Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.11.2002, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UPPSÖGN Garðabæjar á hlut sínum í sameignarsamningi Orku- veitu Reykjavíkur (OR) hefur vakið undrun og athygli. Ekkert er það sem knýr Garðabæ nú til þess að yf- irgefa Orkuveitu Reykjavíkur og eins er öll málsmeðferð þessarar at- burðarásar afar gagnrýniverð. Ákvörðun um uppsögn var tekin án umræðu eða afgreiðslu í bæjarstjórn eða bæjarráði. Bæjarstjóri klifar sífellt á því að Garðabær sé áhrifalaus með 0,47% eignarhlut í OR og því sé betra að fara út en vera með. En skyldi þessi ályktun Ásdísar Höllu Bragadóttur endilega vera rétt? Mér er það stór- lega til efs. Sameignarsamningurinn er ekki ársgamall. Með undirritun hans seint á síðasta ári var viður- kennd krafa Garðabæjar og reyndar Hafnfirðinga einnig um hlutdeild bæjarfélaganna í arði af veitustarf- semi Reykvíkinga. Var arðhlutur Garðabæjar uppreiknaður til eignar inn í OR. Það er rétt að halda því til haga að bæjarsjóður Garðabæjar hefur ekki lagt krónu til fyrirtæk- isins heldur hefur eignin orðið til vegna kaupa almennings og fyrir- tækja í bænum á heitu vatni og raf- orku allt frá árinu 1974. Við sam- eignarsamninginn hangir annar samningur sem fylgiskjal og fjallar hann um afhendingu á orku til Garðabæjar. Bæjarstjóri heldur því fram að uppsögn sameignarsamn- ingsins og úrsögn Garðabæjar úr OR hafi engin áhrif á tilvist samningsins um afhendingu orkunnar. Ásdís Halla hefur ekki kynnt sér málin nógu rækilega áður en bréfið um- deilda var sent, því skýrt kemur fram í sameignarsamningnum að fylgiskjalið um afhendingu orkunnar sé hluti samningsins. Sem betur fer fyrir íbúa Garðabæjar er uppsagn- arákvæðið um afhendingu orkunnar heil 15 ár, en undir eins versnar staða Garðabæjar gagnvart OR þar sem semja verður sérstaklega um lagningu í ný hverfi. Auk þess er ákvæði þess efnis að Garðabæ er gert að kaupa upp allar lagnir og önnur mannvirki í eigu OR komi til uppsagnar. Þar er gróft á litið um 500–1.000 millj. kr. kostnað að ræða fyrir bæjarsjóð og þær 180 millj. kr. sem bærinn fær að hámarki fyrir eignarhlut sinn hrökkva því skammt. Á bæjarstjórnarfundi 7. nóv. sl. bar bæjarstjóri þá von í brjósti að Garðabær fengi sanngjarna máls- meðferð gagnvart OR og litið yrði á fylgiskjalið um afhendingu orkunnar sem sjálfstæðan samning óháðan sameignarsamningnum. Samninga- staða Garðbæjar í þessum efnum er veik, ekki síst ef litið er til atburða- rásar undanfarinna daga og vikna þar sem bæjarstjóri Garðabæjar hefur átt í erjum við fyrirtækið. Okk- ar hagsmunir eru að vera smár eign- araðili Orkuveitu Reykjavíkur. Það tryggir orkukaupendum í bænum sama afhendingaröryggi og verð og Reykvíkingar njóta. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru að spila af sér og fórna langtímahagsmunum fyrir tiltölulega lága eingreiðslu. Menn mega ekki láta stundargróð- ann villa sér sýn. Þar fyrir utan er mál þetta og vinnubrögð gott dæmi um það hvað Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ á margt ólært í lýðræðis- legri ákvarðanatöku og réttri stjórn- sýslu. Úrsögn Garðabæjar úr Orkuveitu Reykjavíkur Eftir Einar Sveinbjörnsson „Okkar hagsmunir eru að vera smár eign- araðili.“ Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Garðabæ. N ýlega beindi sam- keppnisráð þeim tilmælum til land- búnaðarráðherra að hann gæfi verð- lagningu mjólkurafurða í heildsölu frjálsa. Ráðið vildi einnig að verð- tilfærslu á mjólk yrði hætt og að þess yrði gætt að verkaskipting milli mjólkursamlaga raskaði ekki samkeppni. Það er fróðlegt að velta fyrir sér því skipulagi sem ríkir í mjólk- uriðn- aðinum og af hverju hann hefur þróast með þeim hætti sem gerst hefur. Þróunin hefur verið sú að mjólkursamlögum hef- ur fækkað mikið á síðustu árum. Sérhæfing milli þeirra hefur auk- ist auk þess sem samvinna þeirra hefur orðið æ nánari. Núna síðast gerðust Osta- og smjörsalan og Mjólkursamsalan í Reykjavík (MS) hluthafar í Norðurmjólk á Akureyri þegar KEA seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Verkaskipting í greininni er mikil, en búvörulög heimila beinlínis að mjólkurbúin skipti með sér markaðinum. Þessi þróun hér á landi er síður en svo einsdæmi því að víðast hvar í Evrópu hefur orðið samþjöppun í mjólkuriðnaði. Ástæða þessar þró- unar hér á landi er tvíþætt. Ann- ars vegar hafa stjórnvöld á liðnum árum beinlínis hvatt til aukinnar hagræðingar í mjólkuriðnaði. Hins vegar hafa mjólkurframleiðendur sjálfir séð sér hag í því að þjappa sér fastar saman frekar en að keppa sín á milli líkt og bændur í kjötframleiðslu gera. Margir gera sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að það eru bændur sem eiga mjólkursamlögin og stjórna þeim. Allir stjórnarmenn í Mjólkursamsölunni í Reykjavík og Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, sem eru stærstu og öflugustu fyr- irtækin á þessu sviði, eru bændur. Nokkuð mismunandi var hvern- ig eignarhaldi á mjólkursamlög- unum var háttað. Mjólkurbú Flóa- manna hefur alltaf verið í eigu bænda. Mjólkursamsalan í Reykjavík var lengst af í eigu sam- vinnufélaga sem áttu sig sjálf. Þessu var breytt fyrir 10–12 árum síðan. Þá var gerð sú breyting að MS fór að greiða bændum í stofn- sjóði og kveðið var skýrt á um að fyrirtækið væri í eigu þeirra bænda sem leggja inn mjólk hjá því. Stofnsjóðirnir eru í eigu bænda og þeir eru greiddir út þeg- ar þeir hætta framleiðslu. Jafn- framt greiðir MS út arð til eigenda sinna þegar vel árar. Í ljósi þessa fannst mér nokkuð sérkennileg sú tillaga sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kynnti fyrir skemmstu, en hann taldi sig hafa fundið leið til að gera bændur ríka. „Það sem þarf að gera, er að af- henda bændum þessar eignir sín- ar [mjólkurbú, sláturhús og kaup- félög] á þann hátt, að þær nýttust þeim. Þá breytist dautt fjármagn í lifandi. Þá eignast venjulegur bóndi, til dæmis á Suðurlandi, margar milljónir, jafnvel tugimillj- ónir, því að hann eignast hluti í mjólkurbúum, Mjólkursamsölunni í Reykjavík, sláturhúsum og kaup- félögum. Þennan hlut getur hann ýmist átt eða selt, og hann getur skipt honum, átt sumt og selt ann- að,“ sagði Hannes í grein í DV. Eins og áður segir er það alveg skýrt að mjólkursamlögin eru nær öll í eigu bænda og því er engin þörf á því að afhenda þeim þau með stjórnvaldsákvörðun. Eign- arhald á sláturhúsum er líka nokk- uð skýrt, í sumum tilvikum eru þau rekin af samvinnufélögum og í öðrum tilvikum af hlutafélögum. Óvíst er að bændur hagnist mikið á því að taka yfir rekstur slát- urhúsa en rekstur þeirra er al- mennt mjög erfiður. Raunar hafa bændur staðið að rekstri sumra þeirra þegar kaupfélög hafa gefist upp á honum. Tillaga Hannesar Hólmsteins er um að þessum félögum verði breytt í hlutafélög og bændur fái heimild til að selja hlut í þeim. Ekki virðist