til stúd- entsprófs tengd ráðstefnu ráðu- neytis menntamála í febr. sl.; sbr. greinar þeirra Örnólfs Thorlacius í Mbl. 8/3 og Atla Harðarsonar, Les- bók Mbl. 1/6 sl. og skýrslu Hag- fræðistofnunar HÍ um þetta efni gerða að beiðni VR. Atli telur æskilegt að námi til stúdentsprófs ljúki við 18 ára aldur og að þorri nemenda nái því marki ef þeim væri gert kleift að stunda námið með þeim hraða sem þeim er „eðlilegur“. Örnólfur vill fara var- lega í breytingar; finnst áfangakerfi framhaldsskóla fært um að leysa vandann ef sú skipan fengi að njóta sín. Hvorugur virðist telja þörf á að breyta skólakerfinu en álíta unnt að verða við kröfum nemenda og samfélags með innri námsaðgreiningu og áfanga- og náms- brautakerfinu. Ég legg hins vegar til að nú verði gengið hreint til verks og gerð kerfisbreyting. Grunnskólinn stytt- ur í 9 ár og ljúki við 15 ára aldur; framhaldsskólar 3 ára skólar og lokapróf að jafnaði við 18 ára aldur. Þá hefst starfsmenntun hvort sem er í háskólum eða skólum á öðrum grunni. Íslenskir háskólar skipu- leggi nám sitt alfarið að hætti Eng- ilsaxa bæði austan hafs og vestan, þ.e. 4 ára grunnnám (college-stigið) sem lýkur með BA-gráðu en síðan tekur við sérhæfðara, rannsóknar- tengt nám til MA- eða doktors- gráðu. Þetta skólakerfi og náms- skipan hefur þegar rutt sér til rúms á Vesturlöndum og reyndar víða um heim. (Sjá: Structures of the Education and initial Training Systems in the European Union. Second Edition, 1995.) Breyta þarf, ef þessi leið er valin, ákvæðum í lögum en aðallega lag- færa námskrár, einkum grunn- skóla; semja nýtt námsefni og færa milli ára, t.d. mætti nýta betur en nú tíma nemenda á aldrinum 10–12 ára. Sveigjanlegir kennsluhættir hljóta að þróast enn hraðar fram- vegis; kennarar notfæri sér nýjustu tækni til miðlunar og kennslu, styðji nemendur sína til náms á eigin spýtur eftir áhuga þeirra og hæfileikum. Námsaðgreining, bæði skipulagsleg og persónubundin, er auðvitað ávallt raunhæfur kostur, ekki síst á unglingastigi; til þess er fagmennska kennara og þar liggur jafnan falinn drjúgur hluti af ár- angri skólastarfs. Áfangakerfið er þrautreynt og framhaldsskólar með fjölbrautasniði hafa sannað gildi sitt í samfélagi þar sem gert er ráð fyrir að allir unglingar, hversu ólík- ir sem þeir annars eru, stundi framhaldsnám og öðlist kunnáttu og færni í nokkrum námsgreinum til undirbúnings starfsmenntun sem hjá æ fleiri tengist þjálfun á vettvangi; sbr. fjarnám. Sem sé meira einstaklingsmiðað nám; sveigjanlegir og fjölbreyttir kennsluhættir á öllum skólastigum og í samræmi við það er tími færð- ur frá grunn- og framhaldsskólum til sjálfstæðara náms á starfs- menntastiginu. Verk- og tæknimenntun hafi forgang Enn vantar herslumuninn að Ís- land sé þróað iðnríki. Um það vitn- ar vanburða efna- og vélaiðnaður svo og rafeindaiðnaður og smíði nákvæmnis- tækja. Okkur skortir traustari menntun í raungreinum og meiri tæknikunnáttu. Skóla- stefna næstu ára hlýt- ur að taka mið af þessu; setja verður verk- og tæknimennt- un í forgang og efla rannsóknir á öllum sviðum. Ef stefnan er sett á háþróað og fjöl- breytt iðnaðar- og þjónustusamfélag þá hefur skólakerfi og sú skipan náms sem lýst var að framan reynst iðnríkjum hagkvæm. Bandarískir skólar eru að vísu sannarlega mjög misjafnir að gæðum en það á að mínu áliti mest rætur í gerð sam- félagsins sjálfs en ekki skólakerf- inu sem slíku. Skólar, skipan þeirra og starfshættir, eru ávallt samofnir þjóðfélagi sínu þótt stundum vilji verða bil um sinn. Unglingar hafa margir óljósar hugmyndir um framtíð sína og eiga í basli að sjá tilganginn með því að læra stærðfræði eða aðrar náms- greinar sem reyna einhliða á af- hverft (abstrakt) hugarstarf en ná oft dágóðum árangri við svipuð verkefni þegar þeim verður ljóst að færni á þessu sviði er nauðsynlegur þáttur í verkkunnáttu þeirra og réttindum til starfa. Brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi hefur verið mjög hátt (ca. 25–40% eftir árgöngum 16–20 ára.) og bendir það til þess að ekki sé allt með felldu; námið henti mörgum nem- endum ekki; sé tímasóun, bitni á líðan þeirra og lífsgleði. Almennt má staðhæfa að leiðigjarnt og ár- angursrýrt nám unglinga, þegar persónuleiki þeirra og lífsviðhorf er í mótun, sé neikvætt fyrir þroska þeirra og aðlögun að gildum sam- félagsins. Sennilegt