Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 13 Góðir punktar fyrir vildarklúbbsfélaga Vildarklúbburinn 10 ára ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 18 77 8 0 9/ 20 02 Bílaleiga Hertz á Íslandi - tvöfaldir ferðapunktar Þeir sem leigja bílaleigubíl hjá Hertz á Íslandi í október og nóvember fá tvöfalda ferðapunkta með hverri leigu. Saga Boutique - tvöfaldir ferðapunktar Þeir sem versla hjá Saga Boutique í Leifsstöð í október fá tvöfalda ferðapunkta. Munið að framvísa Saga kortinu. Flugélag Íslands - Íslandsflug - 50% afsláttur af punktaúttekt Þeir sem nota ferðapunkta til greiðslu á flugfargjaldi innanlands í október fá helmingsafslátt. Bókist hjá Flugfélagi Íslands í síma 570 3030 Radisson SAS Hotel Saga - 50% afsláttur af punktaúttekt Þeir sem nota ferðapunkta til að greiða fyrir hótelgistingu fá 50% afslátt af úttektum í desember. Bókist hjá Fjarsölu Flugleiða í síma 5050 100. Það margborgar sig að vera í Vildarklúbbnum! Þegar þú gengur í Vildarklúbbinn færðu m.a. ferðapunkta í hvert sinn sem þú flýgur með Icelandair. Handhafar Vildarkorts Visa og Icelandair fá að auki punkta í hvert sinn sem þeir greiða með kortinu innanlands. 90.000 Íslendingar safna punktum í Vildarklúbbnum. Ert þú einn af þeim? Á www.icelandair.is færðu upplýsingar um hvernig þú gengur í Vildarklúbbinn. Einnig sérðu hvernig þú getur safnað punktum. Hringdu í síma 5050 777 og sláðu inn SAGA kortanúmer þitt eða farðu á heimasíðu okkar www.icelandair.is. Upplýsingar um punktastöðu ÓSKAÐ verður eftir því að borg- arlögmaður fari yfir þá stöðu sem komin er upp varðandi byggingu fjölbýlishúss í Suðurhlíð 38, en húsið er ofar í lóðinni og nokkuð hærra en íbúum hverfisins var kynnt. Rætt var um málið á fundi skipu- lags- og bygginganefndar Reykja- víkur á dögunum og kom fram í til- lögu sjálfstæðismanna, sem sam- þykkt var á fundinum, að í áliti borgarlögmanns þyrfti að huga sér- staklega að því hver væri ábyrgð eftirlitsaðila, hver væri réttur íbúa og hvaða skyldur hvíli á borgaryf- irvöldum gagnvart nágrönnum hússins. Í bókun sjálfstæðismanna segir að húsið sé 1,7 metrum hærra en kynnt var og óviðunandi að íbúar geti ekki treyst þeim gögnum sem skipulagsyfirvöld leggi fram. Borg- arfulltrúar Reykjavíkurlistans bentu á að samkvæmt deiliskipulagi mætti húsið vera 12 metrar á hæð og reyndin væri sú að það verður 12,08 metrar. Í bréfi frá arkitektastofunni Úti og inni sf., sem hannaði húsið, er sent var Skipulags- og byggingar- sviði borgarinnar kemur fram að þegar deiliskipulagsuppdráttur var gerður af lóðinni í upphafi árs 2000 voru ekki til hæðarblöð af svæðinu og urðu hönnuðir því að miða við hæðarlínur sem komu fram á eldri skipulagsuppdrætti. Þegar bygging- arnefndarteikningum var skilað inn var ekki enn búið að gera hæðar- blað fyrir lóðina og því voru teikn- ingarnar ekki teknar til skoðunar. „Mælingardeild lét loks útbúa það og hönnuðir ásamt landslagsarki- tektum hæðarsettu bygginguna þannig að hún félli sem best að upp- gefnum kótum.“ Í bréfinu kemur fram að eins og byggingin stendur í dag, þ.e. þrjár hæðir eru tilbúnar, nemur gólf 4. hæðar við mæni Suð- urhlíðaskóla þegar staðið er við hús nr. 45 í Víðihlíð. „Fjórða hæðin kippir því að hluta til af útsýni neðstu húsanna að Kópavogsbyggð- inni en hefur engin áhrif á útsýni að firðinum.“ Álits borgarlögmanns óskað Suðurhlíðar Umdeilt fjölbýlishús stendur hærra í lóð en íbúum hverfisins var kynntverkefnanefndar vegna áætlunarinn-ar, að árlegur kostnaður þjóðfélags- ins vegna umferðarslysa er talinn vera um 20 milljarðar króna. 22 prósent slysa verða í íbúðarhverfum Fram kom á kynningunni að Reykjavíkurborg setti sér einnig um- ferðaröryggisáætlun fyrir árin 1996 til 2000 þar sem sett voru fram mark- mið um 20 prósenta fækkun slysa á tímabilinu. Þau markmið náðust og gott betur en það því minniháttar slysum fækkaði um tæplega 30 pró- sent á tímabilinu en alvarlegum slys- um og dauðaslysum um 35 prósent. Þó var á það bent að miklar sveiflur geta verið í fjölda slysa á milli ára og var árið 1996 metár í fjölda slysa. Í skýrslu borgarinnar um áætl- unina kemur fram að aðeins um fimmtungur banaslysa á landinu í heild verður í Reykjavík. Megnið af umferðarslysum í borginni verður á stofnbrautum en næst á eftir koma íbúðargötur þar sem um 22 prósent slysa verða og er sú tala sögð nokkuð há. Á árunum 1992 til 1999 voru börn yngri en 15 ára stór hluti gangandi vegfarenda sem létust í umferðinni eða næstum jafn mörg og þeir sem létust á aldursbilinu 25 til 64 ára. Verða flest slys á börnum í íbúðar- hverfum og sömuleiðis verða slys á hjólandi vegfarendum flest á íbúðar- götum. Eru þar 14 ára og yngri í mestri hættu. Slysum á skellinöðru- og vélhjóla- mönnum virðist hafa fækkað á und- anförnum árum en langflestir þeirra sem slasast þar eru á aldrinum 17 til 24 ára. Sömuleiðis var þriðjungur ökumanna bíla, sem slösuðust á ár- unum 1992 til 1999, á aldrinum 17 til 24 ára þrátt fyrir að þeir séu aðeins um 16 prósent af öllum ökumönnum. Þá verða farþegar í þessum aldurs- hópi fyrir alvarlegustu slysunum. Hafnarfjarðarbær gerði leigu- og þjónustusamning við þessa aðila til 25 ára. Samkvæmt upplýsingum frá bænum er leigugreiðsla fyrir allt húsnæði grunnskólans og lóð hans ásamt nauðsynlegu viðhaldi fyrstu 10 árin 153,7 milljónir króna á ári en í 15 ár þar á eftir 119,9 milljónir á ári. Eftir 25 ár verður greiðslan 89,9 milljónir á ári. Þá er greiðsla fyrir stoðþjónustu 36,1 milljón króna á ári allt samningstímabilið en innifalið í henni er ræsting, þrif, rafmagn, hiti, húsgögn, búnaður og viðhald þess, öryggisgæsla, sorp- hirða, snjómokstur og húsvarsla. Hönnuðir hússins voru arkitekt- arnir Á stofunni, landslagsarkitekt- arnir Landmótun ehf. og verkfræðistofan VSÓ Ráðgjöf ehf. Aðalverktaki við byggingu hússins var Ístak hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.