Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJU tónleikar UNM-vikunn- ar runnu upp í Salnum s.l. miðviku- dag með átta norænum raf-, kamm- er- og einleiksverkum. Eftir frekar dapra reynslu þriðjudagskvöldsins á sama stað væri synd að segja að sá er hér ritar hafi mætt aftur á „tónlist unga fólksins“ með ýkja- mikilli tilhlökkun. Því meiri varð léttirinn þegar upp var staðið. Í þetta sinn var nefnilega eins og svifi ólíkt frjáls- legri og fjölbreyttari sköpunarandi yfir vötnum en daginn áður; verkin báru áberandi meira með sér að höfundar segðu það sem þeim raun- verulega bjó í brjósti. Smærri skip- an kammer- og einleiksverka nú, miðað við stærri appíröt gærdags- ins, kann einnig hafa haft sitt að segja. Því þó að ofhleðsla sé ekki síður möguleg í einleiksverki en í sinfóníu, verður a.m.k. erfiðara að ofbjóða eyrum áheyrenda eftir því sem áhafnir smækka. Að vísu var fyrsta númerið varla við hæfi hjartveikra og geðtæpra. Hið aðeins fjögurra mínútna langa rafverk „Arithmical exercise of the …“ eftir Ólaf B. Ólafsson (ekki nánar getið í tónleikaskrá) virtist standa heila eilífð, og sundlaði mann svo lá við klígju löngu áður en þessari frekar einföldu hrynetýðu við blikkandi strób- óskópíska „undirlýsingu“ var lokið. Skipuleggjendum þótti greinilega við hæfi að byrja á að hrista dug- lega upp í mannskapnum og tókst það með stakri prýði. Maður sat álíka dasaður eftir og Harry Palm- er spæjari eftir heilaþvottinn í The Ipcress File. Trauðla fyndist meiri andstæða en í því sem á eftir kom. Það var eftir Önnu Þorvaldsdóttur (f. 1977) er náði blessunarlega að dreifa smyrsl í flakandi hlustir með „-Mitt-“ (um 10’), ljúfu þríþættu verki sínu fyrir selló og píanó. Und- ir akademískum hópþrýstingi ungra framsækinna samherja þarf dirfsku til að þora að vera maður sjálfur, hvað þá tónall og rómantískur. I. þáttur var ljóðrænt líðandi og andi íslenzka þjóðlagsins ekki langt und- an, II. snerist að mestu um hratt „moto perpetuo“ tokkötuþrástef í fimmskiptum takti, og III. var ang- urvært hægur með sterkum frá- sögublæ. Allt var prýðisvel spilað. Fjölbreyttur rithátturinn í fimm- þætta píanóverkinu „Impressions of an Appearance“ (um 11’) eftir Norðmanninn David Bratlie (f. 1972) gerði miklar kröfur til píanó- leikarans sem landi tónskáldsins Pål Størset leysti af hendi með bravúr. Verkið spannaði býsna breitt tilfinningasvið, allt frá ljóð- rænni blíðu yfir í froðufellandi fantaskap, og virtist samið af inn- blásinni vandvirkni. Jafnaldri Bratlies, hinn finnski Ere Lievonen, stjórnaði sjálfur kvintetti sínum „Altair 4“ (12½’) fyrir flautu, klarínett, víólu, kontra- bassa og slagverk. Í slagverkinu bar, auk hofblakka, crotale „söng- meyjar“, cymbaldisks og venjulegra tom-toms, mest á tveim „roto-toms“ eða hverfibumbum er léku stórt hlutverk í þessu innhverft íhugula verki. Tefldi höfundur fram exót- ískum suðurindverskum hryn- mynztrum og syfjulega svífandi ör- bilatónstigum í oft heillandi en þó stöku sinni ofurlítið langdreginni blöndu. „Sejd“ (8½’) eftir Svíann Erik Peters (f. 1970) var klassískt raf- tónverk frá 1993, alfarið byggt á stuttu upptökubroti af suði („white noise“) sem teygt var úr og tosað í margskonar hljóðmerkjavinnslu. Eins