Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 40

Morgunblaðið - 10.09.2002, Side 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður BogiSteingrímsson fæddist á Akureyri 8. febrúar 1983. Hann lést af slysförum 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðrún Inga Sigurð- ardóttir, f. 4.4. 1958, og Steingrímur Bogason, f. 8.2. 1955. Systir Sigurðar Boga er Agnes Ýr Stein- grímsdóttir, f. 6.8. 1980. Sambýlismað- ur hennar er Roar Teigen, f. 3.6. 1977. Sonur þeirra er Patrick Roarson Teigen, f. 14.1. 2000. Þá á hann tvær hálfsystur búsettar á Íslandi, þær Guðlaugu Eddu Steimgríms- dóttur, f. 18.9. 1978, og Söndru Björgu Steingrímsdóttur, f. 30.12. 1979. Síðastliðin 14 ár hefur Sigurður Bogi verið búsettur í Lær- dal í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. Eftir grunnskóla byrjaði hann á íþróttabraut í Sogn- dal, en fór svo yfir á aðra braut þar sem hugur hans stefndi á nám í flugvirkjun, draumur hans var líka að fara í flugnám. Útför Sigurðar Boga var gerð frá Haugekirkju í Lærdal í Noregi 27. ágúst. Ég man þegar Siggi Bogi eins og við kölluðum hann fæddist. Ég var bara ellefu ára og hafði eignast lítinn frænda. Ég var ekki nógu gömul til að passa hann ein, en ég fékk stund- um að fara út að labba með hann í vagninum sínum og var þá alveg rosalega stolt frænka. Þegar ég varð svo aðeins eldri passaði ég þau systk- inin annað slagið. Árið 1988 fluttist svo fjölskyldan hans til Lærdal í Noregi, og var Siggi Bogi þá bara fimm ára gamall. Fimm árum seinna tók ég þá ákvörðum að fara til Nor- egs til þeirra og vinna í eitt sumar. Sem varð svo að níu árum, og fyrir það er ég mjög þakklát. Því það var vel tekið á móti mér og það var eins og ég hefði eignast nýja fjölskyldu, og hefur mér fundist ég vera ein af fjölskyldunni síðan. Ég fékk þá það gullna tækifæri að kynnast Sigga Boga mjög vel og sjá hann stækka og þroskast úr litlum dreng í fullorðinn mann. Það var alveg ótrúlegt hvað hann var duglegur að tala íslenskuna miðað við hvað hann var ungur þegar hann flutti til Noregs. Hann var alltaf glaðlegur og átti ekki erfitt með að fá fólk til að brosa og hlæja. Feiminn var hann ekki og hann gat spjallað við alla þá sem á vegi hans urðu. Hann var aldrei hræddur við að prufa nýja hluti, og það var stundum alveg ótrúlegt hvað honum datt í hug, það var alltaf gaman og fróðlegt að spjalla við hann um allt mögulegt. Barngóður var hann, og að sjá hversu stoltur hann var þegar Agnes Ýr systir hans bað hann að vera guð- faðir Patricks litla, sem hún eignaðist þegar Siggi Bogi var 17 ára. Innilegur var hann alltaf, hann gat allt í einu komið af engu tilefni tekið utan um mig og kysst mig á kinnina. Hann var alltaf reiðubúin að hjálpa öðrum, og ef einhver átti erfitt var hann alltaf tilbúinn að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Siggi Bogi var góður vinur og fé- lagi, enda var svo að sjá á þeim fjölda sem kom að útför hans til að kveðja hann í síðasta sinn. Síðastliðin ár hef ég búið í Ósló og sá þá ekki eins mikið af Sigga Boga eins og ég hefði viljað, en alltaf hringdi hann í mig ef hann átti leið til Óslóar og hann var alltaf duglegur að senda mér fyndin og skemmtileg skilaboð á símann minn, svo að þó ég sæi ekki mikið af honum þá vorum við alltaf í góðu sambandi. Þess vegna langar mig að senda honum ein skilaboð núna: Du er som en vill rose, utrolig vakker. Du er som stormen, lidenskapelig og sterk. Du er som et barn, pinlig og ærlig, – du er min venn… fantastisk og hærlig. (Þú ert eins og villt rós, ótrúlega fallegur. Þú ert eins og stormurinn, ástríðufullur og sterkur. Þú ert eins og barn, viðkvæmur og heið- arlegur, – þú ert vinur minn… stórkostlegur og dásamlegur.) Elsku vinur og