Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ JAFNAÐARMENN, undir forystu Gerhards Schröders kanslara, héldu velli í kosningunum í Þýska- landi á sunnudaginn, hinum tvísýn- ustu síðan á árum seinni heims- styrjaldar, en kanslarinn stendur nú frammi fyrir harðari stjórnar- andstöðu heima fyrir og á fyrir höndum að bæta tengslin við Bandaríkjastjórn, sem stirðnuðu mjög í kosningabaráttunni. Schröder tryggði samsteypu- stjórn jafnaðarmanna og græn- ingja fjögur ár til viðbótar við stjórnartaumana, en nú bíða hans verkefni á borð við stöðugt at- vinnuleysi, hægur efnahagsbati og stirðnandi velferðarkerfi. And- stæðingar kanslarans segja að naumur meirihlutinn, sem hann vann í kosningunum, muni duga skammt. Framkvæmdastjóri Ifo-hag- fræðirannsóknarstofnunarinnar í München, Hans-Werner Sinn, tók í sama streng og sagði að þessi naumi meirihluti sem Schröder vann muni ekki duga til að koma í gegn umtalsverðum efnahagsum- bótum. Einungis svokölluð „stór- samsteypustjórn“ jafnaðarmanna og kosningabandalags kristilegu hægriflokkanna, CDU og CSU, myndi geta læknað þá kvilla sem hrjái þýskt efnahagslíf. „Ég sé enga aðra lausn, þótt ég sé ekki bjartsýnn á að stórsamsteypu- stjórn muni verða að veruleika,“ sagði Sinn. En framkvæmdastjóri annarrar rannsóknarstofnunar í hagfræði, Klaus Zimmerman, var á öndverð- um meiði. „Undir stórsamsteypu- stjórn yrði viljinn til umbóta jafn- vel enn minni,“ sagði hann. „Niðurstaðan er sú, að það er já- kvætt fyrir efnahagslífið að ólík- legt sé að stórsamsteypustjórn verði mynduð.“ Mesta fylgi græningja Niðurstöður kosninganna, er birtar voru í gær, sýna að jafn- aðarmenn og græningjar fengu alls 47,1% atkvæða, en stjórnarand- stöðuflokkarnir, undir forystu hægrimannsins Edmunds Stoibers, fengu alls 45,9 prósent. Fengu jafnaðarmenn og græningjar þar með alls 306 sæti af 603 á þinginu, en hægrimenn og frjálsir demó- kratar, sem eru hliðhollir kaup- sýslumönnum, alls 295 sæti. Aft- urbatakommúnistar fengu tvö sæti. Schröder kom glaðbeittur fram ásamt Joschka Fischer, utanríkis- ráðherra og formanni græningja, á fundi fagnandi stuðningsmanna stjórnarinnar í Berlín. „Framund- an eru erfiðir tímar, og saman munum við ná í mark,“ hrópaði Schröder. Græningjar fögnuðu mjög, enda fengu þeir nú mesta fylgi í 22 ára sögu flokksins, 8,6%. En Fischer Kosningarnar í Þýskalandi einhverjar þær tvísýnustu í manna minnum Samsteypustjórn Schröders hélt naumlega velli Reuters Stoiber, leiðtogi hægrimanna, skoðar niðurstöðutölur úr kosningunum. Berlín. AP.                                    !        ! "#  $  % $& '( )  *+,     ++             *-.     -/       *   012 ÞAÐ voru græningjar sem björguðu samsteypustjórn Gerhards Schröd- ers í kosningunum á sunnudaginn, og þeir gerðu það með því að leggja alla áherslu á sinn stærsta kost – Joschka Fischer, vinsælasta stjórn- málamann í Þýskalandi. Í embætti utanríkisráðherra undanfarið kjör- tímabíl hefur Fischer öðlast aukna diplómatahæfileika er komu í ljós er úrslitin lágu fyrir. „Okkur tókst þetta með því að vinna saman,“ sagði hann í gær. Fischer lítur út eins og aldraður herra Bean, kann að koma fyrir sig orði, hefur persónutöfra og getur hent tíðarandann á lofti. Hann er kominn langt að, frá uppruna sínum lengst úti á vinstri væng stjórnmál- anna og í utanríkisráðuneytið. Það er að mörgu leyti persónuleika hans að þakka að græningjar, sem fyrir ekki löngu voru álitnir lítið annað en blómabörn að mótmæla kjarnorku, urðu smám saman að alvöru flokki í þýskum stjórnmálum. Og 1998 kom- ust þeir í stjórn í fyrsta sinn og nældu í ráðherraembætti. Og þetta er maðurinn sem einu sinni stóð upp á þýska þinginu og sagði: „Hátt- virtur forseti, þér eruð hálfviti.