Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Cielo
Di Barents kemur í dag.
Atlantic Peace fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss og Ikan Suji
komu í gær. Ontika
kemur í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun í dag
kl. 17–18.
Mannamót
Aflagranda 40. Vinnu-
stofa, jóga og leirkera-
smíði kl. 9, Bún-
aðarbankinn kl.10.15,
Postulín kl.13, sam-
söngur undir stjórn
Kára Friðrikssonar kl.
14.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–12.30
bókband og öskjugerð,
kl. 9–12 opin handa-
vinnustofa, kl. 9.30 dans,
kl. 9.30–10.30 Íslands-
banki á staðnum,
kl.1316.30 opin handa-
vinnu- og smíðastofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–9.45
leikfimi, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 9–12 tréskurð-
ur, kl. 10–11.30 sund, kl.
13–16 leirlist, kl. 14–15
dans. Þriðjud. 17. sept.
kl. 12.30. Haustlitaferð í
Skorradalinn. Skráning
og greiðsla í síðasta lagi
miðvikudag 11. sept.
Uppl. í s. 568 5052.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið er á
mánu- og fimmtudögum.
Mánudagar: Kl. 16 leik-
fimi. Laugardagar: Kl.
10–12 bókbands-
námskeið, kl. 11 línu-
dans. Fimmtudagar: Kl.
13 tréskurðarnámskeið,
kl. 14 bækur frá bóka-
safninu til útláns, kl. 15–
16 bókaspjall. Kór eldri
borgara Vorboðar: kór-
æfing í DAMOS kl. 17–
19. Námskeið í postu-
línsmálun byrjar 18. nóv.
Uppl. og skráningar hjá
Svanhildi s. 586 8014 e.h.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 aðstoð
við böðun, kl. 10–11 sam-
verustund, kl. 14 fé-
lagsvist, hárgreiðslu-
stofan opin kl. 9–16.45
alla daga nema mánu-
daga.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 11 leik-
fimi, kl. 13 föndur og
handavinna.
Félag eldri borgara,
Garðabæ. Ferð á Akra-
nes laugardag 14. sept.
kl. 11.30 frá Hleinum, kl.
12 frá Kirkjuhvoli:
Heimsókn til félags eldri
borgara á Akranesi,
kaupstaðurinn skoðaður
með leiðsögn Bjarn-
fríðar Leósdóttur. Uppl.
gefur Arndís Magn-
úsdóttir, s. 565 7826 eða
895 7826. Garðakórinn,
kór eldri borgara í
Garðabæ, er að hefja
starfsemi sína; kóræf-
ingar mánudaga kl. 17 í
Kirkjuhvoli. Söngfólk
vantar í allar raddir, sér-
staklega karlaraddir.
Uppl. gefur Hólmfríður
Guðmundsdóttir s.
565 6424.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Brids og
handavinna kl.13.30,
pútt á Hrafnistuvelli kl.
14–16. Á morgun línu-
dans kl. 11, glerskurður
kl. 13, pílukast kl 13.30.
Myndlistarfólk: Fundur
á morgun kl. 13.30 um
skipulag námskeiða í
vetur. Biljardstofan opin
virka daga frá kl. 13.30–
16, skráning í Hraunseli.
Leikfimi eldri borgara
er í Íþróttastöðinni
Björk(Gamla Haukahús-
inu) á þriðju- fimmtu- og
föstudögum kl. 11.30,
skráning og greiðslur í
Hraunseli, s. 555 0142.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Farin verður
hópferð til Akureyrar á
vegum FEBK vegna
þátttöku í 20 ára afmæli
Félags eldri borgara á
Akureyri laugard. 12
okt. sem haldið verður í
Íþróttahöllinni á Ak-
ureyri. Mánudag 16.
sept. verður ferð í Þver-
árrétt í Borgarfirði.
Lagt af stað frá Gjá-
bakka kl. 8 og frá Gull-
smára kl. 8.15 að Þver-
árrétt í Þverárhlíð.
Áætluð heimkoma er kl.
18. Þátttökulistar og
upplýsingar í ferðirnar
liggja frammi í Fé-
lagsmiðstöðvunum Gjá-
bakka (s: 554 3400) og
Gullsmára (s: 564 5260)
Athugið – takmarkað
sætaframboð. Ferða-
nefndin: Bogi Þórir (s:
554 0233) og Þráinn (s:
554 0999).
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Þorvaldur
Lúðvíksson lögfræð-
ingur hefur viðtöl fyrir
félagsmenn á þriðjudag
kl. 10–12, panta þarf
tíma á skrifstofu FEB.
Þriðjud: Skák kl. 13.
