Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 55 GÓÐAR veiðifréttir berast enn víða að og vekur athygli að göngur eru enn í mörgum ám, kannski ekki eins kröftugar og í síðasta mánuði, en miðað við síðustu veiðisumur er það skemmtileg nýlunda því lax- agöngur hafa átt það til að fjara gersamlega út uppúr mánaðamót- um júlí og ágúst. Mestur kraftur er í göngum á norður- og norðaust- urhorninu þar sem heita má að sé mokveiði. Þannig hafa fjórir síð- ustu daga í Hofsá gefir rétt yfir 200 laxa að sögn Eddu Helgason leigu- taka árinnar. „Vikan var að gefa rúma 200 laxa um daginn, en síð- ustu dagar hafa verið ansi athygl- isverðir, eiginlega hefur verið fremur rífandi veiði,“ sagði Edda í samtali við Morgunblaðið. Á næstunni má búast við að veiðitölur snarhækki í stöku á þar sem maðkaholl eru enn leyfð, þrátt fyrir að kvótar og eftirlit hafi auk- ist í umræddum ám er öruggt að mikið mun veiðast á fáum dögum. Allir voða hissa „Það gengur mjög vel í Vestur- dalsá og allir voða hissa yfir þessu. Það byrjaði illa og mönnum leist ekki á blikuna, en síðan fór bara að veiðast og veiðast vel. Í fyrramorg- un heyrði ég að 135 laxar væru veiddir og þá voru 307 gengnir um teljarann sem er um miðbik árinn- ar. Á móti kemur að það er minna af sjóbleikju og segja mér menn sem hafa þekkt þessa á mun lengur en ég, að það haldist alltaf í hend- ur, meiri lax, minni bleikja og svo öfugt. Líklega er það vegna þess að bleikjan kemur seinna inn þegar laxagöngurnar eru sterkar,“ sagði Lárus Gunnsteinsson, einn af um- sjónarmönnum Vesturdalsár, í samtali við Morgunblaðið í gær. Lárus sagði ennfremur að laxinn væri vel dreifður, vatnsmagn væri gott og það sem skipti ekki minnstu máli, lax væri enn að ganga. Hollin hafa verið að fá 14 til 27 laxa eftir að veiðin byrjaði fyrir alvöru. Það er mjög gott, kvótinn er raunar 27 laxar,“ bætti Lárus við. Áður hljóðir hyljir lifna Ástþór Jóhannsson leigutaki Straumfjarðarár sagði í samtali við Morgunblaðið að allt væri í góðum gír þar vestra. „Það eru komnir uppúr ánni 230 laxar sem telst vera mjög gott miðað við undanfarin ár og enn er eftir tæpur mánuður af veiðitímanum. Hér er veitt fram yf- ir fyrstu viku af september. Ef skilyrðin verða áfram hagstæð er ekkert nema gott útlit um fram- haldið. Hér er talsvert enn af nýj- um grálúsugum fiski og hængarnir eru nú að byrja að koma sterkir inn í aflatölurnar, auk þess sem mikið var af laxi fyrir í ánni. Það sem hef- ur helst einkennt veiðina í sumar er, að veiðst hefur nokkuð jafnt um alla á og fiskur dreift sér víðar. Þannig hefur m.a. veiðst ágætlega í gamalfrægum hyljum, sem um ára- bil hafa verið hljóðir og eykur slíkt á ánægju veiðimanna. Enn hafa engir drekar komið á land þótt til þeirra hafi sést á nokkrum stöðum í ánni. Mest hefur þetta verið fisk- ur í kringum 6 pundin og einn og einn 10 til 12 punda slæðist með,“ sagði Ástþór. Glæðist í Gljúfurá Allþokkaleg veiði hefur verið í Gljúfurá í Borgarfirði síðustu tvær til þrjár vikurnar, t.d. veiddust þar nýverið 9 laxar á tveimur vöktum og sáu menn laxa víða, aðallega þó í ánni ofanverðri. Um miðja viku voru komnir 75 laxar á land. Morgunblaðið/Golli Þeir þurfa ekki allir að vera stórir fiskarnir til að gleðja veiðimenn. Þessir voru veiddir í Volanum. 200 fiskar úr Hofsá á fjórum dögum ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? SVÍNASKARÐSLEIÐ, sem er göm- ul alfaraleið milli Hrafnhóla og Kjós- ar í austanverðri Esju, verður farin með Ferðafélagi Íslands sunnudag- inn 18. ágúst. Um er að ræða eina af afmælisgöngum félagsins. „Svínaskarðsleið er gömul alfara- leið í austanverðri Esju, nánar tiltekið milli Móskarðshnjúka og Skálafells. Þessi leið var fyrrum fjölfarin og á fyrri hluta síðari aldar voru uppi hug- myndir um að leggja þar akfæran veg. Laust eftir 1930 var m.a.s. farið með bifreið þessa leið þótt líklega hafi bíllinn sá frekar verið dreginn en hon- um ekið, a.m.k. hluta leiðarinnar. Á vetrum geta verið þarna vonskuveður og snjóþungt og sá sorgaratburður varð eitt sinn að þar varð úti ungur piltur. En á björtum sumardegi er þetta fögur leið með mikilli og víðri útsýn yfir Kjalarnes, Mosfellssveitina og höfuðborgarsvæðið allt og svo inn til Svínadals og yfir til Kjósar,“ segir í fréttatilkynningu. Áætlað er að gangan taki 5–6 klst. og hæst er Svínaskarð í um 400 m y.s. Fararstjóri í þessari ferð verður Sig- urður Kristjánsson, brottför er frá BSÍ kl. 10.30 á sunnudaginn og þátt- tökugjald 1.500 krónur fyrir félaga en 1.800 krónur fyrir aðra. Fólk er minnt á stimplana. FÍ með göngu eftir Svína- skarðsleið Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.