og heitið gaf vonir um voru áhrifin víða seiðmögnuð og and- rúmið ekki óskylt endurfæðingarat- riði Bowmans geimfara í „2001“ mynd Kubricks frá 1969. „Uppgjör“ (um 6’) nefndist verk fyrir fagott, bassaklarínett, píanó, harmóniku og rafhljóð eftir Guðmund Stein Gunn- arsson (f. 1982) er stýrði sjálfur mixpúltinu. Verkið var ofureinfalt í sniðum – hæglátur 4/4 mars út í gegn á djasstónölum grunni, hljóm- ferlið bundið 4 eða 8 takta lotum og lagferlið oftast falið bassaklarínett- inu við daufan vatnsnið úr hátöl- urum – en bauð samt af sér góðan þokka. Norski altsaxofónistinn Rolf-Erik Nystrøm túlkaði hið álíka langa einleiksverk „Sick Puppy [...]“ eftir Davíð Brynjar Franzson (f. 1978) af uppmálaðri snilld og galdraði ólík- legustu hljóðum fram úr litla keng- lúðrinum. Hvort titli verksins væri endilega ætlað að hugtengja við ungan hund skal ósagt, en vissulega var margt hvolpslegt hægt að heyra úr marglita tjáningunni, sem haldið var saman með stuttum takt- föstum bordúntónum á stangli. Síðast á skrá var „Giants of Jazz“ (hvorki meira né minna – þó ekkert minnti mann á djass að öðru leyti), um 11 mín. að lengd og runnið und- an rifjum Øyvinds Torvunds (f. 1976) frá Noregi. Landar hans í POING-tríóinu fluttu með miklum tilþrifum á altsax, hnappaharmón- iku og kontrabassa. Hver þeirra fékk eitt eða fleiri sóló, og reið Hå- kon Thelin á vaðið með allkrefjandi einleikskafla á bassa. Þó að heild- arsvipur verksins virtist nokkuð sundurlaus, brá samt ýmsum skemmtilegum hugmyndum fyrir, einkum hvað varðar nýtingu lit- brigða hljóðfæranna og dýnamíska mótun. Útslagið gerði þó umfram allt frábær spilamennska þremenn- inganna, enda uppskáru þeir, ýkju- laust og verðskuldað, dynjandi und- irtektir að leikslokum. Fjölbreytt og frjálslegt TÓNLIST Salurinn Ólafur B. Ólafsson: „Arithmical exercise of the …“. Anna S. Þorvaldsdóttir: „-Mitt-“ (Hrönn Þráinsdóttir píanó, Sig- urgeir Agnarsson selló). David Bratlie: „Impressions of an Appearance“ (Pål Størset píanó). Ere Lievonen: „Altair 4“ (Kristjana Helgadóttir flauta, Ingólfur Vil- hjálmsson klarínett, Guðrún Hrund Harð- ardóttir víóla, Borgar Magnason kontra- bassi og Kjartan Guðnason slagverk. Stjórnandi: Ere Lievonen). Erik Peters: „Sejd“. Guðmundur St. Gunnarsson: „Uppgjör“ (Rúnar Óskarsson bassa- klarínett, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagott, Hrönn Þráinsdóttir píanó, Frode Haltli harmonika, Guðmundur St. Gunn- arsson rafhljóð. Davíð. B. Franzson: „Sick Puppy, Sad Puppy, (dead puppy, dead puppy)“ (Rolf-Erik Nystrøm saxo- fónn). Øyvind Torvund: „Giants of Jazz“ (POING tríóið (Rolf-Erik Nystrøm saxo- fónn, Frode Haltli harmónika og Håkon Thelin kontrabassi)). Miðvikudaginn 4. september kl. 20:30. UNG NORDISK MUSIK Ríkarður Ö. Pálsson HÁPUNKTUR nýliðinnar UNM-hátíðarviku var ef að líkum lætur tónleikarnir með Sinfóníu- hljómsveit Íslands á fimmtudag. Allavega hvað mannfjölda varðar – ef ekki úti í sal þá á hljómsveit- arpalli, þar sem flytjendur voru hátt í helmingi fleiri en áheyrend- ur; sennilega sögulegt lágmark til margra ára á hérlendum sinfón- íutónleikum. Hvort dæminu hefði mátt snúa við með myndarlegu kynningarátaki er þó ekki sjálf- gefið. En hvað sem öllu líður