Fimmtud: Bridsfélag
FEB 10 ára og af því til-
efni verður spilaður ein-
menningur kl. 13. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB 588 2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa og hár-
greiðslustofa, tréskurð-
ur, kl. 10 leikfimi, kl.
12.40 verslunarferð í
Bónus, kl. 13.15–13.45
bókabíllinn. 31. Lands-
bankinn aðra hverja
viku. Sviðaveisla verður
20 sept. kl. 12. Kynning
á vetrarstarfi í Fé-
lagsmiðstöðinni verður
fimmtud. 12. sept. kl.
13.30, súkkulaði og
rjómaterta í kaffinu.
Akstursþjónusta í fé-
lagsmiðstöðina,
s.568 3132.
Gerðuberg, félagsstarf.
Frá 9–16.30 vinnustofur
opnar, m.a. hefst gler-
skurður, frá hádegi
spilasalur opinn, kl. 13
boccia föstudag 21. sept
„kynslóðir saman í
Breiðholti“ félagsvist kl.
13.15, Seljaskóli, allir
velkomnir.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
kl. 10–17, kl. 9.30 gler-
list, kl. 14 þriðjudags-
ganga.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið virka daga kl.
9–17 hádegismatur, kaffi
og heimabakað meðlæti.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og boccia, kl. 13
handavinna, kl. 13.30
helgistund. Fótaaðgerð,
hársnyrting. Allir vel-
komnir.
Hraunbær 105. Kl. 9
postlínsmálun og gler-
skurður, kl. 10 boccia, kl.
11, leikfimi, kl. 12.15
verslunarferð, kl. 13
myndlist og hárgreiðsla.
Háteigskirkja, eldri
borgarar á morgun, mið-
vikudag, kl. 11 samvera,
fyrirbænastund og stutt
messa í kirkjunni, allir
velkomnir, súpa í Setr-
inu kl. 12, spilað kl. 13.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa og
tréskurður, kl. 10–11
boccia, kl. 9–17 hár-
greiðsla.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–16 handavinna,
kl. 13–16.30 spila-
mennska. Tvímenningur
í brids og spilað. Vest-
urgata 7. Leikfimi-
kennsla byrjar þriðju-
dag 17. sept. kl.11–12.
Einnig verður kennt á
fimmtudögum 13–14.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl. 13
handmennt m.a. mosaik,
kl. 14 félagsvist. Vetr-
ardagskráin komin.
Laus pláss á eftirtöldum
námskeiðum: bókband,
myndlist, leirmótun,
körfugerð, mósaik og
smiðju. Uppl. í s.
561 0300. Allir aldurs-
hópar velkomnir.
Hallgrímskirkja, eldri
borgara starfið byrjar á
morgun með fyrirbæna-
stund kl. 10.30, leikfimi
alla þriðju- og föstudaga
kl. 13, súpa, spilað og
spjallað. Allir velkomnir.
Upplýsingar gefur Dag-
björt, sími 510 1034.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Sjálfsbjörg félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Kl. 20 Uno.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svarað
í s. 552 6644 á fund-
artíma.
Frá Félagi kennara á
eftirlaunum. Fé-
lagsvistin laugardag 14.
sept. verður í Síðumúla
37.
Styrkur, samtök
krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra.
Opið hús í kvöld kl. 20 í
Skógarhlíð 8. Fund-
arefni Heilsufar og mat-
arræði. Gestur á fund-
inum Guðrún Berg-
mann.
Í dag er þriðjudagur 10. septem-
ber, 253. dagur ársins 2002. Orð
dagsins: En ég bið til þín, Drottinn,
á stund náðar þinnar. Svara mér,
Guð, í trúfesti hjálpræðis þíns sakir
mikillar miskunnar þinnar.
(Sálm. 69, 14.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 hreyfa við, 4 ánægð, 7
næturgagns, 8 drykkju-
skapur, 9 for, 11 lengd-
areining, 13 æpti, 14 ert-
ing, 15 greinilegur, 17
klæðleysi, 20 sár, 22 höfð-
ingsskapur, 23 íslag, 24
ákæra, 25 mjúkan.
LÓÐRÉTT:
1 væta við rót, 2 hvutti, 3
sleif, 4 líf, 5 efla, 6 synji,
10 eyddur, 12 ónotaður,
13 kynstur, 15 ósannindi,
16 fiskinn, 18 vafinn, 19
eðalborin, 20 elska, 21
blettur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 kandhæðin, 8 kúgar, 9 iðnað, 10 man, 11 parta,
13 gerir, 15 stefs, 18 óraga, 21 lús, 22 Langá, 23 ætlun,
24 drambláta.
