Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR nokkrum vikum var grein um hnoðrana í þessum þætti. Þar sem hnoðrarnir eru mjög stór ætt- kvísl, er ekki úr vegi að fylgja henni örlítið nánar eftir. Ég minnt- ist á að hnoðrarnir hefðu orðið fyr- ir allmikilli uppstokkun og nafna- breytingum og hluti þeirra hefði verið settur í sérstakan hóp, Rhod- iola, eða svæflur. Þetta minnir mig óneitanlega á óhreinu börnin henn- ar Evu, þau sem hún var ekki búin að þvo í framan, þegar drott- inn kom í heimsókn. Hann brást líka þannig við að þau voru sett í sér hóp, fyrst hann mætti ekki sjá þau, skyldu þau líka vera hulin mönnunum. Þannig varð huldufólkið til, segir sagan. Ná- kvæmlega eins hefur farið fyrir hnoðrun- um. Nálægt tíu pró- sent allra hnoðra eða um fimmtíu tegundir hafa verið skyldar frá Sedum ættinni og settar í Rhodiola eða svæfluættina. Það eru einmitt þessar svæflur, sem mig langar að gera að umtals- efni í þessari grein. Þótt ég vor- kenni þeim dálítið fyrir að hafa verið settar utan garðs, er nafnið ekki amalegt. Nafnið á ættinni er komið úr grísku þar sem rhodon táknar rós. Ástæðan fyrir nafngift- inni er að jarðstönglar ýmissa þessara jurta ilma sætlega, nánast með rósaangan. Íslenska svæflan, burnin, hefur einmitt þessa eigin- leika, þurrkuð rótin gefur frá sér rósailm. Mjög margir þekkja burnirótina og segja má að vöxtur hennar sé að mörgu leyti einkennandi fyrir svæflurnar. Jarðstöngullinn er gildur og kjötkenndur með hreist- urkenndum smáblöðum. Hann myndar mörg brum efst og út úr þeim vaxa svo blaðmiklir stönglar með mörgum blómum efst á stöngulendanum, sem visna síðan eftir blómgun eða a.m.k. á haustin. Burnin sker sig reyndar frá flest- um svæflum í því að hún er sér- býlisplanta, þ.e. sumar plöntur bera eingöngu karlblóm og aðrar kvenblóm. Ég verð að játa að mér finnst karlblómin fallegri, a.m.k. svona fyrst í stað, bæði karl- og kvenblómin eru gul á lit, en fræfl- arnir eru aukaskraut, mynda líkt og fíngert slör yfir blóminu. En konurnar sigra á endasprettinum. Eftir blómgun verða karlarnir ósköp óhrjálegir og koðna niður, en kvenblómin tútna út og fá á sig rauðan lit og standa lengi fram eft- ir sumri, alveg fram á haust. Burnirótin átti að lækna bilaðan koll, lækna höfuðverk og styrkja hárvöxt ef burnarseyði var notað til hárþvotta. Sú trú var nokkuð al- geng að ekki ætti að kvikna í þeim torfhúsum þar sem burnirót sprytti í þekjunni. Þetta er nú lík- lega erlend trú, en þar er plöntum, sem kallaðar eru húslaukar, eign- aður þessi verndarmáttur, en þar sem villtur húslaukur vex ekki á Íslandi má auðvitað yfirfæra trúna upp á burnina. Allnokkuð er ræktað af Rhod- iola af erlendum uppruna í ís- lenskum görðum og mér taldist svo til um daginn að ég ætti sex eða sjö tegundir. Ég er alls ekki viss, því planta sem mér var gefin fyrir allmörgum ár- um sem veggja- hnoðri, finnst mér ekki vera neitt áber- andi frábrugðin ís- lensku burnirótinni. Þær eru líka ná- skyldar, helsti mun- urinn á að vera að veggjahnoðrinn er með rauðleit blóm. Ég er alveg viss um hinar tegundirnar, en það eru áraskipti hverjar eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Núna eru það líklega klukku- hnoðri, Rhodiola dumulosa, og krónuhnoðri, R. rhodanta. Maður gæti haldið að þessum tveim hnoðrum kæmi illa