Morgunblaðið - 17.08.2002, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6 og 10. Sýnd kl. 4.
SV Mbl
Radíó X
1/2 Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8 og 10.40. B. i. 14.
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8.
Frumsýning
Sýnd kl. 2.
„Besta mynd ársins til þessa“
1/2HÖJ Kvikmyndir.com
„Ein besta mynd þessa árs.
Fullkomlega ómissandi.“
SV Mbl
kl. 4, 7 og 10.
Powersýning
kl. 11.
Sýnd kl. 5, 8, 10 og Powersýning kl. 11. B. i. 14.
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. B.i. 10.
Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT
ÓHT Rás2
HK DV
Radíó X
Frumsýning
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8.30. með íslensku tali.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 með ensku tali.
Stúart lendir í ótrúlegum ævintýrum með kettinum Snjóber og
fuglinum Möggu Lóu! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Sexý og Single
YFIR 15.000 MANNS!
Sýnd kl. 2, 8 og 10.
Forsýning
Forsýnd kl. 2 í LÚXUSSAL.
Yfir 15.000 MANNS
MEÐAL þess sem í boði verður á
hinni fjölbreyttu Menningarnótt
Reykjavíkurborgar í kvöld er sam-
runi rímna og rapps. Já, við Sölv-
hólsgötu 11 hafa Edda – miðlun og
útgáfa og ÍTR ákveðið að bjóða
gestum upp á svokallað rímnarapp.
Þau Hilmar Örn Hilmarsson, Stein-
dór Andersen og Anna Margrét
Guðjónsdóttir hafa veg og vanda af
skipulagningu hátíðarinnar.
„Já, við ætlum að leiða saman
rímur og rapp,“ segir Hilmar Örn
og varpar fram þeirri staðreynd að
Íslendingar hafi verið algerir frum-
kvöðlar í rappinu.
„Við vorum byrjaðir á þessu á 14.
öld langt á undan öllum öðrum.
Hefðin hefur þróast með þjóðinni
allar götur síðan og hefur birst í
mjög líku formi í þulunum. Við er-
um því svolítið að reyna að vinna
tengifletina á milli þess gamla og
nýja. Í kvöld ætlum við að hafa hálf-
gerð endaskipti á þessu og leiða
saman nútíð og fortíð sem stefna í
raun hönd í hönd inn í framtíðina,“
segir Hilmar.
Hilmar segist mjög hrifinn af ís-
lenska rappinu og þá ekki síst
vegna þeirra skemmtilegu texta á
þjóðtungunni sem það einkennir.
Einnig segir hann áhugann á
rímnakveðskap vera sífellt að
aukast.
„Hið ágæta fólk hjá Eddu – miðl-
un og útgáfu gáfu nýverið út disk-
inn Rímnamín, sem inniheldur rapp
en vísar yfir til rímnahefðarinnar,“
segir Hilmar og upplýsir að til
standi að taka afrakstur kvöldsins
upp og gefa svo út á vegum áð-
urnefndrar Eddu. Hann segist vona
að afraksturinn verði verðugur
minnisvarði um þann skemmtilega
samruna sem þarna muni eiga sér
stað.
„Ég held persónulega að rappið
sé það besta sem gerst hefur varð-
andi varðveislu íslenskrar tungu í
tónlist síðan Megas hóf upp raust
sína á sínum tíma. Þarna er fólk að
yrkja skemmtilega og nota tungu-
málið og þessa hefð okkar,“ bætir
Hilmar við.
Það er vel við hæfi að hugmyndin
að rímnarappinu hafi kviknað á
Ströndum á Snæfjallaströndinni.
„Við Anna Margrét og Steindór
fórum að tala um þetta og mig
minnir að ég hafi verið að segja frá
því þegar við Björk og Guðlaugur
Kristinn Óttarsson komum saman
fyrir einum 15 árum síðan þar sem
við fluttum þulur eftir Theódóru
Thoroddsen í hipp hopp formi,“ seg-
ir Hilmar og segir það uppátæki
hafa verið mjög skemmtilegt „Þetta
vatt bara svo upp á sig. Edda kom
svo inn í þetta til að kosta uppá-
komuna en við höfum hér fólk alls
staðar af landinu, jafnvel úr Hafn-
arfirði,“ segir Hilmar Örn og skellir
uppúr.
Amma í rímunum
Kvæðamaðurinn Steindór Ander-
sen hefur getið sér mjög gott orð í
sínu fagi og er trúlega þekktastur
fyrir samstarf sitt við Sigur Rós. Í
kvöld ætlar Steindór sannarlega að
láta til sína taka enda á heimavelli.