að slík reynsla veiki viðnám þeirra gegn vímu- og eiturefnum og auki líkur á and- félagslegri hegðun. Það er tilgáta mín að kerfisbreytingar nefndar að framan væru til bóta í þessu efni og líklegar til að gera störf kennara og nemenda á öllum skólastigum markvissari og skilvirkari. Náms- leiði er versti óvinur skólafólks. Klausturskólar miðalda, síðar dómskólar og arftakar þeirra menntaskólarnir voru frábærar menntastofnanir þegar best lét. En þeir voru ætlaðir fámennu úrvali nemenda og forréttindastéttum. Nú gildir jafnrétti til náms og allir skulu eiga kost á fræðslu og menntun við hæfi. En skólar nú- tímans eru ekki aðeins vinnustaðir þar sem nemendum er kennt undir próf, sem þeir vissulega eru og eiga að vera, heldur einnig og ekki síður samfélag þar sem ungt fólk lærir að lifa saman og býr sig undir að deila kjörum í lýðræðislegu þjóð- félagi. Þess vegna er brýnt að kerf- ið sjálft endurspegli þessi markmið skýrt og klárt ekki síður en starfs- hættir í námi og kennslu. Starfsmenntun fyrir alla – styttri fram- haldsskóli Jónas Pálsson Höfundur er sálfræðingur og fyrrv. rektor KHÍ. Nám Brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi, segir Jónas Pálsson, hefur verið mjög hátt. Í DAG er ,,menningar- nótt“ svo þverstæðu- kennt sem það hljómar. Stærsti einstaki listvið- burður á landinu – eða fjölbreyttasta framboð margra viðburða sem um getur á Íslandi á einum degi og einni nóttu. Reiknað er með að 50– 70.000 manns verði með í fjörinu. Stór hluti borgar- búa, fjölmargir innlendir og erlendir ferðamenn. Listamannalaun Það er við hæfi að til- kynna hvaða listamenn fá starfslaun Reykjavíkurborgar þetta árið, einmitt í dag. Nýskipuð menn- ingarmálanefnd ákvað í vikunni hverjir hlytu samtals 49 starfsmán- uði. En það sem meira er: Það var eitt fyrsta verk nefndarinnar að hækka laun listamanna umtalsvert, þeirra sem fá laun hjá borginni um ákveðinn tíma. Þessi laun voru um 127 þúsund krónur á mánuði og höfðu ekki fylgt verðlags- eða kjara- þróun. Menningarmálanefnd sam- þykkti að þau verði rúmlega 180 þús- und. Heildarútgjöld til málaflokksins aukast reyndar ekki. Þetta þýðir að með óbreyttu framlagi úr borgar- sjóði verða færri mánuðir til úthlut- unar en áður, en þeir sem njóta fá nú eitthvað sem minnir á þokkaleg laun, enda fylgja þau skil- yrði að viðtakendur stundi ekki aðra fasta vinnu á meðan. Sam- tímis hefur nefndin mótað þá stefnu að freista þess að lengja fremur en stytta tíma þeirra sem njóta starfslauna til að í raun muni um þetta tímabil sem útvaldir listamenn njóta fram- lags borgarinnar. Í dag fá 13 listamenn úr ýmsum greinum framlög í 3–6 mánuði á næsta ári til að sinna list sinni. Borgin mun græða á því. Dagskráin á menningarnótt Mikið fjör verður í borginni í dag og lýkur eins og stundum áður á flug- eldasýningu sem hin ríka Orkuveita býður uppá. Reykjavíkurborg leggur ekki mikla peninga beint til verkefn- isins, en er hvati og skipuleggur, lað- ar fjölda að svo vel megi takast til. Landsbankinn og Edda – miðlun og útgáfa eru stærstir styrkjendur við- burða, en satt að segja er ótrúlegur fjöldi einstaklinga, hópa, stofnana og einkafyrirtækja sem leggja sitt af mörkum svo fjörið megi verða sem mest, vandaðast og best. Þá má ekki gleyma ,,gestasveitarfélaginu“ – Skagafirði í ár – sem sendir bæði fer- fætlinga og tvífætlinga á vettvang. Ekki missa af þessu Menningarnótt er einstæður við- burður í lífi borgarinnar og algjör- lega gulltryggt að allir finna eitthvað við sitt hæfi til að njóta eða taka þátt í, sem á annað borð unna samneytis við annað fólk. Sá formaður menn- ingarmálanefndar sem hér hvetur fólk vill ekki benda á eitt framar öðru: Allt er þetta fínt eða frábært eða eitthvað álíka. Dagskráin er vel kynnt í fjölmiðlum og nú er bara að njóta þess í botn sem vel er gert. Gleðilega menningarnótt. Einu sinni enn! Ps. Já, flugeldasýningin er kl. 23. Þá þurfa allir að hafa komið víða við og tilbúnir að láta fallast í stafi áður en haldið er heim seint eða um síðir. Munið strætó! Aukaferðir í boði. Hærri laun til listamanna og menningarnótt Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður menningar- málanefndar Reykjavíkurborgar. Reykjavík Menningarnótt, segir Stefán Jón Hafstein, er einstæður viðburður í lífi borgarinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.