saman, þar sem klukkuhnoðrinn er Kínverji, frá fjallahéruðum Norður-Kína, en krónuhnoðri Ameríkani í húð og hár, frá Klettafjöllunum, en það er öðru nær, þeir þrífast ágætlega þótt stutt sé á milli þeirra í steina- beðinu. Klukkuhnoðrinn er ívið fínlegri en krónuhnoðrinn og sérlega fal- legur hvort heldur þegar blóm- leggirnir eru að teygja sig upp úr jörðinni og mynda þannig fíngerða þétta þúfu, í blóma eða eftir blómg- un. Blómstönglarnir eru 10–20 cm á hæð, blöðin ljósgræn og mjó, ná- lægt hálfum öðrum cm á lengd og standa þétt saman upp eftir stönglinum. Blómin á stöngulend- anum eru ekki mjög mörg, oft 8– 12, en frekar stór, hvít á lit og klukkulaga, en flestir hnoðrar hafa stjörnulaga blóm. Frævan verður fagurrauð þegar hún þroskast og eykur það á fegurð blómanna. Krónuhnoðrinn er heldur stærri, oftast um 20 cm á hæð, blöðin mjó en lengri og jafnframt breiðari en hjá klukkuhnoðranum. Blómin standa í þéttum kolli á stöngulendanum. Þau eru heldur minni en blóm klukkuhnoðrans og fallega bleik eða rósrauð á litinn og frævan sterkrauð. Báðar þessar plöntur eru ágætlega harðgerðar og þola mikla sól og ekki þarf að mylja undir þær. Blómgunartími þeirra er síðla júní og um það leyti blómstra líka aðrar Rhodiola teg- undir sem vaxa í mínum garði, nema skessuhnoðrinn, hann blómstrar seint í júli. Um skessu- hnoðra og tröllahnoðra var fjallað í Blómi vikunnar fyrir nokkrum ár- um og því verður ekki eytt á þær púðri núna. S. Hj. Krónuhnoðri – Rhodiola rhodanta – verðugur fulltrúi svæflanna. MEIRA UM HNOÐRA (Sedum eða Rhodiola) VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 479. þáttur MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina ✝ Benedikt Eiríks-son bóndi frá Miðskeri í Hornafirði var fæddur á Mið- skeri 20. apríl 1914. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Skjól- garði 10. ágúst síð- astliðinn. Benedikt var elstur barna þeirra Eiríks Sig- urðssonar, f. 16. ágúst 1879, d. 5. mars 1937, og Stein- unnar Sigurðardótt- ur, f. 7. ágúst 1884, d. 13. maí 1975. Þau bjuggu á Miðskeri. Systkini hans eru Sigurður, f. 21. júlí 1918, maki Ása Finnsdóttir, f. 7. ág. 1926; Sigurbjörg, f. 16. sept. 1922, maki Sigfinnur Pálsson, f. 18. apr. 1916, d. 22. jan. 1989; Rafn, f. 15. ág. 1924, d. 13. apr. 2002, maki Ásta Karlsdóttir, f. 6. júní 1931; Hreinn, f. 10. mars 1931, maki Kristín Gísladóttir, f. 29. júlí 1940. Eiginkona Benedikts var Hall- gerður Jónsdóttir, f. 27. maí 1920, dóttir Jóns Malmquist og Hall- dóru Guðmundsdóttur frá Akur- nesi. Þau gengu í hjónaband 20. febr. 1956. Börn þeirra eru: 1) Kolbrún, f. 21. maí 1944, maki Valur Pálsson, þau skildu. Börn þeirra eru Benedikt Örn, f. 28. nóv. 1966. Hann á tvö börn. Hall- gerður, f. 15. nóv 1967. Hún á fjögur börn. Gyða Steinunn, f. 8. maí 1972, maki Einar Kristjóns- son. Hún á eitt barn. Sævar Þór, f. 19. apríl 1973, d. 25. okt. 1985, Guðlaug- ur Helgi, f. 2. des 1980, maki Anna Lilja Karels. Þau eiga eitt barn. 2) Steinunn, f. 4. mars 1949, maki Magnús Kr. Friðfinnsson. Dætur þeirra eru Ír- is Dröfn, f. 5. mars 1973, maki Lárus Jónasson. Þau eiga eitt barn. Lára, f. 19. jan. 1979. Hún á einn dreng. Jenný, f. 19. jan. 1979, maki Árni Þór Bjarnason. 