Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 38
HESTAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Meistaramót Andvara haldið á Andvaravöllum 6. til 8. september A-flokkur 1. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Skafli frá Norður-Hvammi, 8,64/8,64 2. Jón Olsen, Mána, á Loga frá Ytri-Brennihóli, 8,53/8,62 3. Þórður Þorgeirsson, Andvara, á Kolskeggi frá Oddhóli, 8,37/8,58 4. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Byl frá Skáney, 8,48/8,50 5. Logi Laxdal, Andvara, á Fiðringi frá Stóru-Ásgeirsá, 8,34/8,44 6. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, á Djákna frá Votmúla, 8,38/8,41 7. Erling Ó. Sigurðsson, Andvara, á Draupni frá Tóftum, 8,37/8,39 8. Friðþjófur Ö. Vignisson, Geysi, á Glymi, 8,22/8,23 9. Sigurður Kolbeinsson, Mána, á Gylli frá Keflavík, 8,28/0,00 B-flokkur 1. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Fífu frá Brún, 8.73/8,80 2. Hulda Gústafsdóttir, Fáki, á Kólfi frá Stangarholti, 8,47/8,58 3. Ragnar Ágústsson, Sörla, á Hrólfi frá Hrólfsstöðum, 8,53/8,57 4. Þórður Þorgeirsson, Andvara, á Brúnku frá Varmadal, 8,59/8,56 5. Katrín Stefánsdóttir, Andvara, á Adam frá Ketilsstöðum, 0,00/8,54 6. Skapti Steinsbjörnsson, Stíganda, á Muggi frá Hafsteinsstöðum, 8,50/8,51 7. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Húna frá Torfunesi, 8,46/8,47 8. Hinrik Þ. Sigurðsson, Sörla, á Tenór frá Smáratúni, 8,46/8,47 9. Jón Styrmisson, Andvara, á Gnótt frá Skolalgróf, 8,31/8,41 10. Jón Olsen, Mána, á Krumma frá Geldingalæk, 8,53/8,40 Tölt/meistarar 1. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Hyllingu frá Kimbastöðum, 6,46/7,04 2. Jón Styrmisson, Andvara, á Gnótt frá Skollagróf, 6,50/6,98 3. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Hirti frá Hjarðarhaga, 6,50/6,92 4. Hulda Gústafsdóttir, Fáki, á Kólfi frá Stangarholti, 6,26/6,78 5. Tómas Ö. Snorrason, Fáki, á Skörungi frá Bragholti, 6,30/6,61 Tölt/opinn flokkur 1. Sara Ástþórsdóttir, Fáki, á Þyrnirós frá Álfhólum, 6,26/6,84 2. Þórður Þorgeirsson, Andvara, á Brúnku frá Varmárdal, 6,20/6,55 3. Erlingur Erlingsson, Geysi, á Léttingi frá Berustöðum, 6,23/6,44 4. Siguroddur Pétursson, Andvara, á Sögu frá Sigluvík, 6,23/6,43 5. Sigurður Sæmundsson, Geysi, á Esjari frá Holtsmúla, 6,00/6,42 6. Hugrún Jóhannsdóttir, Sleipni, á Spretti frá Glóru, 6,06/6,37 7. Alexander Hrafnkelsson, Fáki, á Gjafari frá Traðarholti, 5,86/6,27 8. Jón Ó. Guðmundsson, Andvara, á Hvata frá Saltvík, 5,96/6,13 9. Valdimar Kristinsson, Herði, á Lé frá Reynisvatni, 5,86/6,08 10. Hinrik Þ. Sigurðsson, Sörla, á Tenóri frá Smáratúni, 5,70/6,03 150 metra skeið 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Neista frá Miðey, 14,67 sek. 2. Sigurður V. Mattíasson, Fáki, á Ölver frá Stokkseyri, 14,69 sek. 3. Bjarni Bjarnason, Trausta, á Kolbeini frá Þóroddsstöðum, 14,86 sek. 4. Jón Styrmisson, Andvara, á Gasellu frá Hafnarfirði, á 15,03 sek. 5. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Röðli frá Norður Hvammi, 15,04 sek. 250 metra skeið 1. Svanhvít Kristjánsdóttir, Sleipni, á Sif frá Hávarðarkoti, 22,44 sek. 2. