Morgunblaðið - 10.09.2002, Page 16

Morgunblaðið - 10.09.2002, Page 16
SUÐURNES 16 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁÆTLAÐ er að á milli 25 og 30 þúsund manns hafi fylgst með há- punkti Ljósanætur í Reykjanesbæ, þegar ljósin voru tendruð á Berg- inu og víkingaskipið Íslendingur sigldi inn í smábátahöfnina undir neistum flugeldanna. Dagskrá Ljósanætur stóð að þessu sinni yfir í fjóra daga, frá fimmtudegi til sunnudags, og tókst með eindæm- um vel, að sögn forráðamanna. Aðaldagur Ljósanætur var á laugardaginn og þann dag var bærinn baðaður sólskini. Bæj- arbúar voru líka fljótir að taka við sér og strax upp úr hádegi þusti fólk niður í bæ til að taka þátt í dagskránni. Börnin voru fljót að fylla leiktækin sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um miðbæ- inn, tónlistin ómaði og hægt var að njóta menningar og lista í nær hverju húsi. Allskyns furðuverur léku lausum hala og víkingarnir létu sig ekki vanta, enda hátíð- arhöldin í ár að stórum hluta helg- uð víkingaskipinu Íslendingi og komu þess í höfnina. Um kvöldið söfnuðust gestir saman í gamla bænum í Keflavík til þess að fylgjast með hápunkti dagskrárinnar og taka undir í bryggjusöng. Það var elsti núlif- andi Bergbúinn, Matthildur Magn- úsdóttir, sem tendraði ljósin á Berginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósanótt náði hámarki þegar kveikt var á lýsingu Bergsins og víkingaskipið Íslendingur sigldi að landi. Sést það upplýst lengst til hægri. Glæsileg flugeldasýning björgunarsveitarmanna vakti hrifningu Ljósanæturgesta. 20–25 þúsund á Ljósanótt Unga fólkið skemmti sér vel á Ljósanótt, eins og sjá má. Mannfjöldi var í bænum fram á nótt. Reykjanesbær Ljósanótt tókst með eindæmum vel. Svanhildur Eiríks- dóttir upplifði stemmninguna. TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra var á yfirreið um Suður- nesin í gær. Hann segir viðurkennt að Fjölbrautaskóli Suðurnesja í Keflavík eigi við húsnæðisvanda að etja en hann komi síðar í skólann til að athuga það mál betur. Menntamálaráðherra skoðaði grunnskóla, fjölbrautaskólann og söfn í bæjunum á Suðurnesjum, auk Rannsóknastöðvarinnar í Sand- gerði, og sat ráðstefnu Miðstöðvar símenntunar í Eldborg. Tómas Ingi sagði að það vekti sér- staka athygli hvað vel væri búið að grunnskólunum á þessum stöðum. Varðandi Fjölbrautaskóla Suður- nesja sagði ráðherra að skólinn ætti við húsnæðisvanda að etja en hann myndi koma síðar í mánuðinum til að fjalla frekar um það mál. Bygg- ingarnefnd skólans og sveitarstjórn- armenn hafa verið að þrýsta á rík- isvaldið að heimila þeim að hefja framkvæmdir við stækkun skólans en ráðuneytið og heimamenn eru sammála um hversu stór sú bygging skuli vera. Tómas Ingi kvaðst von- ast til að línur skýrðust í þessu máli þegar hann kæmi í skólann aftur. Hann gat þess einnig að fjölbrauta- skólinn ætti eins og fleiri framhalds- skólar í erfiðleikum vegna takmark- aðrar aðsóknar í ákveðnar grunn- greinar verknáms sem þó væru mikilvægar fyrir atvinnulífið. Þörf væri á að glíma við það mál á lands- vísu. Húsnæðisþörf fjölbrautaskól- ans viðurkennd Suðurnes Ljósmynd/Hilmar Bragi Menntamálaráðherra, alþingismenn og fulltrúar bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar á tali við Ólaf Jón Arnbjörnsson, skólameistara Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, f.v.: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Árni Ragnar Árnason, Kristján Pálsson og Tómas Ingi Olrich. LAXNESS-FJÖÐRIN, listaverk Erlings Jónssonar, var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Keflavík sl. laug- ardag, á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Listaverkið er gjöf til Bókasafns Reykjanesbæjar frá stuðningshópi að listasafni Erlings Jónssonar. Stuðningshópurinn færði bóka- safninu verkið að gjöf á aldarafmæli Halldórs Laxness sl. vor til heiðurs skáldinu. Í sumar var fjöðrin steypt í brons og sett á stöpul úr Bohus- graníti. Verkinu var komið fyrir á lóð Miðstöðvar símenntunar á Suður- nesjum, þar sem það nýtur sín einkar vel. Fjölmargir aðilar, bæði félagasamtök og fyrirtæki, hafa lagt fé í verkið. Erlingur Jónsson hefur lengi ver- ið mikill aðdáandi Halldórs Laxness og eiga mörg verka Erlings rætur í verkum Halldórs. Líta má á „Lax- ness-fjöðrina“ sem tákn fyrir þau áhrif sem skáldið hafði með skrifum sínum, ekki bara á Erling sjálfan heldur þjóðlífið allt. Erlingur sagði frá kynnum sínum af skrifum Nóbelskálds Íslendinga, Halldórs Laxness og tilurð lista- verksins. Fyrirmyndin er arnarfjöð- ur sem Erlingur fann í Þorskafirði enda gat hann þess að haförn sem flaug yfir um það leyti hafi minnt sig mjög á skáldið. Fram kom við athöfnina að Bóka- safn Reykjanesbæjar mun í framtíð- inni tileinka Erlingi eitt kvöld á ári og kynna listaverk hans. Sigríður dóttir skáldsins afhjúpaði listaverkið og var móðir hennar, Auður Laxness, viðstödd ásamt listamanninum, Erlingi Jónssyni, bæjarfulltrúum og fjölda annarra gesta. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Laxness-fjöðrin afhjúpuð Keflavík LJÓSANÓTT fór ágætlega fram, að mati lögreglunnar í Keflavík, miðað við þann mikla mannfjölda sem sótti hátíðina. Lögreglan telur að fleiri hafi verið á Ljósanótt nú en á síðasta ári þegar talið var að hátt í 20 þús- und manns hafi komið saman í Gróf- inni í Keflavík. Samkvæmt því megi búast við að gestafjöldinn hafi verið 20-25 þúsund að þessu sinni. Fjórar líkamsárásir voru kærðar til lögreglu aðfaranótt sunnudags. Þrjár voru í eða við veitingastaðinn H-38 við Hafnargötu í Keflavík og ein í Stapanum í Njarðvík. Talið var að einn maður hafi nefbrotnað í þess- um árásum og var hann fluttur á Heilbrigðistofnun Suðurnesja. Aðstandendur Ljósanætur ráku upplýsinga- og öryggismiðstöð. Þangað færði lögreglan níu fjórtán til sextán ára unglinga sem brutu útivistarreglur og létu foreldrana sækja þá. Fleira var um að vera en Karl Hermannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn segir að ekki hafi fleiri atvik komið til kasta lögreglunnar en oft gerðist um venjulega helgi. Sé það vel sloppið miðað við þann mikla mannfjölda sem kom saman á Ljósa- nótt. Þannig hafi verið troðfullt á öll- um veitingastöðum um nóttina og margir á ferli á götunum. Fjórar lík- amsárásir kærðar Reykjanesbær ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.