3) Jón, f. 5. mars 1950. Synir hans og fyrri konu, Unnar Guðmundsdótt- ur, eru Andri Már, f. 14. okt. 1976, maki Dagný Hulda Jó- hannsdóttir, og Benedikt, f. 25. des. 1977, maki Þorbjörg Lilja Þórsdóttir. Maki Jóns er Anna María Ragnarsdóttir. Börn þeirra eru Eyrún Halla, f. 5. febr. 1989, Ragna Kristín, f. 24. febr. 1992, Stefán Freyr, f. 12. nóv. 1999. 4) Guðjón, f. 26. des. 1960, maki Ásta Björk Arnardóttir, f. 1. okt 1971. Börn Finnur Snær, f. 15. des. 1991, Ingvar Már, f. 18. mars 1993, Gerður Arna, f. 12. apr. 1997, Kolbeinn Benedikt, f. 15. okt. 2001. Útför Benedikts fer fram frá Bjarnaneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. „Enginn kemst yfir sitt skapa- dægur,“ segir í Vatnsdælu. Það lög- mál sannaðist enn sem fyrr þegar Benedikt bróðir minn lauk jarðvist sinni síðastliðinn laugardag, þreytt- ur og fótasár eftir langa og oft stranga lífsgöngu. Á enda var runn- ið æviskeið sem hafði að innihaldi alla þætti mannlegra eiginleika,von- ir og vonbrigði, gleði og trega, bjart- sýni og bölmóð. Ungur tók hann á sínar herðar ábyrgð og forsjá þegar faðir okkar lést langt fyrir aldur fram, en þá var Benedikt rúmlega tvítugur að aldri. Kannski hafa framtíðardraumar hans þá tekið aðra stefnu. Hann hlýddi kallinu og tók að sér bústjórn á Miðskeri og forystuhlutverk. Öll hans þroska- og manndómsár fóru í að rækja þær skyldur sem hann fann sig knúinn til að uppfylla. Árið 1946 bættist hon- um góður liðsauki þegar heitkona hans Hallgerður Jónsdóttir fluttist til hans. Þau unnu síðan saman að heill og velferð heimilisins meðan starfskraftar þeirra entust. Og árin liðu. Kynslóðir koma og fara, það er lífsins saga. Hallgerður lést á síð- asta ári og var honum mikill harmur kveðinn við fráfall konu sinnar. Og nú rúmu ári síðar er hann allur. Það skiptir ekki sköpum fyrir samfélagið þótt 88 ára öldungur hverfi af sjón- arsviðinu. En eftir standa ljúfar endurminningar um persónuleika sem setti svip á mannlífið um ára- tugabil. Við blik endurminninganna skynjum við manninn sem leitaðist við að sinna því hlutverki sem hann taldi sér ætlað. Hann rækti sín störf af alúð og samviskusemi. Hann var maður búinn góðum dygðum, heið- arleika, skilvísi og trúmennsku. En oft fer margt öðruvísi en ætlað er. Þegar vonirnar og fyrirheitin brugð- ust var oft gripið til einfaldari að- gerða. Þá fetaði hann gjarnan slóð prestsins á Mosfelli sem Einar Benediktsson segir frá á þessa leið: Ég drekk það er satt. En ég ber minn brest, ég bið ekki um hlífð. Hér sjáið þið prest, sem saup sér til vansa og og sorgar. – En einmitt þá fann ég oft það mál, sem endurhljómar í fólksins sál. Þá setjast þeir hjá mér og skenkja mér skál. Þá skuld sína guði hann borgar. Bróðir minn var ekki prestur en hann var skírður í höfuðið á presti. Ég er þess fullviss að hann hefur greitt Guði sínum þá skuld. Ég ætla ekki að skrifa neina lofgjörðarrollu um bróður minn, en mig langar að minnast hans með virðingu og þökk. Ég vil gjarnan minna á það sem stendur í Spámanninum eftir Kahlil Gibran: „Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna.“ Guð veri með þér, kæri bróðir. Munum það sem stend- ur í Filipíbréfinu: „Því að lífið er mér Kristur og dauðinn ávinning- ur.“ Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hreinn Eiríksson. Senn fer að hausta, þá fella sum- arblóm krónur sínar og laufblöð, sá gróður hvers konar sem vex um grundir og bala býr sig undir ís- lenskan vetur sem oft og tíðum er nokkuð harðráður. Í mannlífinu má oft sjá atburði sem hneigjast til sömu áttar. Þannig er um þá fregn sem spurðist að morgni 11. þ.m. að mágur minn, Benedikt Eiríksson, hefði hneigst til hinstu hvíldar. Benedikt hafði átt við erfiðan sjúk- dóm að stríða, andlát hans kom því ekki á óvart. Svo hafði Benedikt líka náð góðum aldri, vantaði aðeins tvö ár í nírætt þegar kallið kom. Benedikt fæddist að Miðskeri í Hornafirði hinn 20. apríl árið 1914. Hann var elstur fimm barna Eiríks Sigurðssonar og Steinunnar Sigurð- ardóttur sem þar bjuggu. Árið 1937 lést heimilisfaðirinn og kom þá í hlut Steinunnar að standa fyrir búi á Miðskeri sem hélst til ársins 1956 en þá tók Benedikt við búi þar. Nærri má geta hvert áfall fráfall heimilis- föðurins hefur verið Miðskersheim- ilinu. En lífið hélt áfram og með að- stoð góðra hjúa og tápmikils barnahóps sem þar átti bernsku sína og þroskaár hélst búskapur í góðu horfi á Miðskeri á þeirra tíma vísu. Þegar þessir atburðir á Miðskeri brustu á var Benedikt kominn yfir tvítugt og því vel búinn undir að taka við forræði heimilisins ásamt Steinunni móður sinni. Miðskersjörðin var notadrjúg til búskapar. Engjalönd voru þar í góðu horfi, bæði grasgefin og greið- fær yfirferðar víðast hvar. Átti þetta bæði við um Miðskerssandinn og engjastykki sem jörðinni tilheyrði í Skógey. Heyskapur var því jafnan ríkulegur á Miðskeri og búskapur í góðu horfi. Um sama leyti og engja- löndin gengu úr sér, sérstaklega vegna sandfoks innan úr Fljótum, og góð slægjulönd aflögðust, en síð- astur manna heyjaði Benedikt í Skó- ey árið 1953, stækkaði hann túnið að miklum mun. Nú voru líka gengnir í garð tímar nýrra búskaparhátta sem fólust í aukinni ræktun, bættum húsakosti og aukinni framleiðslu. Búskapur Benedikts bar þessum áherslum nýrra tíma gott merki. Árið 1946 verða ný kaflaskil í mannlífi á Miðskeri þegar konuefni Benedikts, Hallgerður Jónsdóttir frá Akurnesi, ásamt elsta barni þeirra fluttist þangað. Þar áttu þau áttu svo heimili til ásins 1985 er þau fluttu frá Miðskeri. Benedikt og Hallgerður eignuðust fjögur börn, Kolbrúnu, Steinunni, Jón og Guð- jón, sem öll eiga heimili og góðan hóp afkomenda. Hallgerður var mikil dugnaðar- og sómakona sem sinnti heimilinu af mikilli kostgæfni og reyndist manni sínum og niðjum þá best þegar mest á reyndi. Benedikt gekk ekki til mennta. Hann gerðist hins vegar við lát föð- ur síns góður bakhjarl heimilisins á Miðskeri. Skyldurnar gagnvart Miðskersheimilinu var hans úr- lausnarefni, þannig réðst hans ævi- starf. Benedikt var röskleikamaður til verka og gekk árla til starfa sem farnaðist vel og skilaði því jafnan á tilsettum tíma. Um þetta vitnuðu búskaparhættir á Miðskeri. Skammt var á milli Hallgerðar og Benedikts því rúmt ár er nú frá láti Hallgerðar, báðum var þeim hvíldin góð. Af samferðamönnum verður þeirra að góðu getið, þau vou vel virt og skilja eftir sig góð spor. Þeirra verður því jafnan vel minnst þegar til þeirra verður hugsað um ókomna tíð. Við Dóra eigum góðar minning- ar um samskipti og vináttu við Benedikt og Hallgerði sem nú er sérstaklega þakkað. Börnum þeirra og skylduliði sendum við innilegar samúðarkveðjur. Egill Jónsson. BENEDIKT EIRÍKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.