vera mikill áhugi með- al bænda á því að fara þessa leið. Fyrir um 10 árum kom fram til- laga á aðalfundi Mjólkurbús Flóa- manna um að „kanna“ þann mögu- leika að breyta félaginu úr samvinnufélagi í hlutafélag. Þessi tillaga var felld. Sambærileg til- laga mun hafa komið fram á aðal- fundi Sláturfélags Suðurlands fyr- ir nokkrum árum, en hún var einnig felld. Það er umhugsunarefni hvers vegna bændur sjálfir vilja ekki opna fyrir þann möguleika að þeir geti losað um eignir sínar í þessum félögum. Væntanlega er það vegna þess að bændur gera sér grein fyr- ir því að um leið og búið er að selja Mjólkursamsöluna í Reykjavík, svo dæmi sé tekið, að hluta eða öllu leyti, stjórna þeir fyrirtækinu ekki lengur. Þar með verða þeirra hagsmunir ekki endilega í fyr- irrúmi við rekstur fyrirtækisins heldur hagsmunir nýrra eigenda. Ekki er ólíklegt að aðilar í smá- söluverslun sjái sér hag í því að kaupa MS, en í fyrirtækinu liggja milljarðaverðmæti og það er nán- ast skuldlaust. Benda má á að Jó- hannes í Bónus keypti fyrir nokkr- um árum mjólkurbúið Fram á Norðfirði og rak það í tvö ár. Jó- hannes hefur oft lýst óánægju með þá sterku stöðu sem mjólkuriðn- aðurinn hefur gagnvart versl- uninni. Verðlagning mjólk- urbúanna sé ósveigjanleg og verslunin geti ekki farið annað til að kaupa vörurnar sem hún verður að hafa í hillum sínum. Án efa er ýmislegt til í þessari gagnrýni, en kannski snýst þetta mál einmitt um styrkleika, annars vegar versl- unarinnar og hins vegar bænda og mjólkuriðnaðarins. Hverjir eiga mjólk- urbúin? Margir gera sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að það eru bændur sem eiga mjólk- ursamlögin og stjórna þeim. Allir stjórnarmenn í Mjólkursamsölunni í Reykjavík og Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi eru bændur. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MIG langar að segja ykkur frá undarlegri upplifun sem ég varð fyrir á dögunum. Á fögrum haust- degi fyrir skömmu var mér var boðið á sýningu í Háskólabíói á heimildamynd um klámstjörnuna Ron Jeremy. Myndin, sem hefur fengið talsverða athygli hérlendis, heitir Porn Star: The Legend of Ron Jeremy. Þar sem ég er kvik- myndagerðarmaður og leikkona, með sérlegan áhuga á heimilda- myndum, lét ég slag standa án umhugsunar og skellti mér í bíó. Það er alltaf áhugavert að sjá vel unnar heimildamyndir og kynnast ólíkum hliðum mannlífsins í gegn- um þetta áhrifaríka og beinskeytta form. Það er mín skoðun að það geti aðeins eflt okkur og göfgað sem fullorðnar manneskjur að vera með opin augu gagnvart hinu óþekkta. Það kennir okkur að skoða líf okkar í víðara samhengi að rannsaka hluti sem eru okkur fjarlægir, hvort sem við erum að tala um innsýn í heim geðsjúkl- inga, glæpamanna eða göfug- menna. Það á ekki að þagga niður viðkvæma hluti heldur sættast við þá staðreynd að þeir eru til staðar og reyna að komast að orsök til- vistar þeirra. Þar sem klámiðnaðurinn er stór hluti af okkar veruleika í dag hef- ur það vakið forvitni mína að skoða heimildamyndir sem sýna inn í þennan heim. Myndir á borð við Sex: The Annabel Chong Story og The Girl next Door: The Story of Stacy Valentine voru dæmi um vel heppnaða úttekt á þessum sér- staka heimi. Báðar sýndu þær ólíkar hliðar klámbransans, voru áhrifaríkar en nokkuð hlutlausar. Þegar ég svo settist niður til að berja heimildamyndina Porn Star augum var ég full eftirvæntingar. Án þess að ég ætli að