frændi, takk fyrir allar þær dýrmætu stundir sem við áttum saman. Ljós þitt mun skína að eilífu í hjarta mínu. Ástar og saknaðarkveðja. Soffia Margrét. Elsku frændi, þegar við fengum þá sorgarfrétt að þú værir farinn frá okkur áttum við erfitt með að trúa því. Þetta gerðist alltof fljótt, þú sem varst í blóma lífsins. Þú varst búinn að tala um að koma til Íslands og heimsækja okkur. Við vorum farin að hlakka svo til að fá þig í heimsókn. Við vorum farin að hugsa um hvað við gætum nú gert og sýnt þér á með- an þú værir hérna hjá okkur. En eitt getum við sagt, að við þökkum fyrir þær dýrmætu stundir sem við áttum með þér. Og við sendum allan okkar hug og kærleika til elsku Gunnu, Steina, Agnesar, Roars, Patricks, afa Sigga, ömmu Soffiu, ömmu Unu og annarra ættingja og vina á þessum erfiða tíma. Frelsaður kemur þú fyrir þinn dóm, fagnaðarsælu heyrir þú róm. En ei skulum við þér gleyma, því þú gafst okkur svo margt til að geyma. Hvíl þú í friði, Siggi Bogi, við sjáum þig seinna, elsku frændi. Minning þín mun lifa að eilífu í hjörtum okkar. Ástar- og saknaðarkveðja. Soffía Margrét, Sigurður Bjarni, Hafdís Sif og Helgi Freyr. SIGURÐUR BOGI STEINGRÍMSSON ✝ Jóhanna Jó-hannsdóttir fæddist í Hafnarfirði 22. ágúst 1913. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnar- firði mánudaginn 2. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Margrét Jónsdóttir, f. 8. október 1892, d. 18. febrúar 1974, og Jó- hann Tómasson f. 26. september 1882, d. 27. júlí 1955. Systkini Jóhönnu eru Jón Hjörtur Jóhannsson, Eva Fanney Jóhannsdóttir, Sigfús Jó- hannsson, Stefán Jóhannsson, Steinunn Jóhannsdóttir, Anna Jakobína Jóhannsdóttir og Þur- íður Jóhannsdóttir, hálfsystir þeirra er Matthildur Guðmunds- dóttir. Af þeim systkinum er Anna Jakobína ein á lífi. Jóhanna giftist Jónasi Guð- mundssyni, f. 28. júní 1913, d. 14.10. 1974, en þau slitu sam- vistum. Þau eiga tvær dætur, Maríu, f. 7. desem- ber 1934, d. 5. apríl 1935, og Maríu, f. 18. mars 1936, maki Sverrir Jónsson. Jó- hanna giftist síðan Guðmundi Þorleifs- syni, f. 14. janúar 1920. Börn þeirra eru: 1) Matthildur, f. 14. maí 1943, maki Gísli Guð- mundsson. 2) Jó- hann, f. 28. septem- ber 1944, d. 19. júní 2002, maki Sigríður Matthíasdóttir. 3) Þorleifur, f. 28. september 1944, maki Hrefna Einarsdóttir. 4) Guðmundur, f. 25. mars 1948, maki Einína Einarsdóttir. Fimmta barn Jóhönnu og Guð- mundar var drengur sem fædd- ist andvana. Jóhanna ólst upp á Austurgötu 32 í Hafnarfirði. Barnabörnin eru 12 og barnabarnabörnin 23. Útför Jóhönnu verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag kveð ég þig amma mín, amma á Smyrló, amma sem ég var skírð í höfuðið á. Þú varst enginn venjuleg amma, við vorum svo miklar vinkonur það var hægt að ræða um alla hluti við þig hvort sem það voru vandamál eða tískuföt, alltaf varstu með á nót- unum. Og ekki þótti okkur leiðinlegt að fara saman í búðir. Margt sem við ræddum hef ég getað stuðst við í mínu lífi, þú varst alltaf svo siðprúð og róleg sama hvað bjátaði á. Alltaf tókstu vel á móti mér þegar að ég labbaði við hjá þér á Smyrla- hraunið, oft stóðst þú við eldhúsvask- inn og varst að vaska upp, þá settist ég uppá borðið hjá þér og þurrkaði og við röbbuðum um heima og geyma. Ekki má gleyma tímanum þegar pabbi bjó hjá ykkur afa, þá dekrað- irðu við okkur Gumma, eldaðir góðan mat og svo var alltaf ís á eftir. Eftir að ég fór að búa hringdum við oft í hvor aðra og töluðum mikið saman fórum í bíltúr og á kaffihús. Eftir að þú veikt- ist kom ég með Elmar til ykkar afa á Hjallabrautina, þá sagðir þú mér sög- ur af mér þegar ég var lítil. Þegar ég kom til þín á Hrafnistu til að segja þér að ég gengi með tvíbura sagðirðu strax og hvað ætlarðu að skíra þá, þú