Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 22
ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ JAFNAÐARMENN, undir forystu Gerhards Schröders kanslara, héldu velli í kosningunum í Þýska- landi á sunnudaginn, hinum tvísýn- ustu síðan á árum seinni heims- styrjaldar, en kanslarinn stendur nú frammi fyrir harðari stjórnar- andstöðu heima fyrir og á fyrir höndum að bæta tengslin við Bandaríkjastjórn, sem stirðnuðu mjög í kosningabaráttunni. Schröder tryggði samsteypu- stjórn jafnaðarmanna og græn- ingja fjögur ár til viðbótar við stjórnartaumana, en nú bíða hans verkefni á borð við stöðugt at- vinnuleysi, hægur efnahagsbati og stirðnandi velferðarkerfi. And- stæðingar kanslarans segja að naumur meirihlutinn, sem hann vann í kosningunum, muni duga skammt. Framkvæmdastjóri Ifo-hag- fræðirannsóknarstofnunarinnar í München, Hans-Werner Sinn, tók í sama streng og sagði að þessi naumi meirihluti sem Schröder vann muni ekki duga til að koma í gegn umtalsverðum efnahagsum- bótum. Einungis svokölluð „stór- samsteypustjórn“ jafnaðarmanna og kosningabandalags kristilegu hægriflokkanna, CDU og CSU, myndi geta læknað þá kvilla sem hrjái þýskt efnahagslíf. „Ég sé enga aðra lausn, þótt ég sé ekki bjartsýnn á að stórsamsteypu- stjórn muni verða að veruleika,“ sagði Sinn. En framkvæmdastjóri annarrar rannsóknarstofnunar í hagfræði, Klaus Zimmerman, var á öndverð- um meiði. „Undir stórsamsteypu- stjórn yrði viljinn til umbóta jafn- vel enn minni,“ sagði hann. „Niðurstaðan er sú, að það er já- kvætt fyrir efnahagslífið að ólík- legt sé að stórsamsteypustjórn verði mynduð.“ Mesta fylgi græningja Niðurstöður kosninganna, er birtar voru í gær, sýna að jafn- aðarmenn og græningjar fengu alls 47,1% atkvæða, en stjórnarand- stöðuflokkarnir, undir forystu hægrimannsins Edmunds Stoibers, fengu alls 45,9 prósent. Fengu jafnaðarmenn og græningjar þar með alls 306 sæti af 603 á þinginu, en hægrimenn og frjálsir demó- kratar, sem eru hliðhollir kaup- sýslumönnum, alls 295 sæti. Aft- urbatakommúnistar fengu tvö sæti. Schröder kom glaðbeittur fram ásamt Joschka Fischer, utanríkis- ráðherra og formanni græningja, á fundi fagnandi stuðningsmanna stjórnarinnar í Berlín. „Framund- an eru erfiðir tímar, og saman munum við ná í mark,“ hrópaði Schröder. Græningjar fögnuðu mjög, enda fengu þeir nú mesta fylgi í 22 ára sögu flokksins, 8,6%. En Fischer Kosningarnar í Þýskalandi einhverjar þær tvísýnustu í manna minnum Samsteypustjórn Schröders hélt naumlega velli Reuters Stoiber, leiðtogi hægrimanna, skoðar niðurstöðutölur úr kosningunum. Berlín. AP.                                    !        ! "#  $  % $& '( )  *+,     ++             *-.     -/       *   012 ÞAÐ voru græningjar sem björguðu samsteypustjórn Gerhards Schröd- ers í kosningunum á sunnudaginn, og þeir gerðu það með því að leggja alla áherslu á sinn stærsta kost – Joschka Fischer, vinsælasta stjórn- málamann í Þýskalandi. Í embætti utanríkisráðherra undanfarið kjör- tímabíl hefur Fischer öðlast aukna diplómatahæfileika er komu í ljós er úrslitin lágu fyrir. „Okkur tókst þetta með því að vinna saman,“ sagði hann í gær. Fischer lítur út eins og aldraður herra Bean, kann að koma fyrir sig orði, hefur persónutöfra og getur hent tíðarandann á lofti. Hann er kominn langt að, frá uppruna sínum lengst úti á vinstri væng stjórnmál- anna og í utanríkisráðuneytið. Það er að mörgu leyti persónuleika hans að þakka að græningjar, sem fyrir ekki löngu voru álitnir lítið annað en blómabörn að mótmæla kjarnorku, urðu smám saman að alvöru flokki í þýskum stjórnmálum. Og 1998 kom- ust þeir í stjórn í fyrsta sinn og nældu í ráðherraembætti. Og þetta er maðurinn sem einu sinni stóð upp á þýska þinginu og sagði: „Hátt- virtur forseti, þér eruð hálfviti.