Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 47
Þegar ég man fyrst eftir Kristínu
afasystur minni var hún nýlega orðin
sextug, fjörgömul kona í augum
smákrakka. Og þegar ég sá hana síð-
ast, fyrir nokkrum mánuðum, varð
mér hugsað til þess að ekki gæti ég
komið auga á að hún hefði nokkuð
breyst. Máttfarnari vissulega en hún
var þegar hún renndi sér á snjóþotu
á Jónasartúninu með okkur krakk-
ana, og eilítið farin að slá saman kyn-
slóðum og rugla mér saman við bróð-
ur sinn, nafna minn.
En straumur tímans hafði alla tíð
lítil áhrif á Stínu. Í aðra röndina var
hún sannkölluð nútímakona, jafnvel
á undan sinni samtíð. Á sínum yngri
árum keyrði hún vörubíl og var ein af
KRISTÍN
KRISTJÁNSDÓTTIR
✝ Kristín Krist-jánsdóttir frá
Hóli á Húsavík fædd-
ist 28. október 1910.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Húsavíkur 6.
ágúst síðastliðinn.
Kristín var dóttir
hjónanna Kristjáns
Sigtryggssonar og
Kristjönu Guðna-
dóttur. Systkini
hennar voru Þor-
geir, Guðrún og Ás-
laug, öll látin.
Útför Kristínar fór
fram frá Húsavíkur-
kirkju 16. ágúst.
fyrstu konum í stétt at-
vinnubílstjóra. Um
tíma hafði hún mótor-
hjól sem sitt einkafar-
artæki, nokkuð sem
okkur systkinunum
þótti ómótstæðilega
hlægileg tilhugsun,
gömul kona á mótor-
hjóli hljómaði eins og
eitthvað úr sagnaheimi
Astrid Lindgren eða
eftir á að hyggja úr
suðuramerísku töfra-
raunsæi, en síður úr
hversdagslegum hús-
vískum raunveruleika.
Á hinn bóginn bar þessi nútímakona
með sér andblæ fyrri alda inn í líf
barnanna sem hún gætti, en það var
löngum hennar hlutskipti að sinna
börnum bróðurdætra sinna. Sögurn-
ar sem hún sagði okkur hafði hún
greinilega lært af sínum eigin barn-
fóstrum en ekki lesið í bókum, munn-
leg geymd að verki. Ég er hræddur
um að með okkur sé þráðurinn slit-
inn, örlagasögur Brúsaskeggs,
Smjörbita og Gýpu hafa ekki fest
mér í minni þó oft hafi ég heyrt þær
og haft gaman af.
Afstaða Stínu til tímans birtist líka
í því að hún virtist alltaf hafa nóg af
honum. Við börnin nutum góðs af
því. Stína var óþreytandi við að hafa
ofan af fyrir okkur, fara með okkur í
berjamó eða gönguferðir, segja okk-
ur sögur eða lesa fyrir okkur. Eft-
irminnilegastur er innblásinn flutn-
ingur hennar á ævintýrum Tarzans
apabróður, sem faðir hennar hafði
klippt út úr Alþýðublaðinu og bundið
inn. Það eina sem olli Stínu erfiðleik-
um í furðusögu Burroughs var nafn-
ið á vini Tarzans, d’Arnold, enda ref-
ilstigur franskra framburðarreglna
eitt hið fáa sem Stína hafði ekki á
valdi sínu. Gerði hún sífellt nýjar til-
raunir í framburði þessa einkenni-
lega orðs, okkur til óblandinnar kát-
ínu. Ekki það að við vissum betur.
Stína hafði nóg af tíma, og hún gaf
sér líka góðan tíma í það sem hún tók
sér fyrir hendur. Skipti þá ekki máli
hvort verið var að sauma karlmanna-
föt sem hún gerði afburðavel, leggja
kapal sem var ein hennar helsta
dægrastytting, kasta fyrir silung, en
hún var mikil stangveiðikona löngu
áður en kynsystur hennar hófu al-
mennt að fá áhuga á því sporti, taka í
nefið eða þvo Trabantinn sem hún
keypti sér á efri árum og tók miklu
ástfóstri við. „Stína þvær ekki bílinn,
hún þvær bílnum!“ sögðum við með
blöndu af háði og djúpri virðingu.