vissir strax að þetta væru drengir alveg eins og tvíburarnir þín- ir. Í dag rifjast upp margar sögur sem þú sagðir mér af þínum tvíbur- um, pabba og Leifa. Ég er að upplifa það sama og þú, mikla athygli og allir vilja stoppa og spjalla um þessa litlu tvo sem sitja í kerrunni. Ég er svo glöð að í sömu heimsókn gat ég þakk- að þér fyrir hvað þú varst mér góð og reyndist mér vel á mínum erfiðu tím- um. Elsku amma, það eru ótal minning- ar sem rifjast upp þegar ég sest niður og hugsa til baka en þær vil ég eiga með mér. Ég veit að þér líður vel núna, komin til pabba og barna- barnanna þinna Sverris og Dagnýjar. Guð styrki afa og okkur öll hin. Þín nafna Jóhanna. Það var stór dagur í lífi mínu þegar ég fékk í fyrsta skipti að fara einn til afa og ömmu á Smyrlahraunið. Upp frá því losnuðu foreldrar mínir undan þeirri skyldu að þurfa í sífellu að vera að keyra mig eða sækja til þeirra. Og auðvitað tók því oft ekki að fara heim til að mæta í dyragættina hjá þeim snemma daginn eftir. Heimili ömmu og afa var mitt annað heimili. Þolinmæði ömmu var í mínum huga endalaus. Skipti litlu máli upp á hverju ég tók, amma studdi mig alltaf þótt hún passaði að ég færi mér ekki að voða. Ýmsar tilraunir voru gerðar eins og að taka í sundur útvarpið í eldhús- inu eða kveikja í dagblöðum dagsins með stækkunargleri; afi kallinn gæti bara fylgst með fréttum í útvarpi og sjónvarpi um kvöldið. Ég markaði líka slóð mína á Smyrlahraunið á hverjum degi. Í há- degishléi í skólanum fór ég í mat með afa, sem síðan skutlaði mér aftur í skólann. Eftir skóla lá leið mín oft aft- ur til ömmu og þá áttum við okkar prívatstundir. Röltum við stundum saman niður í bæ, skruppum í bókabúðina, bankann og kannski til Siggu á bakaleiðinni. Síðan lásum við blöðin og ég hljóp upp í búð til að kaupa eitthvað sem gleymdist áður en afi kæmi heim í kvöldmat. Smyrlahraunið var alltaf öruggt og ástúðlegt athvarf sem ég sótti stíft í. Ég minnist þessara stunda núna þegar ég leiddi ömmu mína um allan bæ. Alltaf leið okkur vel saman og vorum bestu vinir. Hún fylgdi mér öll mín uppvaxtarár og mun gera áfram í minningum mínum um hana. Björgvin Guðmundsson. Elsku amma mín. Ég hafði lengi hugsað um það hvernig mér myndi líða þegar þú kveddir þennan heim. Þegar ég var lítil fannst mér þetta óbærileg tilhugsun og alla tíð hef ég kviðið þessari stundu. Mér þótti svo vænt um þig. Síðastliðin ár hef ég ekki vitað hvað þú hugsaðir eða hvernig þér hefur lið- ið þar sem þú sagðir fátt. Ég er þó viss um að þú vissir og hugsaðir meira en allir héldu því þú komst mér og fleirum á óvart aftur og aftur með einföldum spurningum um hluti sem við héldum að þú værir ekki með á hreinu. Þær voru ótal margar samveru- stundirnar með þér í gegnum lífið og minningar mínar eru góðar. Þú varst ljúf og prúð kona en þó ákveðin. Þú hafðir trú á mér og ósjaldan held ég að þú hafir sagt mér að ég væri dug- leg og það væri kraftur í mér, sjálf varstu nefnilega frekar værukær þótt þú værir dugleg og ég held að stund- um hafi þér þótt óttaleg læti og vesen á manni. Ég man hvað það var gott að koma á Smyrló. Þú varst sælkeri, elskaðir vínarbrauð, smjörkökur og súkku- laði, og það var ósjaldan sem ég sat í eldhúsinu og gæddi mér á einhverju sem þú áttir í boxinu inni í skáp. Ég hugsa um þessa daga með söknuði en þó líka með gleði í sálinni yfir því að hafa átt svona góða ömmu. Ég minn- ist þín elsku amma mín með fallega hárið þitt, brosið á ljúfu andlitinu og lágværan hláturinn. Nú ertu vonandi búin að hitta hann Jóa þinn, börnin þín tvö sem þú fékkst ekki að sjá vaxa úr grasi og hann Dedda bróður minn, sem þér þótti svo vænt um og þú tókst svo nærri þér að dó. Elsku amma, nú líður þér vonandi vel á nýj- um stað, Dana