“ Faðir Fischers var slátrari af ung- verskum uppruna, Fischer hætti í skóla 19 ára og hljópst að heiman til að ganga að eiga unnustu sína. Nú er hann 54 ára og á fjórðu eiginkonuna. Hann fór að blanda sér í vinstri- pólitíkina á sjöunda og áttunda ára- tugnum meðfram ýmsum íhlaupa- störfum. Fyrr á þessu ári kom í ljós mynd af honum á mótmælafundi að berja lögreglumann. Friðarstefnan vék En hann snéri baki við slíkum of- beldisaðgerðum og gekk til liðs við umhverfisverndarhreyfingu sem smám saman varð að Græn- ingjaflokknum. 1983 var hann í fyrsta sinn kosinn á þing, og 1985 varð hann fyrsti græninginn sem tók við stjórnarembætti en hann var um skamma hríð umhverfisráðherra í sambandslandinu Hessen. Fischer gat sér orð sem „raunsæ- ismaður“ í flokknum, en þeir hafa smám saman náð yfirhöndinni yfir „hugsjónamönnunum“. 1999 hafði Fischer kröfur friðarsinnanna í flokknum að engu og samþykkti að sendir yrðu þýskir hermenn til Kos- ovo, að taka þátt í bardögum Atl- antshafsbandalagsins við her Slob- odans Milosevics. Sagði hann að friðarstefnan yrði að víkja þegar maður stæði frammi fyrir hættunni á þjóðarmorði. „Ég var eins og þið,“ sagði hann við friðarsinnana, „þang- að til fjöldamorðin voru framin í Srebrenica.“ Skírskotaði hann þar til voðaverka hers Bosníu-Serba í borg- inni Srebrenica í Bosníustríðinu. Raunsær herra Bean Berlín. AFP. Fischer ’ Háttvirtur forseti,þér eruð hálfviti. ‘ GERHARD Schröder, sem var endurkjörinn kanslari Þýskalands á sunnudaginn, leiddi þjóðina í gegnum fjögurra ára stórfelldar breytingar; þingið var flutt aftur til Berlínar og Schröder varð fyrsti kanslarinn síðan í seinni heimsstyrjöld sem sendi þýska hermenn til átaka, er Atlantshafs- bandalagið fór í stríð við Júgó- slavíu. Schröder er 58 ára. Í kosninga- baráttunni beitti hann grófum sjarma sínum, er höfðaði til venju- legra Þjóðverja, og hæfileika sín- um til að taka pólitíska áhættu er fleytti Jafnaðarmannaflokknum yfir hvern forarpyttinn á fætur öðrum og Schröder sjálfum í gegnum innanbúðardeilur við samstarfsflokkinn, Græningja. Sigur Schröders í kosningunum 1998 markaði þáttaskil í þýskum stjórnmálum er bundinn var endi á sextán ára stjórnartíð hægri- mannsins Helmuts Kohls og til valda komst kynslóð sem átti ræt- ur að rekja til stúdentahreyfing- arinnar í Þýskalandi í byrjun átt- unda áratugarins. En til að byrja með gekk Schröder fæst í haginn. Valdabar- átta skók stjórnina innan frá, en myndir sáust af Schröder – sem er af verkafólki kominn en kann að njóta lífsins – púandi kúbanska vindla og sitjandi fyrir í klæð- skerasaumuðum fötum. Öldurnar lægði, en ímyndin og stíllinn eru Schröder svo mikilvæg að hann leitaði til dómstóla fyrr á þessu ári til að kveða niður orðróm um að hann litaði svarta, þykka hárið á sér. Braut blað í sögu Þýskalands Með störfum sínum í hinni nýju, glæstu kanslaraskrifstofu í Berlín og á alþjóðavettvangi hefur Schröder gert Þýskaland sjálfs- öruggara og fengið það til að axla aukna ábyrgð. Hann var fyrsti kanslarinn eftir seinna stríð sem stjórnaði frá sameinaðri Berlín og sá fyrsti sem ekki átti neinar per- sónulegar minningar frá stríðinu. Nokkrum mánuðum eftir að hann tók við völdum braut hann blað í sögu landsins er hann sendi her- menn til bardaga í Júgóslavíu er Vesturlönd ákváðu að hafa af- skipti af átökum í Kosovo. Schröder lagði starf sitt að veði í fyrra er hann boðaði til atkvæða- greiðslu um vantraust á sig til þess að þagga niður í efasemda- mönnum í stjórninni sem voru ekki vissir um réttmæti þess að senda þýska hermenn til Afganist- ans í kjölfar hryðjuverkanna 11. september. Schröder hafði betur í Gerhard Schröder er fyrsti Þýskalandskanslarinn sem ekki á neinar persónulegar minningar úr stríðinu Kanslari sem jók sjálfs- öryggi Þýskalands Reuters Schröder fagnar sigrinum ásamt Peter Struck varnarmálaráðherra. Berlín. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.