gagnrýna myndina hér, sem er út af fyrir sig efni í aðra grein, þá voru ýmis at- riði í kringum sýningu myndarinn- ar sem vöktu eftirtekt mína og gerðu þessa kvöldstund svolítið sérstaka. Í fyrsta lagi hjó ég eftir því að túlkun þýðanda, Jóhanns Axels Stefánssonar, á texta myndarinnar var nokkuð óvenjuleg. Sérstaka at- hygli mína vakti þýðing hans á orðinu „girl“ sem hann þýðir sem „drusla“. Eru slík vinnubrögð af- leiðing þeirrar firringar sem hefur átt sér stað í kjölfar klámvæðing- arinnar? Ef um einhvers konar húmor er að ræða hjá þýðanda þá á hann vægast sagt ekki heima í kvikmynd á stóru tjaldi í Háskóla- bíói. Í öðru lagi rak ég upp stór augu yfir þeirri staðreynd að SMS- dvergurinn úr Rautt-auglýsinga- herferð Íslandssíma hljóp yfir sviðið í tíma og ótíma. Eftir að hafa kynnt mér málið frekar fékk ég þær upplýsingar frá markaðs- deild Íslandssíma að fyrirtækið hefði verið í ákveðnu samstarfi við aðstandendur heimsóknar klám- kóngsins Rons Jeremys. Þar af leiðandi auglýsir Íslandssími Rautt-herferð sína með þessum hætti á einhverjum sýningum myndarinnar auk þess sem lógó fyrirtækisins birtist á ákveðnum auglýsingum í tengslum við heim- sóknina. Fullorðnir einstaklingar eiga rétt á að velja hvort þeir vilja nota klám eða ekki og það er þeirra persónulega mál. Það er hins vegar umhugsunarefni hvern- ig og hvort við berum þennan heim á borð fyrir börn og ung- linga. Þar sem það er skuggalega auðvelt fyrir þennan hóp að nálg- ast klám er það ábyrgðarhlutverk stofnana, fjölmiðla og skóla að við- halda ákveðnu siðferði og draga viðmiðunarlínur. Markhópur Rautt-herferðar Íslandssíma er skýr: 12–18 ára unglingar. Á Ís- landi er unglingum yngri en 18 ára bannaður aðgangur að klámi. Með því að bendla sig við klámstjörnu á þennan hátt er stórfyrirtækið Ís- landssími að draga sín siðferðis- legu mörk. Íslandssími leggur nafn sitt við iðnað sem er fullur af ranghugmyndum um útlit og ímynd og ekki ákjósanlegt um- hverfi fyrir leitandi og oft áhrifa- gjarna unglinga að alast upp í. Í þriðja og síðasta lagi vakti það undrun mína hversu mikla athygli klámkóngurinn fékk í íslenskum fjölmiðlum meðan á heimsókninni stóð. Fjölmiðlar gegna miklu ábyrgðarhlutverki og þeim ber skylda til að taka ákvörðun um hvenær efni eða manneskja hættir að vera „frétt“ og verður að aug- lýsingu. Ég tek því ofan fyrir Guð- rúnu Gunnarsdóttur fréttamanni að taka afstöðu með því að vera ekki viðstödd viðtal við Ron Jer- emy á besta áhorfstíma Stöðvar 2, opnum börnum og unglingum, í þættinum Ísland í dag. Við Íslendingar getum ekki ver- ið þekkt fyrir að taka á móti hvaða „stjörnu“ sem er sem heimsækir landið okkar með þessum hætti. Við verðum að gera okkur grein fyrir forsendum frægðarinnar og fylgja einhvers konar viðmiðum í fréttaflutningi. Ég set spurningarmerki við það að kynningarherferð Íslandssíma með markhóp 12–18 ára bendli sig við klámstjörnu. Ég set spurningarmerki við upphefðina sem þessi ákveðna klámstjarna fékk hjá íslenskum fjölmiðlum. Síðast en ekki síst set ég spurn- ingarmerki við það bessaleyfi sem þýðandi myndarinnar Porn Star tekur sér með því að kalla mig druslu. Klámkóngur kemur í bæinn Eftir Unni Ösp Stefánsdóttur „Við Íslend- ingar getum ekki verið þekkt fyrir að taka á móti hvaða „stjörnu“ sem er sem heimsækir landið okkar með þess- um hætti.“ Höfundur er leikkona og kvikmyndagerðarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.