þá er ekki annað hægt en að harma hvað margir misstu hér af miklu, því tónleikarnir voru í heild hinir skemmtilegustu og hætt við að sumt hefði komið jafnvel settleg- ustu tónkerum þægilega á óvart. Farið var hægt af stað með tveimur verkum fyrir litla strengja- sveit. Lauri Kilpio (f. 1974) frá Finnlandi ýtti úr vör með hinu tæpra átta mínútna langa „Der Herbst spricht“ fyrir 5 fiðlur, 4 ví- ólur, 2 selló og 1 kontrabassa. Það voru tónar í tíma teknir, því úti var sumri farið að halla með norðankuli og stutt í litasprengingu laufskóga- beltisins á átthagaslóðum tón- skáldsins. Né heldur var laust við að gömul myndlíking kæmi aftur upp í hugann, „haustvindurinn rak- aði saman laufin af fölgræna spila- borðinu, stokkaði og gaf“, þegar lit- skrúðugir samstiga hljómaklasar verksins hrísluðust af fagmannlegri orkestrun um eyrnagöngin og hjöðnuðu að lokum í sannfærandi póetísku niðurlagi. „10-11“, kortérslangt fimmþætt verk Stefáns Arasonar (f. 1978) frá í fyrravor fyrir strengi (5 f, 4 v, 3 s, 2 kb) og píanó, kvað þegar orðið eitt tíðfluttasta íslenzkt nútímaverk seinni ára. Slíkt lofar aðvitað góðu um framhaldslíf, enda kom verkið ef nokkuð enn glæsilegra út þetta kvöld en í fyrri upplifun undirritaðs á Myrkum músíkdögum í febrúar s.l. Tónöl undirstaða þess kom skýrust fram af líðandi mel- ankólsku lag- og hljómaferli pían- ósins úr höndum Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur (að frátöldum taktföstum „steðjaslætti“ III. þátt- ar efst í diskanti) og hefur það „aft- urhald“ varla heldur spillt fyrir al- mennri meðtöku. Ef afturhald skyldi kalla – því þvert á móti kom verkið fyrir sem eitt frumlegasta, hugvitssamasta og persónulegasta framlag kvöldsins. Síðast fyrir hlé var „Farben“ (tæp 9 min.), ársgamalt verk fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit eftir hinn norska Kyrre Sassebo Haa- land (f. 1976). Þrátt fyrir víðan dýnamískan ramma var hljómsveit- in á stöðugu iði nánast út í gegn og verkaði þéttriðinn rithátturinn með síbreytilegum hljómrænum lit- brigðum því smám saman sem til- valinn bakgrunnur áræðnara for- grunnsefnis, sem aftur á móti lét að mestu á sér standa. Smíðin var þó vel áheyrileg, og í lokin lét höf- undur m.a.s. eftir sér fáein púls- rytmísk tilþrif í slagverki. „Stratactive“ (tæp 17’) fyrir stóra sinfóníusveit og mikið slag- verk (5 manns) eftir Finnann Kristian Rusila (f. 1974) var kannski kröfuharðasta verkið í flutningi. Ekki aðeins sakir lengdar heldur einnig, og ekki sízt, fyrir flókin hrynferli og ótal snarpra sól- ískra ein- eða hópleiksinnslaga sem minntu einkum í byrjun á fjöl- sveitakontrapunkt. Eins og titillinn bar með sér var strúktúrinn lag- skiptur í tíma og rúmi og virtust stundum skarast flekar hver með sínu grunntempói. Mátti eiginlega furðu gegna að SÍ næði að komast stórslysalaust fram úr þessum njörvaða vef, hvað þá af þeim glæsibrag sem raun bar vitni. Málmeyingurinn Benjamin Staern (f. 1978) bauð hlustendum kostulega en kærkomna hvíld frá myrkviðum sófískra pælinga með „The Threat of War“ (tæp 11’) fyrir snemmrómantískt skipaða sinfón- íusveit með tvöföldum tréblásurum án annars slagverks en pákna, sömdu undir áhrifum frá ógnar- fréttum fjölmiðla af ástandinu