Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 43
Jón Jónsson
tengdafaðir minn var
nær 94 ára þegar
hann lést og mundi
fram á síðustu daga
næstum öld og vegna þess hve
fróðleiksfús og athugull hann var
alla ævi gat hann fjallað um hálfa
aðra öld frá eigin brjósti og
reynslu.
Það er mikil gæfa að fá að lifa
með slíku fólki. Þrátt fyrir létt
heilablóðfall fyrir sjö árum, þar
sem hann missti málið um tíma,
tókst honum með einstakri elju og
þrjósku að þjálfa sig með aðstoð
talmeinafræðinga þannig að hann
gæti tjáð sig á ný – þó erfitt væri.
Það góða fólk sem annaðist hann
eftir áfallið taldi litlar líkur í
fyrstu á að svo fullorðinn maður
gæti þjálfað aftur upp líkama og
sál. En einstakur viljastyrkur
dugði til og er þetta talið eins-
dæmi, en verður vafalítið til þess
að hjálpa öðrum og sýna að ekki
má gefast upp við aðstoð fyrr en í
fulla hnefa.
Jón og Björney kona hans fluttu
árið 1991 frá Öldugötu 12 í Hafn-
arfirði í fallega íbúð á Kópavogs-
braut 1B við Sunnuhlíð. Björney
lést árið 1995 en Jón bjó í íbúðinni
til hinsta dags með góðri aðstoð og
umsjá frá Sunnuhlíð, ættingjum og
nágrönnum.
Hér að framan var bent á minni
Jóns sem var einstakt. Hann
fylgdist með fréttum og athöfnum
fjölskyldunnar og las bækur fram
til lokastundar. Hann sagði frá sér
þriggja ára og mundi þegar fallega
konan með ljósa yfirlitið og háa
bjarta ennið bannaði blótsyrði á
sinn ljúfa máta. Móðir hans blótaði
aldrei en þegar honum var mikið
niðri fyrir og sárreiður sagði hann
„farðu út“, það var hans sterkasta
orðtak. Hann mundi einnig þegar
hann á fjögurra ára afmælisdegi
sínum fékk að fara í réttir á grárri
meri móður sinnar sem teymdi
undir honum – það líkaði honum
ekki vel.
Jón minntist oft fyrsta prófs
sem hann tók við fermingarund-
irbúning illa undirbúinn og með
slakan vitnisburð. Hann varð sár-
reiður við sjálfan sig, strengdi heit
og upp frá þessu tók hann öll próf
með láði og ágætiseinkunn. Hann
mundi einnig fyrstu aurana sem
hann eignaðist, þrjár spegilfagrar
krónur þegar hann var sex ára og
sparaði þar til hann kunni að fara
með þær. Þessar sögur lýsa hon-
um einkar vel, metnaðarfullur,
ákveðinn, nákvæmur enda nefndur
Jón hundraðprósent síðar á æv-
inni. Hann talaði ávalt af virðingu
um fé og rekstur og um þau fal-
legu orð sem tengjast fjárumsýslu
– að ávaxta fé og græða í sama
skilningi og að græða land.
Jón ólst upp í Langekru í Odda-
hverfi á Rangárvöllum með for-
eldrum sínum og 7 systkinum til
ársins 1921 þegar fjölskyldan flutti
til Reykjavíkur. Langekra var lítið
kot og sagði Jón frá því að vet-
urinn 1911 myndi hann að þau
börnin voru mest við rúmið því
kalt var og lítið um hlý föt. Þegar
móðir hans er lasinn veturinn 1914
kom læknir að líta til hennar og
því gleymdi Jón aldrei að lækn-
irinn tók í hönd hans. Vandræði
urðu með mjólk og mjaltir þegar
móðirin varð lasin því mjólkurkýr-
in var svo duttlungafull að enginn
gat tjónkað við hana nema hús-
freyjan. Guðbjörgu eldri systur
Jóns datt þá í hug það snjallræði
að fara í föt móður sinnar og þann-
JÓN
JÓNSSON
✝ Jón Jónssonfæddist í Lang-
ekru á Rangárvöll-
um 25. september
1908. Hann lést á
Landspítalanum
hinn 13. ágúst síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Foss-
vogskirkju á morgun
9. september.
ig náðist mjólk úr
kúnni. Svona minn-
ingar eru mikils virði
og lýsti Jón oft glæsi-
leik móður sinnar og
hvernig hún varð eins
og drottning þegar
hún skautaði faldi.
