Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 13 MIKIÐ ÚRVAL HAGSTÆTT VERÐ LOFTPRESSUR TILBOÐSD AGAR MYND, sem átta ára árgangur nem- enda í Fossvogsskóla í Reykjavík, teiknaði var til sýnis á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg í S-Afríku. Myndin er ein nokkurra mynda sem börn víða úr heiminum teiknuðu, en þær voru settar upp á vegg skammt frá aðalfundarsal ráðstefnunnar. Landvernd í samstarfi við Royal Awards for Sustainability stóð fyrir samkeppni um gerð veggspjalda í grunnskólum sl. vor. Veggspjöldin endurspegluðu hugmyndir æsk- unnar um umhverfi okkar í dag og í framtíðinni. Samkeppnin fór fram í 31 landi í Evrópu og var eitt verk- efni valið frá hverju landi til sýn- ingar í Kongens Nytorv í Kaup- mannahöfn í sumar. Einnig var leitað að myndum til að sýna á leið- togafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem haldinn verður í Jóhannesarborg. Markmiðið með þessari sam- keppni var að beina athygli æsk- unnar að sambúð manns og um- hverfis einkum því þegar maðurinn vinnur með náttúrunni og eitthvað jákvætt gerist í þeim samskiptum. Einnig að vekja til umhugsunar um framtíðarþróun heimsins og á hvern hátt maðurinn getur haft já- kvæð áhrif á umhverfið. Verkefnisstjóri með verkefninu í Fossvogsskóla var Auður Þórhalls- dóttir. Í Fossvogsskóla hefur allt sorp verið flokkað í um 10 ár. Tólf grunnskólar tóku fyrr á þessu ári þátt í svokölluðu græn- fánaverkefni sem miðast að því að efla fræðslu um umhverfismál og vistvernd í daglegu starfi skólanna. Mynd úr Fossvogs- skóla í Jóhannesar- borg Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fyrir framan teikningu sem nem- endur í Fossvogsskóla gerðu og var til sýnis í Jóhannesarborg. ORKUVIRKI ehf. reyndist vera með lægsta tilboðið þegar tilboð í rafbúnað fyrir aðalveitustöðina á Bessastöðum í Fljótsdal voru opnuð hjá Landsvirkjun á föstudag. Tilboð Orkuvirkis hljóðaði upp á 63,12 millj- ónir króna, eða 88% af kostnaðar- áætlun. Verkið sem um ræðir felst í deili- hönnun, framleiðslu og uppsetningu á 145 kV, 36 kV og 12 kV rofabúnaði með tilheyrandi hjálparbúnaði. Landsvirkjun áætlaði að kostnaður- inn vegna verksins næmi 72 millj- ónum króna. Næstlægsta tilboðið, 64,58 milljónir, kom frá Rafkóp- Samvirki, sem nam 90% af kostnað- aráætlun. Þá var Rafkóp-Samvirki einnig með frávikstilboð upp á 66,91 milljón. Hæsta tilboðið var fráviks- tilboð frá RST Neti ehf. upp á 87,45 milljónir og var það 121,5% af kostn- aðaráætlun. Næst hæsta tilboðið var frá Rafeyri ehf., 86,78 milljónir eða 120,5% af kostnaðaráætlun. RST Net ehf. bauð einnig 78,95 milljónir í verkið sem er 109,6% af kostnaðar- áætlun. Orkuvirki býður lægst í rafbúnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.