í Kosovo. Allt um það hefði verkið fallið leikandi að hvaða stríðs- dramatík sem væri, og kæmi ekki á óvart ef höfundur ætti eftir að gera það gott sem kvikmyndatónskáld í stórmyndaverum Hollywoods. Hér var fráleitt verið að rembast við að vera „frumlegur“, heldur hiklaust seilzt í góða og gilda rithætti hvað- anæva af ómældu sjálfsöryggi. Enda mátti í svipmiklu músíkinni heyra flest það sem framúrstefna nútímans forðast sem heitan eldinn – greinanlegt form, skipulega lotu- byggingu, tónala melódík, stefræna úrvinnslu, púlsrytma og meira til. Ekki var heldur annað að heyra en að SÍ „fílaði“ þetta kraftmikla en hvergi ofhlaðna verk í botn, og undirtektir voru eftir því. Eflaust hafa fleiri en undirrit- aður velt fyrir sér hvort semja mætti tónverk er lýsti stig af stigi sögulegri þróun tónmáls á löngu tímabili, jafnvel um fleiri aldir. Ekki veit hann þó til þess að slíkt hafi áður heyrzt hér um slóðir og jafnvel þótt víðar væri leitað. En lengi er von á einum. Því í Píanó- konsert nr. 2 eftir gestafyrirlesara UNM-hátíðarinnar, Clarence A. Barlow, var einmitt boðið upp á tímavélarflakk, er spannaði a.m.k. sex kynslóðir á aðeins 16 mínútum. Verkið hófst á öndverðri 19. öld í kyrrlátum tunglskinssönötuanda (þótt minnti ekki síður á vestur- heimska sálminn Shall we gather at the river). Konsertinn teygði sig síðan smám saman áfram eftir mið- og síðrómantíkinni að atónalisma og tólftónahyggju, og áður en varði kölluðu lúðrar fram í fyrir með hljómaklösum Bartóks og módern- ista eftirstríðsára. Skyndilega heyrðist ræsingar- hljóð úr að virtist benzínknúinni fjórgengisvél sem sópaðist hring- vegis um salinn í „sensurround“ hátalarakerfi Háskólabíós, um leið og tónar píanós og hljómsveitar tóku að berast í uppmögnun. Af vélarhljóðinu mátti álykta að tíma- vélin hefði verið sett í bakkgír. Og – mikið rétt – eftir þennan hápunkt var sigurverki tímans snúið við. Hlustendur upplifðu nú stílnið ald- anna afturábak, unz numið var staðar á efri árum Napóleons með sama friðsæla efni og í upphafi. Fyrir daga rafmagns, hátalara og frelsunar ómstreitunnar. H. G. Wells hefði vafalaust orðið uppnuminn af þessari sérkennilegu innsetningu í tónum og tíma við hlédrægt skrifaðan en fallegan ein- leik Deborah Richards undir hnit- miðaðri stjórn Hermanns Baumer, enda kveikti ferðalagið ótal eftir- þanka. En það væri efni í heila bók. Ríkarður Ö. Pálsson Á ferðalagi um tímann Morgunblaðið/Kristinn Hermann Baumer hljómsveitarstjóri og Deborah Richards píanóleikari. TÓNLIST Háskólabíó Lauri Kilpio: Der Herbst spricht. Stefán Arason: 10-11. Kyrre Sassebo Haaland: Farben. Kristian Rusila: Stratactive. Benjamin Staern: The Threat of War. C. A. Barlow: Píanókonsert nr. 2. Deborah Richards, píanó; Sinfóníuhljómsveit Ís- lands u. stj. Hermanns Baumer. Fimmtu- daginn 5. september kl. 19:30. UNG NORDISK MUSIK LEIKFÉLAGIÐ Þrándur er byggt á þeirri snjöllu hugdettu að safna saman helstu leiklistarspraut- um nokkurra framhaldsskóla borgar- innar og gera þeim kleift að vinna sýningu saman yfir sumartímann. Fyrirbærið minnir því á „súper- grúppur“ á borð við Trúbrot og Emerson, Lake and Palmer, sem settar voru saman úr stórstjörnum annarra hljómsveita. Og það fer held- ur ekki