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Óðni frá Búðardal, 22,50 sek. 3. Sigurður Sigurðsson, Herði, Fölva frá Hafsteinsstöðum, 22,70 sek. 4. Daníel Jónsson, Sleipni, á Þoku frá Hörgslandi, 22,82 sek. 5. Sigurður V. Mattíasson, Fáki, á Vaski frá Vöglum, 23,10 sek. 100 metra fljúgandi skeið 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Óðni frá Búðardal, 7,55 sek. 2. Svanhvít Kristjánsdóttir, Sleipni, á Sif frá Hávarðarkoti, 7,76 sek. 3. Logi Laxdal, Andvara, á Eldjárni frá Efri-Rauðalæk, 7,93 sek. 4. Sigurður Sæmundsson, Geysi, á Rosta frá Ormsstöðum, 7,95 sek. 5. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, á Kapteini frá Kálfhóli, 8,05 sek. Úrslit SIGUR í bæði A- og B-flokki, tölti meistara er það helsta í uppskeru Sigurðar Sigurðarsonar á meistara- mótinu að þessu sinni og líkast til einsdæmi. Með Fífu frá Brún efsta í B-flokki og Skafl frá Norður- Hvammi efstan í A-flokki og síðan heldur sigurganga Hyllingar frá Kimbastöðum áfram í tölti. Þá var hann í fyrsta sæti í opnu tölti á Hróki frá Bjarnanesi að lokinni for- keppni en dró sig þar út þar sem honum fannst klárinn hlífa sér lít- illega. Ferill Sigurðar fer að minna nokkuð á sigurgöngu Sigurbjörns Bárðarsonar fyrir ekki mörgum ár- um. Yfirburðasigur Fífu Í B-flokki má segja að sigur þeirra Fífu og Sigurðar hafi verið býsna öruggur, 0,22 vantaði næsta par til að narta í hæla þeirra. Nú hefur Sig- urður haldið þessari gæðahryssu undir son Kringlu frá Kringlumýri og Andvara frá Ey; Kjarna frá Þjóð- ólfshaga, þannig að ef allt fer að ósk- um ætti hún ekki að sjást í keppni á næstunni og kannski aldrei meir. Að Fífu frátaldri var keppnin mjög jöfn og komu í einum hnapp Hulda Gústafsdóttir með Kólf frá Stangarholti, Ragnar Ágústsson með Hrólf frá Hrólfsstöðum og Þórður Þorgeirsson með Brúnku frá Varmadal allt ólík hross en svo til jöfn í einkunn. Í fimmta sæti kom svo brúðkaupsgjöf Andvara til Katr- ínar Stefánsdóttur en hún gekk í það heilag um helgina og félagar hennar voru svo rausnarlegir að bjóða henni sæti í úrslitunum með gæðing sinn Adam frá Ketilsstöðum. Stóðu þau sig vel og sýndu að þar áttu þau vel heima. Verður ekki annað séð en þetta sé allt að smella saman hjá þeim og má gera ráð fyrir þeim sterkum á næsta keppnistímabili. Hart barist í A-flokki Í A-flokki var þetta jafnara þar sem Sigurður var með hinn marg- reynda Skafl frá Norður-Hvammi. Ekki leit það vel út eftir misheppn- aðan fyrri skeiðsprett hjá þeim fé- lögum en Sigurður klúðrar ekki tveimur sprettum í röð og sigurinn var í góðri höfn þótt að þeim væri sótt. Jón Olsen mætti til leiks með hinn þéttviljuga Loga frá Brennihóli en þrátt fyrir góða tilraun tókst þeim ekki að ná sigrinum af Sigurði og Skafli. En athyglisverðasta hrossið í úrslitunum var án efa hinn ungi Kolskeggur frá Oddhóli sem Þórður Þorgeirsson sat í úrslitum fyrir Sigurbjörn Bárðarson. Kol- skeggur er aðeins fimm vetra stóðhestur og vísast fer þar eitt at- hyglisverðasta hrossið úr Oddhóls- ræktuninni til þessa. Hann er undan Gusti frá Grund og Golu frá