Með árunum hefur virðingin vaxið,
og þakklæti fyrir að hafa kynnst
þessari merkilegu konu með sína
óhefðbundnu lífsreynslu, fjölbreyttu
og óvenjulegu áhugamál, örlátu nær-
veru og innsýn í hugsunarhátt og
lífsviðhorf fyrri tíðar. Þó sögurnar
hennar séu að mestu gleymdar er
sagan af henni sjálfri ljóslifandi hjá
okkur og verður flutt áfram enda
margt af henni hægt að læra og yfir
mörgu að gleðjast. Veri Stína
frænka mín blessuð.
Þorgeir Tryggvason.
✝ Sveinn Sumar-liðason fæddist á
Feðgum í Meðallandi
í V-Skaftafellssýslu 3.
september 1922.
Hann lést á Kumbara-
vogi 9. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sumarliði
Sveinsson, f. 10.10.
1893, d. 22.2. 1992, og
Sigríður Runólfsdótt-
ir, f. 1.12. 1899, d.
16.8. 1987. Bróðir
Sveins er Guðgeir, f.
2.4. 1929, kvæntur
Hrefnu Ólafsdóttur,
f. 9.1. 1932. Fyrri kona Sveins var
Vigdís Þorvaldsdóttir, f. 17.6.
1927, d. 19.7. 1999. Hún var dóttir
hjónanna Þorvaldar Ólafssonar og
Kristjönu Hjaltested frá Arnar-
bæli í Ölfusi. Þau skildu. Synir
þeirra eru: Þorvaldur Geir, f. 19. 5.
1950, kvæntur Jónönnu Maríu Sig-
urjónsdóttur, f. 3.11. 1951, þau
eiga tvö börn og eitt barnabarn, og
Sigurður Helgi, f. 31.12. 1952, d.
12.3. 1954. Seinni kona Sveins var
Lilja Bóthildur Bjarnadóttir, f. 9.2.
1933, d. 10.2. 1983. Hún var dóttir
hjónanna Bjarna
Jónssonar og Hall-
dóru Halldórsdóttur
frá Guðnabæ í Sel-
vogi. Börn Sveins og
Lilju eru Dagbjartur
Ragnar, f. 20.12.
1955, kvæntur Ingi-
björgu Dagmar
Gunnarsdóttur, f.
7.3. 1957, þau eiga
tvær dætur og Hall-
dóra Sigríður, f. 14.4.
1960, gift Herði Jóns-
syni, f. 24. 5. 1963,
þau þau þrjár dætur.
Sveinn ólst upp á
Feðgum og stundaði hefðbundin
sveitastörf þar. Árið 1945 fluttist
hann með foreldrum sínum til
Hveragerðis. Þar starfaði hann
meðal annars við smíðar og fleira.
Um 1954 fluttist hann til Þorláks-
hafnar og vann þar við akstur,
smíðar og þjónustu tengda sjávar-
útvegi. Lengst af starfaði hann hjá
Meitlinum hf. í Þorlákshöfn eða
þar til hann lét af störfum.
Útför Sveins verður gerð frá
Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Afi var mér ráðgáta.
Þögull og dulur. Þegar aðrir
rausuðu og ræddu í veislum sat afi
minn á stól og spilaði á nikkuna.
Snikkarahendur töluðu máli hans.
Þybbnir og stubbslegir fingur léku
liprir um hljóðfærið. Nostruðu ná-
kvæmir við litla, kringlótta takka.
Fyrst þessa, svo hina, svo aftur
þessa. Hvernig hitti hann á rétta
hnappa í hvert einasta sinn án þess
að gægjast á hendurnar á sér? Og
hvernig vissi hann í hvaða stauta
ætti að toga áður en spilað var á
gamla orgelið? Að kunnátta hans
var eðlislæg og sjálflærð kallaði
meira á undrun en öfund. Það var
mér ráðgáta.
Við kölluðum hann oft „Sveinka“,
„Sveinka Summ“, eða „Amm“ til
styttingar. Sveinki svaraði helst í
einsatkvæðisorðum: „Jamm“, eða
„amm“, til meiri styttingar. Hann
eyddi ekki orðum í blaður, né til-
finningar. Sjálfum sér samkvæmur
sýndi hann hug sinn í verki. Jóla-
gjafir vantaði aldrei, né heldur pá-
skegg (hvort heldur heil eða bráðn-
uð úr bílferð). Börn gleyma oft
orðum, en ekki athöfnum.
Ömmu Lilju missti afi rétt um
sextugt. Af trygglyndi geymdi hann
konu sína orðlaust í hjarta sínu.
Var lengi um kyrrt á heimili þeirra.