Lóðrétt: 2 angur, 3 dorma, 4 æfing, 5 innur, 6 skip, 7 ið-
ur, 12 töf, 14 eir, 15 síld, 16 efnir, 17 sláum, 18 ósæll, 19
aflát, 20 anna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI vill hrósa því dug-lega fólki, sem stendur fyrir
spænskri kvikmyndahátíð í Reykja-
vík næstu daga, fyrir framtakið.
Hér á landi hefur alltof lítið sézt af
þeim oft og tíðum frábæru bíó-
myndum sem búnar eru til á Spáni.
Myndir Pedros Almodovar eru lík-
ast til helzta undantekningin. Í
Morgunblaðinu var fyrir réttri viku
frétt um að gífurleg ásókn væri nú í
spænskunám í Háskóla Íslands og
hefði aðsókn þar tvöfaldazt á fimm
árum. Víkverja skilst að það sama
sé uppi á teningnum í framhalds-
skólum landsins. Þessi stóraukni
áhugi á spænskunni hefur hins veg-
ar ekki endurspeglazt í framboði á
spænskum bíómyndum eða sjón-
varpsefni.
x x x
Í NÝJUSTU tölum um hlut ein-stakra tungumála í erlendu sjón-
varpsefni, sem vitnað var til hér í
blaðinu fyrir skömmu, kemur fram
að efni á spænsku í Ríkissjónvarp-
inu árin 1996–1999 var svo lítið að
það var talið með „öðru evrópsku
efni“, sem var samtals innan við 2%
af erlendu efni stöðvarinnar. Það er
gleðilegt að sjá að Sjónvarpið hefur
tekið sig saman í andlitinu í tilefni
af kvikmyndahátíðinni og varði
meirihluta dagskrár sunnudags-
kvöldsins í umfjöllun um spænska
kvikmyndagerð annars vegar og
sýningu á einu af meistarastykkjum
Almodovars hins vegar. Spurningin
er hins vegar hvort Sjónvarpið læt-
ur þar við sitja eða heldur upp-
teknum hætti og eykur hlutfall efn-
is á spænsku. Fyrir þá, sem leggja
stund á nám í erlendu tungumáli, er
auðvitað ómetanlegt að sæmilegt
framboð sé af sjónvarpsefni á við-
komandi máli. Raunar er líka alveg
nauðsynlegt að skapa eitthvert
mótvægi við þá holskeflu efnis á
ensku, sem dynur á sjónvarpsáhorf-
endum á hverju kvöldi, á öllum
sjónvarpsstöðvunum.
x x x
VÍKVERJI ekur oft Hamrahlíð-ina á leið í og úr vinnu. Þar
hafa í allt sumar staðið yfir miklar
framkvæmdir við að skipta um
lagnakerfi og endurnýja gangstétt-
ir, eins og stendur skilmerkilega á
skilti við götuna. Þetta skilti er það
eina, þessum framkvæmdum tengt,
sem talizt getur skilmerkileg aug-
lýsing eða merking fyrir vegfarend-
ur. Það hefur vakið furðu Víkverja
hversu illa verktakar hafa staðið að
merkingum þegar þeir hafa verið
að grafa götuna í sundur og jafnvel
loka henni um lengri eða skemmri
tíma. Í stað þess að setja upp góðar
merkingar og benda ökumönnum á
hjáleiðir, sem nóg er af í hverfinu,
virðast verktakarnir hafa kosið að
búa til umferðarhnúta, sem annars
vegar eru til óþæginda og tafa fyrir
ökumenn og skapa hins vegar
slysahættu, bæði fyrir vegfarendur
og þá, sem starfa við framkvæmd-
irnar. Víkverji tekur fram að fleiri
verktakar eru undir þessa sök seld-
ir og merkingar vegna gatnafram-
kvæmda í borginni eru almennt af-
leitar nema þegar um stærstu
verkefnin er að ræða. Lögreglan,
sem á að hafa eftirlit með því að
verktakar standi rétt að merking-
um og veitir t.d. leyfi fyrir því að
götum sé lokað vegna fram-
kvæmda, hefur að mati Víkverja
staðið sig afleitlega í því eftirliti.
Varðandi Naten aloe
vera-safa
FÚLL neytendi kvartar yf-
ir misjöfnu bragði á safan-
um. Skýringin liggur m.a. í
því að safinn er náttúruaf-
urð og því er bragð, litur og
aðrir eiginleikar breytilegir
frá einni framleiðslu til
annarrar. Safinn er ekki
stöðluð verksmiðjufram-
leiðsla. Algengt er að um-
búðir vöru breytist án þess
að innihald breytist. Þetta
er fyrsta kvörtun sem um-
boðsaðili safans hefur orðið
var við en safinn er geysi-
vinsæll og neytendum
fjölgar stöðugt. Sími um-
boðsaðila er 567 8595.