„Við Hilmar Örn tökum hlut úr
Snjáfjallavísum Jóns Lærða sem við
höfum verið að vinna með og líkast
til einhver rímnalög sem hann moð-
ar úr. Ég ætla svo, ásamt Lúðra-
sveit Reykjavíkur, að flytja verk
sem við gerðum saman í vor og er
eftir Lárus Halldór Grímsson,“ seg-
ir Steindór.
Hann segist þó ekki sammála fé-
laga sínum, Hilmari Erni, í því að
ríman og rappið séu fortíðin og nú-
tíðin af því sama.
„Það má vel vera að hægt sé að
finna einhvern samnefnara þarna
en tónlistin er algerlega óskyld,“
segir Steindór. „Það er nú samt
gaman að leiða þessar tvær deildir
saman og íslenska rappið er alveg
einstakt vegna málsins. Ég tel það
eiga miklu meiri möguleika hér en
annars staðar vegna rímnahefðar-
innar í landinu,“ segir Steindór og
segir rappið frekar lifa á gömlu
hefðinni heldur en að vera framhald
af henni.
„Þetta er í eðli Íslendinga, Ís-
lendingar hafa alltaf verið rímglaðir
menn,“ segir Steindór.
Rímnakveðskapur hefur átt sífellt
meira fylgi að fagna hér á landi.
Spennandi væri að heyra hvaða
ástæðu Steindór telur vera fyrir
því.
„Ég held að ríman hafi verið allt
of mikið í felum undanfarna áratugi.
Þegar menn fá loksins að heyra
þetta þá vakna þeir við. Jafnvel fólk
sem aldrei hefur heyrt rímur áður
þekkir ömmur sínar í rímunum og
finnst það vera komið heim,“ segir
Steindór og heldur áfram: „Í allri
þessarri alþjóðavæðingu þá verða
menn svolítið að sérmerkja sig og
leita að einhverju öryggi sem það
finnur kannski í rímunum. Það get
ég alveg ímyndað mér að sé ástæð-
an, að hitta ömmu gömlu og hjúfra
sig upp að henni.“
Rímnarappið fer fram við Sölv-
hólsgötu 11 en það eru síðustu for-
vöð að blása til samkomu í þeim sal-
arkynnum þar sem til stendur að
rífa húsið.
„Við vorum búin að leita logandi
ljósi að húsnæði fyrir þessa uppá-
komu. Okkur barst svo þetta frá-
bæra tilboð frá Framkvæmdasýslu
Ríkisins um afnot af þessu húsi
þennan dag og þessa nótt,“ seig
Hilmar Örn. „Það er þarna aðstaða
sem ég held að verði einhver
skemmtilegasta tónleikaaðstaða
bæjarins þetta kvöld. Við höfum
verið að snyrta aðeins til þarna inni
og það vill svo skemmtilega til að
hann Steindór er ansi laginn líka
með hamarinn og sögina.“
Rímnarappið hefst í kvöld klukk-
an 20. Eins og áður sagði er stað-
setningin Gallerí Rif við Sölvhóls-
götu 11. Gengið er inn Skúla-
götumegin, nánar tiltekið í porti við
hlið Sjávarútvegsráðuneytisins, en
ekki er inngangur frá Sölvhólsgötu.
Ríman og rappið
í eðli landsmanna
Morgunblaðið/Þorkell
Hilmar Örn og Steindór við Sölvhólsgötu 11 þar sem ríman og rappið mætast í kvöld.
birta@mbl.is
Rímur og rapp í Galleríi Rifi
kl. 20. Fram koma: Erpur Ey-
vindarson, Bent & 7berg, Af-
kvæmi guðanna, Vivid Brain
og Bangsi, Bæjarins bestu,
Kippi Kaninus og Ása Ketils-
dóttir kvæðamaður, Steindór
Andersen og Lúðrasveit
Reykjavíkur, Eyvindur P. Ei-
ríksson o.fl. með kvæðaverkið
Nánd, Hilmar Örn Hilmarsson
og Steindór Andersen, fé-
lagar, börn og fullorðnir úr
Kvæðamannafélaginu Iðunni
undir stjórn Sigurðar Sigurð-
arsonar dýralæknis.
Eva María Jónsdóttir kynnir.
TENGLAR
.....................................................
www.menningarnott.is
Rímnarapp á Menningarnótt