Húsgögn og myndir sátu óhreyfð
þar sem þau amma höfðu komið
þeim fyrir. Stundum fann maður
návist hennar innanveggja, líkt og
hún myndi hvað úr hverju birtast í
dyragættinni og brosa. Eins og afi
byggi ekki lengur einn. Hvernig
hann umbar sorgina, hljóður og
einsamall, var mér mikil ráðgáta.
Það sem ég gat skilið var ástríða
Sveinka Summ fyrir matföngum.
Ég veit hvernig það er að troða
vömbina svo fulla af feitri kjötsúpu,
ásamt ríkmannlegri hrúgu af kart-
öflum, að maður er kyrrsettur í
stofusófanum það sem eftir er
kvölds. Ég áttaði mig hins vegar
ekki á hvernig afi hélt heilsunni
með slíku mataræði. Gerði ráð fyrir
að hreystina fengi hann frá langafa.
En þar kom að því að hann veiktist.
Þreyttur og oft á tíðum kvalinn um-
bar Sveinki okkar lasleikann mögl-
unarlaust. Það var mér undrunar-
efni.
Ég vona að hann hafi hitt Lilju
sína aftur. Haldi í hana digrum
fingrum, segi henni allt sem honum
hefur legið á hjarta og finni ró í sál-
inni. Hvað þeim fer á milli verður
ráðgáta.
Afa mínum til heiðurs mun ég
elda kjötsúpu í dag. Borða vel og
lengi. Og það held ég nú. Amm.
Vigdís Huld Þorvaldsdóttir.
Sveinn bróðir minn mátti muna,
sem flestir af hans kynslóð, tímana
tvenna. Hann var alinn upp við að
beita amboðum síns tíma sem lítið
höfðu breyst um aldir og svo nán-
ast að detta inn í vélvæðinguna og
að laga sig að breyttum tíma, en
eitt er þó óbreytt og nauðsynlegt
gegnum þetta allt, en það er verk-
lagni, handbragð og útsjónarsemi
þess sem tækjunum stjórnar. Þenn-
an eiginleika átti bróðir minn í rík-
um mæli, ljáirnir hans bitu vel og
ljáfarið var bæði langt og breitt og
teigurinn fallegur yfir að líta, einn-
ig beit hefiltönnin vel enda vand-
lega brýnd, svo og önnur verkfæri
sem til smíða þurfti, en við þau
störf vann hann meira og minna
alla tíð og var eftirsóttur til þeirra
verka.
„Sveinsstykki“ hans í tvennum
skilningi hef ég kallað hringstiga
upp á þrjár hæðir sem hann smíð-
aði úr járni, við hús mitt og var
fljótur að reikna út og smíða í bíl-
skúrnum hérna, hálfan inni og hálf-
an úti og reisa hann svo við með
einum traktor.
Einnig ók hann vörubíl um árabil
og vann svo í Vélsmiðju Meitilsins í
Þorlákshöfn, sem varð hans síðasta
fasta starf. Af þessu má sjá að hon-
um var margt til lista lagt, öll þekk-
ing var áunnin en ekki lærð í námi.
En fleira mátti hann muna,
hraustmennið, hugmikill sem fram-
an af ævi lét sér fátt fyrir brjósti
brenna, en nú síðustu árin að búa
við fötlun, þar sem hjólastóllinn var
aðalfarartækið. Þessum umskiptum
tók hann með miklu jafnaðargeði
og heyrði ég hann aldrei minnast á
að illa væri komið fyrir sér, eða að
nokkuð væri við þetta að athuga.
Já, stóri bróðir minn, Sveinn,
tæpum sjö árum eldri en ég, mín
mikla fyrirmynd á uppvaxtarárum
mínum, smiðurinn, skot- og silungs-
veiðimaðurinn og ekki síðast harm-
onikkuleikarinn og fleira og fleira, í
öllu þessu var hann öðrum meiri að
mínu mati á þessum árum og þó að
ég rembdist við að líkjast honum í
öllu þessu, fannst mér lítið ganga.
En hvað um það? Ég var sjö ár-
um yngri og að þeim liðnum ætti ég
að geta þetta allt líka.
Mamma, sem hafði lært á orgel
og spilaði í sóknarkirkjunni í Lang-
holti, vildi kenna mér á orgelið, það
taldi ég algjöran óþarfa, Sveinn
bróðir las ekki nótur en spilaði
manna best á harmonikkuna, það
hlaut ég líka að geta og við það sat.
