Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 13
MIKIÐ ÚRVAL
HAGSTÆTT VERÐ
LOFTPRESSUR
TILBOÐSD
AGAR
MYND, sem átta ára árgangur nem-
enda í Fossvogsskóla í Reykjavík,
teiknaði var til sýnis á ráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra
þróun í Jóhannesarborg í S-Afríku.
Myndin er ein nokkurra mynda sem
börn víða úr heiminum teiknuðu, en
þær voru settar upp á vegg skammt
frá aðalfundarsal ráðstefnunnar.
Landvernd í samstarfi við Royal
Awards for Sustainability stóð fyrir
samkeppni um gerð veggspjalda í
grunnskólum sl. vor. Veggspjöldin
endurspegluðu hugmyndir æsk-
unnar um umhverfi okkar í dag og í
framtíðinni. Samkeppnin fór fram í
31 landi í Evrópu og var eitt verk-
efni valið frá hverju landi til sýn-
ingar í Kongens Nytorv í Kaup-
mannahöfn í sumar. Einnig var
leitað að myndum til að sýna á leið-
togafundi Sameinuðu þjóðanna um
sjálfbæra þróun sem haldinn verður
í Jóhannesarborg.
Markmiðið með þessari sam-
keppni var að beina athygli æsk-
unnar að sambúð manns og um-
hverfis einkum því þegar maðurinn
vinnur með náttúrunni og eitthvað
jákvætt gerist í þeim samskiptum.
Einnig að vekja til umhugsunar um
framtíðarþróun heimsins og á
hvern hátt maðurinn getur haft já-
kvæð áhrif á umhverfið.
Verkefnisstjóri með verkefninu í
Fossvogsskóla var Auður Þórhalls-
dóttir. Í Fossvogsskóla hefur allt
sorp verið flokkað í um 10 ár.
Tólf grunnskólar tóku fyrr á
þessu ári þátt í svokölluðu græn-
fánaverkefni sem miðast að því að
efla fræðslu um umhverfismál og
vistvernd í daglegu starfi skólanna.
Mynd úr
Fossvogs-
skóla í
Jóhannesar-
borg
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fyrir framan teikningu sem nem-
endur í Fossvogsskóla gerðu og var til sýnis í Jóhannesarborg.
ORKUVIRKI ehf. reyndist vera
með lægsta tilboðið þegar tilboð í
rafbúnað fyrir aðalveitustöðina á
Bessastöðum í Fljótsdal voru opnuð
hjá Landsvirkjun á föstudag. Tilboð
Orkuvirkis hljóðaði upp á 63,12 millj-
ónir króna, eða 88% af kostnaðar-
áætlun.
Verkið sem um ræðir felst í deili-
hönnun, framleiðslu og uppsetningu
á 145 kV, 36 kV og 12 kV rofabúnaði
með tilheyrandi hjálparbúnaði.
Landsvirkjun áætlaði að kostnaður-
inn vegna verksins næmi 72 millj-
ónum króna. Næstlægsta tilboðið,
64,58 milljónir, kom frá Rafkóp-
Samvirki, sem nam 90% af kostnað-
aráætlun. Þá var Rafkóp-Samvirki
einnig með frávikstilboð upp á 66,91
milljón. Hæsta tilboðið var fráviks-
tilboð frá RST Neti ehf. upp á 87,45
milljónir og var það 121,5% af kostn-
aðaráætlun. Næst hæsta tilboðið var
frá Rafeyri ehf., 86,78 milljónir eða
120,5% af kostnaðaráætlun. RST
Net ehf. bauð einnig 78,95 milljónir í
verkið sem er 109,6% af kostnaðar-
áætlun.
Orkuvirki býður
lægst í rafbúnað