Sól segir að þú sért komin til Guðs, hún er búin að skrifa þér bréf og núna ætlar hún að fara með ömmu Maju í kirkjugarðinn að heimsækja þig af því þú ert ekki leng- ur á Hrafnistu. Strákarnir mínir þrír, Tryggvi, Tandri og Darri, senda sínar bestu kveðjur, hvíl í friði elsku amma. Þín Elva. Elsku amma, þá er komið að kveðjustund. Þó ég hafi nú haldið að ég væri undir það búin að kveðja þig, elsku amma mín, þá finnst mér það nú samt erfitt. Margar á ég minningarnar um okkur. Minningar um okkur í eldhús- inu á Smyrló að drekka kók, lesa Vik- una og með nammi í skál. Minningar um allt stússið á okkur þegar ég var heimilishjálpin þín og átti að vera að þrífa og þú passaðir Maríu Fönn á meðan, enda þið bestu vinkonur. Það var nú alltaf svo fínt og snyrtilegt hjá þér og ég fljót að gera það sem gera þurfti svo að við notuðum tímann þá bara til að gera eitthvað annað. Seinna þegar þú og afi fluttuð á Hjallabrautina, þá fylgdi heimilis- hjálpin með og þú sóttir Maríu Fönn á róló og lést hana sitja við eldhús- borðið og lita með stóru litunum í fínu litabækurnar sem þú keyptir fyrir hana. En á þeim tíma fannst þér ég nú hafa svo mikið að gera enda var ég farin að vinna aftur úti. Oft sagðir þú þá við mig þessa frægu setningu sem er kennd við ömmulöngu „úff þið haf- ið svo mikið að gera“, en sjálf varstu nefnilega ekki mikið á ferðinni og frekar róleg en glaðvær kona. Það var í byrjun september fyrir 10 árum að við sátum í eldhúsinu á Hjalla- brautinni og við María Fönn sögðum þér að fjölskyldan væri að stækka. Þú hlakkaðir svo til að ég ætti fleiri börn en stuttu áður en ég átti barnið veikt- ist þú og ég ákvað að nota nafnið þitt og stytta það í Hönnu eins og þú varst alltaf kölluð. Þegar ég átti svo þriðju stelpuna og skýrði hana Fanney var mér sagt að Eva systir þín hafi heitið Fanney svo ég var kominn með nöfn ykkar systranna án þess að vita af því. Við vissum í raun aldrei hvað þú vissir eða skynjaðir þessi seinni ár, þó þú hafir alltaf brosað og stundum tal- að eins og þú værir með. Já elsku amma það verður skrítið að koma ekki stundum að kíkja á þig á Hrafn- istu en við stelpurnar kíkjum bara á annan stað, þú veist. Elsku amma, ammalanga, nú ertu komin til barnanna þinna, Sverris bróður míns sem þú tókst svo nærri þér að færi og allra hinna ættingja okkar sem farnir eru. Við biðjum guð að geyma ykkur öll og kveðjum þig með söknuði en geymum góðu minn- ingarnar í hjarta okkar. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Bestu kveðjur frá Maríu Fönn, sem kvaddi þig áður en hún fór til Ameríku, Hönnu Mjöll, Fanney Þóru og Þór. Þín Vilborg. Elsku amma langa mín. Ertu nú komin upp til Guðs? Ég á eftir að sakna þín, að fá að sitja hjá þér og strjúka hendurnar þínar og vangann. Mér fannst þú svo falleg og mjúk. Nú á ég ekki eftir að sjá þig aftur. Mér fannst leiðinlegt þegar amma Maja sagði mér þegar við vorum á Spáni að Didda frænka hefði hringt og sagt að þú værir dáin. Svo hlakkaði ég svo til að koma heim og fá að sjá þig í hvítri kistu, ég hélt nefnilega að þú yrðir eins og Mjallhvít, í kistu sem ég gæti séð þig í en svo sögðu mamma og amma mér að ég gæti ekki séð þig. Ég er of ung til að fara í kistulagn- ingu og þær sögðu að kistan yrði lok- uð í kirkjunni. Ég er búin að ákveða að koma í kirkjuna og kveðja þig og ég skrifaði þér bréf sem ég set svo hjá kistunni með blómunum. Ég sakna þín fallega, mjúka amma langa mín. Stóru bræður mínir, Tandri og Darri, senda sínar bestu kveðjur og við vonum að þér líði vel með ættingjum og vinum sem farnir voru á undan þér. Bless elsku amma langa. Þín Dana Sól. JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar við Nýbýlaveg, Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.