Brekk- um, bráðefnilegur foli enda skutu þeir félagar Sigurbirni og Byl frá Skáney aftur fyrir sig í úrslitunum. Í skeiðinu gerðust þau tíðindi helst að Sigurbjörn Bárðarson náði frábærum tíma á Óðni frá Búðardal 7,55 sek. í 100 metra flugskeiði sem talað er um að verði væntanleg skráð sem Íslandsmet en við sjáum hvað setur í þeim efnum. Kona kveður sér hljóðs Þá voru það ekki minni tíðindi að kvenmaður kvaddi sér hljóðs í skeið- inu svo eftir var tekið. Þar var á ferðinni Svanhvít Kristjánsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í 250 metrunum og varð önnur í flug- skeiðinu á Sif frá Hávarðarkoti. Þetta þættu ekki mjög stór tíðindi erlendis en hér á Íslandi er annað upp á teningnum því til undantekn- inga heyrir að konur láti til sín taka á þessum vettvangi. Flugskeiðið fór að venju fram í myrkri með lýsingu frá litlum köst- urum þar sem Þorvaldur þulur fór á kostum í stjórn keppninnar, en held- ur hallaði á stemminguna, þegar honum bættist vafasamur og óum- beðinn liðsauki. Það gefur keppninni fráleitt aukið gildi eða skemmtan að hlusta á drukkinn þul reyna með drafandi röddu að vera fyndinn og skemmtilegur. Veðurguðinn í Andvara En þetta var lítið brot af vel- heppnuðu móti þar sem veðrið var hreint ótrúlegt. Gárungarnir sögðu að sá veðurguðanna sem sæi um góða veðrið væri félagi í Andvara og tók einn af forsvarsmönnum félags- ins fram að hann væri á fríu árgjaldi. þar með skýringin á því hversu heppnir þeir eru alltaf með veðrið á meistaramótunum. Með þessu móti lýkur væntanlega keppnistímabili hestamanna. Hestar hafa oft verið í betra formi á þessum árstíma og má þar vafalítið um kenna rigningartíð víða um land sem hefur ekki verið hvetjandi til útreiða. Nú er að sjá hvort einhverjir rjúki til og skelli á móti næstu helgar eða hvort hestamenn telji að nóg sé komið að sinni. Minna má á að hesta- menn hafa lengst verið að fram í október þegar Fákur var með kapp- reiðaátak fyrir nokkrum árum. Er nú að sjá hvort hér sé punkturinn kominn aftan við keppnistímabilið. Meistaramót Andvara í fögru haustveðri Fífa frá Brún kvaddi með glæstum sigri Morgunblaðið/Vakri Kolskeggur hinn ungi frá Oddhól og Þórður Þorgeirsson stóðu sig vel í úrslitum A-flokks. Morgunblaðið/Vakri Jón Olsen og Logi gerðu harða atlögu að sigursætinu í A-flokki en herslumuninn vantaði þrátt fyrir góð tilþrif. Morgunblaðið/Vakri „Frjálsir í fasi, fram nú allir í röð,“ kyrja skólakrakkarnir þessa dagana og á það vel við breiðfylkingu B-flokks. Keppnistímabili hesta- manna lauk með pompi og pragt um helgina þegar Andvari hélt sitt árlega meistaramót í fallegu haustveðri. Valdimar Kristinsson brá sér í Garðabæinn og fylgdist með góðu móti. Morgunblaðið/Vakri Hann er seigur, Skaflinn frá Norður-Hvammi, og sannar vel að margur sé knár þótt hann sé smár. Morgunblaðið/Vakri Tæpast telst þetta vera brúðkaupsmynd Katrínar Stefánsdóttur en gæti frekar kallast brúðkaupsgjafarmynd þar sem hún þenur Adam sinn til hins ýtrasta en sæti í úrslitunum var brúðkaupsgjöf Andvara til hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.