Þessarar heimsku átti ég eftir að
iðrast sárt síðar á ævinni.
Og sjö árin liðu og svo önnur sjö
og aldrei komst ég með tærnar þar
sem hann hafði hælana.
Og ekki má gleyma glímunni við
hið hólmum prýdda Eldvatn sem þá
var oft miklu vatnsmeira en nú er
og dró okkur að sér eins og segull
járn. Bæði til að veiða hinn silf-
urlita sjóbirting og einnig varð oft
að fara yfir það því það klauf í
tvennt hina landmiklu landnáms-
jörð Skarð sem bærinn okkar,
Feðgar, var byggður úr, en þar
kom að það veitti birtu í bæinn og
orku til útvarps, þegar Sveinn
virkjaði eina kvíslina, sem var vísir
að stærri virkjun sem hefði komið
ef við hefðum ekki flutt burtu
vegna ágangs sands.
En svo bar við er ég kom til
Sveins nokkrum dögum fyrir andlát
hans, hann var með hressara móti
og sagði mér að um nóttina hefði
hann verið heima á Feðgum að
vinna að þessu verki ásamt mér og
Dagbjarti syni sínum.
Já, römm er sú taug sem rekka
dregur föðurtúna til.
Hann náði góðum tökum á harm-
onikkuleik og spilaði mikið fyrir
dansi heima í Meðallandi og einnig
nærsveitum, fór ríðandi með hljóð-
færið á bakinu spilaði á böllum sem
þá stóðu fram undir morgun og síð-
an aftur heim.
Við fluttum til Hveragerðis 1945
og í all mörg ár spilaði hann fyrir
dansi þar og víða um sveitir Suður-
lands ásamt Ármanni Jóhannssyni
sem lék á trommur og eitthvað
fékk ég að dingla með, mest til að
hvíla hann stund og stund.
Á efri árum þegar hann var ekki
lengur í föstu starfi, gat hann sinnt
þessu áhugamáli sínu meira en
meðan brauðstritið tók mest af
tíma hans, náði hann þá aftur sinni
gömlu leikni á harmonikkuna og vel
það, á þessum árum spilaði hann
oft fyrir dansi á samkomum aldr-
aðra og við fleiri tækifæri þar sem
fólk kom saman til að skemmta sér.
Harmonikkan fylgdi honum alla
ævi, einnig eftir að hann varð ófær
um að leika á hana sökum lömunar
og á Kumbaravogi, þar sem hann
dvaldi síðast, stóð húm við rúmið
hans.
Á föstudaginn, 9. ágúst kl. 13,
var ég staddur hjá honum ásamt
börnum hans og tengdadóttur,
hann var í eins konar móki en þó
með opin augun og virtist heyra til
okkar, ég greip harmonikkuna og
fór að að rifja upp nokkur lög sem
ég kunni frá gamalli tíð, allt í einu
hrukkum við upp við að eitthvað
var að gerast, kl. 13.10, Sveinn
bróðir minn var að skilja við. Ég
vona að hann hafi notið þessara síð-
ustu tóna nikkunnar sinnar sem
honum stóð til boða að heyra hér í
heimi.
Starfsfólki á Sólvöllum og hjúkr-
unarfólki á Kumbaravogi færi ég
bestu þakkir fyrir að gera það sem
best það kunni fyrir hann.
Guð blessi þig, kæri bróðir og
mágur, lífs og liðinn.
Þökk fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir okkur.
Vertu kært kvaddur.
Guðgeir Sumarliðason,
Hrefna Ólafsdóttir.
Sól rís og sól sest. Nú hefur sól
Sveins sest en sólsetur hans mun
alltaf lifa í minningum okkar.
Sveinn eða Svenni eins og hann var
kallaður var einstaklega fróður
maður og hann var vinur vina
sinna. Fróðleiksmolar hans nýtast
manni vel í dag þegar við keyrum
norður í land því hann vissi nánast
allt um alla hóla og hæðir á leiðinni
og hver bjó á þessum bæ og hver
var ættaður þaðan. Það voru
skemmtilegar ferðirnar sem við
fórum norður í land með hann sem
bílstjóra. Ég og Núkka systir vor-
um hæstánægðar með þennan
ferðafélaga því hann vildi stoppa í
hvaða sjoppu sem við vildum fara í,
annað en þegar faðir okkar keyrði
og það endaði með því að við vorum
farin að stoppa í hverri sjoppu á
leiðinni.