„Flestar konur urðu
myndarlegar í skaut-
búningi og glæstar
þegar þær gengu inn
kirkjugólfið í Odda en
þá urðu blessaðir
karlarnir sem trítluðu
við hlið þeirra í vað-
málsbuxunum og
skinnskónnum ósköp lúralegir.“
Jón talaði um föður sinn sem
fjörmikinn, léttlyndan en skapmik-
inn völund, vel greindan og góðan
sögumann. Ekki mikill bóndi, sí-
fellt að gera við fyrir aðra án þess
að taka nokkuð fyrir. Hann mundi
föður sinn fara í kaupstað á Eyr-
arbakka á skautum og mikil vand-
ræði og erfiðleika frostaveturinn
1918 með öskufalli frá Kötlugosinu
mikla.
Árið 1921 flytur fjölskyldan til
Reykjavíkur á Hverfisgötuna og
rak um árabil verslunina Rangá,
litla verslun að Hverfisgötu 73.
Verslunin var síðar flutt í nýtt hús
við Skipasund sem systkinin
byggðu þegar móðir þeirra féll frá
árið 1948. Þar rak faðirinn versl-
unina með hjálp systkinanna í tvö
ár eða þar til hann lést árið 1950.
Systurnar tóku þá við versluninni
og ráku hana með aðstoð Jóns þar
til hún var seld árið 1971. Versl-
unin er enn rekinn undir nafninu
Rangá og hefur aðeins verið í
höndum tveggja eigenda frá stofn-
un árið 1931.
Systurnar voru í fiski, Jón
„altmuligmann“ í Vaðnesi en dreif
sig í Verslunarskóla Íslands árið
1925. Hann hafði góðan stuðning
af heitkonu sinni Björneyju sem
var fjórum árum eldri og hafði
tekið kennarapróf frá Kennarahá-
skóla Íslands árið 1923.
Starfsævi Jóns var sjötíu ár sem
hann nýtti til fulls á sinn hátt með
löngum vinnudögum og tryggð og
trúmennsku við öll störf.
Hann var frá lokum náms mjög
eftirsóttur og fær bókhalds- og
fjársýslumaður. Starfaði fyrstu ár-
in við útgerðarfyrirtækið Akur-
gerði í Hafnarfirði og um tíma
samhliða hjá Skeljungi. Hann var
þáttakandi í byggingarfyrirtæki
með Þórarni Egilssyni í Hafnar-
firði, tengdasyni hans Friðjóni
Þórðarsyni og Guðmundi Gíslasyni
byggingarmeistara um byggingu
raðhúsa við Miklabraut í lok síðari
heimsstyrjaldar. Hann minntist oft
skemmtilegs samstarfs við ungu
arkitektana Gísla Halldórsson og
Sigvalda Thórðarsson sem teikn-
uðu þessi hús.
Hann átti og rak ásamt Snorra í
Sportvörum fyrirtækið Sportvörur
hf. Sem saumaði sportfatnað og
kápur. Þeir framleiddu þekktar
„vendikápur“ á stríðsárunum síð-
ari, úr ull annað byrðið en „gab-
ardíni“ hitt.
Árið 1945 tók Jón að sér rekstur
Frystihússins í Innri Njarðvík sem
Eggert Jónsson frá Nautabúi í
Skagafirði átti. Jón varð stórvirk-
ur fiskverkandi allt til ársins 1971
þegar fyrirtækið var selt. Jón var
þá orðinn meðeigandi með þeim
systrum Sólveigu og Sigurlaugu,
dætrum Eggerts, sem lést árið
1951. Síðustu átta ár starfsævinn-
ar var Jón umsjónarmaður með
fasteignum Sambandsins (SÍS) eða
til ársins 1979. Hann hafði áfram
umsýslu með ýmsum eignum og
aðstoðaði við bókhald og uppgjör.
Jón var nákvæmur og kröfu-
harður til sín og annarra og sá
þess merki í sérsaumuðum fötum
hans, gljáfægðum bílum og þjálf-
uðum líkama. Hann gekk og synti
á hverjum degi og fór í langar
gönguferðir um helgar.
Hann fann snemma út úr því að
heilinn þyrfti ekki síður þjálfun en
aðrir hlutar líkamans og hægt var
að koma í veg fyrir hrörnun að
hluta með skynsamlegri þjálfun og
ögrun. Fyrir utan bókalestur fór
hann að ráða erlendar krossgátur
til þess að heilinn fengi sífellt að
takast á við eitthvað nýtt – „ann-
ars sæti ég fyrir löngu hér í stóln-
um í horninu og hugsaði einungis
og hjalaði um bernskuna – væri
genginn í barndóm“. Hann gekk
ekki í barndóm og hafði skýra
hugsun til lokadags.
