Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isDapurleg frammistaða gegn Ungverjum / B3, B4, B5 Birkir Ívar Guðmundsson löglegur með Haukum / B1 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM STÓRIR lyngflákar í innanverðum Svarfaðardal eru skemmdir en það eru fiðrildalirfur sem þeim valda. Stundum hefur borið á skemmd- um á bláberjalyngi á haustin þannig að blöðin visna og berjalandið verður brúnt yfir að líta. Nú í haust eru stór- ir lyngflákar í innanverðum Svarf- aðardal skemmdir og fóru þau Soffía Arnþórsdóttir á Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar og Bjarni E. Guðleifsson hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Möðruvöllum til rannsókna á orsökum skemmdanna á svonefndum Hnjótum í Svarfaðar- dal. Kom í ljós að það er svört eða dökkblá fiðrildalirfa, svonefndur birkifeti, sem veldur skemmdunum. Étur hann blöð á bláberjalyngi, og reyndar einnig fjalldrapa, og vefur þeim utanum sig. Lifir hann síðan sem púpa til næsta sumars en þá kemur fiðrildi úr púpunni sem verpir eggjum sem verða að nýjum lirfum. Líklegt er að mildir vetur tryggi góða afkomu púpnanna og að það sé ástæða faraldursins í Svarfaðardal. Við þessu er ekkert að gera, einungis að vona að náttúran grisji púpustofn- inn í vetur. Svarfaðardalur Skemmdir á bláberja- lyngi SÓLIN sá gestum á þessu skemmtiferðaskipi fyrir stórbrot- inni litadýrð þar sem þeir sigldu á haf út eftir viðdvöl í höfuðborg- inni. Kannski er það tákn um árs- tíðina sem nú fer í hönd að skipið siglir á brott, því skemmtiferða- skipin eiga það sammerkt með far- fuglunum að nýta sumarmánuðina til heimsókna á þessa eyju elds og ísa en kveðja þegar sumri tekur að halla. Morgunblaðið/Kristinn Siglt á brott KARLMAÐUR sem var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli á laugardag með falsað vegabréf fannst látinn síðdeg- is í gær á gistiheimili í Reykjanesbæ. Skv. upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík er talið að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Skv. upplýsingum frá sýslumann- inum á Keflavíkurflugvelli kom mað- urinn til landsins með ferjunni Nor- rænu á fimmtudag og fékk sam- dægurs far til Reykjavíkur. Hann hugðist fara til Minneapolis í Banda- ríkjunum með áætlunarflugi á laug- ardag en var stöðvaður við landa- mæraeftirlit þar sem hann fram- vísaði fölsuðum skilríkjum. Við leit fannst jafnvirði hálfrar milljónar króna í erlendum gjaldmiðli, aðal- lega í breskum pundum. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Kefla- víkurflugvelli, sagði í samtali við Morgunblaðið að maðurinn hafi sagst vera frá Íran en hann hafi þó ekki gert fullnægjandi grein fyrir sjálfum sér. Maðurinn sagðist hafa farið frá Íran og þaðan um Kúveit til Íraks árið 1990. Síðan þá hefði hann dvalið í Danmörku en hann gaf ekki upp hvar hann dvaldi eða vann þar í landi. Lögreglan á Keflavíkurflug- velli hefur óskað eftir upplýsingum frá dönsku lögreglunni um manninn og að kröfu sýslumanns úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness manninn í farbann til nk. mánudags. Hert eftirlit Eftirlit á Keflavíkurflugvelli var hert í síðustu viku. Jóhann segir að ástæðan sé sú að á miðvikudaginn verður ár liðið frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september, auk þess sem spenna fer nú vaxandi í Mið-Austurlöndum. Brottfarareftir- lit og almennt eftirlit hefur verið aukið og starfsfólki við öryggiseft- irlit fjölgað. Maður stöðvaður með falsað vega- bréf á leiðinni til Bandaríkjanna Fannst látinn á gistiheimili COLUMBIA Ventures Corp., sem rekur m.a. álver Norðuráls á Grund- artanga og á stærstan hlut í Íslands- síma eftir sameiningu við Halló- Frjáls fjarskipti, er á lokastigi við- ræðna við bandarískt fjarskipta- fyrirtæki um kaup á tvöföldum sæstreng sem liggur milli Bret- lands, Írlands, Kanada og Banda- ríkjanna. Bjarni K. Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Col- umbia Ventures, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Aðspurður um tengingu strengsins við Ísland sagði hann þann möguleika vera inni í myndinni ef það reyndist hagkvæmt. Hér væri þó um sjálfstæða fjárfestingu Col- umbia Ventures að ræða en fyrir- tækið er sem kunnugt er í eigu Bandaríkjamannsins Kenneths Pet- ersons. Samkvæmt frétt á vefsíðu kanad- íska blaðsins Globe and Mail hefur fjarskiptafyrirtækið, er nefnist 360networks Inc., samþykkt kaupin fyrir sitt leyti. Þau eiga þó eftir að hljóta samþykki kanadískra dóm- stóla sem taka málið fyrir í næsta mánuði, en fyrirtækið hefur verið í greiðslustöðvun að undanförnu vegna rekstrarerfiðleika. Fram kemur í frétt Globe and Mail að fjárfesting við lagningu sæ- strengsins og byggingu endastöðva sinnar hvorum megin við Atlants- hafið hafi verið upp á 800 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur tæpum 70 milljörðum króna. Kaup- verð sem um hefur verið rætt er þó allt annað og minna en Bjarni vildi aðspurður ekki gefa það upp, sagði það trúnaðarmál. Að hans sögn hafa viðræður við eigendur 360networks staðið yfir um nokkurn tíma. Eitt skref tekið í einu Strengurinn er sem fyrr segir tvöfaldur og liggur samhliða annars vegar beint á milli Bandaríkjanna, Kanada og borgarinnar Liverpool á Bretlandi og hins vegar sömu leið en með viðkomu í Dublin á Írlandi. Slitni annar strengurinn er unnt að flytja fjarskiptasamband yfir hafið á hinn. Gengur þessi tvöfaldi strengur undir nafninu Hibernia. Til samanburðar má geta þess að Cantat-3 sæstrengurinn, sem Ísland tengist, er einfaldur og slitni hann leggst fjarskiptasamband niður. „Við tökum eitt skref í einu. Col- umbia Ventures er að kaupa sæ- strenginn til að reka hann sjálfstætt og selja fyrirtækjum og stofnunum beggja vegna Atlantshafsins aðgang að honum. Það verður að koma í ljós síðar meir hvort önnur tækifæri skapist kringum strenginn. Við vilj- um ekki útiloka þann möguleika að tengingu verði komið á við Ísland. Áhugavert gæti orðið að skoða það nánar. Það gæti orðið ódýrara en að leggja nýjan streng frá Íslandi til Bretlands eða annarra landa,“ sagði Bjarni. Á 28,7% hlut í Íslandssíma Samningur um sameiningu Ís- landssíma og Halló-Frjálsra fjar- skipta er frágenginn en áreiðan- leikakönnun stendur yfir og eftir er að boða til hluthafafunda til að sam- þykkja sameininguna. Þegar sam- einingin var tilkynnt kom fram að hlutur eigenda Halló yrði 28,7% í Ís- landssíma, sem gerir Columbia Ventures stærsta einstaka hluthaf- ann þar sem fyrirtækið á Halló al- farið. Stærsti hluthafi Íslandssíma í viðræðum um kaup á tvöföldum sæstreng milli Bretlands og Bandaríkjanna Tenging strengsins við Ísland í myndinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.