Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁÆTLAÐ er að á milli 25 og 30 þúsund manns hafi fylgst með há- punkti Ljósanætur í Reykjanesbæ, þegar ljósin voru tendruð á Berg- inu og víkingaskipið Íslendingur sigldi inn í smábátahöfnina undir neistum flugeldanna. Dagskrá Ljósanætur stóð að þessu sinni yfir í fjóra daga, frá fimmtudegi til sunnudags, og tókst með eindæm- um vel, að sögn forráðamanna. Aðaldagur Ljósanætur var á laugardaginn og þann dag var bærinn baðaður sólskini. Bæj- arbúar voru líka fljótir að taka við sér og strax upp úr hádegi þusti fólk niður í bæ til að taka þátt í dagskránni. Börnin voru fljót að fylla leiktækin sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um miðbæ- inn, tónlistin ómaði og hægt var að njóta menningar og lista í nær hverju húsi. Allskyns furðuverur léku lausum hala og víkingarnir létu sig ekki vanta, enda hátíð- arhöldin í ár að stórum hluta helg- uð víkingaskipinu Íslendingi og komu þess í höfnina. Um kvöldið söfnuðust gestir saman í gamla bænum í Keflavík til þess að fylgjast með hápunkti dagskrárinnar og taka undir í bryggjusöng. Það var elsti núlif- andi Bergbúinn, Matthildur Magn- úsdóttir, sem tendraði ljósin á Berginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósanótt náði hámarki þegar kveikt var á lýsingu Bergsins og víkingaskipið Íslendingur sigldi að landi. Sést það upplýst lengst til hægri. Glæsileg flugeldasýning björgunarsveitarmanna vakti hrifningu Ljósanæturgesta. 20–25 þúsund á Ljósanótt Unga fólkið skemmti sér vel á Ljósanótt, eins og sjá má. Mannfjöldi var í bænum fram á nótt. Reykjanesbær Ljósanótt tókst með eindæmum vel. Svanhildur Eiríks- dóttir upplifði stemmninguna. TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra var á yfirreið um Suður- nesin í gær. Hann segir viðurkennt að Fjölbrautaskóli Suðurnesja í Keflavík eigi við húsnæðisvanda að etja en hann komi síðar í skólann til að athuga það mál betur. Menntamálaráðherra skoðaði grunnskóla, fjölbrautaskólann og söfn í bæjunum á Suðurnesjum, auk Rannsóknastöðvarinnar í Sand- gerði, og sat ráðstefnu Miðstöðvar símenntunar í Eldborg. Tómas Ingi sagði að það vekti sér- staka athygli hvað vel væri búið að grunnskólunum á þessum stöðum. Varðandi Fjölbrautaskóla Suður- nesja sagði ráðherra að skólinn ætti við húsnæðisvanda að etja en hann myndi koma síðar í mánuðinum til að fjalla frekar um það mál. Bygg- ingarnefnd skólans og sveitarstjórn- armenn hafa verið að þrýsta á rík- isvaldið að heimila þeim að hefja framkvæmdir við stækkun skólans en ráðuneytið og heimamenn eru sammála um hversu stór sú bygging skuli vera. Tómas Ingi kvaðst von- ast til að línur skýrðust í þessu máli þegar hann kæmi í skólann aftur. Hann gat þess einnig að fjölbrauta- skólinn ætti eins og fleiri framhalds- skólar í erfiðleikum vegna takmark- aðrar aðsóknar í ákveðnar grunn- greinar verknáms sem þó væru mikilvægar fyrir atvinnulífið. Þörf væri á að glíma við það mál á lands- vísu. Húsnæðisþörf fjölbrautaskól- ans viðurkennd Suðurnes Ljósmynd/Hilmar Bragi Menntamálaráðherra, alþingismenn og fulltrúar bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar á tali við Ólaf Jón Arnbjörnsson, skólameistara Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, f.v.: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Árni Ragnar Árnason, Kristján Pálsson og Tómas Ingi Olrich. LAXNESS-FJÖÐRIN, listaverk Erlings Jónssonar, var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Keflavík sl. laug- ardag, á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Listaverkið er gjöf til Bókasafns Reykjanesbæjar frá stuðningshópi að listasafni Erlings Jónssonar. Stuðningshópurinn færði bóka- safninu verkið að gjöf á aldarafmæli Halldórs Laxness sl. vor til heiðurs skáldinu. Í sumar var fjöðrin steypt í brons og sett á stöpul úr Bohus- graníti. Verkinu var komið fyrir á lóð Miðstöðvar símenntunar á Suður- nesjum, þar sem það nýtur sín einkar vel. Fjölmargir aðilar, bæði félagasamtök og fyrirtæki, hafa lagt fé í verkið. Erlingur Jónsson hefur lengi ver- ið mikill aðdáandi Halldórs Laxness og eiga mörg verka Erlings rætur í verkum Halldórs. Líta má á „Lax- ness-fjöðrina“ sem tákn fyrir þau áhrif sem skáldið hafði með skrifum sínum, ekki bara á Erling sjálfan heldur þjóðlífið allt. Erlingur sagði frá kynnum sínum af skrifum Nóbelskálds Íslendinga, Halldórs Laxness og tilurð lista- verksins. Fyrirmyndin er arnarfjöð- ur sem Erlingur fann í Þorskafirði enda gat hann þess að haförn sem flaug yfir um það leyti hafi minnt sig mjög á skáldið. Fram kom við athöfnina að Bóka- safn Reykjanesbæjar mun í framtíð- inni tileinka Erlingi eitt kvöld á ári og kynna listaverk hans. Sigríður dóttir skáldsins afhjúpaði listaverkið og var móðir hennar, Auður Laxness, viðstödd ásamt listamanninum, Erlingi Jónssyni, bæjarfulltrúum og fjölda annarra gesta. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Laxness-fjöðrin afhjúpuð Keflavík LJÓSANÓTT fór ágætlega fram, að mati lögreglunnar í Keflavík, miðað við þann mikla mannfjölda sem sótti hátíðina. Lögreglan telur að fleiri hafi verið á Ljósanótt nú en á síðasta ári þegar talið var að hátt í 20 þús- und manns hafi komið saman í Gróf- inni í Keflavík. Samkvæmt því megi búast við að gestafjöldinn hafi verið 20-25 þúsund að þessu sinni. Fjórar líkamsárásir voru kærðar til lögreglu aðfaranótt sunnudags. Þrjár voru í eða við veitingastaðinn H-38 við Hafnargötu í Keflavík og ein í Stapanum í Njarðvík. Talið var að einn maður hafi nefbrotnað í þess- um árásum og var hann fluttur á Heilbrigðistofnun Suðurnesja. Aðstandendur Ljósanætur ráku upplýsinga- og öryggismiðstöð. Þangað færði lögreglan níu fjórtán til sextán ára unglinga sem brutu útivistarreglur og létu foreldrana sækja þá. Fleira var um að vera en Karl Hermannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn segir að ekki hafi fleiri atvik komið til kasta lögreglunnar en oft gerðist um venjulega helgi. Sé það vel sloppið miðað við þann mikla mannfjölda sem kom saman á Ljósa- nótt. Þannig hafi verið troðfullt á öll- um veitingastöðum um nóttina og margir á ferli á götunum. Fjórar lík- amsárásir kærðar Reykjanesbær ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.