Ég var svo lánsamur að fara af
og til í göngutúra með Jóni og þá
ræddum við mikið saman. Hann
hafði ánægju af að ráða í lífið og í
tímann sem hann taldi sig finna og
skilja að væri ekki til í okkar
skilningi. Hann sá líf og dauða
sameinast í einum punkti þar sem
enginn tími væri og hvorki þátíð,
nútíð né framtíð. Hann sagðist
vera á ferðinni inn í ljósið. Hann
var einnig sannfærður um að í
ljósinu birtist lífið og samferða-
menn á einhvern hátt. Við gengum
saman, löbbuðum ekki. Jóni var
umhugað um íslenska tungu, mál-
glöggur og orti margar vel gerðar
vísur. Hann var í tengslum við
starfsmenn íslenskrar orðabókar
til að gefa ábendingar og sækja
fróðleik. Draumastundirnar voru
að leggjast í lynglaut og sameinast
landinu í léttum blundi og koma
svo heim í koníaksglas, London
Docks og ræða heimspeki.
Jón var fjölskyldufaðir á þann
máta sem tíðarandinn sem hann
ólst upp við gerði ráð fyrir. Hann
aflaði, sá fyrir öllu nauðsynlegu en
tók engan þátt í heimilisstörfum
eða barnauppeldi og kynnist því
ekki náið hvorki eigin börnum né
barnabörnum. En hann fylgdist
náið með gengi allra og studdi vel
þegar stuðnings var þörf.
Það hefur verið mér ómetanleg
lífsreynsla og velgjörð að ná að
kynnast Jóni eins og raun varð á
og vorum við orðnir afar nánir vin-
ir. Ég kveð því Jón hundraðpró-
sent með söknuði og virðingu og
vil undirstrika hversu mikils virði
viska og reynsla þeirra sem fá að
eldast andlega heilir er fyrir okkur
öll og lífið sjálft.
Guð blessi alla afkomendur,
tengdafólk og vini Jóns Jónssonar.
Sérstaklega viljum við þakka Mar-
gréti Guðmundsdóttur hennar ein-
stöku alúð og umhyggju enda var
hún hans draumadís. Við þökkum
einnig öllum sem önnuðust hann
og ástúð og vinaþel sambýlisfólks
hans á Kópavogsbraut.
Þig dvelur þar sem víðikjarrið vefur
vorgulum fléttum grámosóttar breiður,
bæn þín orð sem byggja lítið hreiður
í bláum dal með fugl sem aldrei sefur.
(M. Johannessen)
Þorvaldur S. Þorvaldsson.
%
$
'"
/
/
'
"
: !=,5 '78
42) 5%2/
!+'% & )*2 &'. &#'
;''BB% '()* %&#' 4 ! (!
% 9') %&#' -'.'
'
%$''B '$),.
-'.'%-'.'/
%
$ # /
/
'
"
"
"
"
-
:
: ;
+ *+!.77
,+!'$'.''%=!='D8/
% (!+ &#' *!&!)
=!!+ $. #$ &#'
"#4!+ &#' (:
-!& !+C!+ &#' '$."/;'
*..!(* *..!(*
*..!( /
%
$
' "
$
/
'
'
"
"
"
9
0 -'+ $) 7@
9#B 5 '/
%% #=&#'
#=!
' !+ % ,&#'
-*
' !+ &#'! 2 E ! 2
!+='!
' !+ ' '0
# 9/
' !+ &#' !+.!&!!
( (* ( ( ( /
*
- ::
<
0
2 *!3A
42) 5%2
'
4 &#'
'
22 )
* 2- 33
!+.!&!
' %.
9 /
' %. =&#'/
Mig langar til að
skrifa nokkur kveðju-
orð um tengdaföður
minn Magnús Jóns-
son. Leiðir okkar lágu saman í
þrjú ár og á þeim tíma mynduðust
góð tengsl milli okkar.
Magnús var mjög lifandi per-
sóna og hafði mikinn áhuga á
íþróttum, rétt eins og ég. Það kom
oft fyrir að við horfðum saman á
boltann, þegar ég bjó á Fornu-
ströndinni, og spunnust þá
skemmtilegar og líflegar umræður
um leikinn.
MAGNÚS
JÓNSSON
✝ Magnús Jónssonóperusöngvari
var fæddur í Reykja-
vík 31. maí 1928.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut mánu-
daginn 26. ágúst síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Bú-
staðakirkju 6. sept-
ember.
16. febrúar síðast-
liðinn er ógleymanleg-
ur, þá skírðum við
hjónin son okkar í
höfuðið á afa sínum
og hef ég sjaldan séð
Magnús eldri jafn-
ánægðan og þá. Það
sem gleður mig þó
mest er að við fórum
öll saman til Ítalíu í
sumar og fékk þá
Magnús litli að njóta
þess að vera með afa
sínum, þótt ungur sé,
og fór ávallt vel á með
þeim.
Ég veit að hann mun fylgjast vel
með barnabörnunum sínum um
ókomna framtíð.
Ég vil þakka Magnúsi fyrir þrjú
ógleymanleg ár sem ég fékk að
njóta með honum. Okkur óraði
ekki fyrir að þessi stund kæmi svo
fljótt.
Guð geymi góðan tengdaföður
minn.
Lúðvík.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.