“ Faðir Fischers var slátrari af ung- verskum uppruna, Fischer hætti í skóla 19 ára og hljópst að heiman til að ganga að eiga unnustu sína. Nú er hann 54 ára og á fjórðu eiginkonuna. Hann fór að blanda sér í vinstri- pólitíkina á sjöunda og áttunda ára- tugnum meðfram ýmsum íhlaupa- störfum. Fyrr á þessu ári kom í ljós mynd af honum á mótmælafundi að berja lögreglumann. Friðarstefnan vék En hann snéri baki við slíkum of- beldisaðgerðum og gekk til liðs við umhverfisverndarhreyfingu sem smám saman varð að Græn- ingjaflokknum. 1983 var hann í fyrsta sinn kosinn á þing, og 1985 varð hann fyrsti græninginn sem tók við stjórnarembætti en hann var um skamma hríð umhverfisráðherra í sambandslandinu Hessen. Fischer gat sér orð sem „raunsæ- ismaður“ í flokknum, en þeir hafa smám saman náð yfirhöndinni yfir „hugsjónamönnunum“. 1999 hafði Fischer kröfur friðarsinnanna í flokknum að engu og samþykkti að sendir yrðu þýskir hermenn til Kos- ovo, að taka þátt í bardögum Atl- antshafsbandalagsins við her Slob- odans Milosevics. Sagði hann að friðarstefnan yrði að víkja þegar maður stæði frammi fyrir hættunni á þjóðarmorði. „Ég var eins og þið,“ sagði hann við friðarsinnana, „þang- að til fjöldamorðin voru framin í Srebrenica.“ Skírskotaði hann þar til voðaverka hers Bosníu-Serba í borg- inni Srebrenica í Bosníustríðinu. Raunsær herra Bean Berlín. AFP. Fischer ’ Háttvirtur forseti,þér eruð hálfviti. ‘ GERHARD Schröder, sem var endurkjörinn kanslari Þýskalands á sunnudaginn, leiddi þjóðina í gegnum fjögurra ára stórfelldar breytingar; þingið var flutt aftur til Berlínar og Schröder varð fyrsti kanslarinn síðan í seinni heimsstyrjöld sem sendi þýska hermenn til átaka, er Atlantshafs- bandalagið fór í stríð við Júgó- slavíu. Schröder er 58 ára. Í kosninga- baráttunni beitti hann grófum sjarma sínum, er höfðaði til venju- legra Þjóðverja, og hæfileika sín- um til að taka pólitíska áhættu er fleytti Jafnaðarmannaflokknum yfir hvern forarpyttinn á fætur öðrum og Schröder sjálfum í gegnum innanbúðardeilur við samstarfsflokkinn, Græningja. Sigur Schröders í kosningunum 1998 markaði þáttaskil í þýskum stjórnmálum er bundinn var endi á sextán ára stjórnartíð hægri- mannsins Helmuts Kohls og til valda komst kynslóð sem átti ræt- ur að rekja til stúdentahreyfing- arinnar í Þýskalandi í byrjun átt- unda áratugarins. En til að byrja með gekk Schröder fæst í haginn. Valdabar- átta skók stjórnina innan frá, en myndir sáust af Schröder – sem er af verkafólki kominn en kann að njóta lífsins – púandi kúbanska vindla og sitjandi fyrir í klæð- skerasaumuðum fötum. Öldurnar lægði, en ímyndin og stíllinn eru Schröder svo mikilvæg að hann leitaði til dómstóla fyrr á þessu ári til að kveða niður orðróm um að hann litaði svarta, þykka hárið á sér. Braut blað í sögu Þýskalands Með störfum sínum í hinni nýju, glæstu kanslaraskrifstofu í Berlín og á alþjóðavettvangi hefur Schröder gert Þýskaland sjálfs- öruggara og fengið það til að axla aukna ábyrgð. Hann var fyrsti kanslarinn eftir seinna stríð sem stjórnaði frá sameinaðri Berlín og sá fyrsti sem ekki átti neinar per- sónulegar minningar frá stríðinu. Nokkrum mánuðum eftir að hann tók við völdum braut hann blað í sögu landsins er hann sendi her- menn til bardaga í Júgóslavíu er Vesturlönd ákváðu að hafa af- skipti af átökum í Kosovo. Schröder lagði starf sitt að veði í fyrra er hann boðaði til atkvæða- greiðslu um vantraust á sig til þess að þagga niður í efasemda- mönnum í stjórninni sem voru ekki vissir um réttmæti þess að senda þýska hermenn til Afganist- ans í kjölfar hryðjuverkanna 11. september. Schröder hafði betur í Gerhard Schröder er fyrsti Þýskalandskanslarinn sem ekki á neinar persónulegar minningar úr stríðinu Kanslari sem jók sjálfs- öryggi Þýskalands Reuters Schröder fagnar sigrinum ásamt Peter Struck varnarmálaráðherra. Berlín. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.