Við viljum þakka þér, Svenni
okkar, fyrir allar þær ferðir sem þú
hefur farið með okkur og þá sér-
staklega allar ferðirnar til og frá
Keflavík. Í nánast hvaða veðri sem
var, alltaf varstu tilbúinn að keyra
af stað úr Þorlákshöfn án þess að
vita hvort fjölskyldan kæmist yfir
höfuð yfir hafið frá Grænlandi.
Öll þín hjálp er einnig ómetan-
leg. Það þurfti nú ekki að biðja þig
tvisvar um eitthvað heldur gerðir
þú allt með glöðu geði, hvort sem
það var að laga eitthvað heima fyrir
á Oddabrautinni eða úti í Selvogi.
Þú varst sannkallaður þúsundþjala-
smiður í okkar augum og hún
amma verður ætíð þakklát fyrir allt
sem þú gerðir fyrir hana.
Þú tókst nú líka að þér að gæta
okkar Núkku á meðan amma var í
vinnunni á daginn með því að fara
með okkur að veiða. Amma var
mjög glöð yfir því vegna þess að við
vorum gjörsamlega farnar að snúa
við sólarhringnum og sváfum allan
daginn. Eldsnemma lögðum við af
stað til þess að fara að veiða í Ölf-
usánni og ég man enn eftir því hve
þreyttar við vorum. Í fyrstu gekk
þér ekkert að veiða því við vorum
svo háværar að við fældum alla
fiskana í burtu. Þú komst þá með
þá hugmynd að það væri nú gaman
fyrir okkur að renna okkur niður
sandhólana sem voru aðeins lengra
frá. Um leið og við fórum að leika
okkur þar bitu fiskarnir á agnið, já,
segi nú ekki annað en að margt er
líkt með skyldum.
Já, það voru mörg hlutverkin
sem hann Svenni gegndi í okkar lífi
og fyrir það verðum við ævilega
þakklátar. Bænir okkar og innileg-
ar samúðarkveðjur eru með börn-
um Svenna og fjölskyldu þeirra, án
þeirra hefði hann verið fátækur
maður. Þau hafa verið honum stoð
og stytta í gegnum veikindin sem
sýnir góðmennsku þeirra og kær-
leika sem í þeim býr.
En elsku Svenni, nú kveðjum við
þig að sinni þar sem þú hvílir nú
hjá liljunni þinni.
Petra Vilhjálmsdóttir
(Peta litla.)
Látinn er Sveinn Sumarliðason
eða Svenni eins og hann var kall-
aður í daglegu tali. Fyrstu minn-
ingar mínar um Svenna eru þegar
hann kom með móðursystur mína,
hana Lilju, á vörubílnum sínum í
heimsókn til tilvonandi tengdafor-
eldra sinna sem bjuggu í Guðnabæ,
þar sem ég var þá lítil stúlka.
Mér þótti mikið til koma að Lilja
ætti kærasta á svona stórum bíl.
Seinna var ég hjá þeim hjónum
þegar þau voru farin að búa og
gætti Dalla. Þau bjuggu þá í gamla
Kaupfélagshúsinu þar sem Lilja
starfaði. Síðan reistu þau sér hús
við Oddabraut í Þorlákshöfn og
bjuggu þar allan sinn búskap. Lilja
lést langt um aldur fram hinn 10.
febrúar 1983, aðeins fimmtíu ára.
Þau voru mjög samrýnd hjón,
skemmtileg og ferðuðust mikið
saman og oft var harmonikan með í
för, sem Sveinn hafði yndi af að
leika á af sinni alkunnu snilld, eins
og allt annað sem hann kom ná-
lægt. Það er hægt að segja að hann
hafi verið þúsundþjalasmiður og
ekki má gleyma veiðiskapnum, sem
hann hafði mikið yndi af.
Síðustu árin voru Sveini erfið,
heilsunni hrakaði og síðustu árin
bjó hann í íbúð aldraðra við Egils-
braut en að lokum varð hann að
fara á hjúkrunarheimili og dvaldist
á Kumbaravogi síðasta ár. Nú er
Svenni farinn frá okkur og nikkan
hans þögnuð.
Ég votta börnum hans, Þorvaldi,
Dagbjarti og Halldóru, og fjöl-
skyldum þeirra mína dýpstu samúð
og veit ég að Lilja þín tekur vel á
móti þér. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Jóhanna Þórisdóttir.
SVEINN
SUMARLIÐASON