Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 13 Góðir punktar fyrir vildarklúbbsfélaga Vildarklúbburinn 10 ára ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 18 77 8 0 9/ 20 02 Bílaleiga Hertz á Íslandi - tvöfaldir ferðapunktar Þeir sem leigja bílaleigubíl hjá Hertz á Íslandi í október og nóvember fá tvöfalda ferðapunkta með hverri leigu. Saga Boutique - tvöfaldir ferðapunktar Þeir sem versla hjá Saga Boutique í Leifsstöð í október fá tvöfalda ferðapunkta. Munið að framvísa Saga kortinu. Flugélag Íslands - Íslandsflug - 50% afsláttur af punktaúttekt Þeir sem nota ferðapunkta til greiðslu á flugfargjaldi innanlands í október fá helmingsafslátt. Bókist hjá Flugfélagi Íslands í síma 570 3030 Radisson SAS Hotel Saga - 50% afsláttur af punktaúttekt Þeir sem nota ferðapunkta til að greiða fyrir hótelgistingu fá 50% afslátt af úttektum í desember. Bókist hjá Fjarsölu Flugleiða í síma 5050 100. Það margborgar sig að vera í Vildarklúbbnum! Þegar þú gengur í Vildarklúbbinn færðu m.a. ferðapunkta í hvert sinn sem þú flýgur með Icelandair. Handhafar Vildarkorts Visa og Icelandair fá að auki punkta í hvert sinn sem þeir greiða með kortinu innanlands. 90.000 Íslendingar safna punktum í Vildarklúbbnum. Ert þú einn af þeim? Á www.icelandair.is færðu upplýsingar um hvernig þú gengur í Vildarklúbbinn. Einnig sérðu hvernig þú getur safnað punktum. Hringdu í síma 5050 777 og sláðu inn SAGA kortanúmer þitt eða farðu á heimasíðu okkar www.icelandair.is. Upplýsingar um punktastöðu ÓSKAÐ verður eftir því að borg- arlögmaður fari yfir þá stöðu sem komin er upp varðandi byggingu fjölbýlishúss í Suðurhlíð 38, en húsið er ofar í lóðinni og nokkuð hærra en íbúum hverfisins var kynnt. Rætt var um málið á fundi skipu- lags- og bygginganefndar Reykja- víkur á dögunum og kom fram í til- lögu sjálfstæðismanna, sem sam- þykkt var á fundinum, að í áliti borgarlögmanns þyrfti að huga sér- staklega að því hver væri ábyrgð eftirlitsaðila, hver væri réttur íbúa og hvaða skyldur hvíli á borgaryf- irvöldum gagnvart nágrönnum hússins. Í bókun sjálfstæðismanna segir að húsið sé 1,7 metrum hærra en kynnt var og óviðunandi að íbúar geti ekki treyst þeim gögnum sem skipulagsyfirvöld leggi fram. Borg- arfulltrúar Reykjavíkurlistans bentu á að samkvæmt deiliskipulagi mætti húsið vera 12 metrar á hæð og reyndin væri sú að það verður 12,08 metrar. Í bréfi frá arkitektastofunni Úti og inni sf., sem hannaði húsið, er sent var Skipulags- og byggingar- sviði borgarinnar kemur fram að þegar deiliskipulagsuppdráttur var gerður af lóðinni í upphafi árs 2000 voru ekki til hæðarblöð af svæðinu og urðu hönnuðir því að miða við hæðarlínur sem komu fram á eldri skipulagsuppdrætti. Þegar bygging- arnefndarteikningum var skilað inn var ekki enn búið að gera hæðar- blað fyrir lóðina og því voru teikn- ingarnar ekki teknar til skoðunar. „Mælingardeild lét loks útbúa það og hönnuðir ásamt landslagsarki- tektum hæðarsettu bygginguna þannig að hún félli sem best að upp- gefnum kótum.“ Í bréfinu kemur fram að eins og byggingin stendur í dag, þ.e. þrjár hæðir eru tilbúnar, nemur gólf 4. hæðar við mæni Suð- urhlíðaskóla þegar staðið er við hús nr. 45 í Víðihlíð. „Fjórða hæðin kippir því að hluta til af útsýni neðstu húsanna að Kópavogsbyggð- inni en hefur engin áhrif á útsýni að firðinum.“ Álits borgarlögmanns óskað Suðurhlíðar Umdeilt fjölbýlishús stendur hærra í lóð en íbúum hverfisins var kynntverkefnanefndar vegna áætlunarinn-ar, að árlegur kostnaður þjóðfélags- ins vegna umferðarslysa er talinn vera um 20 milljarðar króna. 22 prósent slysa verða í íbúðarhverfum Fram kom á kynningunni að Reykjavíkurborg setti sér einnig um- ferðaröryggisáætlun fyrir árin 1996 til 2000 þar sem sett voru fram mark- mið um 20 prósenta fækkun slysa á tímabilinu. Þau markmið náðust og gott betur en það því minniháttar slysum fækkaði um tæplega 30 pró- sent á tímabilinu en alvarlegum slys- um og dauðaslysum um 35 prósent. Þó var á það bent að miklar sveiflur geta verið í fjölda slysa á milli ára og var árið 1996 metár í fjölda slysa. Í skýrslu borgarinnar um áætl- unina kemur fram að aðeins um fimmtungur banaslysa á landinu í heild verður í Reykjavík. Megnið af umferðarslysum í borginni verður á stofnbrautum en næst á eftir koma íbúðargötur þar sem um 22 prósent slysa verða og er sú tala sögð nokkuð há. Á árunum 1992 til 1999 voru börn yngri en 15 ára stór hluti gangandi vegfarenda sem létust í umferðinni eða næstum jafn mörg og þeir sem létust á aldursbilinu 25 til 64 ára. Verða flest slys á börnum í íbúðar- hverfum og sömuleiðis verða slys á hjólandi vegfarendum flest á íbúðar- götum. Eru þar 14 ára og yngri í mestri hættu. Slysum á skellinöðru- og vélhjóla- mönnum virðist hafa fækkað á und- anförnum árum en langflestir þeirra sem slasast þar eru á aldrinum 17 til 24 ára. Sömuleiðis var þriðjungur ökumanna bíla, sem slösuðust á ár- unum 1992 til 1999, á aldrinum 17 til 24 ára þrátt fyrir að þeir séu aðeins um 16 prósent af öllum ökumönnum. Þá verða farþegar í þessum aldurs- hópi fyrir alvarlegustu slysunum. Hafnarfjarðarbær gerði leigu- og þjónustusamning við þessa aðila til 25 ára. Samkvæmt upplýsingum frá bænum er leigugreiðsla fyrir allt húsnæði grunnskólans og lóð hans ásamt nauðsynlegu viðhaldi fyrstu 10 árin 153,7 milljónir króna á ári en í 15 ár þar á eftir 119,9 milljónir á ári. Eftir 25 ár verður greiðslan 89,9 milljónir á ári. Þá er greiðsla fyrir stoðþjónustu 36,1 milljón króna á ári allt samningstímabilið en innifalið í henni er ræsting, þrif, rafmagn, hiti, húsgögn, búnaður og viðhald þess, öryggisgæsla, sorp- hirða, snjómokstur og húsvarsla. Hönnuðir hússins voru arkitekt- arnir Á stofunni, landslagsarkitekt- arnir Landmótun ehf. og verkfræðistofan VSÓ Ráðgjöf ehf. Aðalverktaki við byggingu hússins var Ístak hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.