Umboðsmaður Naten
á Íslandi.
Múr
NÚ er mér allri lokið og
segi eins og skáldið okkar
góða: Og fræðsla má hjá
mönnum ekki neitt/ og
margföld reynsla jafnvel
ekki heldur.
Það var eitt sinn reistur
múr til angurs fyrir heims-
byggðina, Berlínarmúr var
hann nefndur. Síðan var
hann brotinn niður og
heimsbyggðin æpti af gleði
og hló og grét og fagnaði og
faðmaðist. Nú var búið að
létta af einstaklingnum
áratugalangri andlegri og
félagslegri kúgun, nú var
hann frjáls og átti lífið eins
og það lagði sig.
Nú rís annar múr, ramm-
byggður að sagt er, á að
standast hvaða árás sem er.
Hvað kallast hann kemur
kannski af sjálfu sér, Ísr-
aelsmúr. Hver eru nú radd-
ir friðarsinna, raddir hinna
frjálsu, raddir allra þeirra
er fögnuðu falli Berlínar-
múrsins, raddir heims-
byggðarinnar?
Ég bara spyr.
Ein vonsvikin.
Góð þjónusta
MIG langar að þakka fyrir
frábæra þjónustu sem ég
fékk hjá Bílanausti.
Þannig var að skór sem
eru mér kærir þurftu við-
gerðar við. Benti skósmið-
urinn mér á að í Bílanausti
fengist lím sem hann væri
vanur að nota, en átti ekki í
augnablikinu. Fór ég í Bíla-
naust og þar benti mér
kona sem heitir Hrefna að
tala við Pétur. Áður en ég
vissi af var búið að gera við
skóna og vildu þau ekki
taka gjald fyrir.
Ef mig vantar eitthvað
fyrir bílinn eða heimilið í
framtíðinni, á ég eflaust
eftir að snúa mér til þeirra.
Pétur og Hrefna, kærar
þakkir.
Guðrún.
Oreo-smákökur
Í SUMAR vorum við hjónin
á ferðalagi á Spáni og rák-
umst þar á kjörbúð. Við
röltum inn í búðina og sáum
þar í hillu súkkulaðihúðað-
ar Oreo-smákökur. Mig
langar að koma fram
spurningu til fyrirtækisins
sem flytur inn þessar smá-
kökur á Íslandi: Væri ekki
hægt að flytja inn þessar
súkkulaðihúðuðu kökur
hingað til Íslands? Ég er
viss um að barnabörnin
myndu taka vel á móti
þeim.
Kveðja.
Lesandi.
Tapað/fundið
Hlaupahjól týndist
HLAUPAHJÓL með áletr-
uninni MIG TOYS týndist
frá Melalind við Leikskól-
ann Núp í byrjun síðustu
viku. Eigandinn er þriggja
ára og saknar þess mikið.
Finnandi hafi vinsamlega
samband við Berglindi í
síma 867 9806.
Nokia 8210 í óskilum
NOKIA 8210 GSM-sími
fannst í nágrenni Iðnskól-
ans. Upplýsingar í síma
696 2193.
Dýrahald
Svartur kettlingur
óskast
ÓSKA eftir svörtum kett-
lingi, ca. 6-8 vikna. Hann
þarf að vera fallegur, barn-
vænn og af góðu kyni. Haf-
ið samband við Birnu í síma
848 8364.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÉG vil koma á framfæri
þökkum fyrir frábæra
ferð með eldri borg-
urum Hallgrímskirkju
dagana 28.–31. ágúst.
Farið var um Vestfirði
og frá Patreksfirði voru
allir firðir þræddir. Far-
ið um háar heiðar og
göng í gegnum fjöll.
Endastöð á Reykjum í
Ísafjarðardjúpi. Farið
var heim um Stein-
grímsfjarðarheiði og
Hólmavík.
Veður var mjög gott
megnið af leiðinni. Sér-
stakar þakkir fyrir frá-
bærar móttökur í Bol-
ungarvík sem eldri
borgarar stóðu fyrir.
Hópurinn, sem var eldri
borgarar, var ynd-
islegur. Fararstjóri,
Dagbjört Theódórs-
dóttir, var dásamlega
góð og mjög fær um að
halda utan um alla hluti.
Engum líkur var Villi
Valli bílstjóri. Hann
gæti haft háskólapróf í
leiðsögn og lýsingum,
afburða skemmtilegur
og á besta langferðabíl í
heimi. Kærar þakkir.
H.J. – eldri borgari.
Þakkir fyrir frábæra ferð