á milli mála að leikhópurinn sem sýnir Fullkomið brúðkaup er fær í flestan sjó, kraftmikill, metnaðar- fullur og hæfileikaríkur svo af ber. Að sumu leyti er verkefnaval hóps- ins skiljanlegt, laufléttur gamanleik- ur um fólk á aldur við leikarana. Hinu verður ekki framhjá litið að Fullkom- ið brúðkaup er ansi gallaður gaman- leikur. Fyrri hlutinn er frekar þung- lamalegur farsi sem byggir á afleiðingum steggjapartís sem farið hefur úr böndunum. Í síðari hlutanum fjarar undan farsanum þegar brúð- guminn og stúlkan sem hann vaknaði upp við hliðina á að morgni brúð- kaupsdagsins er kannski hin eina rétta fyrir hann. Innan um og saman við er síðan blandað nokkrum tónlist- aratriðum, sem ég geri mér ekki grein fyrir hvort eru ættuð frá höf- undinum eða uppfinning aðstandenda sýningarinnar. hið síðara þykir mér reyndar líklegra, svo snertipunkta- laus sem tónlistaratriðin eru við leik- ritið sjálft. Allavega bættu þau litlu við, að undanskildu frábæru upphafs- atriðinu eftir hlé sem náði að verða hugljúft og yfirgengilega hallærislegt samtímis. Allur tónlistarflutningur er vitaskuld lýtalaus eins og framhalds- skólanna er von og vísa. Nú hafa farsar lítt verið á verkefna- skrá skólaleikfélaganna, og því varla von að hópurinn næði að fóta sig af ör- yggi á því svellinu. Enda einkennist leikstíll fyrri hlutans nokkuð af há- vaða og innistæðulausri móðursýki, nokkuð sem verður að eigna leikstjór- anum. Innan þeirra þröngu takmarka sýndi leikhópurinn vissulega að mikið býr í honum. Þó fannst mér þau fyrst njóta sín þegar aðeins slaknaði á lát- unum í síðari hlutanum. Þá skírðust persónurnar, sönn augnablik urðu til, og þaðan spruttu vitaskuld fyndnustu atriðin. Mikið mæðir á Hilmari Guðjóns- syni í hlutverki brúðgumans og er honum gert að eyða kvöldinu á barmi taugaáfalls. Honum fórst það vel úr hendi, en eins og fyrr segir hefðu meiri blæbrigði í stressinu ekki komið að sök. Hannes Þórður Valdimarsson er pottþéttur sem svaramaðurinn, og það sama má segja um Ástrós Elís- dóttur í hlutverki brúðarinnar. Krist- ín Þóra Haraldsdóttir er verulega skemmtileg sem hjásvæfan og sam- leikur þeirra Hilmars, sérstaklega í seinni hlutanum var reglulega góður. Marta Goðadóttir er frábær sem hin skilningssljóa rödd skynseminnar, herbergisþernan. Helga Lára Haarde fer síðan létt með lítið hlut- verk móður brúðarinnar. Þá er ótalið söngparið Lydía Grétarsdóttir og Sól- mundur Hólm, sem skila sínu af ör- yggi. Sýning Þrándar á Fullkomnu brúð- kaupi er skemmtilegust þegar flinkir leikararnir fá að njóta sín, lausir und- an viðjum hins vélræna farsa. Það gerist nógu oft til að sýningin verði í heildina ágæt skemmtun. Fram- halds- skólatrú- brot LEIKLIST Leikfélagið Þrándur Höfundur: Robin Hawdon, þýðandi: Örn Árnason, leikstjóri: Magnús Geir Þórð- arson, leikmynd: Frosti Friðriksson, leik- endur: Ástrós Elísdóttir, Hannes Þórður Þorvaldsson, Helga Lára Haarde, Hilmar Guðjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Lydía Grétarsdóttir, Marta Goðadóttir og Sólmundur Hólm. Hljómsveitin Hanz leik- ur undir. Loftkastalanum 7. september 2002. FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Þorgeir Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.